Þjóðviljinn - 25.11.1944, Síða 7

Þjóðviljinn - 25.11.1944, Síða 7
Laugardagur 25. nóv- 1944. I>J0» VILJINN 7 Þú elskar hana þá? sagði Skipsdrengurinn á Blossa stúlka og oft síðan hefur mér fundist svo. En nú, þeg- ar ég tala við þig um þetta, verður mér það ljóst, að hún er mynd af hreinna og betra lífi en þessu hérna, lífi, sem ég svo gjarna vildi lifa, og ef ég fengi að lifa því, fengi ég að kynnast slíkum stúlkum og foreldrum þeirra og systkinum — eins og þér á ég við. Þess vegna var ég að hugsa um systur þína og þig, og þess végna er það að — ég veit ekki hvað, hugsa ekkert, dáist bara að því. Eg veit, að þú munt þekkja margar slíkar stúlk- ur?' Jói kinkaði kolli. Segðu mér eitthvað frá þeim — eitthvað, alveg sama hvað, bætti hann við, þegar hann sá að Jói hikaði. Já, það er vandalaust, sagði Jói hugsandi. Hann skildi að nokkru leyti þessa þrá drengsins og fannst það mundi verða hægur vandi fyrir sig, að sefa hana að nokkru: Þær eru fyrst og fremst — hm— já alveg eins og stúlkur eru vanar að vera — alveg eins og stúlkur — hann hætti með þeirri fullvissu, að honum hefði misheppnazt hroðalega. Friskó Kiddi beið rólegur og eftirvæntingarfullur eftir meira. Jói reyndi af öllum mætti að halda áfram. Hann leit í huganum yfir allan þann hóp, sem hann þekkti af stúlkum, systur skólabræðranna og vinkonur Bessí, magrar stúlkur og feitar stúlkur, bláeygar og brún- eygar, með hrokkið hár, svart hár og gullið hár, í fáum orðum sagt, langa lest af allskonar stúlkum. En hann gat ekki sagt eitt einasta orð um þær til þess að bjarga sér út úr klípunni. Hann hafði aldrei verið neinn „stelpnavinur“ og hvernig í ósköpunum átti hann þá að geta sagt nokkuð um þær. Allar stúlkur eru eins, sagði hann að lokum í örvæntingu sinni. Þær eru ná- kvæmlega eins og þær, sem þú þekkir, Kiddi, það er áreiðanlegt. En ég þekki engar. Jói blístraði — og hefur aldrei þekkt neinar? Jú, eina. Karlottu Gispardí. En hún gat ekki talað ensku og ég gat ekki talað hrognamál hennar, og svo dó hún. En það er sama, þó ég hafi aldrei þekkt neina stúlku, þá held ég, að ég hafi eins mikið vit á þeim og þú. Og ég hef líklega meira að segja af allskonar ævin- týrum út um víða veröld, en þú, svaraði Jói. Báðir drengirnir hlógu. En litlu síðar varð Jói al- varlegur aftur. Það rann skyndilega upp fyrir honum, að hann hafði ekki verið þakklátur fyrir hið góða, sem honum hafði hlotnazt í lífinu. Heimili hans og foreldr- ar urðu þýðingarmeiri í hans augum en áður, og hann fann einnig að systir hans og leiksystkini voru honum kærari en fyrr. Hann hafði aldrei virt þau nógu mikils, hugsaði hann, en hér eftir — það var nú annað mál. Franski Pési hrópaði á þá. Þeir hættu samtalinu og stukku á fætur. XVH. Friskó Kiddi segir sögu sína. Upp með stórsegl. Draga upp akkeri, kallaði Frakk- inn. Og svo á eftir Hrein. Engin hliðarljós. Hæ, leystu vafsnærin, fljótur nú! skipaði Friskó Kiddi, og svo dragreipið þarna og dragðu ekki óðar en ég. Svona, bittu nú fast, við herðum á því seinna. Hlauptu afturá og ljáðu hönd við stórseglið. Þegar vindurin blés í stórseglið, rykkti og togaði Pantelí. Hún er svo fín og ágæt. sagði Konstantín og hlustaði ekki á hann, hún er fyrirtaks húsmóð- ir það finnst ekki svona kven- maður meðal almúgans. Og hún er farin. En ég veit, að hún saknar mín. Eg þekki hana litla krílið. Hún ætlaði að koma aft- ur á morgun. Og hugsið ykkur hvað það er skrýtið, nú elskai hún mig og henni leiðist þegar ég er ekki hjá henni, en samt vildi hún ekki giftast mér. Borðaðu, sagði Kírúa Hún vildi ekki giftast mér. Eg er búinn að vera að draga mig eftir henni í þrjú ár. Eg sá hana á Kalatsjikhátíðinni og varð dauðástfanginn af henni. Eg á heima 1 Rovno, hún í Demidofu, það er tuttugu míl- ur á milli, ég gat ekkert gert, ég sendi henni biðla, og hún sagði ég vil ekki, ég sendi henni eyrnahringi og kökur og tutt- ugu pund af hunangi, en hún vildi ekki. Og ef þið athugið það var það ekki von. Hún var ung og full af eldi og fjöri, en ég gamall, ég verð bráðum þrí- tugur og ljótur líka,'skegg eins og geithafur, og allur bólugraf- inn, hvernig gat henni litizt á mig. Hið eina var, að við erum efnuð, en það voru foreldrar hennar líka. Þau eiga sex uxa og hafa tvo vinnumenn Vinir mínir, ég var svo ástfanginn að ég hafði ekkert viðþol. Eg gat ekki sofið og ekki étið, höf- uð mitt var fullt af hugsunum. Guð miskunni okkur- Mig lang aði til að sjá hana, og hún var í Demidofu. Guð er mér vitni, að ég er ekki að ljúga, þrisvar í viku fór ég þangað gangandi bara til að sjá hana. Eg hætti að vinna, ég var að hugsa um að verða verkamaður í Demi- dofu. Eg var viðþolslaus. Móð- ir mín kallaði til sín spákonu margoft og faðir minn lamdi mig. í .heil þrjú ár vai ég í þessari kvöl, og þá tok ég á- kvörðun mína. Fari það í log andi, ég fer til borgarinnar og gerist ökumaður. Um páskana fór ég til Demidofu til að sjá hana í síðasta sinni. Konstantín reigði höfuðið aft- ur á bak og hló hátt og ánægju lega eins og hann hefði komið einhverjum í klípu. Eg sá hana hjá ánni með strákunum, hélt hann áfram, ég varð bálreiður, kallaði hana á eintal og hellti yfir hana skömmum í heilan klukkutíma. Þá fór hún að eiska mig. í þrjú ár hafði hún hvorki viljað heyra mig né sjá, en nú fór hun allt í einu að elska mig. Hvað sagðir þú við hana? spurði Dimoff. Hvað ég sagði. Það man ég ekki, orðin flutu af vörum mín GRESJAN um eins og þegar vatn streymir, þangað til ég náði ekki andan- um ... ta-ta-ta- Nú og svo gift- ist hún mér. Hún er íarin til móður sinnar, og ég reika um gresjuna. Eg get ekki haldizt við heima. Konstantín teygði frá sér fæt urna, sem hann hafði setið á, og lagðist endilangur á jörðina með hendur undir hnakka Svo settist hann upp aftur. Allir vissu nú, að hann var ástfang- inn og hamingjusamur, bros hans, augu og hver hreyfing sýndi það ótvírætt. Hann vissi ekki, hvað hann átti af sér að gera, yfirkominn eins og hann var af ánægjuríkum hugsunum. Loks þagnaði hann og horfði í eldinn. Mennirnir urðu fálátir, þegar þeir skynjuðu hamingju hans þeir þráðu sjálfir hamingju. Dímoff fór að ganga um gólf meðfram bálinu og það var auð ráðið af fasi hans, að hann bar einhverja þrá eins og þunga byrði. Hann stanzaði, leit á Konstantín og settist. Bálið var að kulna, glóðin var crðin lítil og rauð- Þegar eld- urinn var slokknaður, sýndist tunglskinið bjartara. Nú sást vegurinn, greinilega, vagnarnir, ullarpokarnir og bítandi hest- arnir. Hinum megin vegarins glitti í hinn krossinn. Dímoff studdi hökunni í lófa sinn og raulaði einhverja al- þekkta vísu. Konstantín brosti sifjulega og tók undir með mjórri röddu. Þeir sungu dá litla stund og þögnuðu síðan. Emeljan ókyrrðist, yppti oln- bogunum og sneri upp á fing- urna. Drengir, sagði hann alvarlega. við skulum syngja einhverja sálma, tár blikuðu í augum hans og hann endurtók beiðn- ma. Eg kann enga, svaraði Kons- tantín. Allir neituðu, og Emeljan fór að syngja einn. Hann veifaði báðum handleggjunum, hneigði höfuðið og opnaði munninn, en ekkert hljóð kom úr barka hans, nema hást gaul. Hann söng með höfðinu, handleggj- unum augunum og jafnvel með andlitinu, söng af ástríðu, en því meira sem hann reyndi á sig til að koma upp hljóði, því falskara varð það. Jegorúska var hnugginn eins og hinir. Hann labbaði að vögn- unum, klifraði upp á pokana og lagðist niður. Hann horfði upp í himininn og hugsaði um, hve Konstantín og konan hans væru hamingjusöm. Til hvers <giftist fólk? Til hvers voru konur til? hugsaði Jegorúska, og hann þótt ist viss um, að maður mundi vera hamingjusamur alltaf, ef hann hefði við hlið sér fallega, glaðlynda" konu. Af einhverjum ástæðum minntist hann Dran- itsky greifafrúar og hugsaði, að það hlyti að vera mjög gaman að lifa með slíkum kvenmanni. Hann mundi hafa viljað kvæn- ast henni, ef honum hefði ekki þótt hugsunin óviðurkvæmileg. Hann sá fyrir sér augabrýr hennar, augasteinana vagninn hennar, klukkuna með riddar- anum. Hin milda hlýja nótt breiddist yfir hann og hvíslaði honum í eyra. Honum fannst fögur kona lúta ofan að hon- um, brosa við honum og kyssa hann. Ekkert var eftir af bálinu Tjjítt Cg ÞETIA Munkurinn Savanorola í Flór ens var einhver sá furðulegasti mælskumaður, sem sagan get- ur um. Hann prédikaði í dóm- kirkjunni í Flórens fyrsta sinni árið 1491. Hann flutti slíka þrumuræðu yfir söfnuðinum, að allur borgarlýðurinn varð lostinn skelfingu. Ógnaði hann höfðingja borgarinnar, Lorenzo il Magnifiko, með bráðum dauða, hvað rættist brátt og lét hann kalla Savanorola að dán- arbeði sínum. Munkurinn skip- aði honum að gefa borgarbúum frjálsa stjórn, en hinn deyjandi höfðingi sneri sér til veggjar. Skömmu síðar varð Savanorola æðsti maður í Flórens. Þar hafði áður verið eyðslulíf svo mikið, að ein veizla gat kost- | að nokkrar milljónir króna. Nú klæddist bærinn í sekk og ösku. Ollum bókum og listaverkum var safnað saman og brennd á báli. Ári síðar lét páfinn brenna Savanorola á báli á sama stað. Hann var kærður fyrir villutrú og ösku hans stráð út á Arno- fljótið. Samtíðarmaður Sava- norola, segir að prédikanir hans hafi haft slík áhrif á sig. að hárin hafi risið á höfðinu og líkaminn nötrað frá hvirfli til ilja. Þó að ótrúlegt megi virðast, hafa höfuðhár manna verið tal- m. Er sagt, að fjöldi háranna fari eftir litnum. Rauðhærðir menn hafa að iafnaði 30,000 hár, dökkhærðir 110,000 og bjart- hærðir 150.000.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.