Þjóðviljinn - 02.11.1958, Page 7

Þjóðviljinn - 02.11.1958, Page 7
 Sunnudagur 2. nóvember 1958 — ÞJöÐVlLJINN ■— (7 Vanmetin hernaðarfrœgð í augum fólks sem ann því að jafna ágreiníng sinn með byssum fremur en rök- semdum eru íslendíngar afhrak manna. 1 stríðinu sagði mæt- ur maður sem vel kunni þjóðarskaþ íslendínga, að ef herskáir þjóðflokkar einsog einglendíngar og þjóðverj- ar yrðu nokkurntíma til- neyddir að gera sér grein fyr- ir sérkennum islenskrar lynd- iseinkunnar, friðsamlegri þrjósku samfara hrokafullri • lýðræðishyggju og spotti gagnvart áhrifavaldi, þá mundu þeir taka höndum saman til að afmá slíkan trantaralýð. Einkennisbúníng- ur Hjálpræðishersins er eini herbúníngurinn sem ekki er í hættu af lángspýtíngum á göt- um Reykjavikur, — enda. hef- ur strætislögreglan hjá okkur, svo og toilgæslumenn og bæ- arpóstar samið sig að siðum þessa hers í einkennisfatnaði. I stríðinu, meðan við urðum að ljá útlendum hernaðarsinn- um eyland okkar, var sett stríðsregla í ýmsum stöðum innanlands, sérstaklega í plássum nær herbúðum; þar voru hafðir varðmenn úti með byssur. Hernaðarsinnar kvört- • uðu mjög yfir því að almenn- ir íslenskir borgarar færu ekki eftir reglum sem stríðsmenn settu; einkum þótti þeim leið- inlegt að ekki virtist hafa áhrif á íslendínga þó miðað væri á þá byssu. Ósjaldan bar við að íslendíngar urðu að gjalda með lífi sínu fyrir sakir þeirrar virðíngar sem þeir ekki báru fyrir bj'ssum. Frægt er það dæmi er hernað- arsinnar komu að vitja eins heimskunnasta rithöfundar okkar, sem staddur var í Kaupmannahöfn nær stríðs- lokum, og vildu sjá skilríki hans þar sem hann sat undir borðum í matsöluhúsi ásamt fjölskyldu sinni. Hinn frægi íslenski höfundur ansaði hern- aðarsinnanum ekki, sá aðeins að maður var þar kominn með byssu, reis úr sæti, gekk í móti honum og sagði þetta eitt: skjótið mig ef þér þorið. Hugprúður maður einsog þessi hernaðarsinni gat vitaskuld ekki þolað slíka frýu, heldur skaut hinn fræga íslendíng þar á stundinni. Það hefur enn ekki tekist að finna takmörkin fyrir þoli íslenidínga til þrætu, ef þeir trúa á málstað sinn. Hinir kæru danir okkar urðu að láta sér að góðu verða þetta enda- lausa þráklif öld frammaf öld. Röksæmdafærsla íslendínga nær yfir geysivítt tónsvið alt- ífrá háfleygum skáldskap nið- ur í smágerða lögkróka og orðheingilshátt. Islendíngar eru oft rökheldir í þrætu og það verður stundum til þess að aðrir menn biðja þá aldrei þrífast. Þegar deilt er um hluti sem máli skifta og nokk- ur von er til jákvæðrar niður- stöðu af röksemdafærslu, þá senda íslendíngar út af örk- inni skáld, lærða menn og grúskara ásamt ósigranlega brjóstgreindum bændaköllum, að halda uppi málaflækjum til eilífðarnóns, kynslóð fram af kynslóð ef svo vill verkast, uns náðst hefur leiðréttíng mála. Svo var því háttað um sjálfstæðisbaráttu er við háð- um öldum saman við dani. Veslíngs danir urðu sem von var ærið oft heldur typpil- sinna af þessu stöðugu nauði í mörlandanum og hótuðu of- beldi (og beittu stundum). En fátt getur jafn tilgángelaust en þó stórhlægilegt í senn einsog að fara á stað með ofbeldi við islendinga. Aumíngja einglendingar eru komnir úti meiri ófæruna, að vera lentir þarna í gildrunni sem danir voru leingst fastir í með miklum umbrotum hér áður fyr, — nema hvað hinir siðari vilja eigna sér sjóinn umhverfis ísland þarsem hinir fyrri þóttust eiga landið. Einglendíngar segjast eiga hér afnotarétt af fiskmiðum alt inní fii'ði okkar og flóa, af því þeir hafi stundað hér fiski um lángan aldur: þeir kalla landgrunn íslendínga úthaf altuppað þrem mílum frá ströndinni. Og þegar í ljós kemur að ekki er stætt á þess- ari röksemd á alþjóðavett- vángi, þá fara þeir til Islands með herskipum í þeirri barns- legu von að íslendíngar láti sannfærast ef þeir sjái byss- ur. Það er ekki ólíklegt að einglendíngar viti fleira um þær þjóðir sem byggja Sam- óaeyar en um íslendinga. Herskárri og hugprúðri þjóð, margfrægri af stórsigr- um, svosem einglendingar eru, hljóta að vera mikil vonbrígði að uppgötva altíeinu fólk eins- og okkur, ónæmt fyrir fall- byssum og óvinnandi með hernaði. Það er ekki hægt að egna byssulausan mann til að skjóta. En hver sá sem fer til með byssu og skýtur þenn- an mann, hann er um leið orðinn lægstur óbótamanna í augum heimsins. Jafnvel hin mesta hetja hefur ekki efni á slíku. Hér á dögunum, þeg- ar floti Hennar Hátignar eingladrotningar hafði verið að miða byssum á ís’endinga uppi í landvari hjá okkur í nokkra daga, og þorðu þó ekki að stefna í voða hernað- arfrægð sinni með því að skjóta á vopnlausa menn að skyldustörfum, þá brugðu að- mírálarnir fyrst á það ráð að hella óbótaskömmum yfir pilt- ana á gæslubátunum. En ís- lendíngar verða nú ekki al- deilis uppnæmir fyrir ljótu orðbragði heldur. Þá datt að- mírálunum í hug það snjall- ræði að vitna í bibblíuna á móti íslendíngum. En þarsem íslendingar eru hérumbil eins bibblíufastir og skrattinn, þá át hver úr sinum poka. Um tíma biðu þó heim-sblöðin þess í ofvæni, hvor kynni eð erafa upp meir niðursallandi bibblíu- staði. Nú kynni að verða tafsamt að komast að niðurstöðu um það eftir bibblíustöðum, hvort við íslendíngar eigum að verja landgrunn okkar og firði þrjár, fjórar eða tólf milur útaf ströndinni. Vel má vera að okkar kæru samnor- rænu bræður, Danmörk og Svíþjóð, hafi að sénu leyti samið við einglendinga eða einhverja aðra þjóð handan hafs um þriggja mílna land- helgi hjá sér, — ég er því máli ekki nógu kunnugur. Að semja við einhvem óskyldan aðilja í fjarlægu landi um fiskimiðin í heimasjó sinum virðist þó í fljótu bragði hálf- skrýtin hugmynd og erfitt að finna í henni heila brú. Slík- ir hlutir varða reyndar ekki aðra menn, en þó danir og svíar kunni að hafa svo sam- ið fyrir sitt leyti, þá er óþarfi af þeim að lá. öðrum irnnnum fyrir að gera það ekki. íslend- íngar hafa aldrei samið við nokkurn mann um þriggja mílna fiskilandhelgi, og munu víst seint gera. Þriggja mílna takmörkin við Island frá 1901—1951, sem einglendíng- ar vitna stundum til í þessari deilu, voru aldrei íslensk tak- mörk. Sígild takmörk við Is- land, sem íslendíngar hafa látið sér lynda, voru frá'því snemma á sextándu öld aldrei undir 16 mílum, en stundum 24. Hin óskilgreinda danska nýlendustjóm á Islandi fór til Lundúna um aldamótin síð- ustu til þess að selja einglend- íngum fimtíu ára fiskiréttindi í sjónum við ísland alla leið uppað ströndinni, miður þrem- ur mílum. Þessi danska sala á Islandi í Lundúnum fyrir 58 árum var framin að íslend- íngum fornspurðum og fram- kvæmd þvert ofaní mótmæli almenníngs og yfirvalda á ís- landi. Afhendíng dana á fiski- miðum íslendínga til handa einglendíngum heþpr ekki þótt mjög merkilegur* verknaður i íslandi, svo ekki sé tekið of- djúpt í árinni, því eignarhald dana á þessum fiskimiðum var vægast sagt í meira lagi hæpið. Þessi samníngur var á íslandi snemma teingdur við danskt flesk, með því það var ha’d manna að frumburðar- réttur Lslendínga hefði þar verið látinn að baugþaki með þessari dönslíu vöru i Lon- don. íslendíngar eru þolin- móðir menn og óáreitnir við granna sína., enda þóttust ekki hafa bein í höndum til að ó- gilda þennan heldur ófína samníng einsog á stóð, en biðu uns hann var útrunninn 1951. Og hann var ekki fyr útrun i: in en minniháttar leið- réttíngr’’ vom gerðar á d"nskn línunni: fjögramilna- linan svo nefnd; en litið framávið til gagngerðari út- víkkunar seinna. Fiskitakmörk í samræmi \nð alþjóðlegt samkomulag hefur jafnan verið íslenslc stefna í landhelgismálum. Við höfum barist fyrir slíku sam- komulagi hvar sem líklegt var að röld okkar ma-tti. heyrast á alþjóð1egum vett- vángi síðan ísle"skt lvðvoldi var endurreist f'?rir fjórtán árum. Einglendíngar hnfa frammað þessu verið ste’.'k- astir mótstöðumenn okkar í því máli. Þeim tókst að láta Genfarþíngið fara útum þúf- ur í vor eð leið, en þar voru saman komnir fulltrúar flestra þjóða heims til þess að finna. formúlu sem næði alþjóðlegu samþykki. Það var ekki fyr en útséð var um að eingin al- þjóðleg formúla næði fram að gánga að við lýstum yfir nú- gildri fiskilandhe'gi. Við lýst- um yfir þessari markalinu sumpart sakir þess að hún hafði hlotið einfaldan meiri- hluta atkvæða á Genfarráð- etefnunni, sumpart vegna þess að alþjóðleg lagasetníng- arnefnd hinna Sameinuðu þjóða gerir ráð fyrir henni í skýrslum sínum; þó mundum við heldur hafa kosið að lýsa að nýu yfir hinni fornu sí- gildu markalínu um fiski við Island, 16—24 mílum, án þess þó að gleyma að leggja á- herslu á hollustu okkar við þá kenníngu, að brún megin- lardshillunnar (landgrunns- ins) sé hjá hverju strar.dríki náttúrleg markalína fiskiland- helginnar. Eftir að einglendíngar h«fa um lángt skeið með öllum ráð- um stympst gegn aiþjóðlegri formúlu um fiskilandhe’gi, kvarta þeir nú sáran yfir ein- hliða atgerð Islands i máUnu. Samkvæmt stefnu þeirra Vir'g- aðtil á hvorki að ve’’-' olbióð- legt samkomulag né eitih^ða ákvarðanir a.ð því e'- snertir fiskilandhelgi. KæríT- v1 uir oltkar gleyma því að strö’\d- in á íslandi hefur aðei">5 e:na hlið og eú hlið snýr oð baf- inu; og við vitum ek'ki giorla hver hin hliðin er, ef noki ur væri. Vér erum neyddi*- til að gera einhliða ákvarðauir moð- an ekki er til neitt alþióðlcgt samkomulag í þessu máli, ná hægt að finná nokkurn þr tn löglegan aðilja. nokkurstaðar sem hægt væri að semia við um sjóinn kríngum strendur íslands.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.