Þjóðviljinn - 02.11.1958, Síða 4

Þjóðviljinn - 02.11.1958, Síða 4
4) — í> J ÓÐ VILJINN Sunnudag’ur 2. nóvember 1958 « Frá OlympÉuskákmófnu Olympíufararnir eru nú komnir heim, að undantekn- um Freysteini Þorbergssyni, sem hélt aftur til Moskvu til áframhaldandi náms. Þáttur- inn býður þá velkomna heim frá hinni erfiðu keppni og ef- ast ekki um, að hver og einn hafi lagt sig fram af beztu getu, þótt árangurinn yrði mis- jafn. Frammistaða Islandsmeistar- ans, Inga R. Jóhannssonar var með ágætum þar sem hann hlaut 10 vinninga af 16 mögu- legum á fyrsta borði. Þá verður útkoma Guðmundar Pálmason- ar á öðru borði einnig að telj- ast mjög sæmileg, Á9 yipningar af 16. Þessir tveir menn fá þarna al’s 19 vinninga af 33!é, sem íslenzka sveitin hlaut sam- tals í undanrásum og úrslitum, en það eru hartnær 57% af heildarafianum, Hvað frammistöðu hinna keppendanna fjögurra snertir, þá má liklega tjá orsök hinnar slæmu útkomu þeirra með einu orði: reynsluleysi. Það kostar langan tíma og mörg erfið mót að ávinna sér þá þjálfun er skapar meistarann. Ekki skal dregið í efa að þeir hafi allir góða náttúrlega hæfi- leika tii að íást við manntafl, lngi R. Jóhannsson enda höfum við áður fengið reynslu af þeim flestum sem góðum skákmönnum á íslenzkan mæ'ikvarða. En á sterkum al- þjóðlegum mótum með ströngu keppnisprógrammj þarf talsvert mcira til. Það er t.d. mjög hörð líkam’eg raun og þessvegna ó- ráðlegt af þeim sem kenna sig ekki fullkomlega líkamlega hsilbrigða að leggja útí slíkt. I öðru lagi þarf staðgóða þekk- ingu á ýmsum nýlegum byrjun- ■arkerfum, en sú þekking fæst tæpast, nema bafa prófað þau i alvsrlega tefldum skákum áð- ur en til þeirra skal taka í al- þjóðlegri kcppni. Kemur þá að því sem vikið var að hér í þættinum árla sumars, að full þörf hefði yerið á því að halda sérstakt æfingar- og jafníramt úrtökumót hérlendis fyrir ól- ympíukeppnina. Það hefur margsinnis komið í Jjós, að æfingarleysí háir hvað mest íslenzkum skák- mönum, er þejr fara á erlend mót. Með sterkt mönnuðu inn- lendu æfingamóti siðla sum- ars hcfði að einhverju leyti a. m. k. mátt setja undir þann leka. Þær raddir hafa heyrzt að á- stæðulaust hafi verið fyrjr okkur íslendinga að senda sveit til Olympíuskákmótsins að þessu sinni, þar sem Friðrik Olafsson gat ekki orðið meðal þátttakenda. Erfitt er að skilja þann hugsanagang, sem liggur að baki sLíkuim ályktunum. Hefðum við verið þungt haldn- ir slíkum þankagangi á und- anförnurn árum þá hefðum við nefnilega aldrei eignazt nein Friðrik Ólafsson né aðra menn vel liðtæka á erlendum vett- vangi. Friðrik reiddi ekki heim þungar klifjar vjnninga af fyrstu erlendu skákmótunum sem hann tók þátt í. Sanni nær er það að ítrekuð og mark- viss þjálíun á innlendum og er- lendum vettvangi hefur gert hann að þeim mik'a meistara, sem hann er í dag. Svipað er að segja um fleiri beztu skák- menn okkar. Þeir hafa ekki orðið óbarðir bjskupar. Og þótt ýmsir kunni að vera óánægðir með heildarútkomu islenzku Olympíusveitarinnar að þessu sinni, þá megum við ekki gleyma því að tekjuhliðin kann að vera hærri en vinningatal- an gefur til kynna. Skákmenn okkar hafa hlotið reynslu og þjálfun, sem gerir þá hæfari til að ná góðum árangri í næstu képpni. Þeir munu væntanlega miðla - okkur heimamönnum nokkru af reynslu sinni þannig að blóðrás hins alþjóðlega skákorganisma verði veitt út í æðar íslenzks skáklífs. Við eig- um nóg af ungum, upprenn- andi skákmönnum, sem eru vel móttækilegir fyrir slík áhrif. Er því full ástæða til að vona, ef við notfærum okkur vel fengna reynslu, að við geíum bætt verulega útkomu okkar nú á næstu Olympíumótum. En burtséð frá öllum vinn- ingum þá er alltaf fengur í því að hafa tekið þátt í drengí- legri keppni og stuðlað að góðri landkynningu; sem ég ef- ast ekki um að skákmenn okk- ar hafa gert með prúðmann- legri og iþróttamannslegri framkomu. Slíkt er auðvitað alltaf mest um vert. Hér kemur svo ein skák frá mótinu: Hvítt: Ojanen (Finnland) Svart: Ingj R. Jóhannsson. SikiSeyjarvöm 1. e4 c.5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 Ingi teflir hið svonefnda Nai- dorf-aíbrigði Sikileyjarvarnar, eina algengustu leiðina í dag. 6. Bc4 Þessi biskúpsleikur er að verða æ algerigári. 6. Bg5 og 6. Be2 eru einnig algengir leikir. 6. ----- Rb-d7 7. a3 Þannig lék Bronstein einnig gegn Friðrik Ólafssyni í Porto- roz. RbG Dc7 g6 Bg7 o—o Bd7 leikur eins og Rg4! 8. Bb3 9. o—o 10. f4 11. Khl 12. Bd3 13. f5 Tvíeggjaður kemur á daginn. 13. ----- Ingi er fljótur að koma auga á veiluna, sem myndazt hefur í víglínu hvíts. 14. Bg5 d5 15. Bf4 Dc5 Ingi hefur grípið frumkvæðið fimlega í sinar hendur. Auk leiksins, sem Ojanen leikur næst, kom aðeins 16. Rc—e2 til greina, en þá kæmi 16, •— dxe4 17. Dxe4 Bxf5 o. s. frv. 16. Ila-dl! Svart: Ingi R. Jóliannsson a o c p e f o M ifff Wm ii M W níi a m MrM ■li £ - 1| mm«m ■ mm Mx « WM *• WM »> » AacocraM Ilvítt: Ojanen 1 þessari stöðu getur Ingi unn- ið peð, en missir við það vald á taflinu og kemst í krappa aðstöðu: 16 — dxe4 17. Rxe4 Dxd4 18. Dxd4 Bxd4 19. Ilxd4 Bxf5 20. Bc7! Rc8 21. Rg3 og stöðuyfirburðir hvíts eru meira en peðsvirði. 16. e5?! Kyndir undir áframhaldandi frumkvæði. Nú færist líf 1 -tuskurnar! 17. fxe6 fxe6 18. exd5 e5 19. Re6 Bxe6 20. dxeö exf4! Síðustu leikir beggja hafa verið þvingaðjr. 20. — Hxf4 gekk ekki vegna 21 e7t Kh8 22. Dd8t o. s frv. 21. e7t Kh8 22. exf8i'D Hxf8 Ingi hefur látið af hendi skipta- mun en 'á í staðinn sterka og ógnandi stóðu. 23. Hd2 Dlv5 24. h3 Re5! 25. De4 f3 26. Be6 Dg5 27. Hd-f2 HfC! 28. Bb3 28. Dxb7 ggkk ekki vegna 28. — fxg2 29. Dxg2 Dxg2t 20. Kxg2, Hxe6 o. s. frv. Hins vegar kom 28. Bg4 mjög til greina. 28. Dg3 29. Rd5 Rxd5 30. Dxd5 Betra var að drepa með biskup á d5 með það íyrjr augum m. a. að fórna aftur skiptamunin- um fyrir peðið á f3. Eftir það hefðu jafnteflisúrslit ekki ver- ið óeðlileg. 30.------ IIÍ8 Þegar hér var komið voru keppendur í rniklu tímahraki. Framhald á 10. síðu. IÖL&MYNDIN. MYNDASAMKEPPNI SKÓLABARNA ! Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis hefur ákveðið 'að efna til myndasamkeppni meðal skólabarna í Reykjavik og nágrenni. Verkefnið er jóiin. Öllum bömum á aldrinum 6-15 ára er heimil þátt» taka. Myndirnar skulu vera 30 X 40 sm. eða stærrl og mega hvort sem er vera í litum eða ekkí. Myndum þarf að skila greinilega merktum (nafa og 'aldur) fyrir 1. des. n.k. á skrifstofu KRON, Skólavörðustíg 12. f»renn verðlaun verða veitt: 1. verðlaun kr. 500.00 2. verðlaun kr. 250.00 3. verðlaun kr. 100.00 Aukaverðlaun kr. 50.00 verða veitt fj’rir eins margaif myndir og ástæða þykir til. ' Dómnefnd skipa: Selm'a Jónsdóttir, listfræðingur, Kjartan Guðjónsson, listmálari og Sigurður Sigurðs* son, listmálari. Félagið áskilur sér rétt til að nota verðlaunamyncU irnar við gluggaslcreytingar sín'ar. Kaunfélag Reykjavíkur og nágrennis Fvrir baðið ] BUBBEL BATH Baðsalt. J Nýkomið 1 HAZEL BISHOP J Make-Up. Crem Puff, og varalitur. Einnig höfum við fengið aftur margeftirspurða NAGLAUAKKIÐ I TlZKULITUM. Snyrtivörubúðin Laugavegi 76 Sími 12275. Hafnarf jörður Þjóðviljann vantar börn til blaðburðar i vesturhluta suðurbæjar. Talið við Sigrúnu Sveinsdóttur, Skúlaskeiði 20, sími 50648

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.