Þjóðviljinn - 01.02.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.02.1957, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 1, febrúar 1957 SiióÐViumN Útgefandi: Sameiningarflolckur alþýðu — SósíaMstaflokkurinn Tiúmennska Inffólfs r r f i » J íhaldið hefur undanfarnar * vikur haft í frammi mikinn liávaða í sambandi við olíumál- in. Úr þessu hefur þó dregið síðustu daga af eðlilegum á- etæðum. Ingólfur á Hellu varð fyrir því óhappi á Alþingi í B.l. viku að skýra frá raun- verulegum áhuga íhaldsins fyr- ir því að tryggja landsmönn- tim hagkvæma og ódýra flutn- inga á olíu til landsins. Þessi fyrrverandi viðskiptamálaráð- berra ihaldsins lýsti því yfir að hann hefði í ráðherratíð Binni haft möguleika á að »emja um leigu á oliuflutn- ingaskipum til langs tíma fyr- ir 60 shillinga á tonnið. Þessu hefði hann hins vegar ekki einnt vegna kaunanna á Hamrafelli og ráðagerða um kaup á öðru olíuskipi. Þessi játning Ingólfs á Hellu hefur komið íhaldinu afar illa í sambandi við áróður þess í oliumálunum. Flokkur olíu- okraranna og braskaranna hafði brugðið sér í gerfi um- hyggjunnar fyrir hagsmunum almennings svo auðvelt sem það er eða hitt þó heldur. 1 erfiðri aðstöðu í umræðum á Alþingi varð Ingólfur á Hellu til ]>ess að svifta af því dul- argervinu með því að játa á sig þessi afglöp. Hann átti sem ráðherra kost á að tryggja landsmönnum ódýra og hagkvæma flutninga á olíu til landsins en notaði ekki tekifærið, að eigin sögn af umhyggju fyrir Hamrafellinu og fyrirhuguðu olíuskipi í- haldsins. Það voru hagsmunir olíufélaganna en ekki fólksins í la idinu eða framleiðslunnar eem réðu gerðum Ingólfs og íha’dsins. Þá hagsmuni varð að varnda burt séð frá því hvr- ð hagkvæmast var fyrir alm —ining og þjóðina í heild. Með þessari afhjúpun á þjónustunni við olíuhring- ana hefur íhaldið afvopnað sjálft sig í áróðrinum sem það hefur rekið að undanförnu. Málflutningur þess var að vísu aldrei sannfærandi eða líkleg- ur til árangurs. Hvað eftir annað höfðu blöð íhaldsins jrokið upp og varið af mestu hörku verðlag olíusalanna þeg- ar á það hafði verið deilt og færð fram óygggjandi rök fj’rir okurstarfseminni. Aldr- ©i hafði íhaldið staðið reiðara en þegar efast var um rétt- mæti olíuverðsins og þjóðholl- ustu olíufélaganna. Var jafn- an áuðfundið að í þeim um- ræðum og blaðskrifum var komið við olíuhjarta íhalds- ins. Eigi að síður virðist íhaldið hafa verið þeirrar skoðun- ar að hægt væri að blekkja almenning með því að látast berjast fyrir lágum olíufarm- gjöldum og lágu olíuverði. Sú won er nú rokin veg allrar veraldar. Afglöpin sem Ingólf- ur á Hellu hefur játað á sig sjá fyrir því. Að vísu má segja að þessi tilraun íhalds- ins hafi verið vonlaus frá upphafí. Enginn sem fylgzt hefur með deilunum um olíu- verð á undanförnum árum þarf að efast um hvaða af- stöðu íhaldið hefur haft til málanna. Það hefur aldrei gleymt því að það er flokkur olíusalanna. Helztu áhrifa- mienn ihaldsins eru um leið eigendur og stjórnendur olíu- félaganna. ¥^að er af þessum ástæðum sem íhaldinu hefur þótt það fyrirmyndar þjónusta við Islendinga að selja olíu á allt að helmingi hærra verði en gilt hefur í nágrannalöndun- um. Gróðinn lenti hjá skjól- stæðingum þess en var tekinn af landsfólkinu og framleiðsl- unni. Enginn hefur flett eins rækilega ofan af olíuokrinu og Lúðvík Jósepsson í deilunum við íhaldsblöðin og oliufélögin á s. 1. vori. Hann hefur sem sjávarútvegs- og viðskipta- málaráðherra fylgt skoðunum sínum eftir með því að styðja að því að halda . olíuverðinu óbreyttu í sex mánuði þrátt fyrir stórkostlega hækkun á farmgjöldum og þótt olíuverð hafi hækkað hvað eftir annað í nágrannalöndunum. Með þessu hafa olíufélögin verið látin skila aftur hluta af ranglega teknum gróða. Þetta þykja oliusölunum harðir kostir og þeir hafa vissulega átt öðru að venjast af vald- höfum ihaldsins. Það er því engin furða þótt blaða kosti íhaldsins sé sigað á Lúðvík Jósepsson, olíufélögin krefjast þess að Morgunblaðið og Vísir gegni áfram gamla þjónustu- hlutverkinu við hagsmuni þeirra og þau telja að enginn maður hafi verið þeim óþarf- ari en Lúðvík Jósepsson. Fortíð íhaldsins og játning Ingólfs á Hellu fara algjör- lega saman. Það er ekki hag- ur eða velferð almennings og •framleiðslunnar sem íhaldið hefur áhuga fyrir heldur gróðahagsmunir olíufélag- anna. Kenning íhaldsins er að það sé fullkomlega heilbrigt og eðlilegt að íslendingar borgi allt að helmingi hærra verð fyrir olíu en nágranna- þjóðirnar af því að það færir aukinn gróða í vasa manna eins og Björns Ólafssonar, Sveins Benediktssonar, Hall- gríms Fr. Hallgrimssonar, Ól- afs H. Jónssonar og Thors- aranna. Á sama hátt taldi Ingólfur á Hellu sjálfsagt og rétt að hafna möguleikum á að leigja olíuflutningaskip fyrir 60 shillinga á tonnið af^ því að það gat komið illa við hagsmuni Hamrafells og þess olíuskips sem ihaldsfélögin ráðgerðu að kaupa. „Hags- munir okkar“ skulu sitja alls- staðar í fyrirrúmi eins og Ól- afur Thors játaði af mikilli hreinskilni á síðasta lands- Ekkert er eðlilegra og auð- skildara en að Leikfélag Reykjavíkur unni sér nokk- urrar hvíldar eftir vel unnið starf í þágu hinna æðri leik- mennta, og taki upp léttara hjal. Leikurinn er enskur og tiltölulega nýr af nálinni, frum- sýndur í Lundúnum fyrir tæp- um tveimur árum og enn við beztu heilsu. Vart mun unnt að ímynda sér hversdagslegra og almæltara gaman, né skilj- anlegra og nákunnugra hverj- um manni, þar er daglegu lífi venjulegs fólks lýst með ærið spaugilegum hætti, en hlýleg- um og mannlegum. Óbilgjörn og yfirgangssöm húsmóðir eitrar líf skyldmenna sinna, það þekkja allir; og óbærilegt er það ungum hjónum að vera samvistum við ráðríka tengda- móður, verða að hlíta sífelld- um afskiptum hennar, boði og banni. Við erum stödd í enskum smábæ, þar bíður ung og lag- leg stúlka brúðguma sins, hins drengilega og geðfelda sjóliða. Hann kemur á settum tima, fjölskyldan býr sig und- ir brúðkaupið af kappi, allt virðist leika í lyndi. En tengdamóðirin hefur illar bif- ur á hinum ættlausa manni, og lætur andúð sína og fyrir- litningu óspart í ljósi, í ann- Grátur og gnístrari tanna. — Emelía Jónasdóttir, Nína Sveinsdóttir, Auróra Halldórsdóttir, Sigríður Hagalín, Árni Tryggvason og Þóra Friðriksdótiir. gumi vinnur algeran sigur, og tengdamóðirin tannhvassa bugast og iðrast, verður að nýjum og betri manni. Leikur þessi er hinn skemmti- legasti, þótt engin sé hann náma snjallra gamanyrða, þar er umhverfi og fólki lýst af góðum skilningi og margvís- legri kímni. Oftlega minnir hann helzt á víðlesnar sól- skinssögur í heimilisritum, en höfundarnir neyta flestra bragða til að halda athyglinni vakandi — i lok annars þátt- LEIKFELAG REYKJAVIKUR: Tannhvöss tengdamamma eftir PHILIP KING og FALKLAND CARY Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson an stað blöskrar honum yfir- gangur hennar og taumlaus frekja. Og sjóliðinn ungi tek- ur til sinna ráða — brúðurin, fjölskylda hennar og veizlu- gestir aka til kirkjunnar, en ar breytist hið hversdagslega gaman í hreinræktaðan skrípa- leik með nærbuxum og öllu saman, en í þriðja þætti ná viðkvæmnin og tilfinningasem- in undirtökum, unz allt endar Frú Lack og Edie frœnka (Nína Sveinsdóttir og Auróra Halldórsdóttir). hann felur sig og fer hvergi. Þá verður grátur og gnístran tanna, sem nærri má geta, en vonum bráðar fellur allt í ljúfa löð; hinn snarráði brúð- ' « fundi íhaldsins. I samræmi við þá stefnu vinnur íhaldið og Ingólfur á Hellu hefur á- reiðanlega talið sig þjóna henni af mikilli. trúmennsku þegar hann sleppti tækifærinu til hinna hagkvæmu olíuflutn- inga. á heilum sáttum, hamingju og gleði. Enn sýnir Leikfélag Reykja- víkur að það á yfir, hæfum og samvöldum leikflokki að ráða, hér sjást hvergi eyður né ó- fyllt skörð, heldur réttir menn á réttiun stöðum. — Það er engu Mkara en höfund arnir hafi samið hlutverk tengdamömmu handa Emilíu Jónasdóttur, fátt eða ekk- ert gæti hæft sérstæðum leikgáfum hennar betur, Og leikkonan grípur að sjálf- sögðu tækifærið tveimur hönd- um og vinnur ótvíræðan sigur, hún átti óskipta hylli leik- gesta frá upphafi og allt til loka. Hún var í öllu ósvikinn kvenvargur og harðstjóri á sínu heimili, ægileg og hlægi- leg í senn, ofríkisfullum eigin- konum og tengdamæðrum til maklegrar viðvörunar, en gleymdi þó aldrei jákvæðum eiginleikum Emmu Homett, dugnaði hennar og þrifnaði, ráðdeild og ósérhlífni. Orð- svörin voru á tíðum eins leift- ursnögg og óvænt og hleypt væri af byssu og vöktu mik- inn og ósjálfráðan hlátur í salnum, og svipbrigði og hreyfingar gæddar lifandi þrótti og auðugri kímni. En Emma vill öllum vel þrátt fyrir allt, og leikkonan mætti að ósekju milda nokkuð túlk- un sína, gera svark þennan skapfellilegri og mannlegri; við það myndi leikurinn verða raunsærri og auðveldara að trúa sinnaskiptum hennar og endurfæðingu í lokin. En hvað sem því líður hefur hin vin- sæla leikkona aldrei unnið betra afrek en í þetta sinn. Það reynist Brynjólfi Jó- hannessjmi næsta auðvelt að lýsa hinum marghrjáða eigin- manni út í æsar, á traustri og snjallri túlkun hans er engan agnúa að finna: Hornett er góðmenni, en í engu stór- menni, þrautkúgaður og mag- ur, og brýzt um eins og fugl í búri í þau fáu skipti sem hann dirfist að malda í mó- inn, reyna að sýnast hús- bóndi á sínu heimili. Svip- brigði og hreyfingar leikarans eru bæði aðdáunarverðar og einstæðar, hann hlær með hálfu andlitinu (því sem frá eiginkonunni snýr), hann svíf- ur þéttfullur um gólfið eins og þaulæfð dansmær — sma- atriði sem sumir láta sig litlu varða, en eru í meðförum Brynjólfs hnitmiðuð og fáguð list. Guðmundur Pálsson ermjög geðfeldur leikari á öruggri leið til þroska, hlutverk brúð- gumans og sjóliðans Alberts færir honum nýjan sigur. Hann er fremur hlédrægur og fer sér í engu óðslega, en vinnur stöðugt á er á leikinn líður, túlkun hans er látlaus og einföld í sniðum, eðlileg og sönn. Hann er gervilegur og laglegur sem vera ber, og ein- kennisbúningurinn fer honum ágætlega; og drenglyndi, hjai’tahlýju og ráðvendni hins unga manns þarf ekki að Framhald á 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.