Þjóðviljinn - 02.03.1960, Síða 5

Þjóðviljinn - 02.03.1960, Síða 5
Miðvikudágur 2. marz 1960 — ÞJÓÐVILJINN (5 Búizt við að dcxgcsx Oberlcznders í ráðherrastól séu brátt taidir Leyniskjöl og vitnisburSir gyÖinga sem voru i Lvov frekari sannanir fyrir sekt hans Enn frekari sannanir hafa nú veriö bornar fram fyrir l>ví aö Theodor Oberlánder, ráöherra í Vesturþýzku stjóminni beri ábyrgö á moröum þúsunda gyðinga í borg- inni Lvov (Lemberg) í Úkraínu á stríösárunum. Oberlánder hefur viljað halda því fram að ef morð og önnur ódæðisverk hafi verið framin í Lvov, þá hafi þau átt sér stað áður en herdeild sú sem hann Aukin verzlun USA og austurs Verzlun Bandaríkjanna við sósíalistísku rikin í Austur- Evrópu varð meiri á síðasta ári en nokkru öðru eftir stríð, og mest varð hún á síðasta fjórð- ungi ársins, þegar út voru fluttar vörur frá Bandaríkjun- um til þessara landa fyrir 30,5 milljónir dollara. I þeirri fjár- hæð er falið andvirði heillar vefnaðarverksmiðju sem kostar 17 milljónir dollara. Innflutn- ingur landa í Austur-Evrópu frá Bandarlkjunum nam að meðaltali 20 milljónum dollara á ársfjórðung. Infíúensa bráða- fár í sjúkrahúsi í sjúkrahúsi einu í Ponte- vico á ítalíu hafa síðustu daga 38 sjúklinga-r og hjúkrunar- konur dáið af völdum inflú- ensu. Engin fullnægjandi skýr- ing hefur verið gefin á því að inflúensan skuli hafa komið svo hart niður þarna, því að yfirleitt hefur faraldurinn ver- ið heldur vægur. var fyrir („Næturgala-herdeild- in“) og skipuð var að mestu ú'kraínskum fasistum kom til borgarinnar. Þáð er staðfest og viðurkennf af honum sjálfum að hún kom til borgarinnar 30. júní 1941 kl. 3 um morguninn. Nú hefur vitnisburður borizt frá gyðingi, Abraham Goldberg, sem staddur var j Lvov 30. júní 1941, en á nú heima í Israel. Hann hefur sent vestur- þýzka tímaritinu Der Spiegel bréf. Þar segir hann að hann hafi að morgni 30. júní 1941 verið sóttur heim og færður í fangelsi, þar sem úkraínskir hermenn í þýzkum einkennis- búningum skipuðu honum að hlaða líkum á vörubíla. Þarna voru um 500 gyðingar. Að verkinu loknu voru þeir látnir hlaupa á milli raða hermanna sem börðu þá með byssuskeft- um og stungu þá byssustingj- um. Þeir biðu nær allir bana, Gollberg komst því aðeins undan að ofan á hann féllu lík annarra. Samhljóða vitnis- burður hefur borizt frá öðr- um gyðingi, Eliahu Jones, sem nú starfar við útvarpsstöðina í Jerúsalem. Þá hefur vesturþýzka blaðið Frankfurter Kundschau birt skýrslu frá foringja öryggis- lögreglu nazista, dags. 16. júlí 1941 (skýrslah er merkt: IV A IhB Nr. 1 b/41 — Geheime Reichssache) þar sem lýst er því sem gerðist eftir að þýzku herirnir héldu innreið sína í IJkraínu, þ.á.m. Lvov: „Úkraínubúar sýndu ánægju- lega framtakssemi gagnvart gyðingum fyrst eftir að bolsé- vikarnir höfðu hörfað. Þannig var kveikt í samkunduhúsi gyðinga í Dobromil. í Sambor drap æstur múgurinn 50 gyð- inga. í Lemberg (Lvov) mis- þyrmdu borgarbúar gyðingum og smöluðu um 1000 þéirra saman í fangelsið sem þýzki herinn hafði tekið eftir GPU. Öryggislögreglan smalaði sam- an um 7000 gyðingum og skaut þá í hefndarskyni fyrir unnin grimmdarverk. Stölsk kona eignaðist þessa fjórbura liér á myndinni fyrir nokkrum dögum, allt drengi. Þeim líður vel og móðurinni einn- ig. Fjórburafæðingar eru sjaldgæfar, og eftir því sem bczt •*r vllað hafa fjórburar aldrei fæðzt á Islandi. Áður fyrr v r vonlítið að halda lífinu í öllum börnunum, en læknavísindi nú- tímans hafa sigrazti á erfiðari þrautum. 500 vísindamenn sækja kjani- orkuráðstefnu í Kaupmannah. Upp um 73 menn komst að þeir voru njósnarar fyrir NKVD og voru þeir skotnir. 40 öðrum var komið fyrir katt- arnef eftir ábendingar frá bæj- arbúum. Auk þessara lífláta í Lemburg (Lvov) voru gerðar hefndarráðstafanir i öðrum bæjum, m.a. voru 132 gyðingar skotnir í Dobromil“. Eftir þessar nýju upplýsing- ar er talið næsta hæpið að Oberlánder verði áfram ráð- herra í vesturþýzku stjórninni þar sem hann hefur setið síð- an 1954. En ófagur vitnisburð- ur er það um stjórnarfarið þar í landi að, maður sem hefur annað eins á samvizkunni skuli hafa getað gegnt æðstu valda- stöðu í öll þau ár, án þess að við honum væri amazt. 500 vísindamenn frá 70 að- ildarríkjuin eru væntanlegir á kjarnorkumálaráðstefnu sem Alþjóðakjarnorkustofnunin — (LAEA) lieldur í Kaupmanna- höfn dagana G.—17. september n.k. Samkvæmt upplýsingum for- stjóra stofnunarinnar, Sterlings Coles, mun ráðstefnan fyrst og fremst fjalla um notkun radíó-ísótópa í iðnaði og eðlis- fræði. Búizt er við að nýjustu niðurstöður í rannsóknum á þessum vettvangi verði lagðar fram og ræddar, og þannig munu hinar öru framfarir sem orðið hafa á þessu sviði síðast- liðin þrjú ár verða tiltækar öllum þátttökuríkjunum. Síð- asta meiriháttar ráðstefnan um radíó-ísótópa var haldin í Par- ís fyrir þremur árum að til- hlutan UNESCO (Menningar- og vísindastofnunar SÞ). Þessi stofnun hefur samvinnu við Al- þjóðakjarnorkustofnunina um undirbúning að ráðstefnunni í Höfn. Sterling Cole hefur látið í ljós ánægju sína yfir boði dönsku stjórnarinnar um að halda ráðstefnuna í Höfn og jafnframt hefur hann farið fögrum orðum um hið verð- mæta framlag Danmerkur til undirbúnings ráðstefnunnar. Danska kjarnorkunefndin hefur í þessu sambandi gefið út eftirfarandi yfirlýsingu: „Notkun radíó-írótópa bæði í vísirdarannsóknum cg iðnaði er tvimælalaust sá þáttur hinn- ar friðsamlegu nýtingar kjarn- orkunnar sem á skemmstum tíma hefur gefið mikilvægastan árangur. Danskur iðnaður og þeir dönsku vísindamenn, sem sérstaklega fást við rannsóknir á notkunarmöguleikum radíó- ísótópa, hafa sérstaka ástæðu til að fagna þvi, að ráðstefna af þessu tagi sku'i vera hald?n í Kaupmannahöfn“. Aætlun Pólvsrja stóðst mjög vel Efnahagsáætlun Póllands ár- ið 1959 var uppfyllt og meira en það. Heildarútkoman var 101,5 prósent, samkvæmt upp- lýsingum hagskýrslustofnunar- innar í Varsjá. Iðnaðarframleiðslan óx um 9 prósent á árinu_ Framleiðsla framleiðslutækja óx um 11 pró- sent og framleiðsla neyzluvarn- ings um 6 prósent. Framleiðsla landbúnaðarvarn- ings varð hinsvegar 1,3 pró- sentum minni en á árinu 1858. De GauIIe, forseti Frakklands hefur síðustu dagana ferðazt um Suður-Frakkland og haldið þar ræður á ú'lifundum. Myndin var tekin þegar hann hélt ræðu í koksvinnslusíöð kolanámunnar HouiIIeries du Bassin d’Aquitaine. Færri hestar - fleiri fraktorar Hestum fækkar ár frá ári meðan traktorum og mjaltavél- um fjölgar. Á tímabilinu 1949- 1957 fækkaði liestum: í heimin- um um sjö af hundraðí á sama tíma og traktorum fjölgaði um sjötíu af hundraði (SovétrQdn og Kína eru undanskilin í þess- uin tölum). Mjaltavélum liefur einrig stórfjölgað. I Danmörku Svíþjóð og Bretlandi em yfir áttatíu af hundraði af öllum kúm mjólkaðar með injaltavél- um. Ofarlega á listanum eru líka Bandaríkin, Nýja Sjáland og Ástralía. Það er Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna (FAO) sem gefur þessar upplýsingar í nýjasta mánaðar- hefti sínu. Samkvæmt útreikn- ingum stofnunarinnar erú nú í / heiminum (þegar Sovétríkin og Kína eru frátalin) 57,9 milljón hestar, en fyrir 10 árum var talan 62,4 milljónir. Auk hinnar tæknilegu þróun- ar og hinnar auknu þekkingar á möguleikum vélvæðingarinn- ar sem af henni hefur leitt hafa önnur öfl stuðlað að auk- inni vélvæðingu, og þá einkum hærra verð á landbúnaðaraf- urðum, meiri kostnaður við mannahald og stuðningur stjórnarvalda. Þau lönd sem lengst hafa gengið í vélvæð- ingu að því er traktora snertir eru Bretland, Vestur-Þýzka- land og Sviss. Löndin fyrir botni Miðjarðarhafs eru það svæði í heiminum þar sem traktorum fjölgaði mest á ár- unum 1949—1957, og fengu Tyrk'and og Arabíska sam- bandslýðveldið brcðurpartinn af þeim, eða áttatíu af hundr- aði. Suður- og Mið-Ameríka. og Asía eru einu svæðin í heiminum þar sem hestum fjölgaði á þessu sama tímabili. Hestum fjölgaði um 28 af hundraði í Suður-Asíu ög 8 af hundraði við austanvert Mið- jarðarhaf. Hins vegar fækkaði þeim um 14 af hurilraði í Evr- ópu og 59 af hundraði í Norð- ur-Ameríku. FAO bend’r þó á þá staðreynd, að hlutfallið milli hesta og traktora sé ekki einhlítur mælikvarði á vélvæð- ingu landbúnaðarins, þár eð víða sé notazt við uxa ti! plæg- ingar, t.d. á vissum svæðum á ítalíu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.