Þjóðviljinn - 25.11.1944, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.11.1944, Blaðsíða 4
Laugardagur 25. nóvember lí)44 — WOÐVILJ.INN ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 25. nóvember 1944 þlÓÐVILJIKN Utgefandi: Samciningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgdrsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 2181+. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði» Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkings'prcnt h.j., Garðastrœti 17. Ólíkt hafast þeir að Þegar gengið var til samstarfs um stjórnarmyndun á þessu hausti olli það, sem kunnugt er, nokkrum ágreiningi innan tveggja stjómmála- flokkanna. Sósíalistaflokkurinn gekk þar einhuga til verks, áður en gengið var frá samningi um stjórnarmyndun, var málið rœtt í öllum félögum innan flokksins, og öll voru þau eindregið fylgjandi stjórnar- myndun á þeim grundvelli sem fyrir lá. Hinir stjórnarflokkarnir tveir báru ekki gæfu til að ganga svo einhuga til verks sem Sósíalistaflokk- urinn, innan vébanda þeirra beggja var neytt meiri hiuta til að fá stjórn- arsamvinnuna samþykkta. Við þetta er í sjálfu sér ekkert að afchuga, ef sá þroski er fyrir hendi hjá minni hlutanum, að hann geri annað tveggja, beygi sig og láti sér lynda að tala máli sínu innan flokksvóbandanna, eða hverfi úr flokkn- um. Hitt er ósæmilegt ef minni hluti innan flokks, sem samþykkt hefur stefnu ríkisstjórnarinnar og tekur þátt í henni, beitir þeim völdum, sem hann kann að hafa yfir tækjum flokksins, til að torvelda stjórnarsam- starfið. Að þessu sinni er sérstök ástæða til að athuga framkomu minni hluta Alþýðuflokksins í þessu máli. Eftir því sem Tíminn upplýsir, var þátttaka Alþýðuflokksins í rík- isstjórninni endanlega samþykkt með 11 atkvæðum gegn 10, fjórir mið- stjómarmenn hafa samkvæmt því setið hjá. Stefán Pétursson, Sigurjón Á. Ólafsson og Sæmundur Ólafsson gengu fram fyrir skjöldu í barátt- unni gegn stjórnarmyndun. Gegn þeim stóðu fremstir í flokki Emil Jónsson, Guðgeir Jónsson og Ilaraldur Guðmundsson, þeim var Ijós sú stjórnmálanauðsyn, sem til þess bar að mynda þessa stjórn og þeir og stuðningsmenn þeirra komu fram sem heiðarlegir og ábyrgir stjórnmála- menn og sem fulltrúar verkIýðshreyfingarinnar, er gerðu sér ljóst hvað henni var bezt eins og sakir stóðu. Þegar menn opnuðu Alþýðublaðið laugardaginn 4. nóvember, það var fyrsta blaðið sem út kom eftir stjómarmyndunina, blasti við svo- hljóðandi fyrirsögn: „Stefna nýju stjórnarinnar mörkuð af róttækum skilyrðum Alþýðu- flokksins. Ný launalög fyrir opinbera starfsmenn, almennar tryggingar og stórkostleg nýsköpun á sviði atvinnulífsins í Iandinu“. Þeir, sem vissu* að ritstjóri Alþýðublaðsins hafði barizt gegn þvi að Alþýðuflokkurinn tæki þátt í stjórnarmyndun á þeim grundvelli, sem um var samið og að samþykkt var með aðeins eins atkvæðis meiri hluta að flokkurinn tæki þátt í að framkvæma hina „róttæku stefnu“, hugsa auðvitað sem svo: Alþýðuflokkurinn ætlar þá, þrátt fyrir innri ágreining, að skipa sér fast .á bak við stjórnina, og tileinka sér heiður- inn af þcirri stefnu, sem mikill hluti hans ekki vildi fallast á. Við þetta var í sjálfu sér ekkert að athuga, en við lestur greinarinnar, sem bar þessa sögulegu fyrirsögn, kom brátt í ljós, að minni hluti Alþýðuflokks- ins hugðist halda uppi fornum og fullum fjandskap við samstarfsflokk- ana, og Alþýðublaðið hefur síðan verið notað í þessum tilgangi, og þó berlegast síðan Alþýðusam'bandsþingið kom saman. Það er því fyllsta ástæða til að athuga hvað það er sem þessi minni hluti ber fram af sjóði sínum. Fyrsta fregn Alþýðublaðsins frá Alþýðusambandsþinginu bar fyrir- sögnina: „Moskvakommúnisti kosinn forseti Alþýðusambandsþings“. Sú næsta bar þessa fyrirsögn: „Fyrirlitleg bolabrögð kommúnista á Al- þýðusambandsþingi“. Þessi „bolabrögð“ eru í því fólgin að meiri hluti Alþýðusambandsþingsins hefur neitað að taka gild kjörbréf fulltrúa, sem sannanlega eru ólöglega kosnir. Svo kemur leiðari blaðsins í gær. í upphafi hans segir: „Menn spyrja sjálfa sig. Ilvað vakir fyrir þeim fulltrúum verka- lýðsins, sem vilja heldur Þórodd Guðmundsson fyrir forseta þingsins en Finn Jónsson félagsmálaráðherra?“ Síðan er leiðaranum skipt nokk- urnveginn jafnt í svívirðingakafla um Þórodd, og lofgerðarljóð um Finn. mhfðai leriir ao mrnia alalaoa mmiöisaiibaiilslis sii lioren slfl Framsóbn er með aífsfcynns vélabregðum eg bahtíaídamskbí víð er* índreba sína innan Alþýðusambandsíns að tcyna að cyðíleggjfl eín~ ínguna í Alþýðusambandinu og grafa undan ríkíssljóvnarscmsfarfítiu Engum dylst nú vald Alþýðusambandsins né heldur hitt að það vald byggist á einingunni innan vébanda þess, þrátt fyrir tilraunir klíku einnar til skemmdarverka. Það dylst möimum heldur ekki að einingin í Alþýðusam- bandinu er einn homsteinn þess samstarfs, sem nú á sér stað um ríkisstjóm. Þetta dylst Framsóknarfoiingjunum heldur ekki. Þess vegna hafa þeir nú gert ráðstafanir til þess að reyna að eyðileggja þessa einingu og grafa þannig undan samstarf- inu um ríkisstjóm. EFTIR Boris Davidenko, formann borgarráðsins í Odessa Það hefur komizt upp að leið- togar Framsóknarflokksins hafa skipulagt sína menn um land allt, — að svo miklu leyti sem þeir hafa getað ráðið við þá, — til þess að berjast á móti ein- ingu og samstarfi í Alþýðusam- bandinu. Svo hart og einbeitt hafa Framsóknarleiðtogamir gengið fram að þegar þeirra eigin flokksmenn hafa komizt að hinu sanna um skemmdar- verk þeirra og neitað að hlýða þeim, — þá hafa þeir sent á þá mann eftir mann til þess að reyna að beygja þá, — og skal það sagt ýmsum óbreyttum Framsóknarmönnum til hróss að þeir hafa ekki bognað fyrir þessum árásum ,foringjanna“. * Það liggur í augum uppi hvað það er sem Framsóknarleiðtog- amir sækjast eftir. Þeir höfðu treyst á erindreka sína í Al- þýðuflokknum „sálufélaga“- kompaníið hans Sæmundar Ól- afssonar, til að hindra núver- andi ríkisstjórnarsamstarf. — Og það er heyrum kunnugt að þeir „sálufélagarnir“ börðust gegn stjórnarmynduninni og berjast gegn henni enn. Og meining Framsóknar er nú að nota þá til þess að eyði- leggja stjórnarsamstarfið. Þess vegna eru harðsvíruðustu fjand menn stjómarsamstarfsins, eins og Sæmundur, Sigurjón og Hannibal, látnir vaða uppi á Alþýðusambandsþinginu. — Þeir koma í rauninni alls ekki fram sem raunverulegir Al- þýðuflokksmenn, heldur sem erindrekar Framsóknar til að reyna að eyðileggja fyrir hana það stjórnarsamstarf, sem henni ekki tókst að hindra að kæm- ist á. Má mikið vera, ef þessir menn takast ekki líka þá flugu- mennsku á hendur fyrir Fram- sókn að „gera í bændahatri" á þinginu, til þess að gefa Fram- sóknarleiðtogunum átyllu sem þá langar til að fá. ★ Fulltrúar verkalýðsins þurfa að hafa góða gát á þessum mönnum. Það er of mikið í húfi til þess að skemmdarverk þeirra megi takast. Látið fyrirætlanir Framsókn- arleiðtoganna um að sundra kröftum verkalýðsins og byrja að grafa undan stjómarsamstarf inu með því að veikja einn homstein þess — að engu verða. Sameinuð verður alþýðan að standa gegn sundrungartilraun- um, hvaðan sem þær koma. Þingi Æskulýðsfylk- ingarinnar lokið Framhald af 3. síðu. sem þingið fjallaði um. Á þing- inu ríkt mikill áhugi fyrir hags- munamálum æskunnar og vexti og viðgangi Æskulýðsfylkingar- innar. Kosning sambandsstjórnar fór fram í lok þingríns, en henni var ekki lokið, þegar blaðið fór í pressuna, en hennar mun verða getið síðar. Sérhverjum sovétborgara þykir vænt um Odessu, hina glaðværu, sólríku Odessu mína með þráð- beinu strætin sín. — Fyrir skömmu síðan héldum við upp á 150 ára afmæli hennar og þriggja ára af- mæli hinnar hetjulegu varnar henn- ar í þessu stríði. Saga borgar okkar er auðug af styrjaldarminjum, en hámarkið vrar 69 daga orustan 1941. — Allan þann tíma var okkur mikill styrk- ur í bróðurlegri aðstoð sovétþjóð- anna og stuðningi frelsiselskra þjóða um allan heim. Ég man eftir deginum, þegar við fengum kveðju frá Bristol, þar sem látin var í ljós bróðurleg sam- úð brezku þjóðarinnar með Od- essu. Slíkur siðferðilegur stuðning- ur jók mótspyrnuþrótt okkar og styrkti trú okkar á lokasigurinn. Fyrir stríðið var Odessa ein af aðaliðnaðar- og menningarmið- stöðvum Sovét-Úkraínu, með um 650.000 íbúa. — Meir en 160.000 mánns vann í iðnaðinum og fram- leiddu vörur fyrir 1 milljarð og 250 milljónir rúblna á ári. — Við vorum sérstaklega stolt af mat- væla- og vélsmíðafyrirtækjunum okkar. Við höfum 18 menntaskóla og háskóla, 25 tækniskóla, 42 vísinda- rannsóknastofnanir og 122 barna- og unglingaskóla. — Vjð höfðum 12 leikhús, 11 bíó, 7 söfn og mörg bókasöfn. — Við höfðum 7 sjúkra- hús með samtals 4000 rúmum, 7 fæðingarstofnanir, 24 lækninga- rannsóknastofur, 40 hvíldarheim- ili og hressingarhæli. — Odessa var fögur. Hinir fólsku óvinir eyðilögðu heimili okkar, menningarstofnan- ir okkar, minnismerki okkar, iðn- að okkar. — Þeir Iögðu í rústir % þeirra bygginga, sem enn voru uppi standandi, er þeir héldu inn í borgina. — Þeir sprengdu í loft upp húsið, sem skáldið Púskin átti heima forðum, sömuleiðis hús rauða hersins, Vorontsoff-höllina. — Þeir eyðilögðu 41 skóla alveg og 24 að nokkru leyti. — Þeir sviptu 80.000 manna húsnæði. Þeir sendu til Þýzkalands allt, sem var nokkurs virði, allt frá j dýrmætum vísindaáhöldum til laka og smyrslabauka úr sjúkra- húsunum. — Verðmæti bygging- \ anna, samgöngutækjanna og á- haldanna, sem þeir eyðilögðu, nem- ur meir en 500 milljónum rúblna. Þeir stálu hinum dýru vélum þriggja rafmagnsstöðva, sem sett- ar höfðu verið upp við Dnéstr og teknar í notkun snemma á árinu 1941. — Þeir fluttu burtu 108 spor- vagna, 25 km af sporvagnateinum og alla strætisvagna með tilheyr- andi raflögnum. ■— Þeir eyðilögðu talsímamiðstöð borgarinnar, aðal- ritsímabygginguna, útvarpsstöð- ina, rafstöðvarnar, brauðgerðar- húsin og hveitimyllurnar. Þcir eyðilögðu hina ágætu höfn okkar. Þeir skildu járnbrautarstöð- ina eftir í rústum. Við erum byrjuð að reisa borg okkar úr rústum. — Verksmiðjur okkar eru aftur að risa úr. rústum, og sumar eru þegar farnar að framleiða vörur fyrir rauða her- inn. — Talsímamiðstöðin, ritsím- inn og póstþjónustan eru aftur tekin til starfa. — Ein rafstöð er komin í gang. — Sporvagnarnir renna aftur á aðalstrætunum. — Vatnsveitan kemst bráðum öll i lag." Þann 1. september voru 70 skól- ar opnaðir aftur, — gert var við 50 þeirra með aðstoð foreldra barnanna. — Við höfum nú meir en 20 vöggustofur. — Ríkishá- skólinn, læknaskólinn og mennta- skólar liafa tekið til starfa. — Sýn- ingar eru byrjaðar í fimm leikhús- um og sex bíóum. Við erum búin að stofna þrjú heimili fyrir munaðarlaus börn. Við þurfum þrjú í viðbót, því að enn eigum við eftir að íáðstafa 2000 börnum. — Við höfum 22 dagheimili fyrir börn, sem eru ekki komin á skólaskyldualdur. Við erum stolt af því að Odessa hefur ekki haft neinar farsóttir, jafnvel ekki á erfiðustu dögum sínum. — Það eigum við að þakka læknum okkar og þeim 116.000 borgurum, sem aðstoðuðu við að ryðja strætin og gera við vatns- veituna og skolpræsakerfið. — Skip eru nú aftur fermd og' af- fermd við bryggjur okkar. En okkur skortir enn afskap- lega margt. — Sjúkrahúsin vant- ar lyf og áhöld. — Ilressingarhæl- in og barnaheimilin vantar rúmföt og eldhúsáhöld. — Verksmiðjur okkar eru enn ekki færar um að uppfylla allar þarfir borgaranna. En við vitum, að þetta lagast allt innan skamms. Með öllu þessu lýsir minni hluti Alþýðuflokksins sér rétt. Ilann hefur engin málefni fram að bera. Ekkert nema þýðingarlausan skæt- ing um einstaka menn. En allt er þetta gert af ráðnum huga. Með það eitt fyrir augum að vekja úlfúð meðal þeirra flokka, sem standa að ríkisstjórninni og innan verkálýðssamtakanna, þetta er gert eftir forskrift frá Framsóknarflokknum. Það má vissulega segja að ólíkt hafast þeir að hinir einlægu stjóm- arsinnar og vinir einingar og samstarfs í verkalýðshreyfingunni innan Alþýðuflokksins og minni hlutinn, sem lýtur forystu Stcfáns Péturs- sonar, Sigurjóns og Sæmundar. En það er sannarlega mál til komið fyrir- vinstrimenn Alþýðuflokksins, að tryggja sér völd og forystu í flokki sínum, því fái hægrideildin að vinna skemmdasfcarf sitt óáreitt getur illa farið. BezIii llárriellarhéroðii lái ioroiosrélt að liðtinarliaðliDii iooaolaoðs Þíngsályktunartillaga frá Ásmundi Sigurðssyni Ásmundur Sigurðsson hefur borið fram á Alþingi tiUögu til þings- ályktunar um skijndag' á framleiðslu kindakjöts fyrir innlendan nnark- að, og er hún svohljóðandi: „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjómina að láta rannsaka, hvemig bezt verði tryggt, að þau héruð, sem bezt eru fallin til sauðfjárrœktar eða vegna legu sinnar verða að stunda hana sem aðalframleiðslu, fái forgangsrétt að hinum innlenda kindakjötsnmrk- aði, á svipaðan hátt og viss héruð hafa nú einkarétt til sölu mjóllcur og rjóma á helztu markaðsstöðum landsins. Að lokinni rannsókn skal ríkisstjómin láta undirbúa frumvarp til laga um þessi mál og leggja fyrir nœsta reglulegt Alþingi“. Greinargerðin er svohljóðandi: Á síðustu 3—4 áratugum hafa orðið hraðari breytingar á atvinnu- lífi vor íslendinga en nokkru sinni fyrr. Þjóðin hættir að vera frum- stæð bændaþjóð, sem að mestu býr við eigin framleiðslu, og fer að hagnýta sér auðlindir þær, er sjór- inn hefur að bjóða. Á stuttum tíma skapast stórútgerð, er fyllilega jafnast á við það bezta, sem ann- ars staðar gerist á því sviði. Jafn- framt eykst iðnaður og verzlun tii stórra muna. Eðlileg afleiðing af slíkri þróun atvinnulífsins er þétt- býli það, sem myndazt hefur í kaupstöðum og sjávarþorpum. En samfara þessu hefur hlutverk land- búnaðarins í atvinnulífinu tekið miklum breytingum. í stað þess að framleiða aðallega til eigin nota á heimilum og lítið eitt til útflutn- ings hefur skapazt stórkostlegur markaður í landinu sjálfu. Þar með hefur landbúnaðinum skap- azt nýtt verkefni, að fylla þann markað með svo fjölbreyttum matvælum sem hægt er að fram- leiða hér heima. Ekki þýðir annað . en viður- kenna })á staðreynd, að skilyrði til landbúnaðarframleiðslu eru að ýmsu leyti lakari hér en í grannalöndum vorum. Nú er sú stefna mjög ofarlega á baugi úti um heim, að skipuleggja beri fram- leiðslu og dreifingu vara með al- þjóðasamtökum. Verða þá hverf- andi litlar líkur til þess, að vér íslendingar getum selt landbúnað- arframleiðslu á erlendum markaði fyrir það verð, er skapað geti bændum og búaliði sæmilega lífs- afkomu. Þetta þarf þó ekki að hafa þau áhrif, að landbúnaðarfram- leiðslan sem heild þurfi að minnka, því að ennþá er mjög tilfinnanleg- ur skortur á ýmsum landbunaðar- vörum til innanlandsneyzlu. Má í því sambandi benda á mjólkur- skort þann, er sífellt gerir vart við sig hér i Reykjavík og víðar. Smjör er oftast ófáanlegt, og garð- ávexti þarf að flytja inn í landið að heita má á hverju ári, og fleira mætti telja. Aftur á móti er kinda- kjötsframleiðslan svo mikil, að selja verður allmikinn hluta dilka- kjötsins úr landi fyrir verð, sem óhugsandi er, að geti skapað fram- leiðendum sæmilega fjárhagsaf- komu, eftir að stýrjöldinni lýkur. Ennþá hefur ekkert verið gert af hálfu löggjafarvaldsins til að lagfæra þetta ástand. Verðupp- 'bætur ríkissjóðs á útflutt kjöt munu fremur liafa stuðlað að auk- inni þróun i þessa átt, með því að sökum hins háa kjötverðs innan Iands hafi kjötframleiðslan á sum- um lielztu mjólkurframleiðslu- svæðum landsins verið aukin á kostnað mjólkurframleiðslunnar. Er auðsætt, hvllík hætta stafar af slíkri þróun, ekki aðeins fyrir bændastétt landsins, heldur einnig þjóðina sem heild. Nú er það við- urkennt. af öllum, að verðlagsupp- bætur ríkissjóðs séu vandræðamál og hljóti að falla niður þegar á næsta ári. Verði jafnframt verðfall á erlendum markaði í styrjaldar- lokin, er bændum þeim, er ekki geta stundað annað en sauðfjár- rækt, stór hætta búin fjárhagslega, ef ekkert er að gert. Það sem gera þarf því hið allra fyrsta, er að öeina þróuninni í gagnstæða átt, fá bændur 'á þeim svæðum, sem vel eru fallin til mjólkurframleiðslu og vegna legu sinnar geta notað mjólkurmarkað- inn, til að leggja niður sauðfjár- rækt, og í öðru lagi að tryggja þeim héruðum, sem ekki geta framleitt mjólk til sölu, forgangs- rétt að kindakjötsmarkaðinum innanlands. í flestum tilfellum eru það þau héruð, sem bezt eru fallin til sauðfjárræktar, þótt fyrst um sinn verði að taka þar með na' ýms önnur héruð og sveitir, sem vegna legú sinnar geta ekki stund- að aðra framleiðslu, eins og nú er háttað. Þess ber einnig að gæta, að við slíka verkaskiptingu innan bænda- stéttarinnar, þar sem hver hlutinn leggur eingöngu kapp á fram- leiðslu þeirra vörutegunda, er bezt eiga við náttúruskilyrði viðkom- andi framleiðslusvæðis, notast bæði starfsorka framleiðenda og náttúruskilyrði landsins betur en áður, og er hún því bezta trygg- ingin fyrir því, áð hægt sé að lækka framleiðslukostnað og þar með verðbólguna i landinu. Þá skal það einnig tekið fram, að sú aðferð að ákveða verðlag landbúnaðarvara á innlendum markaði eftir sérstakri landbúnáð- arvísitölu hefur orðið mjög vinsæl meðal bænda, og mun þeim flest- um þykja öryggi atvinnurekstrar síns allmikið skert, ef frá því væri horfið. Slíkri verðlagningu er ekki hægt að koma við gagnvart út- fluttum vörum. Eina örugga ráðið til tryggingar landbúnaðinum er því það að skipuleggja framleiðsl- una þannig, að hið allra fyrsta rnegi takast að fylla innanlands- markaðinn með gnægð af þeim vörum, sem hér er liægt að fram- leiða, og hætta útflutningi vara, sem vér eruin ekki samkeppnis- færir með á erlendum markaði. Samkvæmt lögum nr. 1 7. jan. 1935, um meðferð og sölu mjólkur og rjóma, er vissum héruðum veitt- ur ernkaréttur til þess að framleiða þessar vörur fyrir helztu markaðs- staði landsins. Það verður því að teljast full ástæða til þcss að veita öðrum héruðum, er ekki gefca stundað annað en sauðfjárrækt, hliðstæðan forgangsrétt að ini lendum kindakjötsmarkaði og þannig verði byrjað að beina þró- uninni inn á þá braut, sem heppi- legust mun reynast fyrir framtíð landbúnaðarins. SKÁK VVWWWWVWWS/WWWVWWVWVWVWUWW^rtJVrfVWVWJW Eins og áður het'ur verið frá sagt i blöðunum, vann Asmundur Ásgeirsson Is- landsmeistaratitilinn í skák í einvígi við Baldur Möller nú í Iiaust. Ásmundur vann 2., 4., 6. og 8. skákina, Baldur vann 1.,'3. og 7., en 5., 0. og 10. urðu jafntefli. Allar skákirnar, sem unnust, voru lefldar á hvitt og fékk hvítt því 8Vj vinning af 10. Ilér birtist 8. skákin úr einvíginu. Asmundur Asgcirsson. Baldur Möller. HVITT: 1. d£—di 2. e2—ei 3. f2—j3 4. diXeð 5. Bcl—fi 6. Rbl—d2 7. Rd'2—b3 8. /3X4 9. Rgl—/3 10. Ddl—d2 11. 0—0—0 SVART: /7-/5 /öx’4 e7—e5 d7—d5 Bc8—f5 Bj8—c5 Bc5—66 B/5X4 DdS—e7 Rb8—d7 h7—h6 12. Bfl—dS 13. llhl—el 11.. Dd2Xd3 15. Bfi—gS 16. RbSXcð 17. hi—hl, 1S. HxgO 19. Bg.í—hh 20. g5—g6 21. RfSxH 22. Dd3—h3 23. g2Xh3 21.. Ilel—gl 25. Ilgl—gh 26. Hdl—el 27. c2—4 28. Rhh—g2 29. Rg2—/4t 30. Rfh—h5 31. gd—g7 32. llcl—m 33. nfi-m 3h. Ilf6xh6 35. II gh—g5 36. Ilh6—j6 37. IIg5xm 0—0—0 BehXdS g7—g5 Rd7—c5 Bb6Xc5 Dc7—c6 De6—gh Bc5—c7 Be7xhh RgS—c7 DghXhS Ilh8—gS HclS—fS KcS—d7 Hg8—g7 Kd7—c6 dSXch Ke6—f5 Hg7—gS Ilf8—c8 Kf5—c6 Ke6Xc5 Re7—f5 Ilc8—d8 HgSXgl Gcjiff. Isðfoldðrprentsmiöja gefur út um 40 bækur á þessu ári Meðal bóka þeirra sem væntanlegar eru frá ísafoldarprent- smiðju nú fyrir jólin, eru skáldsögur eftir þrjá unga íslenzka höfunda, HELDRI MENN Á HÚSGANGI eftir Guðmund Daní- elsson fra Gutturmshaga, EVUDÆTUR eftir Þórunni Magnús- dóttur og HAFIÐ BLÁA, eftir Sigurð Helgason. Emnig er vænt- anleg bók eftir prófessor Ólaf Lárusson sem nefnist BYGGÐ OG SAGA, og tvær þýddar bækur, ævisaga Byrons, eftir franska skáldið Andre Maurois, þýðandi Sigurður Einarsson, og Kristín Svíadrottning eftir F. L. Dunbar, í þýðingu Sigurðar Grímsson- ar. ísafoldarprentsmiðja mun á þessu ári gefa út um fjörutíu bækur, og eru þessar þegar komnar út: Úr byggðum Borgarfjarðar eftir Kristleif Þorsteinsson, Ileilsufrœði húsmceðra eftir Kristínu Jónsdótt- ur lækni, Grímur Thomsen eftir frk. Thoru Friðriksson, Tíu jndur eftir frú Guðrúnu Jóhannesdóttur frá Brautarholti, Rauðskinna 5. hefti, Goðafrœði Grikkja og Róm- verja eftir dr. Jón Gíslason, Minn- ingar Sigurðar Briem fyrrverandi póstmálastjóra, Nýjar sögur eftir Þóri Bergsson. Rauðar stjórnur eftir Jónas Jónsson frá Hriflu, Samferðamenn eftir Jón II. Guð- mundsson ritstjóra, Söngvar dala- stúlkunnar eftir Guðrúnu Guð- mundsdóttur, íslenzkir sagnaþœtt- ir eftir Guðna Jónsson, Islenzk málfrœði eftir Björn Guðfinnsson, Sumar á fjöllum eftir Hjört Björnsson frá Skálabrekku, Spœnsk málfrœði eftir Þórhall Þorgilsson, Við sólarupprás eftir Hugrúnu, Menningarsamband Frakka og ís- lendinga ej'tir Alexander Jóhann- esson prófessor (íslenzk fræði IX), Leiðbeiningar um Þingvelli eftir Guðrú. Davíðsson, Grœnmeti og ber eftir Helgu Sigurðardóttur, Ilve glöð er vor œska bárnabók eftir Frímann Jónasson, tvær barnabækur þýddar af ísak Jóns- syni — Svarti Pétur og Sara og Duglegur drengur, Vegurinn, kver til fermingarundirbúnings, eftir Tillöpr um stvinnu- mái Hotnarfjaiðsr Framhald af 2. síðu. sjálfsagt, þar sem aðstæður frá náttúrunnar hendi gera skilyrði til bygginga verri hér en víðast hvar annars staðar, ásamt því að skipulag bæjarins er næsta bágborið af sömu ástæðu. Víða standa klettar á milli húsa í bænum, beigðar götur eða gerð- ar bugðóttar vegna kletta. Virð ist vera tilvalið að þessir klett- ar verði rifnir og malaðir í grjót vinnsluvélum og gert að bygg- ingarefni. Má benda á að Reykjavíkurbær hefur í mörg ár starfrækt grjótvinnsluvélar, svo að fordæmið er að nokkru fyrir hendi. Að bærinn byggi nýjar götur í bænum, munu allir geta ver- ið sammála um, útþennsla bæj- arins og stækkun gerir slíkt nauðsynlegt. (Niðui-liig greinur þessarar verð- ur að bíða birtingar þar til síðar. vegna rúmleysis). séra Jakob Jónsson, Stwrðfrœði fyrir menntaskóla eftir Sigurkarl Stefánsson, Reikningsbók Ólafs Daníelssonar, ný útg., Vélritunar- skóli eftir Elís Ó. Guðmundsson, Skrifbœkur I og II eftir Guðmund I. Guðmundsson. Loks má nefna þrjár þýddar bækur: Öður Bernadette eftir hið heimskunna þýzka sagnaskáld Franz Werfel þýdd af Gissuri Er- lingssyni, SpítaUdíf í þýðingu dr. Gunnláugs Claessens og Töfra- heimur mauranna þýdd af Guð- rúnu Guðmuifdsdóttur. Virðuleg minningarat- höfn vegna Goða- fossslyssins Virðuleg minningarathöfn vegna Goðafossslyssins fór fram í fyrradag, og jafnframt jarð- arför Eyjólfs Eðvaldssonar loft skeytamanns. Var mikill mann- fjöldi viðstaddur athöfnina og í'ánar í hálfa stöng um allan bæinn, en skrifstofur og verzl- anir höfðu lokað. Hófst athöfnin með því að strengjahljómsveit Tónlistaffé- lagsins, undir stiórn dr. Urbants chitsch, lék sorgarlag, en síðan söng dómkirkjukórinn, undir stjórn Páls ísólfssonar, sálminn „Á hendur fel þú honum“- Séra Bjami Jónsson vígslubiskup flutti minningarræðuna, en að henni lokinni lék strengjasveit- in með orgelundirleik Páls ís- ólfssonar. Vígslubiskup las frá altari nöfn skipverjanna og far þeganna sem fórust og eftir þagnarstund söng Guðmundur Jónsson sálminn „Ó, þá náð að eiga Jesúm“, kirkjukórinn söng og að lokum lék st-rengjasveit- in þjóðsönginn. Fánar stéttafélaganna, Félags íslenzkra loftskeytamanna, Skipstjórafélagsins Öldunnar, Vélstjórafélags íslands og Sjó- mannafélags Reykjavíkur voru bornir í kirkjunni og útúrhenni á undan kistu Eyjólfs Edvalds- sonar, en sjómenn stóðu heiðurs vörð á kirkjugólfi meðan at- höfnin fór fram. Sjómenn af Goðafossi báru kistuna úr I kirkju. Viðstaddir athöfnina voru m. a. forseti íslands, Sveinn Björnsson, og frú hans, ríkis- stjórnin, forsetar Alþingis, sendimenn erlendra ríkja, bisk- upinn yfir íslandi og yfirmenn ! setuliðsins á íslandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.