Þjóðviljinn - 13.08.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.08.1958, Blaðsíða 7
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 13. ágúst 1958 Miðvikudagur 13. ágúst 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 lomnu ÚtKefandi: Bamemingarfloklcur albýBu - SðsiaUstaflokkurinn. - Rltstjðrar: Maenús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — ^laðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, ivíagnús Torfl Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V P^-iðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- ereiðsla, augl^singar. prentsmiðja: Skóla .örðustíg 19. — Simi: 17-500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 30 á mán. i Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann> arsstaðai - Lausasölu^erð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Hernaðaiaðgerð og háttprýði ó'ro er skýrt frá I íslenzku ^ dagblaði í gær, að ríkis- ;tjórn Bretlands „muni senda flota nokkurra herskipa inorð- ur I Atlanzhaf til að vemda brezka togara við strendur ís- iands eftir 1. sept. n.k Fyrstu herskipin fara af stað í þess- ari viku, samkvæmt áætlun, ■em flotamálaráðuneytið hefur gert, og munu þau hafa kall- L-nerkið „Operation Iceland". Fjögur eftirlitsskip, tvær frei- -átur, einn tundurskeytabátur og fjórir tundurspillar eru í flota þessum. Skipstjórunum hefur verið skipað að sýna njög mikla háttprýði og lagni.“ Var þetta aðalfrétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær, og höfð eftir ensku blaði „Empire News“ Það er að vísu ómerki- egt blað og er gert alltof hátt undir höfði með því að ,gera ummæli þess að aðalfrétt . Morgunblaðinu og leiðaraefni Þjóðviljanum, en þar sem hér er höggvið nærri sóma brezku ríkisstjómarinnar og ís- iar.d er einmitt í hemaðar- bandalagi við Bretland, skal betta þó gert. Tslendingum mun það til láns, að þeir trúa ekki þegar vona ómerkilegt blað ber rík- sstjórn lands síns jafnfárán- egum sökum. Blaðómyndin gefur í skyn að hernaðarástand milli Bretlands og íslands sé að skapast nú í vikunni, talar im „Operation Iceland", hern- aðaraðgerðina fsland, og leggi fyrstu herskipin af stað næstu daga. Að vísu hefur „skipstjór- um“ (dónalegt orð um flotafor- ingja hennar hátignar Eng- fandsdrottningar) „verið skip- ;r<ð að sýna mjög mikla hátt- prýði og lagni,“ við vernd inskra veiðiþjófa í íslenzkri L'andhelgi. Vist er það bót í máli að þjófur sem fremur bjófnað sinn undir vemd vopn- aðrar bullu, fullvissar þann t.em stela á frá, að bulla þessi muni koma fram af ýtrustu háttprýði og lagni. Hins vegar rnun gæta nokkurrar tor- ■ ryggni gagnvart stríðsmönn- ■_im hennar hátignar Englands- irottningar vegna fr.amkomu beirra hér og þar í heiminum 'jg kunna íbúar Kenya, Mal- akkaskaga, Indlands og fleiri anda margar sögur um hátt- jrýði og lagni þess stríðsfólks Einnig ber þess að gæta .að •æri þessi fregn hins ómerki- . ega enska blaðs rétt, hlyti til- xynning ríkisstjórnar hennar hátignar um að Bretland segi -slandi stríð á hendur að hafa misfarizt í póstinum. Nær engri att að senda herskip og flota- loringja af stað í hernaðarað- gerðina fsland, þó með hátt- prýði og lagni-fyrirmælum sé, :yrr en búið er að segja ís- endingum formlega stríð á nendur og unnizt hefur tóm • il að senda þá Kristin og Gil- ihrist heim og ljúka brottflutn- ingi brezkra þegna af íslandi og íslenzkra frá Bretlandi. Tvó einhverjum ábyrgðarleys- ingja kynni að koma til hugar að „ríkisstjóm hennar- hátignar kynni að hefja „hem- aðaraðgerðina ísland“ án þess að segja íslandi stríð á hendur, er það með öllu ólíklegt, Þann- ig getur ríkisstjórn Bretlands farið með Egyptaland, en tæp- ast með norræna grannþjóð. Líka er hitt fjarstæða sem ymprað hefur verið á, að ríkisstjóm hennar hátignar og heimsveldisins Bretlands hafi lengi leitað að nógu fámennri þjóð til að níðast á, og loks talið að íslendingar mundu ekki fleiri en svo að stríðs- menn heimsveldisins hefðu enn bohnagn til að níðast á þeim. TTér skal að lokum bent á al- •“ veg óyggjandi rök fyrir því iað hið ómerkilega enska blað „Empire News“ hlýtur að fara rangt með er það segir að í þessari viku hefjist „hernaðar- aðgerðin ísland“ með því að ríkisstjóm Bretlands sendi sveit herskipa til að ráðast á landhelgi íslands og vernda þar veiðiþjófa. Svo fjarri fer því að hemaðarástand ríki nú þessa vikuna milli Bretlands og íslands, að þessi ríki eru einmitt í einu og sama hemað- arbandalaginu og Bjarni Bene- diktsson aðalritstjóri lagði þar við heiður sinn sem utanríkis- ráðherra, að ríkisstjórnir í því hernaðarbandalagi myndu aldr- ei hefja árásarstríð. Þar átti hann þó við að aldrei gæti komið til iað þessar göfugu rík- isstjórnir hæfu árásarstríð gegn nokkru ríki utan banda- lagsins. Sjá þá væntanlega all- ir að hitt nær engri átt að ein þessara friðsömu ríkisstjórna á- kveði að fara fyrírvaralaust í árásarstrið við aðra þjóð þessa sama hemaðarbandalags, jafn- vel þó gert væri ráð fyrir að framkvæmd „hernaðaraðgerð- arinnar ísland“ færi fram með „mjög mikjlli háttprýði og Iagni.“ ► er allt að sama brunni. „Hernaðaraðgerðin ísland" hlýtur að vera ómerkileg frétt hins ómerkilega enska blaðs. Engin brezk ríkisstjórn hefur ráð á þeim gífurlega álits- hnekki er jafn heimskuleg fram- koma hefði í för með sér. Og hún hefði kannski enn síður efni á því að verða að athlægi um heim allan, einnig heima í Bretlandi, því „hemaðarað- gerðin ísland“ hlyti að fá enn háðulegri endi en árásin á Eg- yptaland. Enda munu fregnirn- ar um stríðið við ísland eiga að vera til þess fyrst og íremst að hræða vissa íslenzka stjóm- málamenn. Afleiðingin verður sú ein að þjappa íslendingum sanian • um landhelgismálið, hvar í flokkj sem þdr standa. Binni í Gröf ... þunnur — maður núnn Jóhann Tryggvason, liáseti m.s. Ágúst Guðmundsson GK 95 — Vogum „Er nú flugmaður kominn á síld ?.“ — skaut ég að Jóa einn morguninn. Þeir voru að búa sig undir að laga nótina. Nótabátamir lulluðu á lognsléttri höfninni. „Maður verður að styrkia framleiðsluna" — segir Jói hátiðlega. ,,Ég hélt maður sæi þig á Dalvíkurbát“. „Við erum hér nokkrir Dal- víkingar á þessu skipi“. „Hvemig finnst þér?“ „Þetta er allt svo bjánalegt“. segir Jói mæðulega. „Við erum að dóla á Digra- nesflakinu — það eru þarna nokkur skip að sveima hvert innan um annað — við vorum víst búnir að vera þarna fimm klukkustundir -— heldurðu að Súlan frá Akureyri komi ekki allt í einu branandi af hafi — dembir sér þárna inn á milli okkar — þeir era allt í einu farnir að kasta — jú.takk — sex hundrað tunnur — ég skil þetta sko ekki“. „Þú ferð þá í flugið aftur“.: „Veiztu hvernig þeir hafa það á Vopnafirði?“ Það verður ekki annað sagt en landbúnaðurinn ráði bar ríkjum. Mörg skip bíða kannski eftir losun. Jú i— jú — það er verið að salta í gríð og erg. Nei — allt í einu taka sig nokkrar kellingar upp — hlauna heim — til hvers — mjólka beljumar — blessaður vertu — bað kemur heyþurrk- ur — píidarverksmiðian lam- ast — kallarm'r era roknir í hevt'8'". semr .Tói h'æiand’. „Svo rm'kill s’ömaðnr er ég — að mér »r nóg boðið“. ...Tá — barna ræður Páll 2éoUónípí2cor ríkjnm". Nú er komínn mikih broði á nótina — hún rennrr í vep-n. um greinamar — úr eimm bátnnm í annan ■— pomfaiið traflast — hoppa upp í næsta skip. „Á é<y eViip kvéðju frá þér — Jói minn‘‘. ...Tá —slcilaðu kveðju heim á Dalvík"-. Baldur Guðimmdsson, stýrimaður mjs. Kópur — Keflavík Við sátum í morgimsólmni á sinn hvoram bryggjupollan- um — hvít síldarskipin ösluðu inn á höfnina — hvert eftir annað -— það var góð veiði á Þistilfirði um nóttina—morg- unsvalinn ferskur og hlýr — sum skipin drekkhlaðin og veiðigleðin söng í loftinu. „Alltaf er það ejns að koma með drékkhlaðið skip að landi",' sagði stýrimaður upp- numinn og við sátum þarna svo skemmtilega rómantískir og vitlausir. Það var þá sem við kom- um inn á þessi skattfríðindi sjómanna. Hjaltt ... asdictækin björguðu Sigtryggur Gísli Styff Deddi í Árbæ Ármaim á Helgu Nonni Suðurþingeyingur á síld ... samkeppni við sexapílinn... aflakóngur fram að þessu... stemningin er fyrir öll*u ...pípa — heimspekileg ró .. Siggi á Víði þarf ekki flibbamann ‘tífof\y • .... Sveinki á Fagrakletti þessi tíðu rafmagnshögg Svona geta efnahagsmálin komið til umræðu á viðkvæm- ustu stundum. „Sjómenn kunna vel að meta það sem gert hefur verið fyrir þá í þessum málum — ég hef til dæmis 1300 króna frá- Guðgeir Magniísson: ur síldinni drátt á mánuði — en þetta er bara i áttina — við þurfum meira. Okkur langar til þess að þyggja hús yfir fjölskyldur okkar —- það er sama æðið lijá okkur og í landi — ég keypti fokhelt hús fyrir tveimur ár- um — ekki gat ég unnið eina stund sjálfur — þurfti að kaupa alla vinnu — var alla stund á sjónum — menn í landi geta sparað sér mikið í frístundum eínum. Svona er það fleira — blessaður vertu", sagði Baldur og var farinn að pata höndunum eins og franskur pólitíkus. „Hefurðu ekki séð neina brezka togara á miðunum ?“ „Jú — við sáum einn um daginn — þeir eru válegir. Mikið andskoti verðum við að standa oklcur í haust". Það kallaði einhver í Bald- ur og hann spratt á fætur. „Skila kveðju frá þér heim?“ „Jú — vinur — það er á Yatnsnesveg 36 í Keflavík“. Benóný Friðriksson, skipstjóri m.s. Gullborg V!E 38 Þarna lúrir fram í glugg- ann ein þekktasta aflakló hér á landi — Binni í Gröf — þykist vera eitthvað óuppíagð- ur. Þeir eru þó að losa sex hundruð tunnur í salt. Allt er á ferð og flugi. Þeir duttu í hana austur á Vopnafirði í nótt. „Ha; taka mynd“. „Ég er svo helvíti þunnur maður minn — tolli valla á mynd — gufa upp af film- unni“, kempan hlær. „Hafið þið einskonar sj"tta skilningarvit — fiskimenn eins tjg þú — Benóný?“ „Ja — hérna. — Hef vist alltaf þótt heppinn á vetrar- vertíð i Eyjum en gengið ver á síld. Þorskurinn er stöðugri í rásinni. Þetta er ólíkt geð- ugrí fiskur. Þetta er svo stap- ilt í sér“. Á öndverðum vetri 1904 er íslenzkur kaup- maður staddur í Staíangri í Noregi. Eitt kvöld situr hann á knæpu og hittir þar fyrir norskan ævintýramann — Benedikt Mannes — nýkom- inn heim frá Vesturheimi. Þarna á norskri öl- knæpu berst talið að fljotvirku veiðitæki, er leit dagsms Ijós á Kyrrahafsströnd Bandaríkj- anna. Slíkan lifandi áhuga íékk kaupmaðurinn, að hann Jeigðimæsta.sumar tvö lítil gufuskip með bessu fljótvirka veiðitæki. Þannig hélt snurpiúótin innreið sína í íslenzkan þjóðarbú- skap. Og brautryðjandinn var Sveinn Einarsson, kaupmaður og útgerðarmaður á Raufarhöfn. # Frá þessum tímapunkti upphefst einhver rómantískasti kafli íslenzkrar atvinnusögu — síldveiðar fyrir Norðurlandi — atvinnugrein með öll einkenni fjárhættuspilsins. Hefur þar margur rúllað fyrir lítið en aðrir gengið með svimandi upphæðir frá borði. Framan af táknar síldarvertíð þrotlaust erfiði og langar vökutarnir í fremur stirðbusalegri veiðitækni flotans, þar sem handaflið réð úr- slitum. Allt var þetta kannski unnið fyrir gíg í öryggisleysi markaðskreppunnar í nálægum löndum. Hefur engin atvinnugrein verið tröll- riðin stærri sveiflum. Nú er svo komið vélvæð- ingu síldveiðiflotans —• með hagstæðum skil- yrðum í kraftsíld á vestur og austursvæðinu — að það tekur aðeins 48 klukkustundir að veiða fyrir reksturskostnaði flotans alla vertíðina. Hvenær kemur þessi stóra stund? Stór hluti af íslenzku fjármagni spilar í þessu silfurhappdrætti veðurguðanna. Allir eru hengdir upp á þráð í spennu og ofvæni síldar- fréttanna. Sleppur margur létt frá dyggð sann- leikans í óskhvggju heillar þjóðar. Alltaf leitar hugurinn út á miðin. Engum íslenzkum guðsmanni er tíðar bölv- að en prestinum í Kolbeinsey ------- en svo nefna sjómenn forlögin er þeir flengja hin norðlenzku síldarmið. Orðmargar frásagnir eru þó fátíðar af þessari hreinu veiðigleði ásamt diúpri náttúrustemningu er sjómenn upplifa úti á miðunum — þetta kvika ofvæni áður en nóttin nær að 'lokast í lognblíðu morgunsins úti á Sporðagrunni með skagfirzka landsýn eða uppháfun í miðnætursól íshafsins með Rauðu- núpa sem viðmiðúnarpunkt. „Það era langar stöðumar 'hérna í stýrishúsinu — at- hyglisgáfan verður alltaf að vera vakandi". „Ég held að þetta sé aðal- lega kunnugleiki. Mér hefur alltaf fundizt aðalvandinn að vita 'hvenær maður á að hætta á hverju miði — maður má aldrei gelda eig á sama mið- inu. Vera nógu fljótur að finna ný mið“. „En síldin?" „Þetta er svo helvíti duttl- ungafullt ■— þetta sprettur upp hér og hvar — þétta er svo óáreiðanlegt. O — maður lifandi". „Svona hefur þetta verið í þessi 4 sumur sem ég hef átt við hana“. „O — jæja. Skilaðu kveðju heírn í Evjar. Strákarnir hafa það gott.“ Sigurvina Samúelsdóttir, kokkur m.s. Dúx RE 300 Þetta er Vinsí. Þarna flatmagar hún á lúkarskappanum og malar eins og köttur í sólskini eftir- miðdegisins. „Hæ“. Aðspurð er hún að upp- hugsa kvöldmatinn. „Já — held ég gefi strák- unum lúðusteik". „Hvernig líkar þér?“ „Þeir era voða alminlegir". Nú kemur ekipstjórinn á leiðinni niður í káetu. „Era þið heppnir með kven- kokkinn", spyr ég lúnkinn. „Jú — skinnið. Þetta er lögulegt". Og Vinsí hlær. „Kallinn er svo alminleg- ur“. „Era þið búin að veiða mik- ið?“ „Sona la la“. Verður skrítin á svipinn. „Það er víst nótin“. „Hvað hafa kvenkokkar mikið í hlut?“ „Það er einn og kvart“. ,,Jæja“, segir Vinsí. „Ekki dugar að sb-ixa svona“. ,,Nú þarf ég að ná í mjólk- ina eem kemur korter yfir fjögur“. „Skilaðu kveðju heim á Isafjörð". Eggert Gíslason, skipstjóri m.s. Víðir II GK 275 Það var áliðið kvölds, er Víðir II frá Garði renndi upp að bryggjunni. Við hliðina á mér stóð sunn- lenzkur sjómaður og við vor- um að virða fyrir okkur þessi hröðu og samræmdu handtök, er landfestum var kastað — báturinn bundinn við bryggj- una. Og sjómaðurinn gat ekki orða bundizt. „Mikið er gaman að horfa á strákana vinna saman, sjá þessa stemningu — hver maður svo hugsandi við sitt verk, allir svo lifandi á sín- um pósti — þeir era líka að losa 47 þúsund króna háseta- hlut“. Svo hófst l"ndunin. Deddi í Árbæ er einn af orðvörastu mönnum, er maður hittir í flotanum — ég hitti hann skömmu síðar —— hann var að huga að nótinni — í- hugull og þögull og var ekk- ert um það að láta trufla sig. „Þið erað aflahæstir á ver- tíðinni?" „O — já — fram að þessu“, segir hann varkár og niður- sokkinn í athugun sina á nót- inni. Og það kemur löng þögn. Auðvitað er það eitt af veigamestu atriðum í veiðinni að hafa nótina í lagi — hversu margir hafa ekki flaskað á því — ég er að hugleiða með sjálf- um mér, hvað þessi þöguli skipstjóri er þurr á manninn — það dregst ekki orð upp úr honum og maður segir svona út í bláinn. „Ármann á Helgu segir að hringnótabátar veiði betur en snurparar í síldarleysi". Það hreif. Eddi rétti snöggt úr sér og það er komin bræla á norð- austan. „Segir Ármann það — hafa ekki snurparar asdictæki í nótabátunum. Það ætti að jafna sig upp“. En nú er Eddi búinn að hlaupa á sig og hann fer að að hlæja. Kannski skynjar maður spennu baráttunnar — afla- kóngur berst ætíð eins og ljón fyrir þ?ssu tignarheiti vertíð- arinnar. Eddi er orðinn mennskur á svipinn — ég hætti mér út í aðra spurningu. „Hvernig reynast þessar nælonnætur?" „Ja — sumir era að kvarta, að þær séu of léttar í sjónum — ég hef verið heppinn með mína. Kahnski er ekki nóg blý í beim — ég veit það ekki — það má ekki skeilca grammi — hlutfallið hefur kannski raskast í sumum þeirra — þetta er fyrsta sumarið, sem þær era almennt notaðar í flotanum — en mikið andskoti eru þær dýrar — þrjú hundr- uð þúsund spírur — við erum sumir með tvær og grunnnót í þokkabót — það er dýrt að gera út á síld“, segir Eddi tví- ráður og glettinn í senn. „Má ég skila kveðju frá þér?“ Hann verður fyrst snöggur upp á lagið, en það bregður fvrir hlýjum glampa í augna- tilliti — þegar minnzt er á fiölskyldu hans í Árbæ í Garðí. „Já — skilaðu kveðju heim“. Gísli Styff, matsveinn m.s. Fanney — Reykjavik Það var mikið verið að brasa, er ég kíkti inn í matsalinn — hvít gufan lagði út um dyrn- ar, pottar kraumuðu á elda- vélinni, brún brauð ilmuðu ný- bökuð á bretti og sjálfur bras- arinn stóð við eldhúsborðið og afhýddi kartöflur. Allur matsalurinn skein af þrifnaði og myndarskap -— meistarinn hvítklæddur frá hvirfli til ilja — með stóran hvítan stromp á höfðinu. Stýrimaðurinn kom aðvíf- andi — settist við borðið — mér er boðið kaffi — rjúkandi kaffikanna — sykur— mjólk. Og við eram að dóla með skeiðinni 1 könnunni. „Eigið þ:ð ekki í harðri samkeppni við kvenkokkana?" spyr ég Gísla St>"ff. „Hvað ertu að segja •— auð- vitað vilja allir kvenkokka — það er sexapíllinn — maður — þeir eru svo mikill samein- ingarmáttur fyrir skipshöfn- ina“, segir Gísli hlæjandi og slær með sleifinni á þriflega ístrana til áréttingar. „Ósköp er að hevra í bér nafni minn“, segir stýrimaður. „Enginn kvenkokkur býr til eins góðan mat og þú“. „Það er nú belzt — hrædd- ur er ég um, að drengirnir séu ekki á sama máli — nafni — nei — góður sexapíll — það er ekkert eins gott á sjó. Við verðum að bevgia okk- ur fyrir lögmáli lífsins". Mér er orð'ð starsvnt á plötu yfir matborðinu Þar er skýrt frá' því, . að skipíð sé bvggt í Taoma 1 Washinaton- fvlki á Kvrrahafsströnd Bandaríkianna. Gísli Stvff fræðír mig á bví, að norskur máður -— sfkom- andi verksmíði”stióra á P;aTu- firði — hafi teiknað skipið og það kqfí varið á RÍnum tíma nýskönun í sí’-kmíði. „Ég er nú h’unn að vera hér um borð r.íðan bað kom hinp'að ti) landn. ’4.R. hað raA-u hríngnótinn; bránrírio — þeim árangri — að nú er hún í miklum me’ríþiuta í f1o+"n- um“, seg;r Gísli Ptvff að lok- um. ,,ÞÚ biðnr að hnilaa ...Tá — ’"»■'! —■ inn. Það er í Trípólikamp 23“. p/irtnvo’i,,, í':g1iriónssen, S+vrímaður m.s. Pá.ll PáJsson fS 101 Hnírídal „Hifað e»’ ke+ta wií—-> -- ert.ll knmirr) mrrí fl-in + oo^; ypTp’höirníli n p"l^pn4- r lnndunarb’’”o-o’iunni oo- Vríð eftir skini s>nn ov llrínofc.Q)aðj fvrír fi’aman brvooi”np. Eiórir dmn rhnfvkU'”' fprminou p+nðu jupnnplooo yfir les+eroninu og munduðu SÍlda.reaf f'ana — hæruoV”+”. um erákolli sksnt. unn í lúk- arsdvrun”m no ]eít til himins og snússaðí sig. O -— jó _- be+.+o pru iann- aðhVOlÍ; V'-’o’ nðp (rorviol. .. Fi? VóV’l n. 1 rovímr Bsrornfn .AnTlfir.q llpFo <?f Vpr*>r:v bpPQ cjicr irol —— hf»4-4-n <2 um ekki n.e'n kraf+sí'd — bá Framhald á 8. síðu. Baldur á Arnfirðingi Valdi í Hnífsdal

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.