Þjóðviljinn - 25.11.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.11.1944, Blaðsíða 3
7 Laugardagur 25. nóv- 1944. ÞJÓÐVILJINN 3 Málgagn Æskulýðsfylkingarinnar (Sambands ungra sósíalista) Greinar og annað efni sendist á skrifstofu félags- ins, Skólavörðust. 19, merkt „Æskulýðssíðan“. 4. þing Æskulýðsfylkingarinnar hófst i Reykjavík 19. nóvember síðastliðinn Á þíngínu mæta um 30 fulltrúar víðsvegar að af landínu. Míbíll áhugí er ríkjandi um málefní alþýðunnar Æskulýðsfylkingin á Þingi Ungum sósíalistum er það ljóst, að ef hlutur alþýðuæsk- unnar á ekki í framtíðinni, eins ■og hingað til, að vera borinn fyrir borð, verður hún sjálf að taka í taumana, ganga fram fyr ir skjöldu, berjast fyrir málefn- um sínum og sýna mátt heillra og styrkra samtaka- Alþýðuæsk an verður að sýna í verki, að hún vilji og geti haft forustuna um framgang sinna mála. Hún verðúr að sýna, að hún sé þess megnug að gegna framtíðarhlut verki sínu: að skapa verkalýðs- ríki á íslandi. Ýmsar raddir hafa heyrzt, sem vantreysta æskunni 1 þessum efnum, en róttækari hluti al- þýðuæskunnar hefur jafnan vís að slíkum ásökunum á bug. Ungir sósíalistar eru þess full- vissir að æskunni er þetta mögu legt, en gera sér jafnframt ljóst að til þess þarf starf—þrotlaust starf — baráttu við niðurrifsöfl m í þjóðfélaginu, baráttu sem verður að færa alþýðuæskunni fullan sigur. ** Þessa dagana stendur yfir 4. þing Æskulýðsfylkingarinnar — Sambands ungra sósíalista —. Fulltrúar róttækrar alþýðuæsku úr ýmsum hlutum landsins, ræða þar hin aðkallandi vanda- rnál íslenzkrar æsku. Þessir ungu menn og konur hafa á bak við sig fjölda ungs fólks úr Æskulýðsfylkingunni. ungs fólks, sem á sameiginleg hags- muna- og velferðarmál. og kepp ir að sama marki. Ungir sósíalistar í bæjum, þorpum og sveitum, fylgjast af áhuga með hvað gerist á þingi Æskulýðsfýlkingarinnar. Þetta unga fólk veit að til umræðu eru mál. sem snerta kjör þes^ og rétt. Fjórða þing Æ.F. ber glögg merki um bjartsýni og baráttu- vilja. Það er glöggur vottur um vöxt samtaka hinnar sósíalisku æsku, og bendir ótvírætt á þá staðreynd að æskunni er æ bet- ur og betur að skiljast, að því aðeins að haldið sé áfram bar- áttunni gegn afturhaldi og fas- isma undir merki sósíalismans, á bjartsýn trú á framtíð ís- lenzku þjóðarinnar rétt á sér. Forseti þingsins var kosinn Halldór Stefánsson, Reykjavík; varaforseti: Magnús Torfi Ólafs son, Akureyri; ritarar: Knútur Skeggjason, ísafirði og Páll Bergþórsson, Reykjavík. Forseti fráfarandi sambands- stjórnar gaf skýrslu um síðasta starfstímabil. Rætt var um fram tíðarstarf Æskulýðsfylkingarinn ar. Þá var og rætt um nýtt laga írumvarp fyrir sambandið og hafði Gísli Halldórsson fram- sögu. Síðan fóru fram nefndar- kosningar. Þingið hefur haft til meðferð- ar ýms mál, svo sem: skólamál, bindindismál, iðnnemamál, mál efni sveitaæskunnar, starf æsk- unnar í verklýðsfélögum, lækk- un kosningaaldursins, o. fl. Hér verður getið ályktana í nokkrum málum, sem þegar hafa fengið afgreiðslu. Um lækkun kosningaaldurs. Framsm-: Haraldur Steinþórss. 4. sambandsþing Æskulýðsfylk ingarinnar — sambands ungra sósíalista, skorar á Alþingi að taka til greina við endurskoðun stjórnarskrárinnar að færa kqsn ingaaldurinn niður í 18 ár í stað 21 árs, eins og nú er. Þar sem 15—20% starfandi verkamanna, og a. m- k. jafnstór hluti starfandi kvenna mun véra á aldrinum 18—21 árs, finnst þinginu það eðlilegast að þessi hluti þjóðarinnar, sem ber að öllu leyti sömu skyldur og aðrir þjóðfélagsborgarar, hljóti einnig sömu réttindi. Þingið á- telur því það ranglæti að svo stór hluti þjóðarinnar skuli vera útilokaður frá því að hafa á- hrif á opinber mál. íþróttamál. Framsm.: Böðvar Pétursson. Sambandsþing Æskulýðsfylk- ingarinnar haldið í nóv. 1944, skorar á deildir sambandsins að taka íþróttir upp í starfsemi sinni. Ennfremur vill þingið nvetja sambandsfélaga til að efla og styrkja slíkt starf. Sambandsþing Æskulýðsfylk- mgarinnar haldið í nóv- 1944, átelur harðlega þá framkomu fþróttasamtakanna í landinu. sem þau hafa sýnt með' afstöðu sinni til hinnar pólitísku æsku. Æskulýðshallannálið. Framsm.: Skúli H. Norðdahl. Sambandsþing Æskulýðsfylk- mgarinnar haldið í nóv. 1944, skorar á þingmenn Sósíalista- flokksins að beita sér fyrir því á Alþingi: að í lögum um Æskulýðshöllina verði tryggt, að hún verði einungis notuð í þágu æsku- lýðsins og félagssamtaka hans (undanskiljist Bæjar- bókasafnið), að Æskulýðshöllin verði rekin sem menningarfyrirtæki en ekki sem fjáröflunarfyrir- tæki. að engin sérstök æskulýðssam- tök verði útilokuð frá Æsku- lýðshöllinni. Bindindismál. Fr.s.m.: Böðvar Pétursson og Gestur Þorgrímsson. Þing Æskulýðsfylkingarinnar — sambands ungra sósíalista — skorar eindregið á allt æskufólk í landinu og sérstaklega unn- endur sósíalismans, að taka upp öfluga baráttu gegn siðleysi á- fengisneyzlunnar. 1. Með því að gerast virkir þátttakendur í bindindisstarf semi, hvar í samtökum sem er. 2 Með bindindisfræðslu innan alþýðusamtakanna, þar sem áherzla sé lögð á, að drykkju skapurinn er þjóðfélagsböl, sem kemur sárast niður á verkalýðnum og öðrum lág- launastéttum. V erkalýðssamtökin. Fr.s.m.: Lárus Bjamfreðsson. 4. þing Æskulýðsfylkingarinn ar ályktar: Æskulýðsfylkingin er sam- band félagssamtaka alþýðuæsk- unnar í landinu og hlýtur um leið að vera óaðskiljnlegur hluti af stéttarsamtökumverkalýðsins Það vill eindregið brýna það fyr ir meðlimum sambandsins, að ganga hvarvetna fram fyrir skjöldu í hagsmunabaráttu verkalýðsins, jafnframt því sem sambandið gengzt fyrir víð- tækri fræðslustarfsemi með- lima sinna á því sviði. Sveitaæskan. Frams.m.: Páll Bergþórsson. Varðandi það æskufólk, sem býr í sveitum landsins, sam- þykkir 4. þing Æskulýðsfylking arinnar eftirfarandi ályktun: 1. Það er ófrávíkjanleg sann- girniskrafa sveitaæskunnar, að hún fái eins mikla mögu- leika til að lifa félags- og menningarlífi og það æsku- fólk, sem býr 1 kaupstöðum landsins. Hún þarf að hafa greiðan aðgang að menning- arstofnunum, skólum, bóka- söfnum, leikhúsum, dans- leikjum og íþróttastöðum Hún þarf hentug og holl húsakynni í stað dimmra og hriplekra moldarkofa. Hún þarf að njóta þeirra þæg- inda, sem rafmagn og hvera- orka veita, og hún þarf að njóta þeirrar gleði og menn- ingar, sem felst í heilbrigðu félagslífi. Það er vilji þingsins, að sveitaæskan fái framgengt þessum sjálfsögðu kröfum. En til þess að svo megi verða, þarf umsköpun í ís- lenzkum. landbúnaði. Hér þarf að koma stefnufesta í stað stefnuleysis, nýtízku vélanotkun í stað frum- stæðra búnaðarhátta skipu- lag framleiðslunnar í stað skipulagsleysis og ringulreið ar. 2 í þessu sambandi styður þing ið eindregið frumvarp það um stofnun byggðahverfa, sem nú liggur fyrir Alþingi. Með stofnun slíkra byggða- hverfa vinnst það, að bezta ræktunarlandið verður hag- nýtt langtum betur en áður, hægt verður að nota stór- virkar jarðyrkju- og hey- vinnuvélar, og síðast en ekki sízt, að því æskufólki, sem að öðrum kosti getur ekki skapað sér lífvænleg skil- yrði í sveitunum, verður tryggt jarðnæði til að hefja búskap og það við fullkomin skilyrði. Um leið verður út- rýmt þeirri einangrun og fá- sinni, sem er á góðum vegi með að hrekja æskulýðinn frá landbúnaðarstörfum Einnig lýsir þingið ein- dregnu fylgi sínu við stefnu núverandi ríkisstjójnar að því er varðar nýsköpun land búnaðarins, útvegun stór- virkra landbúnaðarvéla og raflýsingu sveitanna. Þó verður að krefjast þess að tæki þessi komi sem flestum að notum, en verði ekki til þess að bæta aðstöðu hinna efnuðustu á kostnað þeirra, sem búa við verri kjör. Þing ið telur, að þessi nýsköpim, ef framkvæmd verður, muni verða til hinna mestu hags- bóta og heilla fyrir æskulýð sveitanna sem á að erfa land ið frá núlifandi kynslóð. 4 Meðan landbúnaðinum hefur ekki verið komið á tryggan grundvöll, telur þingið nauð- synlegt að þeim, sem land- búnað stunda, verði tryggð viðunandi lífskjör- Þingið er þó algerlega andvígt því, að styrkjum til landbúnaðarins v verði úthlutað í formi verð- uppbóta, eins og nú- er, þann- ig, að þeir ríkustu beri mest úr býtum, en þeir fátækustu minnst. Er hér með skorað á æskufólk sveitanna að rísa upp og heimta réttlætingu á þessari ósvinnu. 5. Þingið lýsir stuðningi sínum við hugmyndina um land- græðslu. Væri æskilegt að sem fyrst yrði hafizt handa um friðun landsvæða til und irbúnings skógræktar og sandgræðslu. Þingið lætur í ljós þá ósk. að sem bezt samstarf geti orðið milli æskulýðs sveita og kaupstaða um að koma þessari hugsjón í fram- kvæmd. Iðnnemamál. Frams.m.: Sigurður Guðgeii'sson Sambandsþing Æskulýðsfylk- ingarinnar lýsir sig andvígt þeim tillögum sem fram hafa komið á Alþingi, um breytingu á iðnnámslöggjöfinni, er miða í þá átt að leyfa ótakmarkaða nematölu í hinar ýmsu iðngrein ar. Þingið álítur að endurskoða þurfi iðnnámslöggjöfina, eink- um til samræminga kaupgjalds og að sveinafélögunum verði veittur samningsréttur fyrir hönd iðnnema í hinum ýmsu iðn greinum. Jafnframt lýsir þingið yfir á- nægju með stofnun Iðnnema- sambandsins, og heitir á alla unga sósíalista að veita því fullan stuðning í baráttu þess fyrir hagsmunamálum iðnnema. Þinginu lokið. Síðasti fundur þingsins var haldinn í gærkvöld. Var þar lok ið við afgreiðslu þeirra mála sem sérstaklega koma við starf- semi sambandsins inn á við, svo og nokkurra annarra mála, sem síðar mun verða getið hér í Æskulýðssíðunni. Miklar um- iæður urðu um öll þau mál, Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.