Þjóðviljinn - 22.09.1955, Side 9

Þjóðviljinn - 22.09.1955, Side 9
Fimmtudagur 32. september 1955 — ÞJCdDVILJINN — (9 # ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI. FRtMANN HELGASON Maður verður að leggja hart að sér til ná míklumáranurír seg/V danski hlauparinn Gun nar Nielsen Gunnar Nielsen er nú sá mað- tir danskur, sem mesta athygli vekur fyrir afrek sín í frjálsum íþróttum, enda er hann með beztu millivegalengdahlaupurum sem nú eru uppi. Hann var um daginn á keppnisferðalagi um Noreg, og átti „Sportsmanden“ þá viðtal við hann og fer það liér á eftir. — Hafið þér æft mikið þetta keppnistímabil? — Nei síður en svo. Ég hef tekið árið 1955 sem millibils tima sem ekki hefði svo mikið að segja, þar sem í ár var lítið af alþjóðlegum mótum. Eftir að ég kom frá Bandaríkj- Unum æfði ég alls ekkert í mán- uð, en svo byrjaði ég léttar æf- ingar, miklu léttari en ég er van- ur. Frá ,1. júli iief ég yfirleitt ekki æft. — Þér hafði með öðrum orð- um komizt i þjálfun með keppni? Já, ég verða að álíta að það hafi orðið þannig, þvi ég hef siðan 1. júlí tekið þátt í 30 hlaupum og 6 boðhlaupum (Hann hefur unnið 28 af þess- um 30 hlaupum). — Hvert er álit yðar á um- sögn Iharos sem telur að 1500 m verði hlaupnir á 3.30.0? — Ég held líka að einhver muni í framtíðinni hlaupa vega- lengdina á þeim tíma, og hvað enertir þá hlaupara sem fremst- ír eru í dag, þá munu þeir geta við beztu hugsanleg skilyrði, hlaupið þá á 3.35.0. Hlaupið á Bislet um daginn mundi með svolítið hraðari 3. hring, hafa Verið hlaupið á 3.38.0. — Ætlið þér að gera alvarlega' tilraun til að ná toppi á 1500 m afrekaskránni í ár? — Ég ætla að reyna það í ICaupmannahöfn 1. okt. Þá hef- ur Boysen lofað að vera með, auk Bretans Derek Johnson. Þeir hjálpa ábyggilega til — ef þeir sigra mig þá ekki. — Hversvegna hlaupið þér beztu hlaup yðar á Bislet? — Ástæðan er sjálfsagt sú að brautirnar þar éru þær beztu sem ég lief hlaupið á. Auk þess eru áhorfendur þessa vallar þannig að þeir örfa mig ákaf- lega. Það er öðruvísi í Kaup- mannahöfn. Þar er krafizt of mikils af mér. Taugarnar verða með öðrum orðum að vera sterk- ari heima. Ef Kaupmannahafnar- búar sjá mig ekki setja met, fyllast þeir vonbrigðum. Slík1 hlaup eru ekki fyrir þá. Þess > vegna þykir mér bezt að hlaupa á Bislet, þar sem íþróttaafrekið er metið meira en annarsstaðar ■ er gert. Yður féll ekki áður að keppa í Svíþjóð, en nú sjáum vér að þér eruð byrjaður að hlaupa þar aftur. Hvernig stend- ur á því? — Það stendur þannig á því að áður varð ég að hlaupa inni í miðjum hópnum, og af því leiddi að ég varð fyrir pústr- um, en í dag eru Svíar ekki sterkari en það, að ég þarf ekki að halda mig í miðjum hópnum, ég hleyp frá þeim. — Hvemig er það með dansk- ar frjálsíþróttir, — koma fram efni þar, eins og hér í - Noregi? Á ég þar við menn eins og Boy- sen og Strandli? — Jú, jú. Við fáum við og við fram efni líka, en þeir verða Gunnar Nielsen — aldrei annað en efni. Ég held að flest alla vanti viljann til að „pína sig“ eins og það er kallað, í þjálfun og keppni. Það er að- eins harka og vilji sem til þarf. Ég held að þeir sem halda því fram að þjálfun eigi að vera í léikformi og maður skuli aðeins æfa þegar maður hefur löngun til þess, hafi ekki rétt fyrir sér. Maður verður að pína sig áfram til að ná árangri. — Fólk saknar einvigis milli Boysen og yðar? — Það stafar af því að við höfum sérhæft okkur á mismun- andi vegalengdum. Áður hlup- um við báðir 800 m, nú eru að- stæðurnar þannig að Boysen er 800 og 1000 m hlaupari en ég hleyp 1500 m og enska milu. Þessvegna keppum við sjaldan saman. Ég mun ekki hlaupa nema 1500 m í Melbourne en Boysén hleypur 800 m. ásamt Moens. — Hafið þér ekki hugsað yður að hlaupa lengri vegalengdir í ár? — Allt bendir til að ég hlaupi 3000 m í Osló 4. okt. til að reyna að hnekkja danska meti Plancks sem er 8.14.0. Ég hef hlaupið þá áður á 8.17.0. Mér fellur ekki að hlaupa 3000 m. því að það „skeður ekkert“ í slíku hlaupi. Uddebom 16,15 Sviinn Erik „Myggen“ Udde- bom, sem keppti hér á íþrótta- vellinum í sumar, náði ágætum árangri í kúluvarpi s.l. sunnu- dag, kastaði 16.15 metra. Er það bezti árangur Sví í kúluvarpi á þessu ári. Þess má og geta að á sama móti sigraði Leif Christ- erson i 100 m hlaupi á 10.7 sek., en hann keppti einnig í Reykja- vík í sumar. Ekkert verSur ur Balkfndeikjunum Nú mun fullvist talið að ekk- ert verði af keppni Norðurlanda og Balkanlandanna í frjálsum íþróttum. Keppni þessi átti að fara fram í Aþenu 15.—16, okt. n.k. og var búið að velja norrænu keppendurna (þ. á. m. 2 íslend- inga), er keppa áttu við beztu frjálsíþróttamenn Júgóslavíu, Grikklands og Tyrklands. — Eruð þér þreyttur eftir ÖH þessi hlaup? Audun Boysen — Ekki líkamlega, en það get- ur orðið of mikið af íþróttum og umræðum um íþróttir og það grefur undan sálarþrekinu. — Hvernig er þjálfuninni hag- að? — Ég nota æfingabrautina á íþróttavellinum heima. Hún er um 3 km. löng. Fyrst hleyp ég með litlum hraða en síðan eyk ég hann nokkuð. Því næst fer ég inn á malarbrautina og hleyp 200 m, síðan 300 m og þá 400 m eins hratt og ég get, og end- urtek þetta yfirleitt, en alltaf í fullum hlaupum. Þetta endur- tek ég svo hvern einasta dag. B a iaSand Sovétríkin og Ungverjaiand heyja landsleik í knattspyrnu á sunnudaginn kemur. Fer leik- urinn fram í Búdapest. Ungverska útvarpið mun senda út lýsingu á leiknum (á ensku) milli kl. 4,30 og 6,30 (ísl. tími) á 30,5 metrum —* (9,8 kílócycles). láls bætir l@insne!> Hl}óp á 13.46.8U Sovézki hlaupagarpurinn Vladimir Kúts setti nýtt- heimsmet í 1500 metra hlaupi á alþjóðlegu íjjróttamóti í Belgrad s.l. suniui- dag. Hljóp hann á hinum ótrúlega góða tíma 13.46.8 mín. og bætti því met það, sem Ungverjimi Iliaros setti fyrra laugardag, um hverld meira né minna en 4 sek. derek johnson Kúts var í algerum sérflokki í hlaupi þessu, tók forystuna þegar í upphafi og hljóp mest- an hluta leiðarinnar langt á undan hinum keppendunum. Ungverjinn Beta varð annar í hlaupinu á 14.19,Omín. og Strit- off, Júgóslavíu, þriðji á 14.21,0. Eins og kunnugt er vakti Kúts fyrst verulega athygli á sér er hann sigraði í 5000 m hlaupinu á EM í Bern í fyrra og hljóp á iheimsmettima, 13.56,6. Met þetta stóð í nokkra mánuði eða þar til Chataway bætti það á móti í London. Viku seinna hljóp Kúts samt á enn betri tíma, 13.51,2 sem var heimsmet þar til fyrra laugardag er Ihar- os hljóp 5000 metrana á 13.50,8. Sltrá yfir beztu afrek í 5000 m hlaupi: 13.46.8 V. Kúts Sov. 1955 13.50.8 S. Iharos Ungv. 1955 13.51.6 C. Chataway Bretl. 1954 13.55.2 J. Chromik Póll. 1955 13.57,0 E. Zatopek Tékk. 1954 13.57.6 Kovacs Ungv. 1955 13.58.2 G. Hagg Svíþj. 1942 13.58.8 Anúfréff Sov. 1953. Kraftajötuninn á myndinni er brezkur og heitir Ken McDonald. Hann er einn bezti lyftingamaður Breta.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.