Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Blaðsíða 32
M FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá ! síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiö-ast 7.000. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIDNÝTT SlMANÚMER 5505B0D MUfJIÐ AIÝTT SÍMANÚMER ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995. Fargj aldahækkun SVR: Bitnaráþeim » sem síst skyldi - segir Benedikt Davíðsson Benedikt Davíðsson, forseti Al- þýðusambandsins, er ekki ánægður með fyrirhugaða hækkun á fargjöld- um Strætisvagna Reykjavíkur um 10%. „Það er hið versta mál ef það er, eins og með allar nýjar álögur." sagði Benedikt í gær. „Það bitnar á þeim sem síst skyldi." -GJ Rúmenski „laumufarþeginn“: Langar bak- - dyramegininn í Bandaríkin „Þetta eru menn sem ímynda sér aö þeir komist bakdyramegin inn í Bandaríkin meö því að koma fyrst til íslands og fá svo far með skipi áfram,“ segir Jóhann Jóhannsson hjá Útlendingaeftirhtinu um mál Rúmenans sem tekinn var um helg- ina eftir tilraun til að laumast um borð í Goöafoss í Sundahöfn. Rúmen- ^ inn kom hingað til lands fyrir um vikumeðflugifráEnglandi. -GK Óþekktur milljóneri í Grindavík Þriggja manna íjölskylda í Vestur- bænum, ungt fólk sem nýkomið er úr námi, og óþekktur vinningshafi í Grindavík skipta á milli sín fimm- földum vinningi í lottóinu eða vinn- ingspotti upp á 22 milljónir króna. Vinningshafinn í Grindavík hefur ^hringt í íslenska getspá og staðfest aö hann er með miðann en ekki gefiö sig fram að öðru leyti. -GHS Kópavogur: Fjórirstútarteknir „Það er mjög óvenjulegt að við tök- um fjóra fulla við stýrið aðfaranótt venjulegs þriðjudags en það koma svona nætur,“ sagði Lárus Ragnars- son, varðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi, í samtali við DV í morgun. Kópavogslögreglan fann fyrsta stútinn vid stýrið um klukkan átta í gærkvöld og fram eftir nóttu voru ** ölglaðir ökumenn að slæðast í net lögreglunnar og sá síðasti um miðja nótt. Enginn þeirra fær að stýra öku- tækifyrstumsinn. -GK LOKI Nú verður strætó líka að fara að fylgjast með laumufarþegum! Vill úr Landsbjörg yfir í Rauða krossinn - málið rætt á aðalfundi s veitarinnar í kvöld Aðalfundur Flugbjörgunarsveit- íslands og staðfesti Guðjón Magn- ar með samstarfiö við Landsbjörg ina ef hún óski eftir því. Lög Rauða arinnar í Reykjavík fer fram i ússon, formaöur Rauða krossins, i en hann vildi sjá hvað gerðist á kross íslands gera ekki ráð fyrir kvöld. Samkvæmt heimildum DV samtali við DV í morgun að einn aðalfundmum í kvöld, hvort sveitin björgunarsveit og sagði Guðjón að verður þar til umfjöllunar að segja fundur hefði verið haldinn með færi úr Landsbjörg eða ekki. breyta þyrfti lögunum ef sveit yrði sigúrLandsbjörgenóánægjahefur forráðamönnum sveitarinnar „um „Við lögðum áherslu á að sveitin komið upp i samstarfi við Flug- verið ríkjandi innan ákveðins hóps samstarf á breiðum grundvelh“. ræddi málin við sín iandssamtök, björgunarsveitina. sveitarinnar með samstarfið við Þegar haft var samband við Inga Landsbjörg. Boltinn er hjá Flug- Víöa erlendis starfrækir Rauöi Landsbjörg. Fjögurra ára reynslu- Þór Þorgrímsson, formann sveitar- björgunarsveitinni.Fyrrgerumvið krossinn björgunarsveitir en til tíma Landsbjargar er lokiö og telja innar, sagöi hann hana ekki vera á ekki neitt. Við förum ekki að fara þessa hefur ekki komiö tfl tals að menn tækifæri tfl að segja skflið leið úr Landsbjörg en neitaði að tjá upp á milli hjóna þarna,“ sagði koma upp sveit hér á landi vegna viðsamtökin. ÁhugierinnanFlug- sig frekar um máhð. Guðjón. þeirra sveita sem fyrir hafa verið. björgunarsveitarinnar fyrir því að Guðjón sagðist hafa heyrt um StjórnRauðakrossinshefursam- -bjb taka upp samstarf við Rauða kross óánægju Flugbjörgunarsveitarinn- þykkt að fara í viðræður við sveit- Nú er sá tími þegar íslendingar fara til berja. Hann Sigurður Harðarson, 4ra ára snáði, var að koma úr berjamó á norðanverðu Snæfellsnesi ásamt foreldrum sinum og tikinni Teddý með fullar fötur af krækiberjum. DV-mynd Sveinn Veðriðámorgun: Bjartast suð- vestanlands Á morgun verður hæg norð- austan átt, smáskúrir við suður- og austurströndina en víðast annars staðar skýjað en úrkomu- laust. Bjartast verður sunnan- og suðvestanlands. Veðrið í dag er á bls. 28 Nýr oddviti í Súðavík Hreppsnefnd Súðavíkur kaus í gær Sigríði Hrönn Elíasdóttur, fyrrum sveitarstjóra, oddvita eftir að Sig- mundur Sigmundsson baðst lausnar vegna veikinda. Heiðar Guðbrands- son hreppsnefndarmaður gekk af fundi og sagðist ekki myndu sækja fundi hreppsnefndar á meðan Sigríð- ur Hrönn væri oddviti. „Ég óskaði eftir því að lausnar- beiðni og kjöri oddvita yrði frestað og aö Sigríður Hrönn sæti sem óbreyttur hreppsnefndarmaður þar til opinber rannsókn hefði farið fram á snjóflóðinu í Súðavík í vetur,“ sagði Heiðar Guðbrandsson eftir fundinn. -GHS Nýtt síma- númer Aðalsímanúmer DV breytist í dag í 550-5000. Lesendum bendum við hins vegar á að fram til 1. júní á næsta ári verður eftir sem áður hægt að hringja í 563-2700 samhliða nýja símanúmerinu. Einnig breytist núm- er fréttaskots DV í 550-5555. 4- * -r ar \WREVF/iZ/ 8 farþega og hjólastólabí 5 88 55 22 K I N G lOTM alltaf á Miðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.