Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 20. MARS 1995 7 Fréttir Ríkissaksóknari svarar gagnrýni á embættið: Gríðarlegt álag á starfsliði „Við gefum einungis út ákærur í bruggmálum ef þau tengjast öðrum brotum. Árið 1992 var gerð breyting á réttarfarslögum. Þá var lögreglu- stjórum falið ákæruvald í tilteknum málaflokkum. Meðal þeirra flokka eru áfengislagabrotin. Ari seinna var gerð nokkur breyting á þessu og ákæruheimildir þeirra rýmkaðar enn meira,“ segir Hallvarður Ein- varðsson ríkissaksóknari. Valdimar Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri átaksins Stöðvmn unglingadrykkju, gagnrýndi harð- lega embætti ríkissaksóknara á dög- unum í „yfirheyrslu" í DV. Þar var fjallað um bruggmál og komið inn á önnur afbrot þeim tengd en Valdimar telur meðal annars orsök aukinna afbrota unghnga auðveldara aðgengi þeirra að áfengi og slæleg frammi- staða saksóknara við afgreiðslu mála. Aðspurður hvort sú staðreynd að lögreglustjórar fari með ákæruvald í bruggmálum sýni Utla áherslu á þessi mál segir HaUvarður það ekki þurfa að vera. „Það eitt út af fyrir sig að við myndum fara með ákæru- vald í þessum málum þarf ekld að leiða til þyngri refsinga." Söfnum ekki ákærum Saksóknaraembættið hefur enn- fremur verið gagnrýnt fyrir að safna - réttarfarsbreytmgum ekki mætt með auknu starfsliði saman ákærum á hendur síbrota- mönnum, eins og það hefur verið kallað, og þar af leiðandi gefa þeim svokaUaðan magnafslátt á refsingu. FuUtrúar einstakra lögregluembætta og fleiri hafa haldið þessu fram. HaUvarður segist ekki reiðubúinn að samþykkja þetta. Það sé hins veg- ar svo að þegar mál einstakUngs sé í meðferð þá sé embættinu rétt og skylt að sameina það öðrum málum sem kunna að koma upp á meðan. Það sé skýrt kveðið á um þetta í 77. grein hegningarlaganna. „Það er afls ekki svo að beðið sé eftir málum í því skyni að veita magnafslátt á refs- ingu.“ - Það hefur verið sagt að tekist hafi að losa um flöskuháls í dómskerfinu þannig að mál eru afgreidd þaðan mun hraðar en fyrr. Embætti ríkis- saksóknara sætir hins vegar enn gagnrýni um seinagang. Dráttur á málum slæmur „Ef það er verið að tala um flösku- hálsa hér og þar í kerfinu þá ætla ég að mannafli við dómaraembætti sé í góðu horfi og framgangur mála í héraði þar með orðinn góður og greiður. Það er kannski ekki alveg það sama að segja um framgang mála hjá rannsóknar- og ákæru- valdi. Þegar röðin kemur að úr- vinnslu mála hjá ákæruvaldi þá er Við gefum einungis út ákærur í bruggmálum ef þau tengjast öðrum brot- um, segir ríkissaksóknari. DV-mynd GVA það nú svo, án þess að ég ætli að fara að afsaka eitthvað, því verulegur dráttur á málum er slæmur, að með þessum breytingum, sem urðu 1. júlí 1992, lagðist auðvitað miklu meiri starfsþungi á starfshð embættis rík- issaksóknara. Meðal annars með þeim hætti að nú ber að fylgja megin- þorra mála eftir í dómi, mæta í þau og flytja þau, sem ekki var áður. Starfshði embættis ríkissaksóknara var ekki fjölgað, eins og ég segi, aö sama skapi og því hefur gríðarlegur þungi lagst á starfslið hér með þess- um breytingum." - Þið eruð sem sagt of fámenn mið- að við þær kröfur sem til ykkar eru gerðar? „Ég er á því að það verði að skoða rækilega þessa reynslu sem er komin frá því að breytingar voru gerðar á réttarfarslögunum og kannski skipta annað hvort enn meira verkum en verið hefur eða þá að fjölga starfsl- iði. Rétt er þó og skylt að geta þess að lögreglustjórum og rannsóknar- lögreglustjóra ríkisins hefur verið falinn flutningur mála í héraði í rík- ari mæli en verið hefur og er auðvit- að verulegur styrkur að því. Enn- fremur hefur ríkissaksóknari heim- ild til að fela lögmönnum flutning mála.“ -PP Pðmmonfe MASH. Hljómtækjasamstæða sem hefur 2x60W magnara, útvarp meó FM, MW og LW, klukku, tvöfallt segulbandstæki meb AUTO REVERSE, vandaðan eins bita MASH geislaspilara, forstilltan DSP TÓNJAFNARA, góSa 60W 2way hótalara og fjarstýringu sem stýrir öllum aðgerðum. AKRANES: MÁLNLNGARÞJ. METRO BORGARNES: Kaupf. Borgfirðinga HELLISANDUR: BLÓMSTURVELLIR BOLUNGARVÍK: LAUFIÐ ÍSAFJÖRÐUR: PÓLLINN SAUÐÁRKRÓKUR: Kaupf. Skagfirðinga, Rafsjá AKUREYRI: Radíóvinnustofan, Radíónaust, metro, Kaupf. Eyfirðinga, Rafland HÚSAVÍK: ÓMUR SEYÐISFJÖRÐUR: KAUPF. H ÉRAÐSBÚA EGILSSTAÐI R: Rafeind, KAUPF. HÉRAÐSBÚA NESKAUPSTAÐUR: TÓNSPIL HÖFN: RAFEINDAPJ. BB , KAUPF. A-SKAFTFELLI NGA VESTMAN N EYJAR: BRIMNES KEFLAVÍK: RAFHÚS Brautarho & Kringlunn Sími 562 5200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.