Þjóðviljinn - 22.09.1955, Side 3

Þjóðviljinn - 22.09.1955, Side 3
Fnmntadagnr 32. s?pt«nl»r 1S63 — WÓÐVILJINN <3 Lausn loitlerðadeilunnor er ntpstn verkefnið í —lnettum samgöng- nm" mllll tslands og Skandinaviu Heilsuhœlið í Hveragerði hefur kosfað 1.6 millj. króna - Þing Náttúrulækningaiélagsins krefst aS hælið njéti sama réttar og stnðnings í íyrrakvöld komu hingað til lands fulltrúar Skandi- naviu til þess að vinna ásamt fulltrúum íslands aö bættum samg'öngum milli íslands og annarra Norðurianda. Hefj- ast nefndarstörfin í dag. Eitt aðalverkefni nefndar þessarar hlýtur því að vera að undirbúa lausn loftferðadeilunnar við Svía. Á þriðja þingi Norðurlanda- ráðsins í febrúar s.l. vetur var samþykkt að kjósa milliþinga- nefnd til að vinna að því ,,að samgöngur verði bættar miili Islands og annarra Norður- landa, og bafi þær samvinnu um þetta. í þessu skyni verði auk- in fræðslustarfsemi og bætt hin efnahagslegu skilyrði sam- gangnanna í því skyni að auð- velda ferðalög og auka kynni. Sérstök milliþinganefnd verði skipuð til að ná þessu marki“. Á striðsárunum féllu niður skipsferðir þær sem verið höfðu milli íslands og Noregs og hafa ekki verið teknar upp aft- ur að stríði loknu. Ferðir þess- ar voru mikill þáttur í að halda uppi gagnkvæmum kynnum og ferðalögum milli Skandinaviu og íslands. . Hr þessu samgönguieysi milli Isiands og annarra Norðurlanda en Danmerkur var verulega bætt þegar Loftleiðir, og síðar Flugfélag íslands hófu flug- ferðir með viðkomu í Noregi og Svíþjóð. En svo undarlega hef- ur brugðið við að Svíar hafa sagt upp loftferðasamningnum við Island og verið ófáanlegir til þess að gera nýjan samn- ing. Verður það vart skilið á annan veg en að þeir vilji leggja ferðir þessar niður og skera simdur þenna tengilið gagn- kvæmra kjTina íslendinga og Svía. Hefur þessi afstaða þeirra komið Islendingum mjög á ó- vart og valdið mikilli gremju. Það hlýtur þvj að vera meg- inverkefni þessa fundar nefnd- arinnar sem kosin var til að koma á bættum samgöngum milli Islands og Skandinavíu, að leysa loftferðadeilu Islend- inga og Svía. Munu störf nefnd- arinnar mjög verða metin eftir því hvernig henni tekst i þessu máli. Árangur nefndarstarf- anna leiða einnig í ljós hvort „norræna samvinnu" ber að Samþykktir Austfirðinga Framhald af 12. síöu. tunnum og salti á öllum þeim höfnum, sem síld er söltuð á. Telur þingið að síldarsaltend- um sé gert mjög mishátt undir höfði, þar sem saltendur á Siglufirði og víðar á Norður- landi geta keypt tunnur af birgðum nefndarinnar þegar þéir þurfa á þeim að halda, en saltendur á Austurlandi þurfa að liggja með birgðir af tunn- um og hafa af því óbærilegan vaxta- og geymslukostnað. Þingið skorar því á ríkis- stjómina að láta sem allra fyrst reisa afkastamikla síld- arverksmiðju á Austurlandi eins og mælt er fyrir í lögum. Ennfremur skorar þingið á Síldarútvegsnefnd að hafa jafn- an fyrirliggjandi á öllum sölt- unarstöðvum birgðir af tunn- um og salti. Þingið lýsir óá- nægju yfir því, að ekki skuli greitt jafnhátt verð fyrir síld veidda í Austurdjúpi og greitt er fyrir Faxasíld, sem þó mun ekki talin eins góð vara. Þetta misræmi veldur því, að út- gerðarmenn og sjómenn utan af landi sjá sér hag í því að stunda síldveiðar í Faxaflóa og afleiðingin verður sú, að síld- veiðar í ’Austurdjúpi stöðvast og þorpin fara á mis við þá at- vinnuaukningu, sem þeim veið- um gæti verið samfara. 4. Kaup nýrra fiskibáta. Hrá- efnisskortur stendur frystihús- unum á Austfjörðum mjög fyr- ir þrifum og atvinna við fisk- iðnað er minni en ætla mætti af þeim sökum. Eitt allra brýn- asta hagsmunamál austfirzku sjávarþorpanna er að frysti- húsunum verði tryggt nægilegt hráefni. Að öðrum kosti hljóta þau að verða rekin með halla og tekjur verkafólks af rekstri þeirra óviðunandi lágar, en það skapar aftur hættu á brott- flutningi. Flesta eða alla þessa. staði skortir tilfinnanlega fiskibáta af hentugri stærð. Vill þingið sérstaklega vekja athygli á því, að innan skamms tekur til starfa á Seyðisfirði myndarlegt og afkastamikið fiskiðjuver, sem væntanlega á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir það byggðarlag. En Seyðfirð- inga vantar mjög tilfinnanlega fiskibáta af hentugri stærð og verði ekki úr bætt má ætla að fiskiðjuver þeirra komi ekki að tilætluðum notum. Þingið telur nauðsynlegt að hið opinbera greiði fyrir því, að Austfirðingar eigi þess kost að eignast fiskibáta af hentugri stærð, þ.e.a.s. af þeirri stærð, sem ætla má að fyrst og fremst verði gerðir út frá heimahöfnum og leggi afla sinn þar upp að staðaldri. 5. Togaraútgerð. Hafinn er á vegum Austfirðings hf. und- irbúningur að samtökum um kaup á nýjum togara og er ráðgert að auk þeirra þorpa, er eiga bv. Austfirðing, taki Stöð- firðingar og Djúpavogsmenn þátt í þessum samtökum. Þingið telur mjög þýðingar- mikið ef tekizt gæti að útvega þessum byggðarlögum togara og vænta að ríkisstjórnin greiði fyrir málinu sem með þarf“. Stjórn Fjórðungsþingsins var endurkosin, en hana skipa: Gunnlaugur Jónasson, Seyðis- firði, forseti; Lúðvík Ingvars- son, Eskifirði; Bjarni Þórðar- son, Neskaupstað; Kristján Benediktsson, Einholti; Þor- steinn Sigfússon, Sandbrekku. Mikill samhugur ríkti á fund- inum og voru allar ályktanir samþykktar í einu hljóði. ríkisins og önnnr sjúkrahús Fimmta landsþing Náttúrulækningafélags íslands var sett í Guðspekifélagshúsinu s.l. sunnudag. Um 40 fulltrú- ar sóttu þingiö, stóð þaö í 2 daga og var síðari þingfundur- inn haldinn í hinu nýja heilsuhæli félagsins í Hvera- gerði. skilja sem mjúkar skálræður eða raunhæft samstarf. Islenzku fulltrúamir í nefnd- inni eru alþingismennimir Páll Zophoniasson og Magnús Jóns- son frá Mel og ritari þeirra er Jón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis. Norsku fulltrúamir em Petterson fyrrv. sam- göngumálaráðherra og Arthur Sundt. Ritari þeirra er Odd Gjelsvik skrifstofustj. Dönsku fulltrúarnir em þingmennirair Kaj Bundvad og Ejnar P. Foss, ritari Sven Garde skrifstofu- stjóri. Sænsku fulltrúamir em þingmennimir Birger Anders- son og Valdemar Svenssón. Fundinn sótti um 30 kennar- ar víðsvegar að af landinu. Á fundinum fóru fram venju- leg 'aðalfundarstörf, en óuk þess var rætt um kennsluað- ferðir og fleira viðkomandi kennslustarfinu. Hlýtt var á fyr- irlestra, haldin námskeið. Loks var haldin merkileg sýning kennslutækja og handbóka. Rómuðu fundarkonur það hve fundurinn var ánægjulegur og lærdómsríkur. Léleg launakjör kennara Eitt af aðalumræðuefnum fundarins var launamál hús- mæðraskólakennara. Voru fund- arkonur á einu máli um það, að launakjör þeirra væru orð- in óviðunandi, enda er þeg- ar farið að bera á því, að erfitt er að fá kennara að hús- mæðraskólunum. Sýning kennslutækja og bóka Sýning kennslutækja og bóka þótti takast mjög vel, Félagið hafði sýningardeild á uppeldismálaþinginu á s.l. vori Þessi sýning var með svipuðu móti, en þó aukin og endur- bætt með tilliti til þess, að hún var hér ætluð húsmæðra- kennurum sérstaklega. For- maður félagsins, Halldóra Egg- ertsdóttir, sá um báðar sýn- ingarnar. Fundarkonur voru á einu máli um það, að nauðsyn- legt væri að skólarnir gætu sem fyrst aflað sér fleiri kennslu- tækja og handbóka. Er ætlun- in að vinda bráðan bug að því. Námskeið í sambandi við fundinn var haldið námskeið í ýmsu, er við- kemur viðhaldi heimilisins, svo sem dýnugerð og skermasaum. Einnig í tágavinnu, tauprenti Þingforsetar voru kosnir þeir Klemens Þorleifsson kennari og Kristján Dýrfjörð eftirlitsmað- ur, en ritarar Steinþór Bjöms- son efnisvörður og Njáll Þór- arinsson stórkaupmaður. í skýrslu stjórnarinnar er þess getið að félagatala hafi aukizt um 329 manns á öllu landinu frá því á síðasta lands- þingi og 5 félög bætzt í hóp- og nýrri aðferð við handavinnu og sniðkennslu. Stuttir fyrirlestrar voru haldn- ir um ýmislegt viðvíkjandi kennslunni í húsmæðraskólun- um: Aukna kennslu í vefjar- efnafræði og híbýlafræði, skyld- ur húsmæðraskólanna til þess að bæta smekk nemendanna, ekki aðeins í skreytingu íbúð- anna heldur einnig í skreytingu á mat o.þ.h. Fyrirlestrar Fundarkonur hlýddu á tvo fyrirlestra. Bjarni Rafnar, lækn- ir hélt stórfróðlegt og skemmti- legt erindi um mataræði van- færra kvenna. Jóhann Ingimars- son, forstjóri flutti fyrirlest- ur um gerð og meðferð hús- gagna og hélt smásýnikennslu um viðgerðir. Gott að dvelja að Laugalandi Fundarkonúr skoðuðu verkl- smiðjur Gefjunar og KEA. f fundarlok var farin skemmti- ferð út í Höfðahverfi og í Vagla- skóg. Þegið var kvöldboð hjá prestshjónunum, frú Jónínu Björnsdóttir og sr. Benjamín Kristjánssyni. Dvölin að Lauga- landi var öll hin ánægjulegasta, og færa fundarkonur skóla- stjóranum Lenu Hallgrímsdótt- ur og kennurum skólans beztu þakkir og kveðjur. í stjórn félagsins voru kosn- ar Halldóra Eggertsdóttir form. Sigríður Arnlaugsdóttir, Katrín Helgadóttir, Helga Sigurðardótt- ir, Vigdís Pálsdóttir, allar end- urkjörnar, og Bryndís Steinþórs- dóttir og Guðrún Jónasdóttir. Anna Gísladóttir og Elsa E. Guðjónsson gengu úr stjórn- inni með hlutkesti. í varastjórn voru kosnar Dagbjört Jónsdóttir og Hall- dóra Einarsdóttir. inn. Áskrifendum að Heilsu- vernd hafi fjölgað um 107. Til byggingarframkvæmda á heilsuhælinu í Hveragerði hef- ur félagið varið rúmlega einni og hálfri milljón kr. eða nánar tiltekið 1.610.000 kr. fyrir utan innbú. Meðal annarra tillagna sem þingið samþykkti eru þessar helstar: 5. þing NLFÍ. ítrekar þá kröfu 4. þings, að heilsuhæli NLFÍ. njóti sama fjórhags- stuðnings af hálfu ríkisins og önnur sjúkrahús, sem byggingar- stuðnings hafa notið, og felur stjórninni að vinna að því, að sú krafa nái fram að ganga. 5. landsþing NLFÍ. skorar á stjórn NLFÍ. að vinna að því við Tryggingarstofnun ríkisins og sjúkrasamlögin í landinu að þau greiði dvalarkostnað sjúk- linga á hæli félagsins í Hvera- gerði, svo sem þeir sjúklingar verða aðnjótandi, er dvelja á öðrum sjúkrahúsum landsins. Felur þingið væntanlegri stjóm NLFÍ. að vinna ötullega að því, að Tryggingastofnunin viður- kenni heilsuhælið eins og önn- ur sjúkrahús. 5. þing NLFÍ. lítur svo á, að gera verði matreiðslukennslu að föstum lið í starfsemi félags- samtakanna, og felur því vænt- anlegri stjórn NLFÍ. að vinna að því, að koma slíkum námskeið- um á sem víðast um landið £ samráði við deildir samtak- anna. 5. þing NLFÍ. telur ástæðu til að þakka framkvæmdastjóra NLFÍ. sérstaklega fyrir mikil og vel unnin störf í þágu sam- takanna og lýsir þeirri von sinni að þau fái sem lengst notið ó- skiptra starfskrafta hanS. í stjórn voru kosnir Jónas Kristjánsson læknir forseti sam- takanna, og varaforseti Hjörtur Hansson stórkaupm. Meðstjórn- endur: Marteinn Skaftfells kenn- ari, Óskar Jónsson útgerðarm. og Pétur Gunnarsson tilrauna- stjóri. Varastjórn: Steinþór Björnsson, Klemens Þorleifsson og Kristján Dýrfjörð. Þingið fór hið bezta fram og ríkti mikill áhugi hjá fulltrúum fyrir stefnumálum samtakanna, sem eru þau meðal annars að stuðla að hreysti og heilbrigði og útbreiða þekkingu á lögmál- um heilbrigðs lífs og heilsusam- legum lifnaðarháttum. Jörundur seldi vel Á s.l. ári stundaði Akureyr- artogarinn Jörundur síldveiðar í Norðursjó og seldi aflann til Þýzkalands. Togarinn hefur nú hafið þessar veiðar aftur og selt fyrsta aflann. Aflann seldi hann í Hamborg í fyrradag, 160 lestir fyrir 55 þús. mörk. Auk Jörundar stunda nú tveir íslenzkir vélbátar síld- veiðar í Norðursjó. j Laun húsmæðraskóla- kennara óviðunandi Þörf fleirí nýrra kennslutækja og handbóka til húsmæðraskólanna Aðalfundur Kennarafélagsins Hússtjórn var haldinn í Húsmæðraskólanum að Laugalandi, dagana 24.—29. ágúst s.l. í félaginu eru nú liðlega 100 me'ölimir, þar af um 30, sem nú eru starfandi við húsmæöra- og gagnfráéða- skóla.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.