Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 11 Afmæli Dagblaðsins Lesa má margt um tíðarandann hverju sinni í smáauglýsingum DV: Um tvær milljónir smá- auglýsinga á 20 árum - oft skila fyndnustu og óhefðbundnustu auglýsingamar bestum árangri Síðdegisblöðin hér á landi; Vísir, DB og seinna DV, hafa alla tíð verið ráð- andi á smáauglýsingamarkaðnum. Ætla má að um tvær milljónir smá- auglýsinga hafi birst á seinustu 20 árum í DB og DV. Reyndar hafa smáauglýsingar alla tið verið ein af skrautfjöðrum DV og forvera þess. Nú birtast 400 til 800 auglýsingar daglega eða aö jafnaði vel á annaö hundrað þúsund smáauglýsingar ár- lega. Ef htið er á DB og DV frá fyrri tíð má lesa úr smáauglýsingunum mörg merki tíðarandans hverju sinni. Þær eru þannig miklu meira en auglýsingar. Þar má einnig lesa um þjóðfélagsástand hverju sinni - ástand á vinnumarkaði, framboð og eftirspurn eftir leiguhúsnæði, þar má telja þær íjölskyldur sem eru aö ílytjast búferlum til annarra landa og umhyggju landans fyrir gæludýr- um. Þar má aukinheldur sjá áræði fólks sem af ótal ástæðum hefur ein- angrast einhvern tíma á sínum lífs- ferli og leitar félaga og vináttu við annað fólk. Fyrir 15 árum var sagt um smáaug- lýsingarnar að þær væru langt frá því ómerkilegt lesefni. „Þær segja jafnvel stundum betur en margar fréttir blaðanna samanlagt hvernig kaupin gerast á eyrinni. Hreyfingar og hræringar í þjóðlífmu þótt ekki beri þær eyrnamerki stóru karlanna í viðskiptaheiminum.“ Þótt tímarnir hafi breyst á margt af þessu senni- lega enn við. Skipti á konu og bíl í dag starfa 9 manns á Smáauglýs- ingadeild DV. Hægt er að auglýsa í dag starfa 9 manns á Smáauglýsingadeild DV. Hægt er að auglýsa undir þáttur í DV bitið af sér marga samkeppnina i gegnum tiðina. undir hundrað efnistlokkum og hef- ur þessi þáttur í DV bitið af sér marga samkeppnina í gegnum tíðina. Hefur það jafnan verið svo að í hvert skipti sem samkeppnin harðnar og atlaga er gerð að smáauglýsingunum í DV þá fylkja viðskiptavinir blaðsins sér um það og smáauglýsingum fjölgar. Auglýsendur eru með sanni þver- skurður þjóðfélagsins og oft má lesa spaugilegar auglýsingar á smáaug- lýsingasíðunum. Þannig hefur verið hundrað efnisflokkum og hefur þessi DV-mynd ÞÖK auglýst eftir töpuðum tanngómum og einn auglýsandi vildi skipta á eig- inkonu sinni og notuðum bil. Aö visu hringdi eiginkonan seinna og afpant- aði auglýsinguna. Margur hagyrð- ingurinn hefur fundið sinn vettvang í smáauglýsingum en auglýsingar í bundnu máli eða í léttari kantinum hafa oft selt betur en aðrar. Þekkt dæmi er af manni í atvinnuleit sem var frekar formfastur í sinni fyrstu auglýsingu og fékk litla svörun. Viku seinna auglýsti hann að latur, illa lyktandi og fávís maður væri í leit að vinnu. Sjaldan hafa viðbrögð ver- iðjafnmikil við einni smáauglýsingu. Maöurinn fékk fjölda atvinnutilboða og var boðaður í útvarpsviðtal að auki. Gamla kerfið sprakk Fyrir hálfu öðru ári var álagið orð- ið það mikið að starfsmenn smáaug- lýsinga höfðu ekki undan á álagstím- um. Þá var tekin í notkun tölva og nú geta auglýsendur og þeir sem svara auglýsingum hringt á hvaða tíma sólarhrings sem er, jafnt virka daga sem helgar, til að nýta sér svar- þjónustu DV. Það er auglýsandinn sjálfur sem ákveður hvort hann vill nota sjálfvirku svarþjónustuna. Sjálfvirka svarþjónustan gefur aug- lýsendum þann möguleika að bæta við auglýsingu sína upplýsingum sem þeir tala inn á tölvuna. Auglýs- ingin er birt í blaðinu með ákveðnu tilvísunarnúmeri sem notað er til að heyraauglýsinguna. -pp Hefur auglýst í Vísi frá 1952 og DB og DV frá upphafi: DV hef ur alltaf gef ist okkur best Bílar, húsnæði og atvinna vinsælast í gegnum tíðina hafa vinsælustu flokkar smáauglýsinga verið bílar, húsnæði, atvinna og alltaf eru einkamálin jafnvinsæl. Smáaug- lýsingadeildin býður upp á ókeypis myndatökur afbflum ogmótorhjól- um sem ætlað er að auglýsa til sölu. Auk þess liggja afsöl, sölutilkynn- ingar og húsaleigusamningar frammi í afgreiðslu DV. Loks er í boði bírtingarafsláttur, 15 prósent staðgreiðsluafsláttur og áskrifend- ur DV fá 10 prósent afslátt af smá- auglýsingum. Smáauglýsingadeild DV er opin virka daga frá 9 til 22, laugardaga 9 til 14 og sunnudaga 16 til 22. - segir Ólafur Hólm hjá Hólmbræðrum „Ég hef auglýst í smáauglýsingum DB og seinna DV frá upphafi. Ekki nóg með það heldur auglýsti ég í Vísi frá 1952 þegar við bræðumir stofnuðum okkar fyrirtæki. Þetta hefur gefist mjög vel og þetta eru lík- lega einu dagblaðaauglýsingarnar sem við birtum. Við notuðumst um tíma við Morgunblaðið en þá rauk kostnaðurinn upp úr öllu valdi án þess að meira yrði að gera. DV hefur alltaf gefist okkur best og verið ódýr- asti kosturinn," segir Ólafur Hólm, einn eigenda Hólmbræðra, fyrirtæk- is sem sérhæfir sig í alhliða hrein- gerningum. Bræðumir stofnuðu fyrirtækið eins og fyrr sagði árið 1952. Ólafur segir þó þann tíma kominn að börn hans og bræðra hans séu komin meira inn í reksturinn. Hann segir verkefni í þessu fagi mikiö til árstíða- bundin. Jólin séu vertíð fyrir hann og bræður hans. Hann segir að verk- efni hafa borist nokkuð jafnt í gegn- um árin en þó verði þeir sérstaklega varir við sveiflur í efnahagslífmu. Þegar skórinn kreppi að sjái þeir það „Þetta kostaði okkur tvöfaldar aug- lýsingar. Við þurftum að auglýsa i DB og Visi um tíma. Við vorum því fegnastir þegar blöðin sameinuð- ust,“ segir Ólafur Hólm. DV-mynd Sveinn fljótt á verkefnunum. Hann segir að neyðin hafl rekið þá til að byrja aö auglýsa í DB. Fram til ársins 1975 hafi þeir einungis auglýst í Vísi en eftir það í báðum blöðum. „Þetta kostaði okkur tvöfaldar aug- lýsingar. Við þurftum að auglýsa í DB og Vísi um tíma. Við vorum því fegnastir þegar blöðin sameinuðust. “ Ólafur segist vel muna þann tíma þegar DB hóf göngu sína. Hann segir að þótt hann hafi aldrei verið póli- tískur þá hafi hann tekið eftir því að DB hafi verið ákafiega hlutlaust blað og DV þegar það tók við. „Það hafa mörg skondin tilvik komið upp í gegnum smáauglýsing- amar. Ég man eftir þvi að einu sinni auglýstum við; Þrífum hvað sem er, hvar sem er og hvenær sem. Þá hringdi fólk í okkur og bauð okkur í partí til að þrífa eftir þau, við vorum beðnir að þrífa eitt salemi og einn símástaur. Það voru engin takmörk fyrir því sem við vomm beðnir að þrífa. Við breyttum þessari auglýs- ingu fljótlega þótt þetta vekti kátínu." -pp I dag breytist símanúmer DV - 550-5000: Fjórar línur í skiptiborð- inu fyrir tuttugu árum - línurnar eru sextíu í dag I dag breytist aðalsimanumer DV í 550-5000. Til að koma til móts við viðskiptavini blaðsins verður til ára- móta hægt aö hringja í 563-2700 sam- hliða nýja númerinu. í gegnum árin hafa orðið breyting- ar á númeri blaðsins. Við stofnun DB var til dæmis númerið 83322. Þá mátti lesa um meiri háttar uppákom- ur vegna númersins. „Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins hefur verið meira og minna sam- bandslaus við umheiminn undan- fama daga. Ástæðan er DAGBLAÐ- IÐ. Súmanúmer þessara tveggja stofn- ana eru mjög lík. Sími DAGBLAÐS- INS er 83322 en Rannsóknastofnunar 83320,“ sagði í DB fyrir tuttugu áram. Símastúlka hjá stofnuninni sagði í samtali við blaðið að „allar símalínur hefðu verið rauðglóandi,“ svo hún hefði í raun ekki annað öðru en að vísa viðskiptavinum DB á rétt núm- er. Um leið og blaöið bað lesendur sína afsökunar voru þeir beðnir að sýna biölund og athygli vakin á nýj- um númerum. Viku síðar var enn beðið afsökunar á hve erfitt reyndist að ná sambandi við blaðið. Var bent á að ekki hefði verið hægt að fá stærra skiptiborð en fjórar línur og var því enn fleiri númerum bætt við hjá blaðinu. í dag era 60 símalínur inn í hús DV. 30 era ætlaðar til innhringinga en 30 eru fráteknar til úthringinga. Það eina sem breytist með tilkomu nýja númersins er aukin þjónusta viö lesendur og aðra viðskiptavini

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.