Þjóðviljinn - 22.09.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.09.1955, Blaðsíða 1
Inni í blaðinu: íaho Paasikivi — íhaldsmaður og sovéivinur Sjá 6. síðu. Finuntudagur 22. september 1955 — 20. árgangur — 214. tölublað Yerkfallsmenn í Nantes í Frakklandi Hundruð þusu u Grotewo Mikil gleði í Austnr-Þvzkalándi yíir að iandið he£ur nú fengið fullveldi Mörg hundruö þúsund Austur-Þjóöverja fögnuðu Grotewohl forsætisráöherra og öðrum austurþýzkum ráð- herrum þegar þeir komu til Berlínar í gær frá viðræöum sínum viö sovétstjórmna. Þeir ráðherrarnir Grotewohl, Ulbricht, Nuschke og Rau og aðstoðarmenn þsirra komu með flugvél frá Moskva. Frá flug- vellinum óku þeip tii. bústaðar Piecks forseta og fögnuðu hundruð þúsunda þeim á leið- inni þangað. Hádegisverðarhlé i verksmiðjum og á skrifstofum hafði verið lengt um eina klst. VerMöU hafa verið tíð í Frakklandi að undanförnu og standa enn. Mesta athygli hafa verkföll skipasmiða I Nantes vakið, enda hefur hvað eftir annað komið til blóðugra átaka milli verk- faUsmanna og Iögreglu, og hefur a.m.k. einn verkfallsmaður Iátið lífið í þeim átökum, en margir særzt. Vinnuveitendur höfðu upphaflega samið við verkamenn, en gengu á bak orða. sinna og lýstu yfir verkbanni. Verkfallsmenn tóku þá skipasmíðastöðvarnar með valdi og sýnir myndin þá í einni þurrkvinni. Uppreisnarmenn hafa tekið öll völd í Argentínu "’r '& '4! ' *•* t'y ' ’-S- ' • , • ' :,j ’• , LeiStogi uppreisnarmanna, Leonardi hershöfSingi, hefur myndaS sfjórn ■ Uppreisninni í Argentínu er lokið. Uppreisnarmenn hafa náð öllum völdum í landinu og leiðtogar þeirra, sem mynduðu stjórn í gær, munu sverja embættiseiða sína í höfuðborginni Buenos Aires x dag. Herforingjaklíka sú sem tók við af stjórn Perons, þegar hann sagði af sér, raeddi við fulltrúa Uppreisnarmanna á herskipi á La Plata-fljóti í gærmorgun. Gengu herforingjamir þá að öllum skilyrðum uppreisnar- manna nema einu, því að þeir skyldu framselja Peron. Síð- ar hermdu fréttir þó að þeir hefðu einnig gengið að þessu skilyrði. Hershöfðingi myndar stjórn Skömmu síðar tilkynnti út- varpsstöð uppreisnarmanna i Puerto Belgrano, að leiðtogar þeirra hefðu myndað bráða- birgðastjórn í Cordoba, þar sem uppreisnín hófst. Voru allir landsmenn hvattir til að hlýða fyrirmælum hennar og skorað á erlend ríki að viðurkenna hana sem lögmæta stjórn Arg- entínu. Forseti stjómarinnar er hers- höfðingi á sextugsaldri, Edu- ardo Leonardi, sem hætti her- mennsku fvrir fjórum árum vegna andstöðu yið Peron. Leonardi er sagður hafa verið höfuðleiðtogi uppreisnarinnar og hafi byrjað undirbúning hennar þegar eftir hina mis- heppnuðu uppreisnartilraun í júní í sumar. Hafði hann lagt áherzlu á nauðsyn þess að uppreisnin væri hafin inni í landi, en ekki í höf- uðborginni, þar sem Peron hef- ur ævinlega haft mest fylgi. Póiitiskir fangar látn- ir lausir í útvarpi hinnar nýju stjórn- ar var þess krafizt að leiðtog- um uppreisnarmanna í sumar og þá fyrst og fremst Olivieri flota- foringi, sem setið hefur í fang- elsi slðan hún var bæld nið- ur, skyldi. sleppt úr haldi. í gærkvöld var tilkynnt í Buenos Aires, að öllum pólitískum föng- um hefði verið gefið frelsi. Þá tilkynnti stjórn Leonardis að friður væri nú kmninn á í öilu landinu og að fyigismenn Perons hefðu hvarvetna verið I gersigraðir. Skoraði hún á alla landsmenn að taka nú aftur ' upp fyrri störf. Hin nýja stjóm er væntan- leg til Buenos Aires í dag frá Cordoba og mun þá sverja embættiseiða sína. Örlög Perons enn óráðin Ýmsar sögur hafa gengið um hvar Peron væri niður kominn, en samkvæmt fréttum frá Buen- os Aires í gærkvöld má telja víst að hann sé í fallbyssu- báti frá Paraguay sem er í höfninni þar. Sendiherra Par- aguay í Buenos Airies skýrði fréttamanni frá því, að hann hefði fylgt. Peron um borð í skipið eftir að hann hafði beð- Framhald á 5. síðu svo að starfsfólkinu gæfist tækifæri að láta í ljós fögnuö sinn með hinn mikla árangur sem ráðherrarnir náðu í samn- ingunum við sovétstjómina. Nú stendur á Vestur- ÞýzkálandÍ Grotewohl sagði við heim- komuna, að sameining Þýzka- lands væri mál sem ekki yrði leyst nema fyrir samvinnu rík- isstjórna beggja landshluta. Það stæði ekki á austurþýzku stjórninni og hann kvaðst vona að vesturþýzka stjórnin breytti þeirri stefnu sinni að neita öll- um samningum við Austur- Loksins fundin lausn í Marokkó? Engin hætta á fellibyl hér! I veðurlýsingu útvarpsins i Þýzkaland. gærkvöld var getið um fellibyl- inn sem geisað hefur undanfar- ið við austurströnd Bandaríkj- anna, en hann var þá yfir Ný- fundnalandi og stefndi í norð- austurátt. Af þessum ástæð- um héldu ýmsir í gærkvöld að bylurinn kynni að koma við á j gær iýsti franska stjómin íslandi og væri von mikilla þv; yf}r ; þriðja sinn, að hún stórviðra. En svo er ekki, — hefði komizt að algeru sam- „Fellibylurinn“ heitir ekki leng- komulagi um Marokkómálið. ur því nafni er hann kemur Boyer de la Tour landstjóri svo norðarlega, heldur lægð; kom í gær til Rabat frá París það er þannig djúp lægð á rneð lista yfir menn þá sem hreyfingu norðaustur af Ný- franska stjómin sættir sig við fundnalandi, og sagði veður- a.ð skipi þriðja og umdeilda sæt- fræðingur blaðinu í gærkvöld ið j væntanlegu ríkisráði. Þeg- að háski gæti steðjað að sjó- ar hefur verið skipað í hin tvö mönnum á þessum slóðum. sætin. En það verður sem sé ekki Fréttaritarar fellibylur á Islandi. Norðmenn stærsti kaup* andinn að ísl. þorskalýsi I nýútkomnum Ægi er skýrsla um útfluttar sjávar- afurðir fyrstu 7 mánuði þessa árs. Samkvæmt þessari skýrslu er Noregur stærsti kaup- andi að íslenzku lýsi. Af þorskalýsi keyptu Norðmenn af Islendingum á þessu ári 2138 lestir fyrir 7 millj- ónir 317 þús. krónur. Næststærsti kaupandinn var Hollendingar, keyptu 1916 lestir fyrir 6 millj. 600 þús. kr. Þriðji stærsti kaupandinn var Bandaríkin, keyptu 905 lestir fyrir 3 millj. 901 þús. kr. Af karfalýsi vom Norðmenn annar aðalkaupandinn, keyptu 627 lestir fyrir 2 millj. 33 þús. kr. Danir keyptu aðeins meira eða 639 lestir fyrir 2 millj. 65 þús. kr. Þriðji karfalýsiskaupandinn á þessu ári er Vestur- Þýzkaland er keypti aðeins 12 lestir fyrir 32 þús. kr. Nú vita allir að Norðmeim eru ein mesta fiskveiði- þjóðin og einn helzti keppinautur Islendinga um sölu sjávarafurða. Það kemur mönnum því undarlega fyrir sjónir þegar einmitt þeir eru orðinn einn stærsti kaup- andinn að ákveðnum framleiðsluvörum íslenzka sjávar- útvegsins. í París va ra me.m þó við að halda að end- anleg lausn sé fengin á Mar- okkódeilunni. Ben Arafa hafi enn ekki fengizt til að segja af sér og óvíst sé með öllu að nokkur þeirra manna sem sem franska stjómin sættir sig við að sitji í ríkisráðinil vilji seíjast í það. Öll Norðurlönd með Kína í SÞ Eins og áður hefur verið skýrt frá var tillaga Sövétríkj-- anna á ahsherjarþingi SÞ umt að aiþýðustjórn Kína skyldi taka sæti landsins hjá SÞ vísaði frá með rökstuddri dagskrát með 42 atkvæðum gegn 12. £ útvarpsfréttum í gær var sagt, að öll Norðurlönd sem sæti ei'ra hjá SÞ, þ.e. Island, Dan- möiiv, Noregur og Svíþjóö, hefðu greátt atkvæði gegn frá- vísunartillögunni, auk Sovét- ríkjanna, Hvíta-Rússlands, Úkr- aínu, Póllands, Tékkóslóvakiu, Indiands, Indónesíu og Júgó- slavíu. Skiladagur happdrættisins á morgun - Notið vel daginn í dag!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.