Þjóðviljinn - 02.12.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.12.1944, Blaðsíða 8
foopgínnl «a< Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanura, sími 5030. Næturakstur: Hreyfill, sími 1633. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Ljósatími ökutækja er frá kl. 3.20 til kl. 9.10 f. h. Hallgrímssókn. Kl. 11 f. h. barna- guðsþjónustan í Austurbæjarbarna- skóla (sr. Jakob Jónsson). — Kl. 2 e. h. messa á sama stað (sr. Sig- urjón Þ. Árnason frá Vestmanna- eyjum). Leiðrétting. í greininni um Sjó- mannafélag Hafnarfjarðar í Þjóð- viljanum í gær varð sú prentvilla að Þórarinn Guðmundsson hefði síðast verið formaður félagsins 1942, hann var einnig formaður þess 1943, og leiðréttist það hérmeð. Dðnsk kveðja til Norðmanna NÁNARI TENGSL EN NOKK- TJRN TÍMA ÁÐIJR Formaður danska ráðsins, J. Ghristmas Möller, sendi Johan Ny gaardsvold forsætisráðherra eft- irfarandi bréf: „Við frjálsir Danir komum sam- an í gær á aukafund. — Fund- armenn fólu mér að færa yðar há- göfgi hjartanlegar kveðjur með beztu hamingjuóskum okkar í til- efni af því, að frelsun Noregs er byrjuð. Þér vitið, lierra forsætisráðherra að hin þrautseiga barátta norsku þjóðarinar hefur uppörfað dönsku þjóðina, og að okkur Dönum finnst við vera nánar' t.engdir norsku þjóðinni en nokkru sinni fyrr. Hinar hlýjustu og beztu óskir okkar fylgja yður og stjórn yðar í baráttunni fyrir hinu mikla iriark miði yðar“. Eftirfarandi skeyti barst frá J. Nygaardsvold forsætisráðherra: „t fjarveru herra Tryggve Lies leyfi ég mér að færa yður einlægar þaklcir stjórnar minnar fyrir skeyti yðar í tilefni af frelsun fyrsta hlut- ans af jörð Noregs. Eg hlakka til þeirar tíma, þegar þjóðir okkar, sem sameiginleg bar- átta og þjáningar liafa tengt enn- þá fastar saman, njóta þess frels- is, sem þær hafa barizt svo hraust- lega fyrir“. Kolanámur teknar eignanámi í Frakk- landi Franska stjórnin hefur ákveðið að talca í sínar hendur rekstur kola námanna í héruðunum Nord og Pas de Calais. Tilgangurinn er að auka framleiðsluna og láta verkamenn- ina fá þátt í stjórn námanna. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 Óiafur krönprins fyrirskipar Norðmönnum að verjast brottfíutningum Yfirmaður norska hersins‘ Ólafur krónprins, talaði í fyrradag bg gœr í úívarp frá London til norska heimahersins. . Ilann sagði m. Vér gefum eftirfarandi fyrirskipun öllum vopn- fœrum möhnum, í samrœmi við fyrirskipun stjórnar norska heiina- liersins: 1. Hlýðið ekki brottflutnings- skipun óvinanna, feliz't þegar brott flutningur er fyrir dyrum, safnizt saman á öruggum stöðum, kjósið foringja og búið ykkur undir að gera allt sem þið getið til að bjarga heimilum ykkar. 2. Ráðizt á flokka óvinanna sem verða eftir til að eyðileggja, áður en þeir liafa fulkomnað níðings- verk sitt. 3. Gerið allt til að slökkva þar Þing Sósíalista- flokksins... mundsson (Siglufirði), Geir Ás- mundsson. Bjöm Kristjánsson (Húsavík). Varamenn: Sigursveinn Krist- insson (Ólafsfirði), Ásgrímur Albertsson (Siglufirði), Pétur Laxdal (Sauðárkróki). FLOKKSSTJÓRNARMENN Á AUSTURLANDI Lúðvík Jósepsson, Bjarni Þórðarson (Neskaupstað), Eirík ur Helgason (Nesjahr. A.-Sk.) Ásmundur Sigurðsson (Lóni A.- Sk.), Þórður Þórðarsön (Gauks- stöðum, Jöþuldal). Varamenn: Vilhjálmur Sveins son (Seyðisfirði), Alfons Sig- urðsson (Eskifirði), Gunnar Ól- afsson (Fáskrúðsfirði). Þegar þingstörfum var lokið flutti formaður flokksins Einar Olgeirsson, ræðu, þakkaði þing- fulltrúum ágæta samvinnu, og ráðherrunum, Áka Jakobssyni og Brynjólfi Bjarnasyni, í nafni flokksins fyrir það mikilvæga starf er þeir hefðu tekið að sér fyrir flokksins hönd, er þeir urðu fyrstu sósíalistisku ráð- herrarnir á Islandi. Hyllti þing- heimur ráðherrana með fer- földu húrrahrópi. Áki Jakobs- son svaraði með snjallri ræðu, lagði áherzlu á nauðsyn þess að alþýðan sjálf tæki beinan þátt í stjórn landsins með ráðherr- um sínum, og hefði stöðugt ná- ið samband við þá. Að lokinni ræðu Áka sungu þingfulltrúar Alþjóðasönginn og forsetinn, Gunnar Jóhanns- son, sagði þinginu slitið. Þingstörfum varð að hraða vegna þess að þingfulltrúamir utan af landi þurftu að fara að halda heimleiðis, höfðu margir setið á Alþýðusambandsþingi. Af þeim ástæðum varð ekki við komið að halda fulltrúunum kveðjusamsæti, svo sem venja . er. sem óvinirnir hafa kveikt í liús- um. 4. Séu engin lögleg yfirvöld nær- stödd, haldið þið sjálfir uppi reglu og lijálpið þeim, sem mest em hjálparþuríi, og verið lilýðnir lög- legum yfirvöldum þar sem þau eru Krónprinsinn lagði áherzlu á að tíminn væri ekki kominn fyrir al- menna uppreisn, en úrslitastundin væri ekki fjarri. Siglingar stöðvast við Noregsstrendur Frá Bergen fréttist að siglinga- bann Bandamanna verði æ öfl- ugra. — Á síðast liðnum fjórum vikum liefur ekkert liraðferðaskip farið norður, og elílcert liraðferða- skip hefur lieldur komið til Berg- ens. Skip þau, sem gufuskipafélög- uíium á staðnum liafði verið boð- ið að láta af liendi til flutninga við Norður-Noreg, liggja enn í liöfn í Bergen. Þegar Eisenliower tilkynnti auk- ið siglingabann við Noregsstrend- ur, neituðu samstundis allir hafn- sögumenn og sjómenn að stíga ,á skipsfjöL. Gestapo tók 60 þeirra til yfir- heyrslu og hótaði þeim dauðarefs- ingu, ef þeir neituðu að sigla. — Þeir létu ekki undan, og eftu- því sem menn vita réttast hefur ekkert verið gert á lilut þeirra enn þá. Því er bætt við fréttina að íbú- ar Bergens finni lítt til þess, að sjómennirnir geti ekki róið, af því að þeir hafa hvort sem er aldrei fengið neitt af þeim fiski, sem veiðzt' hefur, — Þjóðverjar liafa alltaf hirt hann allan. (Frá norska blaðafulltrúanum). Fjölbreytt bðtfðahðld stúdenta Stúdentar héldu 1. desember há- tíðlegan að vanda með fjölbreytt- um hátíðahöldum. Laust eftir hádegi söfnuðust stú- dentar saman við Háskólann og gengu fylktu liði til Austurvallar, og hlýddu á ræðu dr. Einars Ól. Sveinssonar háskólabókavarðar, er talaði af svölum Alþingishússins, og hafði allmargt manna safnazt þar saman, en margfalt fleiri munu þó hala kosið, vegna kuldans, að sitja heima við útvarpið sitt, og hlýða þannig á það sem fmm fór. Síðdegis voru samkomur í há- tíðasal Iláskólans og Tjamarbíó, og voru þar fluttar ræður og tóu- list. Er ræða Brynjólfs Bjarna- sonar, er hann flutti í hátíðaeal NÝJA BÍG Kafbátnr í hernaði | („Crash Dive“) IStórmynd í eðlilegum litum. fAðalhlutverk: TYRONE POVER, ANNE BAXTER, DANA ANDREWS- Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. I Þa@ oerðlsf á morpun (It Happened Tomorrow). Einkennileg og skemmtileg gamanmynd- DICK POWELL. LINDA DARNELL. JACK OAKIE. Sýning kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11. B$! KAUPIÐ ÞJÖÐVILJANN FJALAKÖTTURINN sýnir revýuna ^Allt í lagi, lagsi“ á morgun, sunnudag, kl. 2. e. h. jj Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 2 í Iðnó. ;■ Fertugasta sýning. I; 'ÁwV.ff^V^WV^V^^^^WWWWWWWWWWWWW'l^WWS^WWW^^e' Rðgnar Ólafsson Hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi Vonarstræti 12, sími 5999. Skrifstofutími 9—12 og 1—5. Enskt ullartau Drengjafataefni ERLA Laugaveg 12. tt HANN" eftir Alfred Savoir Sýning annað kvöld kl. 8 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Venjulegt leikhúsverð. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim mörgu, nær og fjær, seni sýnt hafa samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför ÓLAFS BRIEM. Anna Briem, börn og tengdasynir. 50 pús. kr. (jöf (il bsrnahælis Tilkynning frá borgarstjóranum í Reykjavík, 1. desember 1944. í morgun afhenti frú Sigríður Einarsdóttir, Ásvallagötu 1, borgarstjóra að gjöf kr- 50.000.00 til minningar um látinn mann hennar, Magnús sáL Benjamíns son úrsmíðameistara.. og skal verja þessari rausnarlegu fjár- hæð til byggingu bamahælL Háskólans, birt á 4.—6. síðu blaðs- ins. í gærkvöld héldu stúdentar hóf að Hótel Borg. „Sjá sðklaus er ég“ segir Sæmundur Af ótta við reiði sjómanna vill Sæmundur Ólafsson nú afturkallft hrakyrði þau sem hann mælti í þeirra garð, og neitar því í Alþýðu- blaðinu í gær að hann hafi sagt þau. Ummæli Sæmundar Ólafs- sonar um sjómennina voru sögð í áheyrn yfir 200 fulltrúa verkalýðs- ins á Alþýðusambandsþinginu og verða því ekki aftur tekin með auvirðilegum Pílatusarþvotti í AJþýðublaðinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.