Þjóðviljinn - 22.09.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.09.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 22. september 1&55'— ÞJÓÐVILJINN — (11 Hans Kirk: <s>- 101. dagur — Nei, ég hef flöið frá nógu á ævinni, sagði Funche. Og til hvers væri það? Við verðum að þola auðmýking- una, áður en við getum byggt upp mannsæmandi heim. Hann tók fram lítinn pakka og rétti henni hann. — Komdu þessu á sama stað og venjulega, sagði hann. En vertu varkár, þetta er hættuspil. Þetta eru teikningamar sem þeir hafa óskaö eftir. Og ef maðurinn minnist á peninga, skaltu svara neitandi. Eg er enginn keyptur svikari, ég á í höggi viö vai'menni og morðingja í mínu eigin landi. — Eg er svo kvíðandi um þinn hag, sagði Evelyn og þrýsti sér áð honum. — Mér líður betur en mér hefur gert í tíu ár, svar- aði Funche. Vertu bara róleg, við erum fleiri en nokk- urn grunar, þrátt fyrir ógnir og fangabúðir, og okkur mim einhverntíma takast að gera Þýzkaland aftur að heiðarlegu ríki. . . . Það ;Vj0ft' prðið talsvert áliðið þegar Evelyn kom aftur á Fönix og Jóhannes Klitgaard spurði gremjulega hvar hún hefði verið. — Það veiztu mætavel, Jóhannes, sagði hún. Hjá manninum sem ég elska. Hvers vegna ertu að spyrja? —. Nú ér of langt gengiö, Evelyn, hvæsti Jóhannes Klitgaard. Þetta er skilnaðarsök, þú hegðar þér eins og gála, eins og ástandskvendi. . . — Og þú ert hermangari, sagði Evelyn. En skilnað geturðu fengiö hvenær sem þú vilt. Við ættum að geta gert okkar ráðstafanir eins og skynsamt fólk. Já, hún gat trútt um talað, tæfan sú arna, sertft máð- ur hafði gengið að eiga, þótt hún legði ekki meira í bú- ið en náttserkinn sinn. Og ef maður vildi nú losna við hana, sem maður auövitað vildi umfram allt, þurfti maðui’ að snara út hárri fjárhæð. Jæja, bíddu bara hæg, ég skal ná mér niðri á þér þótt síðar verði, kelli mín! Strax og Jóhannes Klitgaard kom aftur til Kaup- mannahafnar heimsótti hann bróður sinn og mágkonu. Hann skýrði þehn meö varúð frá þvi sem Madsen tón- listarmaöur hafði trúað honum fyrir — vissu þau nokk- uð hvað hafði komið fyrir Gregers? Frú Margrét varð náföl og huldi andlitiö í höndum sér, en Tómas Klit- gaard starði á bróður sinn með opinn munninn. — Já, en þetta er skelfilegt. Hvað hefur drengurinn flækt sér inn í? tautaði hann. — Skemmdarverk, sagði Jóhannes. Og heimildarmaö- ur minn taldi aö útlitið væri slæmt. — Þú veröur að beita áhrifum þínum, Tómas, sagði frú Margrét með öndina í hálsinum. Þú hefur góð sam- bönd . . . og stjórnin verður að taka til sinna ráða . . . Það er ekki hægt að dæma ungan mann af góðri fjöl- skyldu fyrir þess konar heimskupör. — Eg ætla strax að tala við Þorstein, sagði Tóm- as Klitgaard og gekk aö símanum. Frú Margrét hélt höndunum fyrh’ andlitið og Jóhaimes Klitgaard læddist út úr stofunni. Hann var búinn að gera skyldu sína og gat farið og vissulega var leiðinlegt að flytja sorglegar fréttir, en þetta var líka ljóti bjálfinn sem þau áttu aö syni; svona heimskulega hafði spjátrungurimi harm son- ur hans ekki hagað sér ennþá sem betur fór. Kommún- isti og skemmdarverkamaður, hvílíkur lúsablesi, og nú yrði hann sjálfsagt skotinn eins og hann hafði í raun réttri xmniö til. — Hvaö sagði Þorsteinn, hváð er hægt að gera? spurði frú Margrét, þegar Tómas kom aftur inn í stofuna. — Þetta er alvarlegt, mjög alvarlegt, en hann ætlar að kynna sér málavöxtu í fyrramálið. Eg ákvað að hitta hann síðdegis á morgun. Um nóttina hrökk frú Margrét upp hvað eftir annað í svitabaði. Hún hafði séð son sinn fyrir sér, blóðugan og baxinn, hún hafði heyrt hann stynja af kvölum og örvæntingin gagntók hana: hvaö voru þeir að .gera við hann, þessir skelfilegu böðlar, vom þeir áð misþyrma drengnum hennar sem hún unni svo heitt, þótt hún hataöi skoðanir hans? Og draumur hennra’ átti talsvert skylt við veruleik- ann. Gregers var varpað í fangelsi eftir margra klukku- stunda yfirheyrslu og pyndingar. Andlit hans var blóð- ugt og bólgiö eftir högg, tennur hans lausar, vörin sprangin og hann verkjaði í alla limi. Hann reikaði eins og drukkinn máður að fletinu og fleygði sér útaf í það, stynjandi af kvölum. Og hann hugsaði: " , — Eg þoli þetta aldrei. Þeir ganga af mér dauöum. En ég hef ekki látið neitt uppi. Og Haraldur ekki heldur. Og við munum elcki gera það — nei, aldrei. Meðan kvalimar nistu þjáðan líkama hans var hann að hugsa um félagana á vígvellinum, félagana í fang- elsum og þrælabúöum, um allt hið mikla, hugdjarfa og þolinmóða mannkyn og hann fylltist áður óþekktri hreykni, því að hann tók þátt í að greiða veröið fjnir hið nýja líf. Hiö nýja líf, sem átti aö verða frjálst og heið- arlegt, þrungiö ljósi og yl, og þessar þrautir voru gjaldið. Og hann féll í þjáningafullt mók meðan hann tautaði fyi’ir munni sér: — Ekki láta neitt uppi, deyja fremur en gera þaö. Deyja sem kommúnisti! Næsti dagur var hinn 28. ágúst — ógleymanlegur dagur í sögu Danmerkur. Landið var oröið að vígvelli frelsisins, hinn þolinmóði hestur hafði ausið, og fjeygt í reiömanninum af baki. 'Og í.fyrsta skipti á. æyinni sá ráðþi’ota. ^sr>rkr>r>r\rNrvrsrsr^sr*r*r*v^r>r>r\r^\r>rv#^^.*.' : TÓmas ínág' áinn lógii'itringinn, fölan og Hanii leiddi Tóinas inn á einkaskrifstofuna; tilkynnti ”J öUr umfiieeúö si&iiutimRraKsoB. Minningar- kortin eru til sölu í skrifstofu Sósí- < alistaflokksins, Tjarnargötu 20; afgr. Þjóðviljans; Bóka- búð Kron; Bókabúð Máls og j menningar, Skólavörðustíg» 21 og í Bókaverzlun Þoi'vald-« ar Bjarnasonar í Hafnarfirði' r ,rsrvrrvrs/\r>rsr>rvrrNrsrNrsr\rr-rsrvr>rvr<rv^rr-J rríc m* thbh uiv . : f liq nur&öl o.rc^nv eisiiilf sþáttisr «6. d Blöð Tímarit Frímerki Filmur SÖLUTURNINN við Arnarhói Hvað skyldi fara mikið til spillis á hverju ári í öllum peim iubum semTiotaöar eru á heimilum? Þetta litla tœki sem sýnt er á myndinni er framleitt í Þýzkalandi, og pað á að koma í veg fyrir að tubum sé fleygt meðan eitthvað er eftir í peim. Neðri hluta túbunnar er smeygt inn í á- haldið og skrúfqn aö ofan her&ir aö henni. TðLEDO Teppafilt 32.00 mtr. Svampfilt 78.00 mtr. Léttur Ullárkjóll úr sinneps- gulu efni með svörtum örðuni er fyrirtaks útikjóll þegaf vel viðrar og innikjóll á' vetrum: Þetta er snoturt og hentugt snið, aðalskraut kjólsins er stóri krag- inn sem hnepptur er niður með tveim stórum hnöppum. Kjóll semhifép i í þvotti. Alltaf getur það komið fyrir að kjólar hlaupi í þvotti, stundum á báða vegu,! stund- um aðeins á þver- veginn eða langveg- inn. Við höfum oft minnzt á hvernig hægt er að skeyta þverrönd inn í pils til að síkka þau eða sauma fast mittisstykkiúr öðru efni i kjól' sem orð- ið hefur of stuttur, til að hægt sé að nota hann eitthvað. Á myndunum er aftur' á móti 'sýnt hvemig hægt er að bjarga kjól sem orðið hefur of þröngur en siddin hefur haldið sér. Á fyrri mynd- inni er röndótt efni sett inn í allan kjólinn að framan og ijósa röndin er samlit efninu sem fyr- ir var í kjólnum. Inn í hinn kjól- inn hefur verið skeytt smá- köflóttu efni, hálsmál, vasalok og belti eru einnig saumuð úr sama efni. Báðir þessir kjólar eru að vísu í sinni upprunalegu mynd, en þeir sýna þó að hægt er að nota tízkuhugmyndir til að lagfæra flíkur sem orðið hafa fyrir óhöppum hjá manni. Úlgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjóiar: Magnús Kjartansson (áb), Sigurður Guðmundsson — Fréttark hJ^®VIUINN st'6ri: Jón Bjamason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjami Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnúsi,TorM Ólafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjóm, afgreiðsla, augiýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 7500 (3 línur). — Áskriftarverð kr 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Lausasöluverð kr. 1. — Prentsm. Þjóðviljan* hJb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.