Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 Dagur í lííl Þorbjamar Jenssonar, þjálfara Valsmanna, íslandsmeistara í handbolta: Gat engu stjómað okkur inn á völlinn. Það var orðið svo troðið í anddyr- inu fyrir klukkan sjö að ég komst varla inn í búningsherbergið. Þetta var auðvitað mjög óvenjulegt hlut- verk fyrir mig að fá ekki að sitja á bekknum. Ég þurfti að undirbúa strákana fyrir það að vera þjálfara- lausir í salnum og gera þeim grein fyrir að þetta ætti ekki að skipta máli. Mér fannst þetta skrýtið og myndi nú ekki kjósa það aftur að vera settur af bekknum. Engin aksjón Ég fór síðan upp í eldhús og horfði á sjónvarpið að mestu eöa það sem ég gat. Mér leið mjög einkennilega því maður er náttúrlega í fullri ak- sjón þegar maður er á bekknum. Þarna gat ég ekkert gert og engu stjórnað. Þar af leiðandi var þetta mjög erfitt. Þegar leiknum lauk rétt fyrir hálfellefu varð gífurleg gleði og mikið að gerast. Við vorum komnir í búningsherbergið um hálftóif. Þeg- ar fólkið var að mestu farið út fórum við í bað, settumst síðan í heita pott- inn og spjölluðum saman. Það var auðvitað skálað í kampavíni og glaðst mikið. Um hálfeitt fórum við yfir í sal sem við höfum á Hlíðar- enda. Þar biðu stuðningsmenn okkar og við vorum hylltir enn einu sinni. Við skemmtum okkur saman til klukkan hálftvö en þá fóru nú flestir heim. Óneitanlega var erfitt að sofna þetta kvöld enda spennan enn þá í loftinu. Á næstu dögum byrja úrslit í öörum og þriðja flokki sem ég þjálfa líka þannig að eitt tekur við af öðru. Nú og svo er það HM þannig að mað- ur verður í þessu fram á sumar. En ég var mjög ánægður með þennan dag og sérstaklega þar sem þetta var í fyrsta skipti sem við tökum við ís- landsmeistaratitlinum á Hlíðarenda. Þetta var því kærkomiö og ánægju- legt. Ég vaknaði klukkan sjö eins og aöra daga en vinnudagur hefst klukkan átta. Ég starfa á rafmagns- verkstæði Landspítalans. Eiginkon- an, Guðrún Kristinsdóttir, fer á fæt- ur á sama tima en hún vinnur líka á Landspítalanum. Sonurinn, Fann- ar Örn, 13 ára, var í verkfalli svo hann fékk að sofa lengur en dóttir mín, Kristín Hrönn, sem er í lyfja- fræði í Háskóla íslands þurfti ekki að mæta fyrr en klukkan tíu. Ég fékk mér, eins og venjulega, lýsi og eitt djúsglas. Það er morgunverður fram að því að ég fer í morgunkaffi á spít- alanum. Strax þegar ég mætti í vinnuna og hitti vinnufélagana byrjaði umræð- an um leikinn sem átti að fara fram um kvöldið. Það vai- erfitt að hafa hugann við vinnuna en þar sem við erum að fiytja verkstæðið fór morg- uninn í að taka til, henda gömlu dóti og færa annað til. Þannig gekk þetta til hádegis. Úrslitahádegisverður Eins og venjulega þegar úrslitaleik- ir fara fram fórum við Bjarni Áka- son, vinur minn, sem vinnur í AKO, út aö borða í hádeginu. Við forum alltaf í Pottinn og pönnuna þar sem boðið er upp á hlaöborð. Við sitjum ahtaf við sama borðið í úrshtakeppn- inni og því var ekki breytt í þetta skiptið. Fljótlega eftir hádegið mætti ég aft- ur í vinnuna og þá fór ég að leggja tölvulagnir fyrir læknaherbergi á fjórðu hæð. Við vorum að vinna í því alveg til sex um daginn. Á svona dögum hittir maöur alltaf margt fólk og umræðan snýst um handboltann. Ég fékk spumingar eins og: Hvernig fer leikurinn? Hvemig getur þú unn- ið núna? Ertu ekki spenntur? Og fleira í þeim dúr. Fólk virðist al- mennt vera sér mjög meðvitandi um þaö sem er að gerast. Einnig voru Ánægjulegur dagur var hjá Þorbirni Jenssyni, þjálfara Vals, íslandsmeistaranna í handbolta, á þriðjudag og bik- arnum hampað að loknum hörkuspennandi leik. DV-mynd Brynjar Gauti að berast fréttir um ýmislegt eins og miðasöluna. Það var hringt í mig frá öllum fjölmiðlum en fréttamenn vildu vita hvar ég ætlaði að vera um kvöldið þar sem ég mátti ekki vera í salnum. Ég gat engu svarað þar sem ég hafði ekki ákveöið mig með það. Dagurinn mótaðist því allur af þess- um leik. Árúnt- inum Klukkan sex var vinnudeginum lokið og þá kom Guðrún og sótti mig. Síðan náðum við í dótturina í Vestur- bæjarlaugina. Við keyrðum aðeins um vesturbæinn og reyndum að dreifa huganum. Maður spjallaði náttúrlega um það sem var fram undan. Við ókum síðan í áttina að Valsheimihnu um hálfsjö og sáum þá að þar var allt að verða fullt þótt það væru tveir tímar þangað til leik- urinn átti að byija. Þá ákváðum við að vera ekkert að þessu hangsi leng- ur heldur finna bílastæði og drífa ©PIB tWWHII Maður sendir strákinn i rándýran einkaskóla og svo fær hann ritgerðarefnið „Segðu 'frá atvinnu föður þíns“. Nafn: Heimlli:........ Vinningshafar fyrir þrjú hundruðustu og fyrstu get- raun reyndust vera: 1. Hrefna Gunnarsdóttir, 2. Svana Jósepsdóttir, Lágmóa 17, Áshllð 8, 260 Njarðvik. 603 Akureyri 1. verðlaun: Zodiac Sigma 300 sími, aö verðmæti kr. 4.950, frá Hljómbæ, Hverflsgötu 103, Reykjavík. 2. verðlaun: Örvalsbækur. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: Líki ofaukiö og Bláhjálmur úr bókaflokknum Bróðir Cadfael, aö verð- mæti kr. 1.790. Bækurnar eru gefhar út af Frjálsii fjötmiðlun. Vioningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 303 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 303 Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.