Þjóðviljinn - 02.12.1944, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.12.1944, Blaðsíða 4
Laugardagur 2. desember 1944 — ÞJÓÐVILJINN ÞJÓÐVILJINN — L augardagur 2. desember 1944 þlÓÐVILJINN Útgefandi: Sameinmgarjlokkur alþf/ðu — Sósialisuiflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgcirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 2181/. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Vikingsprent h.f., Garðastrœti 17. Flokksþingið 4. þingi Sósíalistaflokksins er lokið. Ákvarðanir hafa verið teknar um ýms þýðingarmikil mál og stefna flokksins í stærstu •viðfangsefnunum ákveðin einróma. Höfuðákvörðun þingsins var sú, er lýst var afdráttarlaust og eindregið atfylgi Sósíalistaflokksins við hina nýju rikisstjóm og stefnuskrá hennar, — fögnuði þingsins lýst yfir þvi að hún var' mynduð og sú ákvörðun tekin að berjast með henni við alla þá erfiðleika, sem á braut hennar verða, og fylkja alþýðu lands- ins til eindregins stuðnings við hana og virkrar þátttöku í fram- kvæmdum hennar: nýbyggingu landsins. Á þingi þessu ríkti alger einhugur um stjómarmyndunina, eins og áður hafði ríkt í miðstjórn flokksins og flokksdeildum éllum. Er það sérstaklega gleðilegt, þegar þess er gætt, hve hörð barátta hefur staðið t. d. í Alþýðuflokknum um hvert aaynda skyldi þessa stjóm. Er einnig þessi trygging fyrir því að Sósíalistaflokkurinn og hinir mörgu fylgjendur hans muni leggja fram allt hvað þeir megna, til þess að tryggja stjómar- stefnunni sigur. Ógnirnar í Noregi Fregnirnar um hörmungamar, sem nú dynja yfir frændþjóð vora, Norðmenn, koma við hvem einasta íslending. Það er nú auðséð orðið að engu skal þyrmt- Það er ekki saefill eftir af neinu mannlegn í því villidýri, sem nazistalýðurinn er- Allt, sem mennimir hafa verið að venja sig á að virða og hlífa siðnstu þrjú þúsimd ár, er nú fótum troðið og svivirt. Þegar hundruð þúsundir norskra kvenna, bama og karl- manna er rekin frá heimiium sínum út í 30 stiga frost, klæð- Htil og svöng, — húsin brennd, fólkið drepið, ef mótþrói er sýndur, — þá hlýtur hverjum manni að verða Ijóst að eigi að- pjns öll siðmenning vor er í hættu, ef fyrirbrigði sem nazisminn Sá að þróast, — heldur og sjálf tilvera manna, þjóða, mannkyns sem siðaðrar vem. Vér vitum að vísu, íslendingar, að þetta eru samskonar aðfarir og brennu- og morðvargar nazismans áður hafa beitt á imdanhaldi sínu út úr Rússlandi. En við finnum það áþreifan- legar, þegar það eru nágrannar okkar, skyldustu frændur vorir, sem fyrir ógnunum verða. Aldrei mun norska þjóðin gleyma þeim ógnum, sem yfir lMiia ganga nú. Hún mun sem aðrar þær þjóðir, sem undir villi- mennskunni þjáðst, krefjast þess að vægðarlaust sé upprættur af jarðríki hver einasti maður, sem ábyrgur er fyrir þessum hörmungum, útrýmt hverjum anga nazismans. Vér íslendingar megum heldur ekki gleyma þessu. Vér verðum að skilja til fulls ráðstafanir þær, sem hinar sameinuðu þjóðir munu gera til þess að fyrirbyggja að næstu kynslóðir eigi aðrar eins ógnir í vænd- nm og íbúar Norður-Noregs verða að þola nú. Spumingin, sem vafalaust kemur fyrst fram á varir hvers Mendings, er hann heyrir um þessar ógnir er: Getum við ein- bvemveginn eitthvað hjálpað? Við vitum að Svíar eru að reyna allt hvað þeir geta til þess að fá að hjálpa og vér heyrum hverju níðingamir í Berlín svara. En vafalaust mun það á allan hátt verða athugað hvað hugs- anlegt er að gera til þess að hjálpa í þessari neyð. Það myndi ekki standa á íslendingum að leggja fram sitt. En þess mun víða beðið heitt nú að sú stund komi fljótt að þyngstu höggin dynji á Þjóðverjum í senn frá austri og vestri, svo þung, að nazisminn molnaði undan heima fyrir. Ægi- leg verður hún auðsjáanlega, orustan, um greni villidýrsins, — en skjótur sigur í henni er eina tryggingin fyrir því að alger iandauðnaráform nazistanna nái ekki fram að ganga í Noregi. Rin iðia im Brnlflls aiðmn i híiliasðl lístfilins i. iisntsr no Þetta er í fyrsta skipti sem við íslendingar höldum 1. desember hátíðlegan sem algjörlega frjáls og fullvalda þjóð i stjórnarfarslegum efnum. Við höfum öðlazt, stjómarfars- legt fullveldi og hlotið viðurkenn- ingu voldugustu stórveldanna og flestra ríkja hinna sameinuðu þjóða. Þessu marki náðum við af því, að þjóðin sýndi slíka festu og einhug, að þess mun minnzt í íslandssögunni um aldir fram. En enginn skyldi ætla að nú væri sjálfstæðisbaráttu okkar lok- ið. — Enginn skyldi ætla, að nú væri tími til þess að leggjast á lárberin. Það hefur komið fyrir áð- ur, að þjóðir hafa lýst yfir full- veldi sínu og verið jafn ósjálf- stæðar í raun eftir sem áður. Nýr þáttur sjálfstæðisbaráttunnar er að hefjast með nýjum verkefnum og nýjum aðferðum. Og ef við ekki sigrum í þeirri baráttu, verður full- veldisyfirlýsing okkar ónýtt papp- írsgagn. Hin nýja sjálfstæðisbar- átta krefst krafta þjóðarinnar ó- skiptra. Þetta hefur íslenzka þjóð- in gert sér Ijóst, og þessvegna var fögnuður hennar á fullveldishátíð- inni blandinn nokkrum ugg og kvíða vegna hinnar pólitísku sundr ungar. Hin nýja ríkisstjórn hefur sett sér það mark að sameina íslenzku þjóðina alla, — verkamenn, bænd- ur, fiskimenn, menntamenn og at- vinnurekendur, til samstilltra á- taka í hinni nýju sjálfstæðisbar- áttu. Megin verkefnin cra þessi: Að tryggja sjálfstæði og öryggi íslands með alþjóðlegum samning- um og með þátttöku íslands sem fullvaldá aðila í samstarfi hinna sameinuðu þjóða. Að tryggja íslandi þann sess, sem því ber, í viðskiptakerfi þjóð- anna eftir stríðið, og að fram- kvæma stórairki í atvinnumál- um landsins með því að breyta }>ví úr hálfgildings hráefnanýlendu eins og það er nú, í iðnaðarland með nýtízku tækni, fyrst og fremst á sviði fiskveiða og fiskiðnaðar. Það er áformað að verja a. m. k. 300 milljónum króna af innstæð- um landsmanna erlendis til þess að koma upp skipum og vélum til allskonar verksmiðjureksturs, til vinnzlu sjávarafurða, í áburðar- verksmiðju, til vinnslu og hagnýt- ingar á landbúnaðarafurðum, til kaupa á jarðyrkjuvélum, efni til rafvirkjana o. s. frv. — Til viðbót- ar við þetta kemur svo sá erlendi gjaldeyrir sem notaður verður til bygginga. Framkvæmdir þessar skulu gerðar samkvæmt áætlun og hraðað svo sem unnt er. Takist þetta getum við meir en tvöfaldað framleiðslutæki okkar á tiltölulega skömmum tíma og jafn- vel margfaldað afköst þeirra. Ilvað er nauðsynlegt til þess að við getum framkvæmt þetta? Eg mun hér aðeins nefna tvö megin- atriði: í fyrsta lagi þurfum við að fá efni og vélar frá útlöndum, og í öðru lagi þurfum við á kunnáttu- mönnum og vísindamönnum að halda. sem hafa fullkomnustu tækni nútímans á valdi sínu, sem eru færir um að rannsaka nátt- úru landsins og kunna skil á að hagnýta sér auðlindir þess. Það gagnar ekki að „ætla sér að eignast skip, ef enginn kann að sigla“. Af öllum verðmætum jarð- arinnar er ínaðurinn sjáljur, með allri þeirri kunnáttu, sem hann hef- ur aílað sér um þúsundir ára, verð- mætastur. Þegar við hættum að berjast innbyrðis, þótt ekki sé nema um stund, þá getum við ein- beitt orku okkar að því, sem er takmark mannlegs lífs, að ná valdi yfir náttúrunni. Þessvegna hafið þið, ungu háskólastúdentar, sem hafið helgað ykkur þennan dag, veglegu hlutverki að gegna. Þakkið hamingjunni fyrir að vera að Ieggja út í lífið á þessum tím- um, tímum stórhugs og dirfsku, tímum mikilla möguleika og fyrir- heita. En það leggur ykkur líka mikla skyldu á herðar. „í þúsund ár höfum við setið við sögur og ljóð“. Og án þessara sagna og þessara ljóða værum við fáir og smáir, — ekki sérstök þjóð, sem á sér menningararf, sem hefur gildi fyrir allt mannkynið. Þessar sögur og þessi ljóð veita okkur tilverurétt sem sjálfstæðri þjóð. En það þarf meira til að varðveita hið pólitíska sjálfstæði og sækja fram til efnahagslegs sjálf stæðis, en að þylja sögurnar og Ijóðin. Menningarlegu sjálfstæðá okkar er hætt, ef við glötum hinu efnahagslega. Islandssagan sannar þetta, — Það er ekki svo ýkja- langt síðan „hnípin þjóð í vanda“ tók hinn aumasta leirburð fram yfir Njálu og ljóð Jónasar Hall- grímssonar. Það var ekki fvrr en við tókum að rétta okkur efna- hagslega úr kútnum, að við lærð- um að meta hið ágætasta i menn- ingu okkar. Til þess að valda þeim verkefn- um, sem við höfum tekið okkur fyrir hendur. verðurn við að læra margt, og við verðurn umfrarn allt að gera okkur ljóst, á hvað vi$ þurfum að leggja mesta áherzlu. í íslenzkum fræðum eigum við hina ágætustu vísindamenn, og ég er viss um, að þeir munu eignazt marga ekki síður ágæta lærisveina. Næstu kynslóðir munu njóta starfs þeirra og áreiðanlega fullkomna verk þeirra, ef við veitum þeim hin efnahagslegu skilyrði til þess. Við köilum pkkur söguþjóð og við eigum okkur merkilega sögu. En einmitt í rannsókn íslandssög- unnar er mikið vísindastarf óunn- ið, og þar þarf að koma til sú skyggni sem hið bezta í sagnfræði- vísindum 19. og 20. aldarinnar getur veitt. Við myndum áreiðan- lega skilja nútímann betur, ef saga okkar væri rýnd í smásjá hinna marxistisku söguvísinda. í læknisfræði eigum við marga ágæta menn, og ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn á framtíð íslenzkra læknavísinda, ef þeim eru veitt skilyrði til að njóta sín. Við höfum líka þegar eignazt nokkra lærða og mikilhæfa nátt- Brynjólfur Bjamason úrufræðinga og allmarga tækni- menntaða menn. En einmitt á þessu sviði eru verkefnin svo stór- kostleg, að að þessum þætti sér- menntunarinnar verðum við að einbeita andlegri orku þjóðarinn- ar eins og sakir standa. Við lærum ekki að stýra ilug- vél })ótt við biðjum „grágæsamóð- urina að ljá okkur vængi“, og þótt við getum skrifað blaðsíðu eftir blaðsíðu án þess að skeiki að komman sé á réttum staði, þá erum við jafn fákunnandi um meðferð véla fyrir því. „Bókadraumnum. böguglaumnum breyt í vöku og starf“. Þessi orð Einars Benediktssonár eiga ekki síður erindi til þeirrar kynslóðar, sem nú er að vaxa úr grasi en til þeirrar, sem þau voru mælt til á sínum tíma. Okkur vantar fjölda verkfræð- inga í öllum greinum, t. d. vantar um 20 nýja byggingarverkfræðj- inga næstu tvö árin til þess að bæta úr brýnustu þörfum, — og raunar vantar miklu- fleiri, ef sá hraði á að verða á framkvæmd- um, sem til er ætlazt með málofna- samningi stjórnarflokkanna. Við þurfum náttúrufræðinga til þess að rannsaka auðlindir vorar á landi og í sjó, sem hafa ver- ið hagnýttar aðeins að litlu leyti enn sem komið er. Okkur vantar fiskifræðinga, efna fræðinga og menn með sérþekk- inigu á hverskonar iðnaði, til þess að afla okkur þeirrar þekkingar, sem atvinnuvegirnir þurfa á að halda til þcss að nýta alla þá mögu leika, sem landið býr yfir. Okkur vantar flugmenn og sér- menntamálaráðherra. fræðinga um flugmál og flúgvalla- gerð. Við þurfum að eignast fjölda iðnlærðra og sérmenntaðra verka- manna í mörgum greinum og ala upp tækniþjálfaðan mannafla með al verkafólksins. Ef við t. d. bæt- um við okkur 50 nýjum togurum, þurfum við a. m. k. 100 vélstjóra á þá. — Þannig mætti lengi telja. Nú munu menn spyrja: Hvað æt.lar ríkisstjórnin að gera til þess að veita þjóðinni þá menntun, sem hún þarf á að halda til þess að lyfta því taki í atvinnumálun- um, sem henni er ætlað í stefnu- skrá stjórnarinnar? Um þetta stendur ekkert í málefnasamningi stjórnarflokkanna, en megin verk- efni málefnasamningsins verða ekki framkvæmd nema með miklu átaki í menntamálum þjóðarinn- ar. Undirstaðan undir sérmenntun- inni og hinni vísindalegu menntun er hin almenna fræðsla. Það hef- ur verið starfandi milliþinganefnd í fræðslumálum, sem hefur unnið mikið og gott starf, og stjórnin mun væntanlega leggja tillögur hennar mjög bráðlega fyrir þingið. Við höfum oft stært okkur af al- þýðufræðslunni, en sannleikurinn er sá, að í þessum efnum erum við enn á frumbýlingsstigi. Með til- lögum fræðslumálanofndarinnar er gert ráð fyrir gagngerðri breyt- ingu á öllu fræðslukerfinu. Aðal- breytingin er í því fólgin, að allir opinberir skólar eru felldir sam- an í samfellt fræðslukerfi og skóla- skyldualdurinn hækkaður upp í 15 ár. Skólakerfinu er skipt í fjög- ur stig: 1) barnafræðslustig, 2) gagnfræðastig, 3) menntaskóla- og sérskólastig, og 4) háskólastig. Barnaskólarnir skulu vera fyrir börn á aldrinum 7—13 ára. Síðan taka framhaldsskólarnir við; — 15 ára taka menn unglingapróf og er þar með lokið skólaskyldunni. Eft ir þrjú ár frá barnaskólaprófi, skal taka miðskólapróf, sem veitir að- gang að menntaskólum og sérskól- um, svo sem allskonar iðn- og tækniskólum, og eftir 4 ára nám er tekið gagnfræðapróf. Gagnfræða nám er algerlega skilið frá mennta- skólunum, þannig að þeir myndu svara einungis til lærdómsdeild- ar menntaskólanna nú. Unglinga- og gagnfræðaskólar skiptast í bók- námsdeild og verknámsdeild, eftir því, á hvort námið er lögð meiri áherzla. Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp um brevtingu á háskóla- lögunum. sem miðar að eflingu há- skólans. Samkvæmt því framvarpi á að stofna verkfræðideild við há- skólann, sem fyrst um sinn er stakkur skorinn í samræmi við þann vísi að verkfræðinámi, sem nú fer fram í háskólanum. Tilgang- urinn er, að gera háskólanum kleift að búa stúdenta undir fyrri- hlutapróf í verkfræði og að út- skrifa byggingarverkfræðinga. Við deildina skulu vera 3 prófessor- ar fyrst um sinn, en augljóst er, að bráðlega verður að fjölga föstum kennurum til þess að háskólinn geti framvegis gefið mönnum kost á að stunda framhaldsnám í byggr ingarvtírkfræði. — Samkvæmt frumvarpinu á ennfremur að stofna 2 dósentsembætti í bók- menntum og sögu við heimspeki- deildina. Til þess að hin nýju fræðslu- lög verði annað og meira en papp- írsgagn er tvennt nauðsynlegt: Það þarf að byggja mjög mikið af skólahúsum og það þarf að koma upp liðsafla af vel menntuð- um kennurum, mönnum, sem eru færir um að blása lífi í hið nýja fræðslukerfi og verða aflgjafar í þróun þess. Ástandið í húsnæðismálum skól- ainna er nú hið versta. í Reykja- vík hefur enginn almennur fram- haldsskóli verið byggður i 98 ár, — eða síðan menntaskólinn var byggður. í sveitum verða menn víða að bjargast við algerlega ó- fullnægjandi farkennslu vegna þess að engin barnaskólahús eru til. Engin skólahús eru til fyrir hið fyrirhugaða skylduframhaldsnám unglinga á aldrinum 13—15 ára, nema héraðsskólarnir, sem á að fella inn í hið nýja skólakerfi. Og það þarf að byggja nýtt hús fyrir menntaskólann í Reykjavík. Við verðum að bæta fyrir synd- ir liðinna ára með miklu átaki á skömmum tíma. ‘Eg tel, að við þurfum að verja a. m. k. 15—20 milljónum króna í einu lagi til skólabýgginga til þess að full- nægja brýnustu þörfum. Þessum kostnaði mætti svo dreifa á all- mörg ár. Nú er verið að Ijúka við að byggja gagnfræðaskóla á Akureyri og á næsta ári verða byggðir gagnfræðaskólar á Siglu- firði og í Reykjavík, og mun verða IÞegatr hersve.lisr Hltlers hverfa úr Danmörku Jólagjafirnar og neyð Norðmanna Fram,hald af 2. síðu. ungurinn kallað til sín formenn flokkanna til viðræðna um mynd- un nýs ráðuneytis. Það er vissulega heldur ekkert leyndarmál, að þeg- ar hefur náðst samkomulag um að rnæla með því við konunginn, að fyrrverandi forsætisráðherra, Vil- helin Buhl, verði falið að mynda stjórn. Það hafa einnig farið fram viðræður milli flokkanna (reyndar fyrir meira en ári síðan)' urn til- nefningu manna í hin ýmsu ráð- herraembætti, en um það skulum við ekki ræða í þessari grein. En það álítum við mikils urn vert, að menn með flekkað mannorð eins og Scavenius, forsætis- og utanríkis- ráðherra, G. Larsen, samgöngu- málaráðherra, Laur. Hansen, fé- lagsmálaráðherra og Ahing Ander sen fjármálaráðherra (og fyrrum landvarnamálaráðherra) munu verða dauðir menn í danskri póli- tík í framtíðinni. Því má einnig bæta .við, að menn eins og Kjœr- böll og Thune Jacobsen hafa misst svo alla tiltrú almennings, að þeir verða að skoðast sem horfnir fyr- ir fullt og allt af pólitíska svið- inu. KOMMÚNISTAR OG DANSK SAMLING í RÍKISSTJÓRN Það verður að álítast sem sjálf- sagt mál, að Kommúnistaflokkur Danmerkur eigi fulltrúa í hinni nýju ríkisstjórn. Það er ekki held- ur óhugsandi, að Dansk Samling fái fulltrúa í þessari millibilsstjórn. Að lokum skulum við benda á að í sæti utanríkismálaráðherra þessarar fyrstu frjálsu stjórnar eft ir hernámið mun að sjálfsögðu verða settur einhver fulltrúi veitt fé til þessara skóla sam- kvæmt tillögum stjómarinnar. Til bændaskóla og héraðsskóla mun verða veitt allmikið fé, vænt- anlega allt að helmingi meira en í núgildandi fjárlögum. Og enn- fremur mun væntanlega verða veitt fé til að byggja á næsta ári tilraunaskóla, sem jafnframt. veit- ir kennaraskólanemenduni hag- nýta menntun. En þet’ta er aðeins byrjunin. A næsta ári er nauðsynlegt að haf- izt verði handa um skólabygging- ar í miklu stærri stíl, samtímis því sem sett verður ný fræðslu- löggjöf. Góðir Islendingar! Styrjaldar- þjóðirnar hafa þá reynslu, að til þess að vinna stríðið sé eitt enn mikilvægara en framleiðsla her- gagna, og það er að ala upp þjálf- aða flugmenn og sérfræðinga. Til þess að sigra í hinni nýju sjálfstæðisbaráttu, til þess að vinna friðinn og farsældina fyrir þjóð vora, er ekki síður mikilvægt fyrir okkur íslendinga að koma okkur upp mannvali vísinda- manna og sérmenntaðra manna, kunnáttumanna í ýmsum grein- um. Við eigum mikið verk fyrir hönd unl, sem öll þjóðin verður að taka þátt í. Það er gott að minnast þess j dag, á fæðingardegi Eggerts Ólafs- sonar, að við þurfum nú á mörg- um einmitt slíkum mönnum að halda. frjálsra Dana ei'lendis. Meðal þeirra, sem nefndir hafa verið, eru fyrst og fremst sendiherrar Dan- merkur í Englandi, Reventlow greifi, sendiherrann í Bandaríkjun- um, Henrik Kauffmann og Christ- mas Móller, fyrrverandi verzlunar- málaráðherra. i Vissir hópar rnanna hér heima óttast að kommúnistar hafi fyrir- ætlanir um vopnaða uppreisn strax eftir að Þjóðverjar era á burt, til að hrifsa til sín völdin. Við erunr þó alveg sannfærðir um, að slíkur ótti er fullkomlega ástæðulaus. Kommúnistaflokkur Danmerkur, sem á fulltrúa í Frelsisráðinu, starf ar að öllu leyti í anda þeirrar stefnuyfirlýsingar, sem Frelsisráð Danmerkur hefur gefið út undir nafninu: Þegar Danmörk er aftur frjáls. Þar er svo kveðið á, að Danmörk skuli verða eftir stríðið að nýju frjálst og lýðræðislegt kon ungsríki. Kvikmyndirnar og æskan Framhald af 3. síðu. una í landinu. Og ég þykist viss um, að ekki muni líða á löngu, unz komið verði betra skipu- lagi á kvikmyndirnar, einkum þær sem ætlaðar eru únga fólk inu. En um möguleika fyrir starf hins nýstofnaða kvik- myndafélags okkar og nýungar þær, sem það ætti að geta rutt til níms, varðandi notkun kvik- mynda til fræðslu, — um þá hluti ætla ég að eiga mér til góða að skrifa, að svo stöddu- Eg á iiokkuð bágt með að leggja frá mér pennann að þessu sinni, án þess að minnast örfáum orðum á Þjóðleikhúsið. Nú sem stendur er unnið að kappi að því að fullgera þá rnenn- ingarstofnun, sem verið hefur á- gætt dæmi um ómennsku stjórn- arvaldanna undanfarinn áratug. Gert er ráð fyrir því, að þarna verði hafðar kvikmyndasýningar auk leiksýninganna. Þetta virðist liggja í augum uppi sem ágæt úr- bót á brýnni þörf fyrir nýju, stóru kvikmyndahúsi, — og jafnvel fleiri en einu. Komið hefur auk þess til mála að notast við kvikmynda- hús setuliðsmann’a til þess að bæta úr þörfinni að einhverju leyti, og er ekkert nema gobt eitt um það að segja. En það var þetta viðvíkjandi Þjóðleikhúsinu, som mig langaði til að minnast á. — Úblit er fyrir það, að ekki líði á löngu unz húsið verður fullgert og íslenzk leiklist fær viðunandi þak yfir höfuðið í fyrsta skipti. Sú stund, þegar tjaldinu verður í fyrsta skipti svipt frá leiksviði Þjóðlei'khússins, ætti að verða há- tíðarstund allrar þjóðarinnar. Þá er nýjum straumi menningar veitt i æðar þjóðlífsins, gamall draum- ur rætist. Þá verður vonandi hætt að eyðileggja og sóa verðmætum leikaraefnum og jafnvel snillingum í ekki neitt með því að láta þá slíta sér út við tómstundaþræl- Ógnarfréttir styrjaldarinnar, sem berast oss til éyrna oft á dag, rnunu sannarlega orka mjög á hugs animar. Þó munu fréttirnar fná Norður-Noregi nú síðustu vik- urnar hafa vakið meiri viðbjóð og dýpri harm í brjóstum allra hugs- andi manna en nokkrar aðrar kríðsfregnir, síðan þessi liryllilega styrjöld hófst. Mun þar nokkru valda, að oss rennur blóðið til skyldunnar, enda aðfarir allar, þeirra er sökum ráða, heimsmet i mannvonsku, grimmd og fyrir- litningu á mannslífum og menning arverðmætum. Eg verð að játa það hreinskiln- ingslega, að þegar ég las ógnar- fréttirnar af flóttafólkinu í Norð- ur-Noregi, og ekki sízt eftir lestur greina hr. S. A. Friids blaðafull- trúa, sem birtust í Morgunblað- inu 28. og 29. þ. m.. fylltist hugur minn ósegjanlegu þakklæti fyrir það ómetanlega öryggi, sem þjóð vor á við að búa, þrátt fyrir allt. Vér megum sannarlega vera þess minnug, er vér göngum til hvílu að kvöldi dags, hvílíkur ógnar- munur er á lífi voru og líðan, og Norðmanna nú fyrir jólin. Vér ís- lendingar getum nú flestir veitt oss sjálfum og ástvinum vorum öll nauðsynleg þægindi, og vel það. Frá Norður-Noregi fréttum vér um brennandi bæi og þorp, flýj- andi konur og menn, með börn sín í heljargreipum sultar, kulda og sjúkdóma, — örvasa gamalmenni rifin út á klakann, og jólin fara í hönd. — En getum vér ekki á einhvern hát't orðið þessu saklausa, ógæfusama fólki að liði, enda þótt sú hjálp kæmi ekki að beinum notum á þessurn jólum? Við nánari athugun er ljóst, að málið er hvergi nærri auðvelt. Áll- inn, sem skilur, er bæði breiður og djúpur, og margt til hindrana, þó að viljinn sé góður. Það er t. d. ókleift að korna hingað flótta- börnum, sem full vissa væri þó fyrir, að eiga mundu hér góða aðkomu. En fjárhæðum, föturn og matvörum er hinsvegar talið vera kléift að koma til hlutaðeigandi aðila, að v'ísu með all-löngum fyrir- vara. dóm þar sem lágt er til lofts og lít- ið svið til athafna. Sj’álfsagt er gert ráð fyrir því að húsið verði vígt með sýningu á íslenzku leikriti. Að minnsta kosti finnst mér það alveg sjálf- sagður hlutur. Aftur á inóti vil ég vekja athygli á því, að skemmti legast væri, og að mínum dómi einna bezt viðeigandi, að til með- feröar væri tekið nýtt leikrit eftir núlifandi íslenzkan höfund, sem samið væri sem verðlaunaleikrit fyrir þessa hátíðarsýningu. Ekkert er eðlilegra en að starfsferill Þjóð- leikhússins hefjrst með þvi. að við getum sýnt það, að við eigum leik- ritaskáld á meðal okkar, enda- þótt leikritagerð liggi nú að miklu leyti á hillunni. En ef slíkt væri tekið til athug- irnar, þyrftu viðkomandi forráða- menn að hefjast handa um uudir- búning })essa sem fyrst. Því fyr, — því batra. Hveragerði 22. nóv. 1944. Elías Mar. Eg er þess fullviss, að allur þorri landsmanna mun hafa orðið var svipaðra tilfinninga og lýst var 'hér að framan, í sambandi við eyðingu Norður-Noregs og hörm- ungarnar þar. Og því ætla ég að hætta á að lýsa hér með nokkr- um orðum eftirfarandi hugmynd: Jólin eru senn komin. Kaup á jólagjöfum verða gerð næstu dag- ana fram að jólum. Margir hafa nú meira úr að spila en nokkru sinni áður. Fjármagn, sem varið verður til jólagjafa, mun því, að líkindum, verða með mesta móti. Það er tillaga mín, að menn, í þetta sinn, verji allríflegum hluta af fé því. sem þeir annars ætla til jólagjafa, til styrktar nauðstödd- um Norðmönnum. Hugsa mætti sér, að hjón kæmu sér saman um að gefa hvort öðru ekki jólagjöf, að þessu sinni, en gæfu í þess stað samsvarandi upp- hæð í væntanlegan sjóð. Og athugandi væri fyrir foreldra, hvort eigi væri skynsamlegt að draga ögn úr gjafaflóðinu til barna sinna, sem vissulega gengur of víða út í öfgar. Börnunum má, eigi síð- ur en fullorðning, vera það Ijóst, að vellíðan vor nú mun vera ein- stæð í veröldinni. Og þess væri óskandi, að þau börn væru mörg, sem heldur vildu gleðja bágstatt barn en búast við — eða jafnvel gera kröfu til mikilla gjafa. En almennt mætti t. d. hugsa sér þötta framkvæmt þannig: Sérstök jólakort verði gefin út. A kortunum væru jóla- og nýárs- óskir til viðtakanda, en jafnframt yfirlýsing urn það, að sendandi hefði, í tilefni af komu jólanna, gefið á nafn viðtakanda tilgreinda upphæð til nauðstaddra Norð- manna. Ilugsanlegt væri, að fá mætti bókaverzlanir, póstafgreiðsl- ur og afgreiðslur blaða til að ann- ast sölu á koi'tum þessum. — Innkomið fé rynni til nauðstaddra roanna í Nörður-Noregi. Eg veit, að máli þessu mun verða vel tokið. Eg þykist þess fullviss. að slík gjafakort sem þessi, mundu eins og nú stendur á, vekja sannari. jólagleði en dýr, persónuleg gjöf. All’t er undir því komið, að nú sé brugðið skjótt við, hafist handa, og málið tekið föstum og drengi- legum tökum. 1. deserober 1944. ísak Jónsson. „Öll sfjórn er í tiðnd- um Norðmsnna" „Norsk Tidend“ liefur haft tal af dr. Karl Evang, heilbrigðjis- málastjóra norsku stjórnarinnar, er hann kom aftur til London frá Moskvu. Hann sagði m. a.: ,.í hinum frels aða hluta Noregs er allt gert til að útvega nauðsynjar, einnig lyf og hjúkrunargögh, og enn fremur er íbúunum útveguð matvæli. Við þetla starf höfum við notið hins mesta skilnings af hálfu Rússa. — Þeir hafa gert allt, sem þeir hafa getað, til að flýta fvrir birgðaflutningum til almennings, en öll stjórn er í höndum Norð- manna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.