Þjóðviljinn - 01.02.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.02.1957, Blaðsíða 7
Föstudagur 1. febrúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 ¥»jóðviljinn hefur að ’ á tonn sem þóknun til hr. * undanfömu rakið að Gunnars Guðjónssonar nokkru skýrslur Geirs H. Zo- ega, umboðsmanns Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna í Lundúnum, til stjórnar L.Í.Ú 1948 og 1949 um saltfisksöluna á Ítalíu og Grikklandi. Þegar Þjóðviljinn birti þessar skýrsl- ur á sinum tíma urðu viðbrögð Richards Thors og félaga hans þau að höfða meiðyrðamál á Magnús Kjartansson ritstjóra Þjóðviljans, samkvæmt laga- greininni: aðdróttun þótt sönn- uð sé varðar refsingu ef hún er sett fram á óviðurkvæmilegan hátt’ Málið vakti hins vegar slika athygli að ráðamönnum íhaldsins var ljóst að eitthvað varð til bragðs að taka. Fyrir- skipaði Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra þá „réttar- rannsókn“ út af saltfiskmálun- urn. Ekki var rannsóknin þó falin dómstólum landsins, held- ur hollvini Bjarna Guttormi Erlendssyni, fyrrverandi rit- stjóra nazistablaðsins íslands. Stundaði hann rannsókn sína lengi og fékk fyrir miklar launagreiðslur, en sendi niður- stöðumar þvínæst til Bjama. Bjami sendi Guttormi svo mál- ið aftur um hæl og bað hann að kveða upp dóm í því, og Guttormur sýknaði Richard Thors og félaga hans með einu pennastriki. Segi menn svo að réttarfarið á íslandi hafi ekki verið fullkomið í valdatíð Bjarna Benediktssonar. ANGI TIL HÆSTARÉTTAR B1 í £ 9,jl_tg tel það rétt að þér vitið, að hr. Kristján Einarsson reyndi að hræða mig þegar ég var í Reykjavík með ógnun- um um að ég skyldi handtekinn og mál höfðað gegn mér; þetta sagði hann í viðtali við hr. Sverri Júlíusson. Hr. Kristján Einarssor. nefndi nafn íslenzka dómsmálaráðherrans hr. Bjarna Benediktssonar, og að hann myr.di sjálfur gangast í málið við hann þannig að ég yrði handtekinn og fengi ekki að hverfa úr landi. Eg segi yður þetta til þess að sýna yður hvers konar ógnanir voru reyndar í því sEyni að hræða mig . Úr bréfi frá Geir H. Zoega til Vilhjálms Þórs 9. nóvember 1949. Bréfið var lagt fram í Hœstarétti er einn angi saltfisksmálsins komst þangað 1953. J5ex bnodn þér" f/ Lítil saga um 50.000 kr. til Kristjáns Einarssonar framkvœmdastjóra SÍF og / eöa Gunnars Guðjónssonar skipamiðlara SÍF Ijarni Benediktsson fann þó utan að sér að almenningi þótti þessi máls- meðferð næsta tortryggileg, og hann taldi því skynsamlegt að senda einn anga málsins áfram fil Hæstaréttar. Fjallaði hann urn kynlegt skeyti sem Hálfdán Bjamason sendi Kristjáni Ein- arssyni 23. apríl 1948. Voru málavextir á þessa leið: Eins og áður hefur verið rakið bar Geir H. Zoega mjög þungar sakir á verzlunarhætti forráðamanna S.Í.F. og Hálf- dáns Bjarnasonar, umboðs- manns þeirra á Ítalíu; m.a. benti hann á að ýmsum stærstu fyrirtækjum ítala væri meinað að kaupa íslenzkan fisk, jafnvel þótt þeir byðu hærra verð en Hálfdán Bjarna- son greiddi. í þessum hópi var stærsti fisksali Ítalíu, Enrico Gismondi — sá sem Thorsar- arnir höfðu mútað 1933. í svari stjómar S.Í.F. var reynt að hrekja þessar ákærur með því m. a. að Gismondi hefði átt kost á því að kaupa 2000 tonn af saitfiski 1948 en slitið samn- ingum þegar á átti að herða. Geir Zoega sneri sér þá þeint til Gismondi og spurðist fyrir um málið, en Gismondi bar fram þveröfuga sögu sem ekki verður rakin hér. DULARFULLT SKEYTI sönnunarskyni sendi Gismondi einnig öll þau plögg sem snertu þessa sölu. Meðal þeirra var afrit af skeyti sem Hálfdán Bjarna- son haíði sent 23. apríl 1948 til Kristjáns Einarssonar, fram- kværndastjóra SÍF, og var heimijísfang tilgreint Smára- gata 3; þar sem Kristján átti heima. Niðurlagsorð þessa skeytis voru næsta dularfull, en þau hljóðuðu svo: „referring to your letter of I7th inst to me Zuerich gismondi approves of your six.“ En á íslenzku myndu þessi orð hafa hljóðað eitthvað á þessa leið: „með skírskotun til bréfs þess sem þú sendir mér 17. þ. m. til Zuerich fellst Gis- mondi á sex handa þér. VANUR AÐ FÁ EINKAÞÓKNUN Geir H. Zoega sneri sér þá aftur til Gismondis og bað um nánari skýringu á þessum dularfullu orðum. Fékk hann um hæl bréf frá Gismondi 18. júlí 1949, þar sem m. a. er komizt svo að orði: „Þegar við átturn í samn- ingum þeim sem vikið var að í bréfaskiptum þeim sem ég gat um áðan, miðað við fob. viðskipti, lýsti hr. Bjarnason yfir því við mig, að hr. Einarsson væri van- ur að fá þóknun, sex pence á fiskpakka af sendingum, og ég svaraði því til að ég væri reiðubúinn til að greiða honum slíka þóknun. — Það eru þessi sex pence sem átt er við í skeytinu sem Bjarnason sendi Einars- syni, en afrit af því fylgdi bréfi Bjarnasonar“. Geir Zoega skýrir nánar hvað þetta þýði í bréfi sem hann sendir Sverri Júlíussyni 31. okt. 1951, og kemst þar m. a. svo að orði: „Þú munt veita því at- hygli að sex pence á fisk- pakkann samsvarar 10 shill- ingum á tonn, og ef við- skiptm hefðu tekizt, hefði hr. Kristján Einarsson feng- ið 1000 sterlingspunda þókn- un af þeim 2000 tonnum sein samningar stóðu um“. — 1000 sterlingspund eru sem kunnugt er tæpar 50.000 íslenzkar krónur. KRISTJAN JÁTAR — EN E ■’ftir að Geir H. Zoega 1 hafði fengið þessar athyglisverðu upplýsingar kom hann þeim þegar á framfæri við yfirmenn sína í Landssam- bandi íslenzkra útvegsmanna. Skömmu síðar kemur hann sjálfur til fslands og ræðir þá málið enn frekar. Virtust hon- um forstöðumenn LÍÚ líta mál- ið mjög alvarlegum augum. Varð það að samkomulági milli þeirra að Richardi Thors, stjórnarformanni SÍF skyldi sagt frá málinu. Var honum sent bréf, og síðan átti Geir Zoega tvö viðtöl við hann. í fyrra viðtalinu gat Richard Thors ekki fundið neina skýr- ingu á fyrirbærinu, en í því síðara sagði hann að Kristján Einarsson hefði játiað, að það væri rétt að reynt hefði verið að fá 50.000 kr. leyniþóknun af þessuin farmi. Hins vegar sagðist Kristján ekki hafa átt að fá peningana, held- ur Gunnar Guðjónsson skipamiðlari, sem löngum hefur haft einkarétt á að annast saltfiskflutninga til Ítalíu fyrir Hálfdán Bjarna- son og SÍF. Hefði Gunnar talið sig hafa beðið fjár- hagslegt tjón af sendingu á fiski og lýsi sem hann ann- aðist til Ítalíu og Gr:kk- lands, og liefði þessi leyni- lega aukaþókniui átt að bæta honum það. „DIGT OG FOR- BANDET LÖGN“ E' tftir þessar skýringar 1 skrifaði Geir H. Zo- ega Gismondi á nýjan leik og spurði hvort hann kannaðist við þessa málavexti. Gismondi svaraði í tveimur bréfum 29. október 1949. í bréfi til Geirs segir hann: „Hvað viðvíkur sex pens- unuin er málið ofur einfalt. Hr. Bjarnason skýrði mér frá því þegar rætt var um flutning á blautsiiltuðum fiski til Grikklands, að hr. vegna tapa sem hann tel- ur sig liafa orðið fyrir, eru þessir 10 shillingar á tonn (sex pence á pakka) tekn- ir af verði því sem liefði átt að fást fyrir saltfiskinn í Italíu og eru því lækkun á því verði sem að loknm á að greiða sjómönnum og útvegsmönnum“. ÓFULLKOMNAR SKÝRINGAR á DULAR- FULLU FYRIRBÆRI Hé Einarsson ætti að fá sex pence á fiskpakka sem þóknun; það er einmitt slík sex pence þóknun sem átt er við í skeytinu, sem Bjarnason sendi Einarssyni, en eintak af því er í yðar höndum,“ f öðru bréfi sem Gismondi sendi Landssambandi íslenzkra útvegsmanna á dönsku segir hann m. a.: „Historien angaaende Gunnar Gudjonsson (som vi aldrig liar haft noget med at göre) er digt og forband- et lögn“ — Sagan um Gunnar Guðjónsson (sem við höfum aldrei haft neitt saman við að sælda) er uppspuni og bölvuð lygi. Og einnig segir í niðurlagi bréfsins: „Hele banden i Reykja- vík ved meget godt besked, og naar de forsöger al bortforklare sagen i hen- hold til deres brev, de lyv- er, ved fuld bekendtskab. — Punktum. “ Allur bófa- flokkurinn í Reykjavík þékkir mætavel málavexti. og þegar þeir reyna að af- saka málið eins og segir í bréfi yðar Ijúga þeir vit- andi vits. TEKIÐ AF FÉ SJÓ MANNA OG ÚTVEGS- MANNA Meðan Geir Zoega var i Reykjavík haustið 1949 varð hann fyrir hótunum þeim sem sagt er frá hér á síðunni. og hvað viðvíkur sög- unni um Gunnar Guðjónsson bendir Geir á þessar athyglis- verðu staðreyndir í bréfi til Sverris Júlíussonar 31. okt. 1949: „Ég skal benda á það eitt að það er mjög þægi- leg og auðveld aðstaða sem hr. Gunnar Guðjónsson virðist liafa, ef SÍF verndar hann fyrir hugsanlegum töpuin sem hann verður að þola, og hafi forstjórar Sambands íslenzkra fisk- framleiðenda nokkra lieiin- ild til að greiða 10 sliillinga fér hafa verið raktar helztu staðreynd- irnar sem fram komu í málinu í „réttarrannsókn“ Guttorms Erlendssonar var engin tilraun gerð til að fá frekari skýring- ar frá Gismondi eða fram- kvæma nokkra könnun á ftaj- íu. Aðeins voru þeir málsaðil- ar sem nefndir hafa verið yf-, irheyrðir á víxl og bar auð- vitað ekki saman. Þó komu nokkur athyglisverð ummæli fram í yfirheyrslunum. Engin viðunandi skýring kom fram á þvi livers vegna Hálfdán Bjarnason sendi skeytið fræga heim til Kristjáns Einarssonar en ekki á skrifstofu SÍF, eins og eðlilegt hefði verið ef allt hefði verið með felldu. Og ekki fékkst heldur nein skýring á því hvers vegna skeytið var orðað svo: „með skírskotun til bréfs þess sem þú sendir mér 17. þ. m. til Zuerich fellst Gismoiidi á SEX HANDA ÞÉR“. Segir Hálfdán Bjarna- son svo fyrir réttinum 25. júli 1950: „Svarar hann því til, að það sé að kenna óaðgæzlu sinni, er hann las skeytið fyrir, því að hann hafi meint og raunverulega átt að standa í skeytinu „Guð- jónsson’s six“.“. Þetta er allt og sumt. Þá lýsjr Gunnar Guðjónsson yfir jþví fyrir réttinum að hann hafi hvorki átt lögfræði- legan rétt á því að fá neinar bætur frá SÍF eða Gismondi, og er þá algerlega óskýrt á hvaða forsendum var farið fram á 50.000 kr. þóknun af einum farmi 1948. VAR EKKI EINS SAK- NÆMT AÐ GUNNAR FENGI FÉÐ? E lins og vænta mátti sýknaði Guttormur Erlendsson Kristján Einarsson af öllum ákærum í þessu máli, En þegar Hæstiréttur tók við því sendi hann málið um hæl til Guttorms aftur; fundust réttinum vinnubrögð Guttorms algerlega óviðunandi. M. a. benti Hæstiréttur á að þótt Guttormur tæki gildar skýr- ingar Kristjáns, hafi honum borið að dæma um það, hvort þessi tilraun til að ná í leyni- lega þóknun hafi ekki verið alveg eins saknæm þótt pening- amir liefðu átt að renna til Gunnars Guðjónssonar. Hafði Guttormi alveg láðst að athuga þá hlið málsins í áhuga sínum við að sýkna Kristján. FJÁRAFLABRAGÐH) HAFÐI EKKI TEKIZT «» ! ">< ■ /"'t uttormur vandaði V' sig nú hvað ákaf- legast i annað sinn og hefur Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.