Þjóðviljinn - 15.04.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.04.1958, Blaðsíða 6
6) — I’JÓÐVILJIKX »?o 15. aprfl Þiódviliinh Ötgefandl: Samelnlngarflokkur alÞýöu — Sósiallstaflokkurlnn. ~ Rltstjórar Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). - Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. - Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml: 17-500 (5 línur) - Áskriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrennl; kr. 22 annarsst Lausasöluverð kr. 1.50 Prentsmiðja ÞJóðvlljana V.,---------------------------/ Viðræður stjórnarflokkanna ¥ Tm langt skeið að undan- förnu hafa staðið yfir við- ræður milli stjórnarflokkanna um ráð til að leysa úr tekju- þörf ríkissjóðs og útflutnings- sjóðs og efnahagsmálin al- mennt. Eins og menn muna var frestað að ganga frá nokkrum hluta af tekjuþörf ríkissjóðs, þegar fjárlög voru afgreidd, og auk þess þarf Út- flutningssjóður á auknum tekjum að halda, og stafar hvort tveggja fyrst og fremst af því hversu léleg aflabrögð voru á siðasta ári og raunar einnig af því að gjaldeyris- tekjumar voru ekki hagnýtt- ar eins skynsamlega og unnt hefði verið. Þessi vandamál öll hafa verið rædd ýtarlega innan ríkisstjómarinnar, og nefndir þingmanna og hag- fræðinga hafa einnig unnið að þeim. Engum þarf að koma á óvart þótt slíkt verk taki langan tíma, ekki sízt ef stefnt er að því að ráða var- anlega bót á örðugleikunum; en auk þess hefur komið fram mjög víðtækur ágrein- ingur um það innan stjórnar- flokkanna hvernig afla skuli þess fjár sem óhjákvæmilegt reynist að taka, m.ö.o. um það sígilda vandamál hverjir eigi að bera byrðamar. Eins og allir vita voru þær kenn- ingar mjög í fyrirrúmi innan Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins að óhjákvæmi- legt væri að leysa vandann með gengislækkun eða með ráðstöfunum sem jafngiltu al- mennri gengislækkun. Al- þýðubandalagið hélt hins veg- ar fast fram þeirri stefnu sinni að affærasælast væri að halda verðstöðvunarstefn- unni áfram og taka álögurn- ar þannig að almennt verðlag raskaðist sem minnst. Hér er sem sé um að ræða mjög andstæð sjónarmið og vand- inn er sá að finna málamiðl- un sem allir flokkarnir sætti sig við þótt þeir telji aðrar lausnir réttari og betri. egar ágreiningur er í sam- steypustjórn verður ævin- lega að taka afstöðu til slíkra vandamála. Og þá hlýtur hver flokkur um sig alltaf að meta hvort slík málamiðl- un sé rétt vegna hinnar al- mennu stefnu stjómarinnar og þeirra mála annarra sem hún vinnur að. Því fer ekki hjá því að stjómarstefnan al- mennt og sambúð flokkanna hefur verið mjög á' dagskrá í umræðunum að undanförnu og að ekki verður skilið á milli þeirra aðgerða sem rætt er um í efnahagsmálum og stjórnarstefnunnar almennt. essar umræður allar eru nú komnar á úrslitastig. Al- þýðubandalagið mun nú eins og fyrr leggja áherzlu á það að ráðstafanirnar í efnahags- málum yerðli í ,.<=lns miklu samræmi við hagsmuni al- þýðustéttanna og )|nnt er að tryggja með samstarfi þess- ara þriggja flokka og að mun meiri fastatök verði á stjóm- arstefnunni en reynzt hefur að undanförnu. Áranguririn sker úr um það hvert áfram- haldið verður. Afglapaskrif IJnginn utanríkisráðherra í •“-^ víðri veröld á sér eins aumt málgagn og Guðmundur í. Guðmundsson, enda má segja að hann eigi ekki betra skilið. Þetta blað skýrir svo frá í leið- ara í fyrrad. að „Rússar hafi gert það að tillögu sinni, að hætt verði öllum tilraunum með kjarnorkuvopn um óákveðinn tíma, með víðtækara samkomu- lagi stórveldanna fyrir augum“ og með þessu séu þeir að „tefla áróðursskákina ár eftir ár, vilja frið og samkomulag í orði, en hafna samkomulagi og afvopn- un á borði“. Alþýðublaðið virð- ist þannig ekki hafa minnstu hugmynd um það efni sem það ræðir. Sovétríkin hafa ekki að- eins borið fram tillögur, þau hafa einhliða hætt öllum til- raunum með kjamorkuvopn og skorað á Bretland og Bandarík- in að gera slíkt hið sama. For- dæmi þeirra er ekki í orði beidur eiiunitt á borði. Fá tíð- indi hafa vakið aðra eins at- hygli í heiminum um langt skeið; en málgagn íslenzka ut- anríkisráðherrans virðist ekki hafa hugmynd um þennan at- burð, — skyldi ráðherrann sjálfur hafa lieyrt um hann? /\nnur atriði I leiðara Al- ” þýðublaðsins éru á sama stigi vitsmuna og þekkingar. Það segir að Þjóðviljinn hafi „fagnað tilraunum Rússa með kjarnorkuvopn. . . Þeir veg- sama rússneskar helsprengjur“. Þetta er glórulaust fábjánahjal. Þjóðviljinn hefur einn íslenzkra blaða krafizt þess frá fyrstu tíð að framleiðsla allra kjarn- orkuvopna yrði bönnuð. Þjóð- viljinn hefur einn íslenzkra <§- blaða birt íslendingum vitn- eskju um áhrifin af tilraunum stórveldanna með kjamorku- vopn og krafizt þess að þeim yrði hætt. Undir þetta hefur aldrei verið tekið, hvorki af Alþýðublaðinu né öðrum mál- gögnum hermennsku og fór- heimskunar á íslandi, heldur hafa þau alltaf reynt að bæða og hrakyrða þá sem vöruðU við hættunni. En einmitt vegna þess að Þjóðviljinn hfefur ævin- lega haft þessa afstöðu h'lýtú'r hann að fagha því af heilum hug að Sóvétríkin hafa nú fek- Úr Húsafellsskógi, málverk eftir Asgrím Jónsson. Vinir hverfa Þegar ég hugsa um Ásgrím Jónsson lis'tmálara, hugsa ég einnig urn hjartfólginn vin minn, Benedikt Björnsson frá Víkingavatni. Það var eitt vor- kvöld fyrir tuttugu og fjórum árum, að himinninn bjóst því skarti, sem hann átti fegurst. Tveir menn gengu meðfram Tjörninni hér i Reykjavík og nutu sameiginlega þessarar dýrðar, annar piltur á sextánda ári, harla fákænn og ráðlaus, hinn hálfþrítugur norðlending- ur, gæddur miklum gáfum og sjaldgæfri smekkvísi um bók- menntir og íslenzka tungu, en dulur og hlédrægur, vígður ævilangri þjáningu, örkumlum og sjúkleika af völdum mænu- sóttar. Eftir skamma göngu undir leiftrandi kvöldhimni fór Benedikt að segja mér frá mjmd einni, sem hann hafði séð, málverki eftir Ásgrím Jónsson, sem ég hafði þá aldrei áður heyrt nefndan. Hann fjöl- yrti ekki um myndina, fremur en annað, sem hann dáði eða fékk honum mikils á einhvern hátt; en raddhreimur hans er mér ógleymanlegur þegar hann lýsti með örfáum orðum birtu hennar og mýkt, tærum og heiðum svip hennar, hinu innra ljósi, sem hafði skinið honum úr dráttum hennar og litum. Eg á það Benedikt Björns- syni að þakka, eins og svo margt annað, svo ótalmargt, að þegar mig bar síðar að verk- um Ásgrims Jónssonar, reyndi ég að nálgast þau og njóta þeirra með því hugarfari, sem ég taldi þeim samboðið. Eg læt ið þá ákvörðun að fella tilraun- ir niður, og með því eru ein- mitt tekin upp vinnubrögð sem líkleg eru til árangurs í alþjóða- málum, að hafa djörfung til að íramkvæma í verki það sem ekki hefur náðst samkomulag um í orðí. óðviljinn hefði fagnað því jafn einlæglega ef Banda- ríkin hefðu hætt tilraunum sínum og mun gera það þegar þau hætta. En skyldi þá ekki koma annar tónn í Aiþýðu- blaðið? ósagt, hvort mér tókst það æv- inlega, en hitt veit ég, að mörg þeirra urðu mér dýrmæt upp- spretta fegurðar og yndis í grá- um heimi, veittu mér bæði hugsvölun og styrk á þunbún- um dögum. Það var því mikill viðburður í lífi mínu þegar ég hitti af tjlviljun þennan þjóð- fræga snilling og brautryðj- anda eina morgunstund á heim- ili frænku hans hér í bæ fyrir um það bil áratug. Hann var þá hniginn að aldri, kominn yfir sjötugt, og mér var kunn- ugt um, að nær því hálfa ævi sína hafði hann orðið að stríða við sjúkdóm, sem mundi hafa verið búinn að leggja margan manninn að velli. Eg undraðist hvað hann var unglegur, hvað hann var glaður og reifur, hvað hann átti mörg áhugamál, hvað hann var f jölmenntaður og við- sýnn. Meðan ég hlustaði á hann þessa hraðfleygu morgun- stund og virti fyrir mér svip hans, drengilegan, mildan og einlægan, rifjuðust upp fyrir mér orðin, sem vinur minn lét falla um mynd hans forðum; og ég sagði við sjálfan mig, að andspænis mér sæti fuhkomin persónugerving þeirra orða. Eg gerði ekki ráð fyrir að fundum okkar Ásgríms Jóns- sonar bæri oftar saman. En 17. janúar 1952 sendi hann mér að kvöldlagi hlýja kveðju, sem ég hafði á öngvan hátt verðskuld- að, ásamt fagurri gjöf, sem mun fylgja mér til æviloka. Síðan hitti ég hann mörgum sinnum, ýmist á heimili hans að Bergstaðastræti 74 ellegar á sjúkrastofum. Það var þó miklu sjaldnar en ég hefði kosið. Þeg- ar hann var þjáður, óttaðist ég að gestkoma yrði honum til ama, og þegar hann var hress óttaðist ég að návist mín kæmi í veg fyrir að ísland auðgaðist. Hann hélt andlegu atgervi sínu óskertu til hinzta dags, bar þjáningarfullan sjúkdóm með kar’mennsku og æðruleysi, en hvenær sem af honum bráði, reis hann upp sem alheill væri, gekk á fund hinnar góðu dísar, tók til starfa og hlífði sér hyergi. Það var í senn hátíð og æv- intýri að koma heim til Ás- gríms Jónssonar og mega tefja hjá honum nokkra stund í kyrrlátri stofu, þar sem unaðs- legar vatnslitamyndir héngu á veggjum. Þegar hann var bú- inn að leiða gestinn til sætis og grennslast eftir högum hans iheð innilegri alúð og nær- gætni, reri hann einatt í sessi og braut upp á einhverju merkilegu umræðuefni. Stund- um talaði hann um myndlist — ekki eins og sá sem valdið hef- ur og þekkinguna, heldur eins og maður sem hefur kynnzt fögrum hlutum og tekið við þá ástfóstri. Slundum talaði hann um dýrð eða hamfarir ís- lenzkrar náttúru, stundum um bókmenntir vorar fornar og nýjar, ekki sízt þjóðsögur, stundum um ýmsa tinda ev- rópskrar nútímamenningar eða löngu liðin menningarskeið ná- lægra og fjarlægra kynkvísla. Oftast hygg ég þó að hann hafi rætt um tónlist, en henni unni hann eins heitt og hinni góðu dís, sem hafði kallað hann til fylgdar vjð sig á barnsaldri. Það var sama hvar hann bar niður, alstaðar gat hann miðl- að gestinum einhverjum verð- mætum. Og viðmóti þessa há- menntaða og sannmenntaða snillings, sem eyddi jafnan tali um sjálí'an sig og verk sín, því verður helzt lýst með því að nefna sólaryl og heiðríkju. Honum virtist áskapaður sá Ijúfi hyr í brjósti, sem tendr- ast okkur smágerðum óf ull- komnum mönnum einungis á stopulum hátíðisstundum — og slokknar skjótt. Hann minnti mig oft á vin minn, sem sagði mér fyrstur manna frá list hans. Þeim var sameiginleg stórbrotin og göfug lund, sú fölskvalausa hjartahlýja og einlægni, sem er svo fágæt á þessari öld vélar og grímu. Mikill listamaður er látinn, en verk hans lifa. Benedikt Björnsson er einnig horfinn mér út á fljótið dökkva og verður jarðsunginn í dag að Víkingavatni ‘ í Kelduhverfi. Fáir þekktu hann, enn færri vissu hvað í honum bjó, hvaða gáfur skapanornirnar höfðu fjötrað þar og lamað. Hann studdi mig ungan, mótaði að verulegu leyti lífsskynjun mína, átti trúnað mjnn allan. Framhald af 9. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.