Þjóðviljinn - 22.08.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.08.1962, Blaðsíða 5
Þjóðviljimi hefur áður, þegar náð hefur verið merkum áfanga í geim- vísindum, birt mat franska gejmvísindamannsins Albert Ðucrocq á því sem var að gerast, síðast þegar Bandaríkjamenn sendu á Icft sjóii- varpstungl sitt, Telstar. Hér fara á eítir kaflar úr grein, sem hann rrf- aði í vikublaðið L’Express út af síðustu afrekum Sóvétríkjanna á þessu sviði, sem hann segir að marki alger tímamót. Þar leitast hann m.a. við að finna skýringu á því að Sovétríkin hafa skotið öllum öðrmn aftur fyrir sig í þessari mikilvægustu vísindagrein nútímans. tímans. MymJirnar hér á síðunni eru teknar úr sovézkri kvikmynd seni gcrð var fyrir nokkrum árum um i’ramtíðarfyrirætlanir í -geimnum. Þær fyrirætlanir cru senn að verða að. veruleika. „í sömu vikunni og síðasta hefti vikublaðsins „Time“ hékk framan á blaðsöluturn- um með framtíðarsögu í stíl Jules Verne, skreytta litlum skýringarmyndum, um hvað Bandaríkjamenn hefðu í hyggju að gera í geimrann- sóknum á árunum 1964—1970, bárust mönnum á vesturlönd- um tvser stuttar sovézkar til- ’kynningar um að kappihlaupið til tunglsins væri þegar hafið. :Hátt á lofti, úti í geimnum, flugu tveir nýir geimfarar saman á brautum sem voru mjög nærri hvor annarri. Þeir voru svö nærri hvor öðrum í nálægt 250 km ihæð frá jörðu og á 28.000 km hraða á klukkustund, að þeir gátu fylgzt með ferðum hvors ann- ars. Með því að setja stjórn- flaugar sínar í gang hefðu þeir getað nálgazt hvor annan svo mjög að skip þeirra hefðu getað snerzt. Virt hvor annan fyrir sér. Brosað sín á milli. Og áður en varir, Ijúkast geimskip þeirra. upp cg menn- irnir tveir, eða íelagar . þeirra, festir við geimskipin með mjóum strengjum, fal’ast í íaðma úti í svartri geimnótt- inni, bjóða hvor öðrum um borð“. Það er þannig að því komið, heldur Ducrocq áfram, að vandamál stefnumótsins í geimnum verði leyst, en það þýðir um leið, að ekki iíður á löngu þar til menn geta far- ið til tunglsins. Slíkt stefnu- mót, eða tenging tveggja eða fleiri gervitungla á brautum úti í geimnum, er algert frumskilyrði langferða um geiminn. Nákvæmni útreikn- inganna skiptir öllu máli Og Ducrocq heldur áfram: „En til þess að . þetta sé unnt, þarf hvorki neitt undra- eldsneyti né írábærar málm- 'blöndur, og það einmitt vegna ,, þqss að hámarksnotaþyngd skiptir ekki iengur öllu máli, þegar hægt er að” sétja 'sám’áh úti í geimnum gervitungl sem vega mörg hundruð, eða mörg þúsund lestir. En á hinn bóginn þarf, hér ótrúlega nákvæmni í útreikn- ingum. Franskur vísindamað- ur sem verið hafði í Sovét- ríkjunum var spurður . við heimkomuna um hið fræga fasta eldsneyti-feem nótað.ér í sovézku eldflaugárnar. Hann svaraði þá í gamni að í elds- neytisgeymum sovézku spútn- ikanna og vostokanna væri í rauninni ekkert annað en „hið gráa heilaefni" úr nokkru.m hu.ndruðum ’ stærðfræðinga. Auk óskeiku.lla útreikninga rafeindareiknivéla byggðist þessi fundur tveggja geimfara úti í geimnum á uppfinningu nýrra reikningsaðferða cg því á starfi þúsunda stærðfræð- inga. Þetta u.ndur byggist á þaulskipulagðri samvinnu vís- indamanna sem ekki þurfa að standa neinum skil á fjármál- u.m né öðrum málum, heldur ekki pólitírkum sjónarmið- um“. Og enn segir Ducrocq: „Hinn rússneski heimur sem nú nær til stjarnanna byggist á því, að megináherzla er lögð á allar greinar hreinna vís- indarannsókna“, þ.e. á undir- stöðuatriði vísindanna, hvort sem búast má við hagnýtum afrakstri af þeim í bfáð *cðá' ekki. - „Þjó3 g'ærdag-sins eða ríki morgundagsinsu Síðan rekur hann hvernig Bandaríkin og þarmeð allur auðvaldsheimurinn hefur helzt úr lestinni í því mikla vísindakapphlaupi sem nú er háð, og nefnir ýmsar ástæður til þess: Stóriðjuhringarnir sem eðli sínu samkvæmt hljcta að miða allt við hugs- anlegan gróða, auglýsinga- skr.umið sem krefst nýrra og nýrra tilrauna, þó svo að þær séu vonlausar, hinn stöðugi reipdráttur milli einstakra deiida Bandaríkjahers, skiln- ingsleysi þess manns, sem til skamms tíma hafði íorystu fyrir hinu bandaríska stór- veldi. Eiserihowers, sem sagð- ist ekki. koma au.ga á „nauð- syn þess að lagt sé í óhemju- legá kostnaðarsamar geim- rannsóknir". Ducrocq líkir þessum orðum Eisenhowers við orð lögmanns sem telur skjólstæðing sinn af því að leggja fé í vafasamt kauphallarbrask. En hér vár bara ekki um að ræða neitt brask eða áhættu, segir hann, heldur um hitt „hvort menn vildu heldur vera: Þjóð gær- dagsins eða ríki morgundags- ins, þjóð sem horfir fram á veginn, eða þjóð sem rígheld- úi’ sér í fi'ðahdi slund“, og hann heldur áfram: „Það er ekki þjóðarmetnað- ur sem er í húfi í kapphlaup- inu til tunglsins og þar er heldur ekki um að ræða að menn tryggi sér geimstöðvar fyrir hugsanlega styrjöld milli megi.nlandanna. Augljóst er að Bandaríkin og Sové.tríkin hafa í hyggju að notfæra ■ sér geim- stöðvar í hernaðarskyni, ým- ist til njósna eða sem skot- palla fyrir varnareldílaugar, eða fyrir árásarskeyti með kjarnahleðslum. En geimkapp- hlau.pið er í eðli sínu ekki frekar bundið hernaði en hagnýting kjarnorkunnar er tengd árásinni á Hiroshima. Hernaðartengslin eru enn lau.sari, því að kjarnasprengj- an átti í írauninni rætur sínar í stríðinú, en géimkapphlaup- ið á ekki upphaf sitt ,í stríði. Að bakl því liggur á hinn bógihri sú nýstárlega hu.gsun, sem Bandaríkjamenn gerðu sér fyrst Ijósa eftir heilan ára- tug að nú hafa geimrannsókn. irnar tekið við því hlutverki sem hernaðurinn hefur gegnt í sögunni til þessa; að örva og hvetja til framfara í vísind- u.m og tækni“. Hinn nýi maður „Þær tálmanir sem verða munu á vegi mannsins úti í geimnum, fjötrar þeir sem hann verður að brjóta af sér til þess að hann geti í. raun- inni lagt jörðina að baki, munu neyða hann til að smíða sér slíkar völundarvélar og tæki, að . þau munu breyta honum sjálíum. Maðurinn sem stígur fæti á Marz eða Venus verður nýr maður, sem hefur í glímu sinni við hinn ó- kunna geim aflað sér meiri þekkingar en nokkur stríð sögu hans hafa kennt hon- um . . . Könnun heimsins er rétt að byrja, fram að þessu hefu.r heimu.rinn jafnan verið skoðaður fi'á jarðnesku sjón- armiði. En við vitum nú þeg- ar að allar spurningar sem við getum lagt fyrir okkur um samsetningu efnisins og um uppruna lífsins eiga sér. svör í víðáttu geimsins sem ckkur standa nú til boða“. Geimvísindin eru ásamt hagnýtingu kjarnorkunnar mesta afrek mannsandans á tuttugustu öldinni, segir Ducr- ocq, og þau eiga eftir að um- bylta viðhorfum manna til allra hluta, hernaðar. stjórn- mála, mannkynssögunnar, frelsisins; og síðan spyr hann hvernig á því standi. aö Sov- étrikin hafi komizt frernst allra þjóða á þessu sviði: „Einföld staðreynd“ „Skýri.nguna er að finna í einfaldi’i staði'eynd. Síðasta áratuginn hafa geimrannsókn- ir Sovétríkjanna ekki heyrt undir hermálaráðuneytið eða flokksstjórnina. Þær heyra undir sovézku vísi.ndaakadem- íuna og • hana eina, en hún hefur fengi.ð óskorað vald til allra ákvarðana á þessu sviði. 1 Bandaríkjunu.m hefur stjórn þessara málá farið úr höndum herforingjanna í hendur stjórnmálamanna og stóriðju- hölda. Þau hafa orð^.ð bitbein flughers og flcta, orðið póli- tískt vopn í höndum Demó- krata í árásum þeirra á valda- rnenn Repúblikana. f Sovét- ríkjunum hafa geimrannsókn- i.rnar aldrei verið í höndum annarra en þei.rra s’em bezt kunnu skil á þei.m, geimvís- indamannanna sjálfra." Miðvi^udagur 22. ágúst 1962 —, .ÞJQÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.