Þjóðviljinn - 02.12.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.12.1944, Blaðsíða 3
Laugardágur 2. desember 1944. ÞJÓÐVILJINN 3 Elías Mar: Kvikmyndirnar og æskan Avarp til íslenzkrar! •ac. æsku frá Æ.F. v Um 5 ára skeið hefur nú geisað heimsstyrjöld, hin ægi- legasta, sem háð hefur verið. í umróti því og upplausn, sem styrjöldin veldur, raskast hin gamla • skipan mannfélagsmála víðsvegar um heim. Róttækum umbótum og breytingum vex fylgi meðal allra frjálsra þjóða. Alþýða allra landa strengir þess heit, að láta aldrei framar leiða yfir sig kúgun, neyð og síðan styrjöld- Skiptir það miklu fyr- ir íslenzka æsku, að hún standi sem fastast á rétti sínum til mannsæmandi lífskjara og heimti sem djarflegust úrræði í atvinnu- og þjóðfélagsmálum á slíkum tímamótum. Hlýtur því íslenzk æska að fagna því, að nú er sezt að völdum í land- inu sterk stjórn, er gerir at- vinnulegar og þjóðfélagslegar umbætur að höfuðmarkmiði sínu. Það, sem Æ. F. sérstak- lega fagnar í stefnuskrá hinn- ar nýju 'ríkisstjórnar, er: 1. Að vinna að endurskoðun stjórnarskrárinnar og jöfnun kosningarréttar. í þessu sam- J bandi beinir þingið þeirri á-1 skorun til Alþingis, að lágmarklj kosningaaldurs sé fært niður í > 18 ár. 2. Að vinna að nýsköpun og J viðreisn atvinnuveganna og J tryggingu á viðunanlegum lífs- kjörum fyrir alþýðu manna. ! Sérstaklega hlýtur alþýðuæsk-1 an að lýsa ánægju sinni með þá | ákvörðun ríkisstjórnarinnar, aðjj vinna að útrýmingu atvinnu- £ leysisins, þar sem vart getur! meira böl fyrir æskulýðinn en> það, að ungt fólk fái ekki séð; sér farborða, er það hefur ald- \ ur til. 3. Að tryggja sjálfstæði og ör- | yggi íslands í framtíðinni, m. \ a. með alþjóðlegu samstarfi, £ þátttölfu í alþjóða ráðstefnum !j og nánu samstarfi í menning-; ar- og félagsmálum við hin N orðurlandaríkin- Skorar Æ. F. á íslenzka æsku að vinna svo sem í hennar valdi stendur að því, að fyrir- ætlanir þessar megi takast. —-------------------------- Málgagn Æskulýðsfylkingariimar (Sambands ungra sósíalista) Greinar og annað efni sendist á skrifstofu félags- ins, Skólavörðust. 19, merkt „Æskulýðssíðan“. i__________________________ 1. desember Þessi dagur hefur á undan iömum 25 árum verið viður- kenndur sem aðalhátíðisdagut íslenzku þjóðarinnar, enda var hann tengdur þýðingarmesta .sporinu í sjálfstæðisbaráttu hennar. En nú er þetta orðið breytt. í stað 1. desember er nú viðurkenndur sem þjóðhátíðar- dagur, sá dagur, sem lokaspor- ið í okkar sjálfstæðisbaráttuvar •stigið, þ. e. 17. júní. Slíkt er mikið betri ráðstöfun, því það viðurkenna allir, að jafnvel burtséð frá þeim minningum, sem tengdar eru við 17. júní, þá er hann mun heppilegri vegna þess, að það er auðveld- ara að efna t'il þjóðhátíðar á vorin heldur en yfir háveturinn. En engu að síður er nauðsyn- legt að halda í heiðri þeim degi, sem sjálfstæði íslands var í raun og veru fyrst viðui'- kennt. Að undanförnu hafa stúdentar haldið þennan dag hátíðlegan, og er ekki nema •gott eitt um það að segja. ís- lenzkir stúdentar hafa alltaf verið forystumenn í sjálfstæð- isbaráttunni, og er það því á- nægjulegt, að sú barátta skuli enn vera í heiðri höfð. En væri «ekki réttara, að það yrði fjöl- mennari hluti, sem heldur 1. desember hátíðlegan, heldur en hinn tiltölulega fámenni hópur stúdenta. Væri ekki rétt að gera hann í framtíðinni að hátíðis- degi alls hins íslenzka æsku- lýðs? Auðvitað myndu þá skemmtanir stúdentanna falla inn í víðtæk hátíðahöld hans, sem hvorttveggja í senn minn- ist þeirra atburða, sem við 1. desember eru tengdir, og reyna með áhuga æskumannsins að tengja við hinn kuldalega vetr- ardag heitustu vonir æskulýðs- ins um aukna möguleika hans til menntunar, og að henni lok- inni starfs við sitt hæfi. Væri það auk þess táknræn skipting, að 17. júní fagnaði þjóðin öll þeim vorhug, sem Jón Sigurðsson innleiddi 1 sjálf- • stæðisbaráttu vora, en 1. des- ember byði íslenzkur æskulýð- ur vetrarhörkunni byrginn, og héldi uppi merki framfara og framsækni, þrátt fyrir erfið- leika og ömurlegt tilbreytinga- leysi skammdegisins: í Þjóðviljanum í morgun voru tvær greinar um' kvikmyndir, sem hvöttu mig til að leggja orð í belg. „Önnur þeirra var um kvikmyndasmekk unga fólksins eins og hann kemur greinarhöfundi fyrir sjónir, — hin um kvikmyndina „Fána her- deildarinnar.“ Eg hef fyrir löngu síðan hugs að mér að rita öllu ýtarlegar en hér verður gert, um kynni mín af kvikmyndum og áhrifum þeirra, og um það, hversu tilval in menningartæki þær eru, séu þær notaðar á réttan hátt, eink- um hvað snertir kennslu í skól- um. En það verður, að svo stöddu, að bíða betri tíma. Að- eins ætla ég að minnast örfá- um orðum á æskuna í sambandi við bíóin, og hef ég Reykjavík- uræskuna einkum í huga, en henni er ég nokkuð kunnugur. Fyrir skömmu síðan hafði ég tal af tveim drengjum, sem báð ir eru fyrir innan fermingarald- ur, og hlustaði á skoðanir þeirra á kvikmyndum og einstökum leikurum; þær voru nokkuð á- þekkar hjá þeim báðum, og ég held að einmitt þær skoðanir séu hvað algengastar meðal unglinga í Reykjavík. Þær voru í aðalatriðum þess- ar: Ósjálfrátt skipta börnin leik- urunum 1 hópa, eftir því, hvers konar leikara um er að ræða. í einum hópnum eru leikarar, sem að jafnaði fara með hlut- verk glæpamanna eða leynilög reglumanna sem verða oft að einskonar hetjum meðal ungra og næmra áhorfenda. — í öðr- um hópnum eru gamanleikarar, Skólanemendur njóti íullra mannréttínda Sambandsþing Æ. F. felui sambandsstjórn að koma eftir- íarandi tilmælum á framfæri við menntamálaráðherra: Sambandsþing Æskulýðs- fylkingarinnar, sambands ungra sósíalista, haldið í Reykjavík í nóvember 1944, skorar á menntamálaráðherra að fella niður hin ólýðræðislegu ákvæði í bréfi frá dómsmálaráðherra 1. okt. 1930, er hefur reglugerð- argildi fyrir Menntaskólann á Akureyri, og í Reglum um hegðun nemenda hins almenna Menntaskóla í Reykjavík frá 1930, er svipta nemendur við skóla þessa almennum mann- réttindum: málfrelsi og rit- frelsi. sem sjaldan eða aldrei fara með annarskonar hlutverk en grín- hlutverk. — í þriðja hópnum eru kannski börn og unglingar, á aldur við þau sjálf, o. s. frv. En ganga má að því nokkum veginn vísu, að venjulegur Reykjavíkur-unglingur þekk- ir með nafni helztu leikara heimsins, sem hann sér á lér- eftinu svo að segja daglega- Og hann veit, að það má búast við „spennandi“ glæpamynd ef Pet- er Lorre leikur í myndinni, skemmtilegri gamanmynd ef þeir Lou Costelle og Bud Ab- bott eru á leikskrá, — og þann- ig mætti lengi telja. Af þessu má óhikað draga þá ályktun, að kvikmyndirnar, og ekki þó eingöngu kvikmyndii'n- ar sjálfar, heldur ekki hvað sízt einstakir leikarar, eru jafnsterk ur liður í uppeldisáhrifum nú- tímans eins og kennararnir í skólunum, — og jafnvel áhrifa- ríkari í mörgum tilfellum. Annar þessara drengja, sem ég gat um áðan, sagði mér megin- atriði úr kvikmynd, sem hann hafði séð í fyrravetur, ævintýri, sem gerast átti í Mexíkó. Þar hafði Tim Holt leikið óvenju „sniðugan cowboy“, eins konar „superman“ (ofurmenni), sem gengur eins og grár köttur gegnum flestar kvikmyndir og þykir öldungis ómissandi. Bezta atriðið í myndinni var, að hans dómi, þegar tókst að'sitja fyrir manni nokkrum og veiða hann í snöru, sem fest hafði verið í tré, og láta hann dingla þar — óendanlega — uppá grín.------- Segja má, að þessháttar sé nú dæmi af meinlausara tæinu, og það er það ef til vill. En ég vil vekja athygli á því, að það er hættulegur leikur af hálfu forráðamanna kvikmyndafélag- anna, að ala upp í börnum löng- un til óknytta og hrekkja, svo maður leyfi sér ekki að nefna sadisma. t Nú skyldi enginn ætla, að ég j komi ekki auga á það, sem kalla mætti betri hliðarnar á kvik- myndaframleiðslunni. Eg minn íst fjölda góðra mynda. sem sýndar hafa verið hér á landi á undanfömum árum. Meðal þeirra vil ég telja myndir eins og „Pétur mikli“, „Máninn líð- ur“ og „Tsaritsyn“, auk fjölda annarra mynda, sem hvorki eru beinlínis sögulegar, né koma stríðinu við. Sém dæmi um fyrirtaks kvikmynd fyrir börn og unglinga vil ég nefna myndina, „Æ&ka Edisons“ með leik Mikey Rooneys. Eg vil leyfa mér að telja það eina af örfáum góðum myndum. sem sá vinsæli leikari hefur leikið í, og auk þess fór hann þar prýð- isvel með hlutverk sitt. Ef fleiri myndir af því tæi væru á boð- stólum fyrir unga fólkið, myndu uppeldisáhrif kvikmyndanna ekki þurfa að beinast í nei- kvæða átt. En það er skoðun mín, svo ég segi ekki persónu- leg reynsla, að megnið af ungl- ingakvikmyndum þeim, sem sýndar eru 1 Reykjavík, hafi beinlínis slæm áhrif á uppvax- andi unglinga Á þessu sviði þarf því óneit- anlega endurbóta við. Fyrst er að athuga, hvað í okkar valdi stendur. Við erum fámenn og fátæk þjóð í samanburði við aðrar þjóðir og eigum enn enga kvikmyndaframleiðslu. Aftur á móti finnst mér það trúanlegt, að þeir aðilar, sem fyrir okkar hönd eiga að sjá um það, hvaða kvikmyndir eru teknar til sýn- inga hér á landi, geti valið betri myndir handa íslenzku fólki, þeim yngri sem eldri, heldur en meginþorri þeirra kvikmynda er, sem við nú erum neydd til að sjá. Því óneitan- lega eru kvikmyndirnar ein- hver stærsti liðurinn í skemmt- analífi allrar alþýðu. Og áhrif kvikmyndanna eru þau, sem okkur eru alls ekki ókunn. Tvímælalaust stendur þe.tta til bóta. Forystan i þessu máli ætti að liggja í höndum þeirra sem sjá eiga um unglingafræðsl Framh. á 5. síðu. Æskulýðsfylkingin lýsir fylgi sfnu við tillðgur rniliiþinganefndar f skðlamálum Sambandsþing Æskulýðsfylk- ingarinnar telur að þjóðfé- laginu beri að veita öllum ung- lmgum rétt og aðstöðu til ai stunda nám, hverjum við sitt hæfi, ekki skemur en til átján ára aldurs. Þingið fagnar því tillögum milliþinganefnd- ar í skólamálum, sem það tel- ur spor í rétta átt, ef að lög- um verða, einkum er mikils virði að lagt er til að lengja skólaskyldu um eitt ár, að fella alla skóla landsins í samfellt kerfi, þannig að sérhvert próf veiti réttindi til framhalds- náms eða starfs og að við alla gagnfræðaskóla í kaupstöðum og sveitum verði tækifæri tii að taka inntökupróf í mennta- skóla og sérskóla. Sambandsþingið skorar á alla æskumenn að kynna sér og ræða skóla- og uppeldismál og stuðla að framgangi þeirra til- lagna, sem til framfara horfa á þessu sviði, og að koma umbóta- tillögum á .framfæri eftir því, sem við verður komið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.