Þjóðviljinn - 15.04.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.04.1958, Blaðsíða 12
BÉftienskur fiðluleikari heldur hér fónleika Ion Voicu leikur í kvöld og annað kvöld á vegum Tónlistaríélagsins Tvp'i’ rúmenskir tónlistarmenn eru komnir hingað til Reykjavíkur á vegum Tónlistarfélagsins og halda tón- leika fyrir styrktarfélaga þess í Austurbæjarbíói í kvöld og.annað kvöld. Rúmensku listamennimir eru ak, hinn heimsfrægi sovézki Iön Voicu fiðluleikari og Ferdin- fiðlusnillingur, var á tónlejka- and Weiss undirleikari hans á ferð um Rúmeniu fyrir ailmörg- píanó. | um árum, hlustaði hann á Ion Á efnisskrá þeirra félaga í Voicu leika og varð svo hrjfinn kvö d pg annað kvöld eru þessi af leik hans, að hann bauð hon- verk: Fiðlukonsert í G-dúr eftir um að dveljast við nám hjá sér Mozart, Poéme eftir Chausson,1 um tveggja ára skeið. BjörgunarskipKS llíka !St í k sónata fyrir einleiksfiðlu eftir Ysaye, sónata nr. 2 fyrir fiðlu og píanó eftir Prokoféff, Perpetuum Mobile eftir Novacek og Zigeun- erweisen eftir Sarasate, — Tón- leikarnir hefjast bæði kvöldin kl. 7. Ion Vöicu ér nú af mörgum talinn snjallasti fiðluleikari Rúmena. Hann er fæddur í Býkarest árið 1925, stundaði nám í fiðluleik við Tónlistar- skólann þar í borg og lauk það- an námi 1943. Aðalkennari hans við skólann var George Enaco- vici; en af öðrum kennurum hans fyrr og síðar má einkum nefna hinn fræga rúmenska tón- listarmann George Enescu, svo og Iampolski. Þegar Davið Oistr- Síðasta umferð á Skákþinginu tefW í kvöH Biðskákir úr 8., 9. og 10. um- ferð voru tefidar í gærkvöldi og fóru leikar þannig að í 8. um- ferð gerði Ingi R. jafntefli við Jón Kristjánsson. í 9. umferð vann Ingi Ingimar, Páll G. Jóns- son gerði jafntefli við Kára Sól- mundarson, Halldór Jónsson gerði jafntefli við Eggert Gilfer. f 10. umferð vann Halldór Jóns- son Hauk Sveinsson, Lárus Johnsen vann Kristján Theódórs- son og Jón Kristjánsson vann Pál G. Jónsson. Eggert Gilfer og Ingimar gerðu jafntefii. Leikar standa þá þannig að Ingi er efstur með 9% vinning, Ingimar er með 7% og Kári, Páll Og Halldór eru jafnir í þriðja sæti með 5 y2 vinning. Síðasta umferð á Skákþingi ís- lands er tefld í kvöid í Aðal- stræti 12 og hefst kl. 20. Ion Voicu hefur verið ein- leikari við Fílharmonísku ríkis- hljómsveitina í Búkarest frá ár- inu 1949, en einnig haidið tón- leika við mjkið lof víða utan heimalands síns, í Póllandi, Sviss, Sovétríkjunum, Tékkósió- vakíu, Kína, Júgóslavíu, Búlg- ariu, Finnlandi, Svíþjóð og Eng- landi. Hingað til Reykjavíkur kemur hann, ásamt undirleikar- anum Ferdinand Weiss frá Lond- on, þar sem þeir héldu tónleika í Wigmore Hall sl. rtiiðvikudag. Hlaut Voicu einstaklega góða dóma hjá gagnrýnendum. Daily Norsk freigáía og tvö selveiði- skip eru á leið til ísrandarinn- ar vjð aus'.urströnd Grænlands til að reyna að bjarga áhöfnum þriggja skipa, ails 50 manns. I>essi skip eru selveiðiskipin Drott og Maiblomster, en þess hefur áður verið getið að þau væru föst í ísnum. Þriðja skip- ið er björgunarskipið „Salvator“, en það hefur brotizt til skipanna. Svo illa tókst til að Salvator festist einnig í ísnum milli sel- veiðiskipanna er verið var að bjarga áhöfnum þeirra. Síðustu fréttir frá Salvator herma að skipið sé í mikilli hættu, þar sem ísinn þrengir mjög að því. Herskip ógna upp- reisnarmönnum Einn tundurspillir og fjórar korvettur frá stjórnarhernum 1 Jakarta í Indónesíu hafa varp- að akkerum úti fyrir Padang á Mið-Súmötru, þar sem uppreisn- in byrjaði á dögunum. Talið er líklegt að stjórnin hyggist senda her á land á ströndinni beggja vegna borgar- innar. Uppreisnarmenn búast til varnar, en þeir hafa engar stór- ar fallbyssur til að skjóta á skip- in. þJðHVllJINN Þriðjuda.gnr 15. apríl 1958 — 23. árgangur — 85. tölublað. stjórnarherinn sé í hraðri sókn á Norður-Súmötru. Rúmonski sendiherrann hjá forseta Hinn nýi sendiherra Búmeníu á Islandi, dr. Petre Balaceanu, afhentj i gær forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátáðlega athöfn á Bessastöðum, að viðstöddum utanríkisráðherra. - Affi athöfninni Iokinni snæddu sendiherrahjónin og utanríkisráð- herra og frú hans hádegisverð í boði forsctahjónanna, ásamt nokkrum öðrum gestum. Sendiherra Búmeníu á Islandi hetfur búsetu í London. Myndin að ofan var tekin við móttökuna á Bessastöðum í gær. fLjósm. P. Thomsen.) Dr. Petre Balaceanu sendiherra er fæddur í Cetate í Craiova- héraði árið 1906. Hann lauk há- skólaprófi í viðskipta- og hag- fræði í Búkarest og starfaði síð- í fréttum frá Jakarta segir aðfan við þjóðbankann rúmenska. Eftir heimsstyrjöldina síðari starfaði hann við rúmensku Magnúsi Jénssyns ágæSlega faprJ swiii Konungtegu épeniiinar s iöfn a n Dregið ur vaWi verkamaimaráða Vladislav Gomulka, foringi pólskra kommúnista, hélt ræðu á þingi pólska verkalýðssam- bandsins í gær. Hann sagði m.a að verka- mannaráðin, sem stofnuð voru þegar stefnubreytingin eftir dauða Stalíns varð, gætu ekki lengur verið einráð um fram- leiðsluhættina í verksmiðjuiðn- aðinum, og ráðið því upp á sitt eindæmi, hvort verkföll skuli gerð. Allt vald í þéssum efnum verð- ur hér eftir í höndum fjögurra aðila: Ríkisstjörnarinnar, Verka- mannaflokksins, Vérkalýðssam- bandsins og Verkamannaráð- anna. Ion Voica Mail sagði þannig að „töfrar byggju í fingrum hans og boga“ og að hann væri „verðugur læri- sveinn hinna fræjjíi kénnara hans Enescu og Daviðs Ojstraks. Hann héfur hug skáldsins og slíka lcikni í höndunum að mánni dettur í hug sjónhverf- ingamaður“. Ferdinand Weiss er mjög kunnur undirleikari í heimalandi sínu og einnig utan þess; hlaut hann t.d. verðlaun sem bezti undirleikarinn á alþjóðlegri sam- keppni söngvara, sem haldin var í Ítalíu á sl. hausti. Þeir Ion Voicu og Ferdinand Weiss fara héðan frá Reykjavík til Lundúna nú í vikunni, þar sem þeir munu leika i sjónvarp n.k. þriðjudag. Síðan er ferð þeirra heitið til Brússel og síðar í vor munu þeir enn halda til London og leika þá inn á hljóm- plötur fyrir Decca, Syngur eitt aðalhlutverkið í óperunni trovatore, sem frumsýnd var í fyrradag Fregnir frá Kaupmannáhöfn herma, aö Magnús Jóns- son söngvari hafi unnið ótviræö’an l.istsigur, er hann kom i fyrsta sinn fram á sviöi Konunglegu óperunnar þar í borg í fyrradag. Sem kunnugt er af fvrri' m jög vel tekið, en meðal á- fréttum var Magnús ráðinn til heyrenda var Friðrik konungur. að fara með hlutverk Manricos, aðaltenórhlutverkið í óperunni II trovatore eftir Verdi, er á- kveðið var að taka hana til sýninga í leikhúsinu í vetur, en söngvarinn hefur að und- anförnu stundað nám við Kon- unglega óperuskólann í Höfn. Þess má og geta, að Magnús fór með þetta sama hlutverk, er óperan var flutt hér í Reykjavík á tónleikum í fyrra af Sinfóníuhljómsveit Islands, íslenzkum einsöngvurum og kórfélrgum úr Fóstbræðrum undir stjórn brezka hljómsveit- arstjórans Warwick Biaith- waite. Söng Magnúsar Jónssonar á - r frumsýningunni í fyrradag var Dómar Kaupmannahafnarblað- anna í gær voru líka mjög lof- samlegir og er Magnúsi spáð góðum frama á söngbrautinni. Leikstjórn Önnu Borg var einn- ig hrósað. sendisveitina í Washingtón og 1948 var hann gerður sendi- herra í Argentínu. Árin 1949— 1957 var hann háskólakennari í hagfræði og áætlunarbúskap við Leninstofnunina í Búkarest. Hann var einnig forseti þjóðbankans og aðstoðarfjármálaráðh. Árið 1957 var hann gerður sendiherra í London. Balaceanu er kvæntur og á eitt barn. í tómstundum stund- ar hann einkum bókmenntir og sportveiðar, og íþróttamenn munu hafa gaman af að vita að hann er mjög áhugasamur um íþróttir og á sæti í rúmensku Olympíunefndinni. Sondmót Hafnar- fjarðar í kvöH Sundmót Hafnarfjarðar verður háð í sundhöilinni þar syðra í kvöld. Keppt verður í 12 grein- um og eru keppendur 65, þ.á.m. margir af þeztu sundmönnum okkar. Leikfélag Souðórkróks 70 ára Leikfélag SauÖárkróks hélt 70 ára afmæli sitt hátíö- legt í fjrrrakvöld meö sýningu á leiknum Júpiter hlær, í þýöingu Eyþórs Stefánssonar. Valgarð Blöndal flutti við þetta tækifæri ræðu um stofn- un og starf félagsins en Guðjón Sigfússon bakarameistari, for- maður félagsins, þakkaði ýmsar afmaelisgjafir. Eyþór Stefánsson, ■ fram- kvæmdastjóri Leikfélágs Sauðár- króks er leikstjóri við sýningu fyrmefnds leiks. Leikfélag Sauð- árkróks mun vera elzta leikfélag landsins. Það starfaði frá stofn- un fram til ársins 1907 en hætti þá leiksýningum, þar sem ýmsir aðrir aðilar héldu þeim þá einn- g uppi. Árið 1941 hóf það starf- semi að nýju og hefur starfað óslitið síðan. Myweiarii&gt framlag iðunema til s§ú1kr£ifaá®s á Seiiossi Eitt af hinum mörgu aöilum, sem lagt hafa fé af mörkum til hins nýstofnaöa sjúkrahúss Suöurlands, er félag iönnema þar á staönum.. Undanfarin ár hefur fé- lagiö unnið að fjársöfnun í þeim tilgangi, og nú nýléga afhent stjórn sjúkrahússins kr. 12.800, sem framlag sitt til þeirra mála. Fé þetta er hagnaöur af leiksýningum félagsins, svo og einnig 15% af tekjum þess nú á síð- ustu árum. Félagslíf iðnnema stendur nú með miklum blóma. Það hefur haft hér opið tómstundaheim- ili í vetur, og hefur það geng- ið mjög vel, verið opið tvo daga í viku og aðsókn verið góð, heldur minni þó nú sáðustu dagana. Nú er verið að und- irbúa skemmtun í sambandi við skólaslit iðnskólans. Þar verður leilcsýning, kvikmynd, ræðuhöld og eitthvað fleira. Vetrarstarfsemin fer nú að minnka í þetta sinn, vorhug- urinn fer að vakna og áhug- inn þá að beinast að öðrum verkefnum. Á síðasta ári hafði félagið gagnkvæmar heimsókn- ir við iðnnema á Akranesi, en hvort það verður framvegis mun ekki vera afráðið ennþá. Sýning Rooskens framlengd Málverkasýning hollenzka málarans Antons Rooskens I sýningarsalnmn við Hverfis- götu, sem Ijúka átti á sunnu- daginn, verður framlengd til 'rv.'v •"'•v.. ..i> Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.