Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 20. MARS 1995 Sultur og „velferð“ Brynhildur G. Björnsson skrifar: Þann 1. mars ’95 var sérstök heimilisuppbót bótaþega skert um kr. 2.551 á mann. Þetta gerir þaö að verkurn aö lífskjör mín lækka um sem svarar fábrotnum morgunveröi mínum (einum kaffibolla og jógúrt). Sökum hækkandí lyfia- og veikinda- kostnaðar hef ég þegar skorið niður kaup á dagblaði mínu og hádegisverði. - Þar sem aðrir bótaþegar hljóta einnig að hafa rekiö sig harkalega á þessar snilidarlegu niöurskuröarráö- stafanir heilbrigöisráöherra vaknar sú spurning hvar fátækt- armörkin líggi hjá einhleypum sjúklingi og leigutaka í velferðar- þjóðfélaginu. Samkvæmt uppl. frá Tryggingastofnun ríkisins verður engin breyting á þessu atriði þrátt fyrir grein sem birtist í Mbl, hinn 11. mars sl. undir yfir- skriftinni „Sérstök heimihsupp- bót verður ekki skert“ og vitnað í hæstvirtan heilbrigðisráðherra. Vínístórmarkaði Guðný Sigurðardóttir hringdi: Ég get ekki séð að hættulegra sé aö hafa létt vín til sölu í matar- deildum stórmarkaöanna en að selja þaö í sama húsnæði - aðeins á öðrum timum. Um helgar er hvergi hægt að kaupa léttvíns- flösku þótt mikið hggi við. Amiað livort verður ÁTVR að gjöra svo vel og hafa opið á laugardögum eða, sem auövitað er betra, að vín veröi leyft til sölu í stórmörkuð- um á venjulegum opnunartím- um Heimskur almenningur Ólafur Jóhannsson hringdi: Maður furðar sig sífellt á heimsku almennings þegar hann er tekinn tali á víðavangi, einkum og sérstaklega þegar stjórnmál eru til umræöu. - Ein spurningin nýlega var mn það hvort viðkom- andi myndu nýta sér kosninga- rétt sinn. Allir utan einn lýstu því fjálglega að þeir myndu nýta sér sinn kosningarétt. - Veit þetta fólk ekki að það er verið að leika á það á meöan vægi atkvæöanna er bundið við gildandikjördæma- skipan? ISIþýðid úr borginni Kristinn Sigurðsson skrifar: Því miður er svo komið að dóp- salar hafa þegar hreiðraö um sig í skólum landsins. Veita ætti há verðlaun fyrir að upplýsa um slíka starfsemi dópsaia, bruggara eða önnur svipuö lögbrot. En dómamir hafa ekki veriö upp á marga fiska og löggæsla er í lág- markx vegna þess aö bæöi núver- andi og fyrrverandi dómsmála- ráðherrar hófu sparnaðartil- raunir sem eru nú að rústa lög- gæslu, t.d. í höfuðborginni. Borg- arstjóm á hér líka sök. Það er afleitt að fólk skuli vart þora út að kvöldi til eöa snemma morg- uns vegna illþýðis sem gengur laust og ræðst á menn og mann- virki. Orðrómur hefur verið uppi um hvort borgararnir eigi sjálfir að taka lögin í sínar hendur. Því er betra að stjórnvöld vakni af dvalanum. Skammarlegir innlánsvextir Ragnar skrifar: Það er ekki vansalaust hve inn- lánsvextir eru orönir lágir miðaö við útlánsvextina. - Innlánsvext- ir eru nánast engir af almennmn bókum eða 0,50%. Af tékkareikn- ingum 0,25%. Og hæstu innláns- vextir eru þetta frá 3-3,25% og meö ársbindingu. Eða þá allra hæst 4,50-5,25% með því að binda bækurnar í tvö ár eða 5 ár! Á meðan greiðir raaður þetta frá 8-11% útlánsvexti eða 100% hærra en hæstu innlánsvexti. Hér er ekki aht með felldu. Spumingin Lesendur Ertu góður bílstjóri? Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður: Ég keyri ekki því ég er umhverfisvæn og fer um á hjóli. Hrafn Hauksson, atvinnulaus: Nei, ég er ekki góður bílstjóri því ég keyri mjög lítið. Ágúst Atlason verslunarmaður: Já, mjög góður. Ólafur Kolbeins sölumaður: Sæmi- legur. Ríkisstjórn Daviðs Oddssonar (eftir fyrsta útkall). - Sumir verðugri en aðrir, að mati bréfritara. Ráðherrarnir og atvinnuvegirnir uðu sig. En það er engin afsökun til fyrir því að stærsti stjórnmálaflokk- ur þjóðarinnar skuli velja þá í æðstu stöður. Það er heldur engin afsökun aö þeir menn innan Sjálfstæðisflokks- ins sem vilja verja þá sem minna mega sín skuh hundeltir út úr þess- um flokki, líkt og Ingi Björn Alberts- son. - Við, gamlir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, héldum þó að aðförin að Albert föður hans hefði átt aö vera þessum strákum nóg til að þjóna innræti þeirra. Það er Uka sárt að sjá þegar pótin- tátar af þeirri gerð og ekkert kunna til verka annað en að skafa undan nöglunum skuli hafa völd til að eyði- leggja lífsbjörg þeirra sem draga björgina í þjóðarbúið, og sem sann- aðist á dögunum þegar sjávarútvegs- ráðuneytiö bannaði útgerðarmann- inum í Grímsey að bjarga veiðarfær- unum sínum úr sjó. Höfuðógæfa okkar í stjórnmálum hér er sú að hafa ekki vit á því að velja í æðstu stöður þessa lands menn sem hafa unnið nógu lengi við atvinnuvegi þjóðarinnar til þess að þekkja á hverju hún lifir og þar með að forðast þá glópsku að drepa hana i fljótræði með tilskipunum eins nú streyma frá sjávarútvegsráðaleys- inu. - Ég vil þakka þeim ráðherrum í þessari stjórn sem mér hefur fund- ist að hafi unnið vel, stundum meira að segja ótrúlega vel, miðað við að- stæður, nefnilega þeim Sighvati Björgvinssyni, Halldóri Blöndal, Ól- afi G. Einarssyni, Össuri í „umhverf- inu“ - og svo henni Jóhönnu. Regína Thorarensen skrifar: Eins og ég lét ummælt í Sjónvarp- inu á dögunum er ég sáróánægð meö þessa ríkisstjórn. Ekki síst vegna þess að þótt mér þætti nú Davíð nokkuð ungur og þótt ég vissi að hann væri ekki vaxinn upp úr stutt- buxunum þegar Sjálfstæðisflokkur- inn gerði hann að forsætisráðherra þá datt mér aldrei í hug að atvinnu- leysi og nánast ofbeldi gagnvart fá- tæku fólki yrði sú stefna sem hann og félagar hans í ungíhaldinu myndu í alvöru leiða yfir þjóðina. Það má kannski segja að það sé nokkur afsökun fólgin í því fyrir þessa stráka að þeir eru „heimaln- ingar" sem ekki fengu að vinna við sjóinn eða í sveitinni fyrir foreldrum sínum sem fannst það ekki nógu fínt og voru hræddir um að þeir óhreink- Ragnhildur Þorgeirsdóttir nemi: Bara ágætur. Baldur Ólafsson deildarstjóri: Ég þóttist vera það þangað til ég keyrði á í vetur. 1 Jóhanna sveik og Jóhanna brást Kári V. Sigurðsson skrifar: Jóhanna Sigurðardóttir var fylgj- andi myndun vinstnstjórnar fyrir kosningarnar 1991. í kosningunum hélt ríkisstjóm Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks velli, en féll vegna þess að Jón Bald- vin Hannibalsson og Jóhanna Sig- urðardóttir tóku samstarf við Davíð Oddsson fram yfir áframhaldandi samstarf í vinstristjórn. allan sólarhringinn Aöefns 39,90 mínútan l - eða hringið í síma 5632700 Mfðikl.l4ogl6 Jóhanna Sigurðardóttir alþm. - Guðmóðir núverandi rikisstjórnar, segir bréfritari. Össur, Sigbjöm og Gunnlaugur greiddu atkvæði gegn hægristjóm- inni í þingflokki Alþýðuflokksins, en Jóhanna sagði já. - Hún er því guð- móöir núverandi stjórnar eins og Össur Skarphéðinsson segir. - Jó- hanna sveik því fyrirheit um vinstri- stjórn eftir kosningarnar 1991. Jóhanna Sigurðardóttir tók þátt í því, sem ráðherra á fyrri hluta kjör- tímabils ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar, að stórskerða kjör alþýðu manna í landinu. Þar með brást hún þeim sem hún ber helst fyrir brjósti í núverandi kosningabaráttu. Hún tók þátt í því að hækka skatt- hlutfall einstaklinga úr nær 40% í nær 42% - að lækka skattleysismörk úr 65.100 kr. á mánuði 1991 í 58.000 kr. á mánuði - að lækka barnabætur um 600 milljónir - að lækka mæðra- og feðralaun - að lækka vaxtabætur um 400 milljónir - að leggja á skóla- gjöld - að auka gjaldtöku í heilbrigð- iskerfinu um 3000 milljónir kr. - að leggja viröisaukaskatt á húshitun, afnotagjöld, bækur og blöð - aö auka skuldir heimilanna um 12-16% á ári. Jóhanna brást í hagsmunabaráttu láglaunafólks sem ráðherra og það var ekki fyrr en hana skorti 30 at- kvæði til þess að verða formaður Alþýðuflokksins sem hún gekk úr ríkisstjórninni. Líklega sæti hún enn sem ráðherra hefði hún náð for- mennskunni. Óvirðing við heiðursborgara Reykjavíkur Einar Árnason skrifar: Ég á stundum erindi í ráðhúsið í Reykjavík og þykir alltaf jafn ánægjulegt að koma þangað enda húsið einkar fallegt að utan sem inn- an. Mér brá hins vegar í brún um daginn þegar ég veitti því athygli aö málverk af heiðursborgara Reykja- víkur, séra Bjarna Jónssyni, sem hangið hefur uppi á virðulegum stað í húsinu, var horfið. Ég spurðist fyr- ir um málið og var þá sagt af ábyrg- um manni í húsinu að þetta væri gert samkvæmt sérstakri tilskipun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. - Var sagt að líklega þætti kvennalistakonunni óspenn- andi af hafa málverk af „gömlum íhaldsskarfi" uppi á vegg hjá sér. Væri því betur komið í geymslu niðri í kjallara. Með fullri virðingu fyrir skoðunum borgarstjóra finnst mér þetta ekki ná nokkurri átt. Séra Bjarni Jónsson var á sínum tima einn virtasti og vinsælasti borgari Reykjavíkur. Mér finnst það nánast jafngilda því aö svipta hann heiðursborgaratitlinum að taka málverkið af honum niður. - Þess vegna leyfi ég mér að skora á 'borgarstjóra aö endurskoða afstöðu sína. Og meðal annarra orða: Er ekki sjálfur forseti borgarstjórar, frú Guð- rún Ágústsdóttir, sonardóttir heið- ursborgarans? - Finnst henni í lagi að málverkið af afa hennar sé íjar- lægt úr ráðhúsinu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.