Þjóðviljinn - 21.03.1959, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.03.1959, Blaðsíða 9
2} — ÖSKA.STUNDIN Laugiardagur 21. marz 1959 — 5. árg. 11. tbl. MXM3Ð SKRIFTAR- SAMKEPPNINA, ★ ------★------ ★ KROSSGÁTAN Láréít: I aíkvsemi 3 hús 6 for- setning 8 friður 9 gubba II samþykk 13 karl- mannsnafn (þf) 15 klukka 17 koin auga á 18 áhvaða tíma 19 bón. Lóðrétt: 1 stofu 2 fram yfir 4 kind 5 blóm 7 hesta 9 koma úr jafnvægi 10 ó- hreinka 12 fornafn 13 persónu, kvenkyn, 14 stuldur 16 fer á sjó 17 sjó. KLIPP KLIPP Væi'i ekki gaman að kliþpa þennan hest og líma á vinnubók- arblað og skrifa með hestavísur eða grein um íslenzka hestinn. Sum geta kannski sagt frá hesti, sem þau hafa þekkt. Myndina má auð- veldlega stækka. PÓSTHÓLFIÐ Kæra Óskastund! Eg ætla að senda þér hérna eina mynd, eina skrítlu og nokkrar gátur. SKRÍTLA. Kennarinn: Hvað mikið eru tíu aurar og þar frá Þarf guS ekki að borga? Dísa litla hugsað mikið um guð og var stöðugt að spyrja um hann. Einu sinni kom hún til pabba síns og sagði: „Pabbi, er guð allsstaðar?“ ÍÞegar pabbi hennar svaraði því játandi spurði hún; „Er guð þá líka í strætó?“ Pabbi hennar sagði henni eð guð væri líka í strætó. Næst þegar Dísa fór með pabba sínum í stræt- isvagni sat hun grafkyrr og hafði ekki augun af inngöngudyrunum. Pabbi hennar spurði hana að hverju hún væri að gá. „Eg er að bíða eftir því að sjá guð koma“, sagði Dísa. Pabbi hennar reyndi þá að skýra fyrir henni, að guð kæmi ekki inn um dyrnar eins og fólkið, heldur væri hann bara allsstaðar. Þá sagði Dísa: „En pabbi, þarf ekki guð að borga í strætó?" tíu aurar? Drfengurinn þegir. Kennarinn: Ef þú geng- ur með tíu aura í vasa þínum og týnir þeim, hvað hefur þú þá í vasa þínum? Drengurinn: Gat. GÁTUR. 1 Hver fær kindur bóndans án þess að borga fyrir þær? 2. Hvaða kambur er það sem enginn getur greitt sér með? 3. Hver hefur höfuð en hvorki nef né ,augu? 4. Hvað stækkar því meir sem rifið er af því? 5 Hver er þvegin og þurrkuð daglega, en er þó aldrei hvít? Sigurður R. Sigurðs- son, 8 ára, Reykjav. Við þökkum Sigurði fyrir bréfið. Myndina hans birtum við ekki að svo stöddu. Ititstiöri: Vilborg DagbjarUdðttir — Útgefandi: biðSviljinn Það mun hafa verið sama sumarið og ég sótti hann Brún gamla í fyrsta sinn. Eg var haldinn á- kafri löngun að eignast kind. Ágirndin gerði snemma vart við sig hjá mér. Eg mun oft hafa íært þetta í tal við mömmu. Hún færðist undan, en taldi þó ekki vonlaust að ég eignaðist lamb, ef ég’ væri þægur og duglegur. Eg benti henni á að nú gæti ég ekki aðeins rekið kýrn- ar,- heldur væri einnig farinn að sækja hesta. Að vísu átti það aðeins við um Brún gamla. Hann var eini hesturinn, sem ég náði. En mamma sagði alltaf: „Við sjáum nú til.“ Mikið leiddist mér þetta „sjáum nú til“. Svo kom að því að fénu yrði smalað til rúnings og mörkunar. Eins og öll börn vita, sem verið hafa í sveit, þá er það stór stund, og dásamleg tjl- breyting frá gráum hversdagsleikanum. Það var í mér einhver órói. Eg faun á mér að eitt- hvað óvænt væri í að- sigi. Nóttina fyrir smöl- unina var mér erfitt um svefn. Eg átti að fá að smala. Eg var sendur út með læk og átti að „standa fyrir!‘, sem kall- að var. Eg hafði mikið að gera í fyrirstöðunni óg I hef víst staðið mig sæmi- | lega, að minnsta kosti Framhald á 2. síðu. Nína GeirscLóttir 12 ára, Reykjavík teiknaði myndina Laugardagur 21. marz 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Hafnarfjörður vann Akranes í bæjakeppni í sundi 47:40 Um' síðustu helgi fór fram j keppni í sundi milli Akraness j og Hafnarfjai’ðar. Fór keppnin fram í Sundhöll Hafnarfjarðar. Á báðum þessum stöðum er mikill sundáhugi og þaðan koma margir góðir sundmenn og ung sur, Imannaefni á stærri mót. Sérstaklega hefur Hafnar- fjörður látið að sér kveða und- anfarið og keppni þessi ber þess nokkurt vitni að þar sé einmitt 50 m skriðsunil kvenna: Hrafnh. Sigurbjömsd. H. 35,9 Auður Sigurbjörnsd. H. 37,3 Gunnl. Kristjánsdóttir A. 37,7 100 in skriðsund kvenna: Handknattleiksmótið: íslandsHÓtið í körfuknattleik Á fimmtudaginn fóru fram tveir leikir í Islandsmótinu í körfuknattleik. I II. fl. sigraði Á-b ÍKF með 38:21, en hinn leikurinn var milli Iþróttafél. Keflavíkurflugv., sem er nú- verandi Islandsmeistari og I- þróttafél. stúdenta. Þessi leik- ur var geysilega tvísýnn og skemmtilegur, en honum lauk með jafntefli 52:52. Virðist baráttan um Islandsmeistara- titilinn í ár ætla að verða ó- venju hörð. Næstu leikir eru annað kvöld að Hálogalanidi. Þá leika í H. fl. Áa :ÍR en í M.fl.lKF :IE. nú mikil gróska, þar sem sett voru í keppninni 4 Hafnarfjarð- armet. Akranes stendur að vissu leyti á eldri merg, enda hafa sundmenn þar verið í fremstu röð undanfarin nokkur ár og eru enn. Hinir bættu möguleikar staðanna hafa leitt til árangurs þessa, og ekki síð^ ur hitt að til forustu hafa val- izt góðir og áhugasamir menn. Bæjakeppni eem þessi er líka einn liðurinn í því að auka á- hugann og skapa unga fólkinu verkefni að leysa, með vissu millibili. Sundkeppni þessi fór hið bezta fram, og lauk með sigri Hafnarfjarðar. Úrslit í einstökum greinum: 100 m skriðsund karla- Erling Georgsson H. 1,05,4 Hfj.-met. Helgi Hannesson A. 1,08,2 Júlíus Júlíusson H. 1,09,8 200 m skriðsund karla: S’gurður Sigurðsson A. 2,52,7 Nikulás Brynjólfsson A. 2,58,7 Árni Kristjánsson H. 2,58,7 50 m baksund karla: Jón Helgason A. 33,4 Kristján Stefánsson H. 34,3 Sigurður Sigurðsson A. 37,2 Sigrún Sigurðard. H. 1,28,6 Hfj.-met. Elín Björnsdóttir A. 1,37,2 Jónina Guðnadóttir A. 1,42,6 50 m baksund kvenna: Auður Sigurbjörnsd. H. 44,9 Hrafnh. Sigurbjörnsd. H. 45.9 Hanna R. Jóhannsd. A. 47,0 4x50 m fjórsund karla: Sveit Akraness 2,14,0 Sveit Hafnarfjarðar 2,21,9 2x50 m þrísund kvenna: Sveit Hafnarfjarðar 2,03,4 Hfj.-met. Sveit Akraness 2,08,3 Aukagreinar: 50 m skriðsimd drengja: Eggert Hannesson H. §3,2 Kristján Stefánsson H. 33.6 Sig. Vésteinsson A. 34,7 50 m bringusund drengja: Einar Möller A. 39,9 Jóhann Bergþórsson H. 43,5 Guðjón Bergþórsson A. 43,8 50 m bringusund telpna: Hlín Daníelsdóttir A. 49,4 Elínborg Sigurðard. A. 50,0 Sigríður Garðarsd. A. 50,3 Hvorir sigra KR eða ÍR? — Tekst Fram að trufia sigurgöngu FH? I kvöld fara fram 5 leikir og byrjar keppnin á leikjum í meistaraflokki kvenna'. Eigast þar við fyrst Fram og Víking-! ur. Þó Fram-stúlkurnar hafi átt fremur slappa leiki í mótinu hingað til hafa þær meiri mögu leika að sigra. Þær hafa meiri reynslu en hinar ungu Víkings- stúlkur, sem vissulega munu gera sem þær geta í þessari viðureign. I hinum leiknum milli KR og Vals má gera ráð fyrir öruggum sigri KR-stúlkn- anna. Valur hefur sýnt miklar framfarir að undanförnu, en hætt er við að það nægi ekki tii að hrófla við hinum reyndu stúlkum í KR. Hinir leikirnir sem fara fram eru: Þriðji flokkur karla AA: ÍR — Haukar, og getur það orðið skemmtilegur leikur. Þá keppa að lokum Valur — Frarn og FH — Þróttur í I. flokki karla. Það má segja að á morgun fari fram leikir sem geti farið að gefa beniiingar um úrslit mótsins. Er þar fyrst og fremst leikurinn milli IR og KR. Bæði liðin hafa sýnt góða leiki og bæði hafa fullan hug á að sigra. Á pappírnum virðist manni sem KR gæti sigrað, en það er engan veginn víst þeg- ar á völlinn er komið. Takist iR-ingum að ná bezta leik sín- um og þeim liraða sem þeir stundum fá mótherjann til að truflast af, geta þeir orðið KR- ingum hættulegir. Vörn KR er raunar sterk og verður senni- lega erfitt að rjúfa í hana rif- ur. Sem sagt það er erfitt að slá neinu föstu um sigur í leiknum, en það er víst að hann verður skemmtilegur og ætti að verða jafn. Fljótt á litið virðist eem FH ætti ekki að verða í vand- ræðum að fá bæði stigin. En Framarar hafa sýnt góða leiki og góðan handknattleik, og láti þeir ekki truflast af hraða Hafnfirðinga gætu þeir orðið hinum síðarnefnda erfiðir. —- Vafalaust setja FH-ingar upp mikinn hraða og þegar þeim hefur tekizt upp er eins og ekkert standist þá. Það má því gera ráð fyrir að leikurinn verði skemmtilegur og gæti orðið spennandi. Þriðji leikurinn annað kvöld er í 3. flokki karia milli Ár- manns og KR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.