Þjóðviljinn - 13.08.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.08.1958, Blaðsíða 12
1700 manns fluttir fluoleiðis á Þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum Dimmviðri heíu; hamlað no&huð flugfcrðum Vegna Þjóöhátíðarinnar í Vestmannaeyjum hafa flug- vélar Flugfélags íslands farið margar aukaferðir milli Eyja og lands undanfarna daga. Aukaferðir hófust mið- vikudaginn 6. þ.m. og í fyrrakvöld vom feröir til og írá Vestmannaeyjum orönar 66 og farþegar um 1700. ÍUðHVtUINI! Miðvikudagur 13. ágúst 1958 — 23. árgangur — 179. tölublað Áíengissala minnkar í Reykjavík m m tvöíaldasi á Isaíirði Eru neykvíkiutrar farnir að drekka minna. — eða er smygíað mcira nú en í fyrra? Sala áfengis á tímabilinu frá 1. apríl til 30. júní í ár hefur minnkað nokkuö hér í Reykjavík, en aukizt útL á landi, semanborið við sölu á sama tíma í fyrra, sam- kvaemt upplýsingum Áfengisverzlunar ríkisins og áfeng- ísvarnarráðs. Auk þess að fljúga milli Revkjav.’kur og Vestmannaeyja hrfa ,.Faxarnir“ einnig farið mary^r ferðir milli Hellu, Skcgasands og Eyja. 1 fyrradag vom áætiaðar fimrr.té.n ferðir miili Vest- m' '"'.'yja og lands, en sök- um rlimmviðris lokaðist Vest- mr•vv'.eyjaflugvöllur um miðj- an tí?.g og Reykjavíkurflugvöll- ur nokkru síðar. Al’ar Dakotaflugvélar Flug- fé’agsins voru af þeim sökum veðurtepptar úti á landi í fyrrinótt. Tvær á Skógasandi og ein á Egilsstöðum. Annað kvöld efnir ÆFR einu sinni enn til kvöldferðar. Þær ferðir hafa allar tekizt mjög vel og eige. vaxandi vinsæld- um að fagna, en nú er farið að líða svo nærri hausti, að þeim fer að fækka, sem hægt verður að fara á þessu sumri. Að venju verður ekki ákveðið hvert halda skal fyrr en lagt verður a.f stað. Fylkingin mun leggja til kaffi í ferðina, en þátttakendur hafi sjálfir með sér nesti. Öllum er heimil þátt- taka og ber að tilkynna hana á skrifstofu ÆFR í Tjarnar- götu 20, opið k’ukkan 6—7 e.h. sími 17513. Lagt verður af stað í ferðina kl. 8 e.h. frá Tjarnar- götu 20. HelgarferSir /£. F. R.: Gengið á Baulu á sunnudaginn Ná er komið á seinni hluta ferðaáætlunar Æskulýðsfylk- ingarinnar á þessu sumri, en aðsókn að sumuin ferðiun fé- Iagsins hefur verið svo mikil að margir hafa orðið frá að hverfa. Næsta ferð hafði verið ráð- gerð að Hvítárvatni, en sökum þess að veðurútlit þykir ó- tryg&t á f jöllum hefur verið á- kveðið að fara um næstu helgi að Baulu í Borgarfirði. Á laug- ardagskvöldið verður sennilega tjaldað við Hreðavatn en geng- ið á Baulu á sunnudagsmorg- un. Ferðanefndin hefur frétt það utan að sér að margir ætli að vera með og beinir þeim tilmælum til væntanlegra þátt- takenda að láta skrá sig í tíma svo unnt verði að útvega næg- an farkost. Alla farmiða þarf að sækja fyrir föstudagskvöld annars verða þeir seldir öðr- um. Æskulýðsfylkingin leggur að vanda tjöld, hitunartæki, kaffi og kókó og öl verður selt á staðnum. — Frekari upplýs- ingar eru i skrifstofu Æsku- lýðsfylkingarinnar, dagl. milli 6—7 e.h., sími 17513. I gær átti að fljúga níu ferð- milli Vestmannaeyja og lands. Sökum dimmviðris hér á landi, voru báðar Viscountflug- véiarnar, Gulifaxi og Hrím- Naíitilsis i forezkri liöfsi Bandaríski kjarnorkukafbátur- inn Nautilus kom í gær til kaf- bátahafnarinnar Portland á suð- urströnd Englands, eftir 19 daga ferð frá Hawaii um Norður-ís- hafið undir ísnum. Skipstjórinn, sem búinn er að vera í Wash- ington og taka á móti heiðurs- merki, fór í þyrilvængju út í skip sitt til að stýra því í höfn. lfiM b ferð k Gaulle m Afríkis Tilkynht v.ar í París í gær að de Gaulle forsætisróðherra myndi á næstunni leggja af stað í 16.000 kni ferðalag um nýlend- ur Frakka í Afríku. Hann fer fyrst til Madagaskar, þaðan til Miðbaugs-Afríku, Fílabeins- strandarinnar, Frönsku Gíneu og Senegal og kemur til Alsír í ágústlok. De Gaulie fer þessa ferð til að kynna uppkast sitt að nýrri stjórnarskrá fyrir Frakkland. Auk 26 milijón manna í Frakk- landi hafa 19 milljónir í nýlend- unum atkvæðisrétt i þjóðarat- kvæðagreiðslu um stjórnar- skrána 28. september. Eftir heimkomuna fer de Gaulle um Frakkland og heldur ræður í öllum helztu borgunum til að mæla með stjprnarskrár- frumvarpinu. Áróðursherferð hans á að ljúka með'útifundi á Lýðveldistorginu í Paris. Niðurstöður skoðanakannana um álit manna í Frakklandi á stjórnarskrárfrumvarpi de Gulle eru mjög mismunandi. Fylgi við frumvarpið er samkvæmt þeim frá 55 til 80% W-sprenging í nilhilli hæð Bandaríkjamenn sprengdu í gær enn eina kjarnorku- sprengju hátt í lofti yfir John- stoneyju í Kyrrahafi. Frétta- ritari brezka útvarpsins segir að þess sé getið - til í Wash- ington að þessi sprenging og önnur af sama tagi séu fyrsta skrefið til að smíða eldflaug, sem geti grandað sjálfstýrandi, langdrægum eldflaugum á flugi. Japanskt flugfélag tilkynnti í gær að það hefði orðið að fella niður ferðir vegna kjarn- orkusprenginga Bandjaríkja- manna á Kyrrahafi. Stjóm fé- lagsins áskildi sér rétt til að krefja Bandaríkjastjóm bóta. faxi, I Prestvík í fyrrinótt. Sólfaxi, sem er í leiguflugi, kom frá Kaupmauna.höfn í fyrrakvöld og lenti á Kefla- vikurflugvelli með aðstoð rat- sjár. Flugvélin hélt áfram til Grænlands eftir stutta viðdvöl. ððtk,g6„(Lroega m Sendifierða- bO stolid I fyrrakvöld var bifreiðinni R-1638 stolið af bílastæði við Skúlagötu 55. Bifreið þessi er af gerðinni Fordson, sendi- ferðabifreið blágrá að lit. Bíll- inn var ófundinn síðdegis í gær og biður rannsóknarlög- reglan alla þá, sem einhverjar upplýsingar geta gefið um hana, að gefa sig fram. Staðurinn var mjög fagur- lega prýddur. Yfir hliðinu inn að skólanum var letrað: 1883 Eiðaskóli 1958. Voru stafirn- ir gerðir úr furugreinum utan úr Eiðahólma. Fjöldi gesta sótti afmælis- hátíðina. Elzti nemandinn, Er- lingur Filipusson var Jieiðurs- Brouzt inn i s umarbústaBi Rannsóknarlögreglan hefur nú upplýst hver var valdur að þjófnaðinum og skothríðinni í sumarbústaðnum hjá Skála- felli við Þingvallavatn í síð- ustu viku. Var þar að verki tvítugur piltur úr Reykjavík og stal hamn úr sumarbústaðn- um ýmsu lauslegu, svo sem kuldaúlpu, svefnpokum og fatnaði, auk þess sem hann skaut af riffli á bústaðinn og braut allmargar gluggarúður. Pilturinn hefur einnig játað að hafa brotizt inn í sumar- bústað í grennd við Gufunes aðfaranótt sl. fimmtudags og Framhald á 5. síðu. Heildarsala nú Iieildarsa’a á þessu tímabili i ár hefur orðið þessi: Selt í og frá Reykjavík ....' kr 27 864 033,00 — Akureyri .... — ,2.950.770,00' gestur. Af öðrum gestum má nefna menntamálaráðherra Gylfa Þ. Gíslason, Helga Elí- asson, fræðslumálastjóra, Jak- ob Kristinsson f.yrrv, fræðslu- málastjóra og Ásmund Guð- mundsson biskup, en þeir voru báðir skólastjórar á Eiðum. Ennfremur Eystein Jónsson fjármálaráðherra og Hákon Bjarnason skógræktarstjóra. Á sunnudagsmorguninn flutti biskup morgunbænir í Eiða- kirkju og kl. 10 hófst skóla- sögusýning, er Jörundur Páls- son hafði undirbúið. Er þar fjölmargan fróðleik að finna um sögu skólans. Kl. 2 e.h. hófst hátíðaguðs- þjónusta i gárði skólans, Einar Þór sóknarprestur predikaði en Ásmuhdur Guðmundsson bisk'up þjónaði fyrir altari. Að guðþjónustu lokinni setti Þórarinn Þórarinsson skóla- stjóri hátíðina og fluttu þar ræður gamlir og nýir skóla- stjórar, kennarar og nemendur skólspis o. fl. Biskup flutti er- indi og gamlir og nýir nemend- ur sungu. Hátíðin fór hið bezta fram. . — Ísafirði — 1 169 900$0 — Seyðisfirði .... — 711 662,00 — Siglufirði ..... — .998 089,00 Samtais kr. 33 694 454,00 Heildarsala í fyrra Á sama tímabili í fyrra var heildarsalan þessi: Reykjavík ...... kr. 28 068 497,00 Akureyri ......... — 2 798 271,00 ísafirði ....... kr. 290 561,00 Seyðisfirði ...... — 575 577,00 Siglufirði ....... — 904 887,00 Samtals kr. 32 347 232,00 Minnkar — Tvöfaldast Samkvæmt þessum tölum hef ur verð selt minna áfengi hér í ár en í fyrra. Aftur á móti hefur áfengissala á stöðum úti á landi vaxið nokkuð í krónutölu, þó hvergi eins mikið og á ísafirði, en þar hefur hún hvorki meira né minna en nær tvöfaldast. Liggur þá næst fyrir að spyrja: Eru Reykvíkingar farnir að minnka drykkjuskap sinn en aðrir landsbúar að auka hann, eða eru Reykvíkingar farnir að kaupa brennivín sitt úti á landi Eða hefur meira áfengi verið smyglað til Reykjavíkur í ár en gert var í fyrra? Önnur sala Sala í pósti héðan frá Reykja- vík til Vestmannaeyja var á fyrrnefndu tímabili í ár kr. 933 795,00 en kr. 940 830,00 á sama tíma í fyrra. Frá 1. apríl til 5. júní í fyrra var áfengi sent í pósti til ísa- fjarðar fyrir kr 400 589,00 — en eftir 5. júní urðu ísfirðingar „sjálfatætt fólk“ með brenni- vínssölu, Til veitingahúsa hefur áfengi verið selt á fyrrgreindu tímabili í ár fyrir kr. 864 525,00 en fyrir kr. 902 716,00 á sarna tíma í fyrra. Sími 03 Bæjarsími Reykjavíkur tekur í notkun nýjan upplýsingasíma á föstud. Á föstudaginn tekur Bæjar- sími Reykjavíkur í notkun nýj- an upplýsingaslma, 03. í þess- um sima verða veittar upplýs- ingar um símanúmer, sem ekki er að finna í símaskránni, svo sem ný númer og breytt. Annar leikur Iranna er í kvöld á Laugardalsvellinum; Þá leika þeir við Islandsmeistar- ana frá Akranesi. — Leikurinn hefst kl, 8. Stúdentar frá arabalöndum sem stunda nám við háskólann í Freiburg í Vestur-Þýzkalandi efndu um daginn til göngu um götur bæjarins til að mótmæla innrás Bandaríkjahers í Líbanon. Á spjaldinu stendur; „Arabiskir stúdentar vísa inn- rás bandarískra hersveita í Líbanon á bug sem skerðingu á frelsi og Iýðræði“. Eiðahátíð var fjölsótt Héraði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Eiðahátíðin hófst á laugardaginn í bezta veðri sem hér hefur komið í hálfan mánuð. Hófst hún með móti Eiðamanna úti í Eiðahólma og ræddu þeir um framtíð EiðasJcóia.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.