Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 20. MARS 1995 Fréttir Skipverji á Hólmatindi fékk æðiskast um borð og á bryggjunni á Eskiíirði aðfaranótt laugardags: Skaut álján skotum og hæfði karlmann - ég stökk á hann þegar hann var ekki viðbúinn, segir félagi hans Hólmatindur SU við bryggjuna á Eskifirði - þar sem skipverjinn gekk berserksgang með haglabyssu á laugardag. DV-mynd Emil Ungur aðkomumaður á Eskifirði er talinn eiga yfir höföi sér ákæru fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa verið búinn að miða haglabyssu, að því er sjónarvottar segja, að frysti- húsinu, þar sem fimm manns stóðu, vakthafandi vélstjóra um borð í Hólmatindi, og skjóta mörgum skot- um úr byssunni, marghleypu, á nán- ast hvað sem fyrir varð aðfaranótt laugardagsins - m.a. með þeim af- leiðingum að tæplega fimmtugur maður fékk hagl í sig. Byssumaður- inn hefur viðurkennt verknaðinn, þ.e.a.s. það sem hann segist muna, en hann var undir áhrifum áfengis. Miðaði á vélstjóra og heimt- aði Frissa fríska Maðurinn var á pöbbnum Valhöll á Eskifirði um nóttina og var nýkom- inn um borð þegar hann náði í byss- una sem hann á. Hann hélt upp í brú og skaut þar á tvær rúður en önnur þeirra fór út. Eftir það er hann talinn hafa skotiö nokkrum skotum að frystihúsinu þar sem fólkið var. Að því loknu fór maðurinn niður þar sem vélstjóri á vakt svaf. Vélstjórinn vaknaði nán- ast með byssuhlaupið fyrir framan sig og æstan manninn sem skipaði honum að opna fyrir sig matvæla- geymslu skipsins. Hann vildi sér Frissa fríska - svaladrykk. Vélstjórinn reyndi að róa manninn og lét að vilja hans. Þegar þeir voru í matvælageymslunni kom annar skipverji, félagi byssumannsins, og reyndi aö telja honum hughvarf. A meðan laumaðist vélstjórinn í burtu og fór í land og síðan um borð í ann- an togara til að hringja á lögreglu. Fólk í frystihúsinu var að vinna þar um nóttina því verið var að keyra loðnuhrogn inn í hús úr bræðslunni. Félaginn reyndi að afstýra því að illa færi Byssumaðurinn fór upp á bryggju eftir að hafa svalað þorsta sínum um borð og fór félagi hans með til að forða því að hann færi sjálfum sér og öðrum að voða. Á bryggjunni við frystáhúsiö skaut byssumaðurinn nokkrum skotum á jeppa Benedikts Jóhannssonar verkstjóra. Benedikt kom síðan að en hann hafði þá náö að hringja fyrstur til lögreglu þegar hann gerði sér ljóst hvað var að ger- ast. Þegar Benedikt kom aftur út kallaði hann að byssumanninum sem leit upp. Félaginn notaði þá tækifærið og kom honum að óvörum og skellti honum á bryggjuna. „Ég stökk á hann“ „Hann var að horfa út í loftið. Ég stökk á hann þegar hann var ekki viðbúinn," sagði félaginn í samtali við DV í gær. Benedikt verkstjóri kom hlaupandi að og náði hann ásamt félaganum að afvopna unga manninn. Rétt á eftir kom lögreglan, sem var á bakvakt, á vettvang, örfáum mínútum eftir út- kallið. Maðurinn var látinn sofa úr sér og viðurkenndi það sem hann man af atburðarás. Hann sagðist þó ekki muna eftir að hafa ætlað að skjóta að fólki, samkvæmt heimildum DV. Eftir yfirheyrslur var honum sleppt en til stóð í gær að hann yfirgæfi bæinn um leiö og færð batnaði. Hólmatindur er farinn út á sjó. Samkvæmt upplýsingum DV hgg- ur ekki nákæmlega fyrir hvernig haghð fór í Stefán Einarsson, hvort það skaust af málmhlut í hönd hans eða hvort það hljóp beint úr hagla- byssu eigandans. Bárujárn á frysti- húsinu, stálkassar á bryggjunni, Lada Sport bifreið verkstjórans og fleira ber einnig merki eftir skothríð- ina. Ungi maðurinn með byssuna var einn af þeim þremur sem voru á vett- vangi þegar ráðist var á sýslumanns- fulltrúann á Eskifirði á sínum tíma. Hann var þó ekki ákærður í því máh. -Ótt Stefán Einarsson varð fyrir skoti: Fékk sjokk „Ég hef aldrei staöið svona „Þetta er mjög sérstök tilfmning frammi fyrir dauðanum áður. Maö- og ég fékk sjokk á eftir þegar ég ur gat ekki ekki ímyndað sér að var búinn að gera mér grein fyrir svona ætti eftir að koma fyrir hvað hafði gerst, Verkstjórinn var mann. Eg var aiveg grandaiaus fyrir utan á meðan skötunum var þama þar sem ég stóð í dyrunum. hleypt af en hann kom síðan inn í Eg vissi ekki fyrr en ég heyrði hvell húsiö og fór strax að hringja á lög- og fann sársauka. Fljótlcga komu regluna. Ég fór inn í frystihús og fleiri skot á eftir. Það var ekki fyrr upp á kaffistofú þar sem litið var á en þetta var búið aö gerast og ég höndina. Þaö blæddi töluvert,“ heyröi hina hvelhna aö ég gerði sagði Stefán. mér grein fyrir að ég haföl orðið Enginn læknir var á Eskifirði fyrir skoti. Ég hörfaði tii baka inn þegar skotárásin átti sér stað en í húsið,“ sagði Stefán Eínarsson, hjúkrunarfræðingur geröi aö sár- starfsmaður við loðnubræðslu á um Stefáns eftir mætti. Ófært var Eskifirði, en hann varð fyrir skotí yfir á Reyöarfjörö þar sem læknir úr haglabyssu sem skipverjinn á var til staðar. Óljóst var hvort hagl togaranum Hólmatindi hleypti af var inni i fmgri Stefáns og reyndist; aðfaranótt laugardagsins. Stefán nauðsynlegt að senda hann i rönt- stóð i dyragættinni í húsi gegnt genmyndatöku. togaranum sem lá við bryggjuna. -Ótt Sjónarvottur lýsir skotárásinni: Miðaði á verkstjóra „Þetta var rosalegt. Skothríðin dundi á okkur. Það var ekki hægt að sjá annað en að maðurinn væri að skjóta bara á það sem var kvikt við ljósið hjá okkur við dymar. Við stóðum fimm þarna og sáum hvemig höglin röðuðust í snjóinn þar sem fiskkassi stóð. Maður hefur aldrei séð svona nema í bíómyndum. Við héldum fyrst að þetta væri loftbyssa en síðan reyndist það nú aldeihs ekki vera. Þegar Benedikt verkstjóri fór inn skaut maðurinn íjórum skotum hverju á eför öðru. Hann var bara með pumpu,“ sagði einn sjónarvotta að skotárásinni viö frystihúsið á Eskifirði við DV í gær. „Maðurinn sem var með byssu- manninum bjargaði því að ekki fór verr. Hann gekk á undan honum eins og gísl á bryggjunni. Þegar byssu- maðurinn var við jeppa verkstjórans kallaöi Benedikt: „Hvern djöfulinn eruð þið að gera?“ Þá miðaði maðurinn byssunni að Benedikt, sem stóð um 15 metra frá, en félagi hans stökk þá á hann og skellti honum í bryggjuna. Maöur trúir þessu varla.“ -Ótt Skartgripum stolið úr íbúð Skartgripum sem eigandi metur á um 300 þúsund krónur, sjónvarpi og hljómflutningstækjum og tvennum leðurstígvélum var stohð í innbroti sem framiö var í íbúð við Skóla- vörðustíg. Innbrotið er tahð hafa ver- ið framiö á laugardag en íbúamir komu heim um kvöldið og uppgötv- uðu þá hvað hafði gerst og tilkynntu til lögreglu. Máhð er í höndum Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Einnig var farið inn í ólæsta íbúð viö Kleppsveg um helgina. Þaðan var hljómflutningstækjum stohð. Þá var reynt að fara inn í Dýra- spítalann í Víðidal. Þar urðu ein- hverjar skemmdir. -Ótt Sandkom EhnHírst, fréttastjóri á Stöð 2, stjórnar asaimStctám Jóni Ilafstein beinumútsnnd- ingumstöðvar- innarfrá stjórnmála- fundumútum landþessadag- ana og var einn slíkur á Akureyri sl. fimmludagskvöld. Það er greinilega „taktik" stjómendanna að ganga han að pólitíkusunum sem auðvitað eru snillíngar í að komast hjá að svara spurningum sem ekki henta þeim. Dansinn tekur svo ýmsar stefn- ursitt á hvað eins og t.d. þegar Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaður Al- þýðubandalagsins, var að tala um að Jón Baldvin Hamiibalsson hefði tjáð sig uro eitthvert mál á tsjónvarpsstöð nýkominn úr Itaði. „Hvað með það, baðarþú þigaldretr ‘ spurði Elin þá valdsmannslega og þótt pólitíkusarn- ir séu ýmsu vanir var greinilegt að það kom nokkuð á þá við þessa spurningu sem Steingrímur svaraði hins vegar þannig að hann baðaði sig júafogtil. Veikurá HM Umlangtára- bilhefur keppm skiða- gongiunanna okkará stærstu mótumtieims- insjafnanvak- Ið athygli. Eklci vcgnagóðsár- angnrs, heldur vegnaallskyns vandræða og erflðleika sem „óvænt" hafa komið upp á. Sumir muna e.tv. er þeir héldu á ólympiuleika í Kanada og gleymdu að taka með sér skíðin, og skíðagöngumennirnir hafa víst átt það til aö „frjósa fastir“ í göngubraut- unum. Adögunumáttiokkarbesti skíðagöngumaður að keppa á heims- meistaramótinu í Kanada, en það voru slæmar fréttir sem komu heim af frammistöðu hans. Hann hafði orð- ið að hætta keppni vegna þess að hann var ekki orðinn góður af veik- indum sem höföu injáð hann um nokkum tíma, Mér er sagt að skíða- göngumenn annarra þjóða hafi það fyrir sið að halda sig heima þegar þeireru veikir, og sleppi stórmótun- um. Ekki sofið hér UmdSOmig mennitoku þáttífrjáls- iþróttakeppnii íþróttahöllinni á Akureyri um næstliðna helgi.Krakk- arnnvorulátn- irgistaí íþróttahöllinni en það vakti athygh aö kennarar lögðu blátt bann við því að krakkarn- ir gætu soflð í skólastofum sera eru i húsínu, slíkt væri verkfallsbrotfl). Þeim mun hafa verið bent á að skól- amtr heföu kennslustofurnar ekki til ráðstöfunar um helgar þannig að krakkamir gætu soflð þar ef þeir heföu yfirgeflð skólastofurnar fyrir kl. 7 á mánudagsmorguninn. Þetta mun vera til skjalfest en fariö firam hjá kemiunmum viö verkfallsvörslu sína. Sumireiga hins vegar érfitt meö að sjá að hagsmunum kennara hafi veríð ógnað þött krakkarnir hafi fengið að kúra í skólastofunum. Fríða og dýrin Semkunnugt erhaldaHús- vikingarþvi framaðLinda Pétursdóttirsé „þeirraeign" endasehun feeddþarog uppalinaðeín- hverjuleyti. Þvísagði Vík- urblaðið þar í bæ frá húsvísku þrenn- ingunni sera birtist reglulega á Stöð 2, Bjarna Hafþóri „kjaftfora" Helga- syni Iréttamanni, Lindu, sem nú er orðinþulaþarumhelgar, ogsjálfur er ristjórinn pistlahöfundur og „les beintfráHúsavik“ einsogpistlar hans eru kynntir. Jóhannes ritstjórí fyrir hlutunum eins og þeir eru, og þvl kallar hann þessaþrenningu í bíaði sinu, ,Fríðu ogdýrin".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.