Þjóðviljinn - 21.03.1959, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.03.1959, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. marz 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (%•' Hallíreður Eiríksson: Frá Tékkóslóvakíu Prag, 13. marz. Rúm ellefu ár eru liðin síð- •an verkalýður Tékkóslóvakíu undir forustu Kommúnista- flokksins tók völdin í hinu gagnauðuga iandi sínu. Skil- ríkír menn segja mér, að fyrst í stað hafi líf almennings ekki breytzt að ráði enda fór hún fram með afbrigðum frið- samlega. Hver bylting, hvort sem liún fer fram friðsamlega eða ekki, e;gnast sinar hetjur. En sú tékkóslóvaska er varla bjargálna að þessu levti. Rit- höfundar hérlendir hafa að vísu skrifað um febrúarat- burðina nokkrar sögur, en eú ■bezta þeirra Brvch borgari, sem nú hefur verið kv’kmvnd- uð og hefur verið sýnd hér í Prag rúmar þrjár vilrur, er ekki um neina hetiu í venju- legum skilningi heldur mennta- mann, sem eftir miklar sálar- kvah'r ákveður að snúa aftur eins og Gunnar forðum daga, og hafði bó Brvch þessi ekki verið gerður útlagi. Aðalhlut- verkið, Brvch, leikur K. Hög- er af mikilli snilld. Væri ekki úr vegi að sýna hana í ís- lenzkum kvikmyndahúsum, — l>ótt ekki væri nema leiksins vegna. Þó að líf almennings í Tékkóslóvakiu hafi ekki breytzt að ráði 1948, er ekki þar með sagt, að þjóðin eða stjórnin sú hin nýja hafi eetið í kvrrsæti fyrstu árin. Og ár- ið 1953 var framleiðslan orðin svo mikil, að fært þótti að láta fara fram ýmsar endur- bætur eins og t.d. seð’askipti. Með þeim uiðu ýmsir brask- arar, sem reynt höfðu að ■ hagnast á verðbólgu eftir- stríðsáranna allhart úti. Laun hækkuðu, eða öllu heldur, . liéldu áfram að hækka og árið 1955 höfðu þau tvöfaldazt, ef miðað er við meðallaun iðn- verkamanna 1946. Jafnframt því sem launin hækkuðu að krónutali jókst einnig kaup- • máttur þeirra. Á árunum ’53- ’59 urðu sex verð'æklcanir, sem höfðu i för með sér 14% lækkun matvara og 20% lækk- un iðnvarnings miðað við smásoluverð. Og um daginn varð sú sjöunda. Þennan vetur hafa miklar umræður verið bæði i blöðum og á mannfundum að ó- gleyrr.du útvarpinu um bréf, það, sem miðstjórn Kommún- istaflokksins tékkóslóvaska skrifaði landslýðnum síðastlið- ið haust. Er sagt, að fjórar milljónir manna hafi tekið þátt í þessum umræðum beint og óbeint og vel það. Er ekki að undra þó að þvílíkur fjöldi hafi tekið þátt í umræðunum um bréf þetta, því að höfuð- efni þess var um hversu bæta. rpætti afkomu manna í lýðveldinu. Varð það ofan á, að verðlækkunaraðferðin skvldi enn farin og kom mið- stjórn Kommúnistaflokksins saman á fund hinn 4.—5. þessa mánaðar til að ganga frá endanlegum tillögum til stjórnarinnar. Og hinn 8. þ. m. var birt í öllum blöðum ti'skípun tékkóslóvösku stjórn- arinnar um verðlækkanir í smásölu, hækkun fjölskyldu- bóta og lagfæringar á ellilaun- um. Var þetta mikiU bálkur og taldar þar upp allar vöru- teguniir, sem lækkuðu, verð þeirra áður fyrr og síðast en ekki sizt núveranídi verð. Alls lækkuðu 24 vörutegundir, svo sem smjör, mjöl, sykur, brauð alls konar rísgrjón, enn frem- ur alls konar fatnaður eink- um vinnu- og barnafatnaður, rúmfatnaður, heimilistæki, sápur ýmiss konar, svo og úr og l jósmyndavélar. Alls nema verðlækkanir þessar um 2.3 milljörðum tékkneskra króna eða um 1642 tékkneskum krónum á hvert mannsbarn og er þetta allrífleg kjarabót ef miðað er við meðallaun iðn- verkamanna e;ns og þau voru fvrir fiórum árum eða tæpar 1400 tékkn. kr., en þau hafa sízt farið lækkandi síðan. Auk þess hækkuðu fjölskyldubætur með Þriðja bami og kemur eú ráðstöfun barnmörgu lág- launafólki að gagni. Undirritaður hafði veður af þessum stjórnartilskipunum og fór á fætur í fyrra lagi til að kaupa Rudé právo og fræðast svo af eigin raun. — Gekk hann i þrjár búðir, en það ágæta blað Rauði réttur var alls staðar uppselt og hefur undirritaður ekki áður orðið vitni að því í vetur. En tékkóslóvaskar húsmæður eru árrisular og vilja vita hvað hlutirnir kosta. Margt hefur hjálpazt að til að koma í kring fyrmefndum kjarabót- um, iðnaður sem stendur á gömlum merg, auðlegð lands- ins en síðast en ekki sízt þjóðskipulagið. Og ekki verður látið eitja við þetta, sem nú er frá sagt. Ráðgert er að út- rýma húsnæðisleysinu á næstu 10 árum algjörlega. ■ Þótt menn hafi talað allnokk- uð um verðlækkanir, er heims- meistarakeppnin í ísknattleik aðalumræðuefnið manna á meðal, en lokaspretturinn hófst á mánudag. Aðgöngu- miðar allir em auðvitað löngu uppseldir (mest fyrir erlend- an gjaldeyri), en menn láta það ekki á sig fá. T.d. vökn- uðu herbergisfélagar vorir eina. nótt í brunamyrkri og fóru í einhverja biðröð til að ná í miða, fengu einn (þeir voru þrír), fóru svo um kvöldið aigallaðir og komust inn. Sem stendur er Kanada- liðið efst á blaði. Sá hluti landsbúa, sem ekki nær í að- göngumiða, situr við sjón- varps- eða útvarpstækin í and- agt og hlustar á íþróttafrétta- ritarana, sem heyrist í líkt eins og mulningsvél. Hlustend- ur eru litlu skárri. í gær- kvöldi var geysitvísýnn ie'kur milli sovézka og tékkóslóvaka liðsins, en ur-dirritaður, sem hefur enn ekki orðið altekinn múgsefjuninni, sem grasserar hér þessa daga, elökkti á út- varpinu og gekk fram á bað að þvo sokka. En ekki hafði þessi áhugalausi maður lengi þvegið, er hann he.vrði ein- hvern ókennilegan gný, og var sem gjörvallur stúdentagarð- urinn léki á þræði. Gekk hann þá fram að fregna hverju s'ík ósköp sættu og svaraði nágranni hans, Þjóðverji, því til að Tékkar hefðu nú eitt mark yfir. Sem betur fór sigr- uðu Rússar. Þar eru víst lang- flest hús núorðið úr járn- bentri steinsteypu en ekki múrsteinum eins og hér í Prag. Berst okkur nú loksins aðstoð? Fyrir fáum dögum sagði Þjóðviljinn frá þeim ummæl- um Bjarna Benediktssonar ritstj. Mbl. og form. stærsta þingflokksins, að því færi fjarri að „varnarliðið eða bandamenn okkar sem slík- ir“ beri nokkur skylda til að verja lífshagsmuni íslejadinga gegn ofbeldisverkum og árás- um Breta í landhelgismálun- um. Sjálfsagt mun leitun á ís- lenzkum manni, sem hefur slíkar skoðanir á aðförum Efnjr liann loforðjð? stórveldis gegn varnarlausum bandamaiini, og réttleysi okk- ar gagnvart þeim landvarn- arsamningi, sem íslenzk stjórnanvöld gerðu við Banda- ríkin 1951. Fjöldi sjálfstæðismanna sem og annarra ekki ógreind- ari en Bjarni hefur látið í ljósi ótvíræðar skoðanir um hið gagnstæða. Fullyrt að samkvæmt samningi séu Bandaríkin skyldug að grípa til mótaðgerða gegn árásum hins brezka hers á vopnlausa bandalagsþjóð. Blöð Sjálf- stæðisflokksins, eins og Vísir hafa látið svipað álit uppi. Allir muna eftir samþykkt út- gerðarmanna á Akranesi sl. sumar, sem m. a. beygði Mbl. í málafylgju sinni. En hér 'kemur f'eira til. Á þingi S.Þ. sl. ár krafðist full- trúi Islands þess, að Bretum væri bannað að beita meðlim S.Þ. ofbeldi, sDku sem þeir beittu íslendinga. Þessi full- trúi var Thor Thors, sam- herji Bjarna. Rök hans voru Fjöldafundur í Prag. m. a. þau, að framkoma Breta væri skýlaust brot á stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna. Slíkt gætu þær ekki þolað. Ofbeldið réttlætti söku- dólgurinn einn, aðrir ekki. Það var heimskunn staðreynd. En nú hefur málstað ís- lendinga heldur en ekki bætzt nýtur liðsmaður Sjálfur æðsti yfirmaður setuliðsins á Is- landi, leiðarljós alls hins vestræna heims, sem líka er nefndur hinn frjálsi heimur og frelsisunnandi, svona til áréttingar frelsis. og lýðræð- isathöfnum Frakka og Breta hin siðustu ár. Þessi nýi liðsmaður okkar íslendinga er sjálfur forseti Bandaríkjanna, I ræðu, sem Mbl. birtir eftir Eisenhower 18. þ. m. um skyldur USA við bandamenn sína, segir hann :m. a.: „Við nuuium ætið st? mla ineð bándamönnum okka r livar sem áfásaraðili sýnir klærnar". Hér er vert að taka eftir: hvar sem árás er gerð á bandamann og þá vitanfega hver sem hana fremur. Og auðvitað fordæmir forsetinn þá þyngst, sem byióta með því stqfnskrá sjálfra Sam- einuðu þjóðanna. Bandamenn- imir eru hér vitanlega þeir, sem eru meðlimir Sameinuðu þjóðanna og í Atlanzhafs- bandalaginu; Islendingar ekki síður en V-Þjóðverjar. Forsetinn tekur sjálfan guð almáttugan til vitnis þessum orðum sínum. Nú efast margur um að Bjarni Benediktsson treysti sér til að gera Thor Thors ómerkan orða sinna, þótt haan vísast vildi leggjast svo lágt í þjónustu sinni og auð- mý'kt gagnvart iPandaríkjun- um og Bretum. Bretar hafa að dómi Thors sem annarra brotið alveg ský'aust stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna. Þá ber hinum meðlimum samtak- aiina skylda til að refsa fyrir slíkt, og þá fyrst og fremst því ríki, sem telur sig for- usturíki vestræns heims og ber höfuðábyrgð á fram- kvæmd þeirr.a mála, er sam- tökin varða. Hér liggur sem sé tvennt fyrir, varðandi okkur Islend- inga. Annarsvegar lögbrot Breta gagnvart bandamanni — þeýn mi insta og varnar- lausasta innan samtakanna. Hins vegar yfirlýsing Eisen- howers að koma bándamanni til hjá’par, „hvar sem árásar- aðili hefur sýnt k'ærnar" hvað þá þar, sem ha;'.n hefur beitt klónum. Þetto er y-fir- lýsing um sku'dbundna hjálp m,a. o'kkur til handa i hinum ójrfna leik við brezk vopn og ofbeldisverk. I oks hefst hún, hin samn- ingsbundaa, marg'.ofaða og langvænta vernd Bandarikj- anna til handa minnsta bróð- urnum í f jölskyldunni — og er mál til komið. Nú fara hetjur iar á Ivefla- víkurflugvelli að hugsa til hrevfings. En livað gerir Bjarni aum- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.