Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 Útlönd dv Bandaríska forsetafrúin ræðir um heilsugæslu kvenna á kvennaráðstefnu: Hillary ræðst á stef nu stjórnvalda í Peking Hillary Rodham Clinton, forsetafrú i Bandarikjunum, spjallar við eiginkonu Boutros-Ghalis, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á fundi um heilbrigðismál kvenna á kvennaráðstefnunni i Peking í morgun. Símamynd Reuter Færeyingarflýja himinháa skatta Þaö er mun erflöara að komast af á Færeyjum en í Danmörku. Þetta fullyrðír hópur sérfræöinga sem hefur veriö að rannsaka ástæöurnar fyrir stöðugum fólks- flótta frá eyjunum. Fjármálaráð- herra Færeyja, Johannes Ei- desgaard, segir að meginorsök fólksflóttans sé hinir himinháu skattar, sérstaklega fyrir fólk meö meðaltekjur. Við bætist að ýmsar bótagreiðslur frá hinu op- inbera séu mun rýrari en í Dan- mörku, ekkert samræmi sé milli skattgreiðslna og þess sem Fær- eyingar fái til baka frá ríkinu. Þannig sé ekkert um barnabætur né húsnæöisbætur. Landstjórnin í Færeyjum og danska ríkissljómin hittast í Kaupmannahöfn 27. september. Fjárlög Færeyinga veröa þar aö- alumræðuefnið auk himinhárra skulda þeirra við útlönd. Af hálfn Færeyinga verður lækkun skatta aöalmálið, enda forsenda þess að fólksflóttinn stöðvist. Öflugur fellibyl- uríKaríbahafi Fellibylurinn Louis er nú í Karíbahafi þar sem búist er viö að hann valdi miklum usla. Vind- hraðínn nær allt að 225 km á klukkustund og vindstrengirnir ná allt að 200 km út frá miðju bylsins. Búist er viö aö Louis nái Jómfrúreyjum og Púertó Ríkó á morgun og Dóminíska lýðveldinu á flramtudag. Dolevillaðeins kennaensku Bandaríski öldungadeíldar- þingmaðurinn Bob Dole, sem ætl- ar að bjóða sig fram tíl forseta 1996, vill að enska verði eina við- urkennda opinbera málið í Bandaríkjunum. Ekki verði kennt á öðrum málum eins og gert hefur verið. í ræðu yfir íyrr- um hermönnum réðst hann á „fijálslyndar menntaklikur" sem græfu undan þjóðinni og ógnuðn hetðbundnu vestrænu gildismati. BÍitzau/Reuter Hillary Rodham Clinton, forsetafrú í Bandaríkjunum, veittist harkalega aö stefnu kínverskra stjómvalda í mannfjölgunarmálum í ræðu sem hún hélt fyrir nokkur hundruð full- trúa á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking í morgun, án þess þó að nefna Kína á nafn. „Konur ættu að hafa rétt til heilsu- gæslu sem gerir þeim kleift að kom- ast klakklaust í. gegnum þungunina og fæðinguna svo að þær geti eignast heilbrigt barn,“ sagði Hillary Clinton á fundi um heilsugæslumál kvenna. Hún sagði að konur og karlar yrðu að fá að taka ákvarðanir um barn- eignir án nokkurs utanaðkomandi þrýstings eða þvingana og nefndi í því sambandi að konur eru stundum þvingaðar til að gangast undir fóst- ureyðingu eða þær eru gerðar ófrjó- ar. Hillary, sem hefur leitt baráttu Clintons forseta fyrir bættri heilsu- gæslu í Bandaríkjunum, hefur mikið verið að velta fyrir sér hversu op- inská hún megi vera í Kína þar sem samskipti landanna tveggja eru með erfiðasta móti um þessar mundir. Hún sagði að Bandaríkin styddu ein- dregið niðurstöðu mannfjöldaráð- stefnu SÞ í fyrra þar sem sagði að hjón og einstaklingar ættu sjálf að ákveða fjölda barna sinna og hversu langt væri á milli þeirra. Kínversk stjórnvöld hafa sett mjög stran'gar reglur um fjölda barna sem konur mega eignast og er það háð því hvort þær búa í borg eða sveit. í sumum tilvikum eru konur neyddar til að gangast undir ófrjósemisað- gerðir. „Þjóðir og ríkisstjómir eru famar að átta sig á því að fjárfesting í heilsu kvenna og stúlkna er jafnmikilvæg fyrir velsæld þjóðanna og fjárfesting- ar til að eíla opna markaði og við- skipti," sagði Hillary. Bæði mannréttindafrömuðir og íhaldsmenn hafa gagnrýnt Hillary Clinton fyrir . Kínaferðina vegna ástands mannréttindamála þar á bæ. Hillary flytur ávarp á aðalfundi kvennaráðstefnunnar í dag og á morgun flytur hún ræðu á óháðu kvennaráðstefnunni í Huairou, norðan við Peking. Reuter UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirtalinni eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Strandgata 68, Eskifirði, þingl. eig. Eljan hf., gerðarbeiðendur Fiskveiðasjóð- ur Islands og Landsbanki íslands, 8. september 1995 kl. 13.00. SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI SENDLAR /////////////////////////////// Sendlar óskast á afgreiðslu DV. Vinnutími frá kl. 13.00-18.00 nokkra daga í viku. Laus staða rektors við Menntaskólann við Hamrahlíð Laus er til umsóknar staða rektors Menntaskólans við Hamrahlíð. Staðan veitist frá 16. janúar 1996. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 2. október næstkomandi. MENNT AMÁL ARÁÐUNE YTIÐ Mururoa: Fyrstakjarn- orkusprengjan ívikunni Fyrsta kjarnorkusprengjan af í allt átta mun springa neðanjarð- ar á Mururoa-eyjum í Kyrrahafi i þessari viku. Nýsjálenska út- varpíð haföi þetta eftir frönskum fréttum þar sem vitnað var til yfirmanns Frönsku-Pólinesíu. Mun hann hafa sagt að fyrsta sprengingin yrði framkvæmd áð- ur en hann héldi til Parísar í vikulokin á fund með Jacques Chirac forsætisráðherra. Chirac sagði í júni að Frakkar ætluðu aö framkvæma allt að sjö kjarnorkusprengingar á Mururo- a-eyjum á tímabilinu frá sept- ember til maí. Kjarnorkutilraun- ir Frakka hafa vakið öldu mót- mæla um allan heíra, sérstakiega i Kyrrahafsríkjum. Hafa Ástralir, Nýsjálendingar og Japanar verið fremstir í flokki mótmælenda. Mótmælin hafa farið fyrir hj artað á Frökkum. Mótmæltu þeir þann- ig í gær harðlega þátttöku íjár- málaráðherra Japans, Masayoshi Takemura, og menningarmála- ráðherra Svíþjóðar, Margot Wailström, í mótmælaaðgerðum á Tahítí á dögunum. Sögðu Frakkar þátttöku ráðherranna óþolandi afskipti af innanríkis- málum sínum. Japanski fjár- máiaráðherrann léf sér fátt um mótmælínfinnast. Reuter Bosníu-Serbar segjast famlr aö draga sig í hlé: Saka NATO um nýjar loftárásir Bosníu-Serbar sögðu í morgun að flugvélar Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefðu gert loftárásir á þá aðeins einni mínútu áður en loka- fresturinn til að aflétta umsátrinu um Sarajevo rann út klukkan níu í gærkvöldi að íslenskum tíma. NATO og Sameinuðu þjóðirnar vísuðu því hins vegar alfarið á bug aö gerðar hefðu verið nokkrar sprengjuárásir. Við dögun í morgun, sex klukku- stundum eftir að fresturinn rann út, gat enginn með vissu sagt til um hvort Bosníu-Serbar hefðu farið að kröfum SÞ eða hvort þeir ætluðu sér að standa uppi í hárinu á þeim. NATO sagði að fljótlega yrði úr því skorið með eftirlitsílugi. Embættismenn NATO sögðu að svo gæti farið að flugvélar bandalagsins mundu fljótlega gera nýjar loftárásir á stöðvar Bosníu-Serba ef ekki væri greinilegt að þeir færu að kröfum SÞ um brottílutning þungavopna sinna. SÞ sögðu í gærkvöldi að svo virtist sem Serbar væru byrjaðir að ílytja vopnin burt en mönnum er enn í fersku minni að Serbar hafa áður stundað blekkingarleiki. Richard Holbrooke, sendifulltrúi Bandaríkjasljórnar, er í Tyrklandi þar sem hann ræddi við Tansu Ciller Alija Izetbegovic Bosníuforseti. Simamynd Reuter forsætisráðherra í morgun. Búist var við að Alija Izetbegovic, forseti Bosn- íu, mundi síðar sitja fund með þeim. Holbrooke er að kynna tiilögur stjórnar sinnar til lausnar Bosníu- stríðinu. Holbrooke og Izetbegovic ræddust við í gærkvöldi en vildu ekkert tjá sig um hvað þeim fór í milli. „Við erum hvorki bjartsýnir né svartsýnir," sagði Holbrooke fyrir fundinnígærkvöldi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.