Þjóðviljinn - 21.03.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.03.1967, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 21. marz 1967 — ÞJÖÐVIIjJINÍN — SlÐA J Cao Ky krefst ske loftárása á Norður- - Hvenær verður hætt við að hafa hemií á árásunum? Hvenær verður ráðizt á Haiphong? spyr hann á Guam GUAM 20/3 — Cao Ky, formaður herforingjanna í Saigon, hélt í dag ræðu á fundi með Johnson forseta og öðrum bandarískum ráðamönnum á eynni Guam í Kyrrahafi og krafðist þá að stríðið í Vietnam yrði hert, allar svokallað- ar hömlur sem verið hafa á loftárásum á Norður-Vietnam afnumdar og jafnframt hafinn hernaður gegn Kambodju og Laos. Bandaríkjastjórn hafði látið í veðri vaka að á fundinum á Guam myndi alls ekki ætlunin að ræða hernaðaraðgerðir í Viet- nam, heldur „stjórnmálalegar og félagslegar" aðgerðir í því skyni að treysta ítök hennar og lepp- stjómarinnar í Saigon. En Ky afhenti blaðamönnum afrit af ræðu sinni sem hann hafði haldið á fundinum og var megininntak hennar að herða ætti stríðið. f Kröfur hans voru að vísu bornar fram í spurnar- formi, en þó fór ekki milli mála hvað fyrir honum vakti. — Hve lengi á Hanoi-stjórnin að njóta góðs af því að loftárásir á N- Vietnam ertu takmarkaðar? spurði hann. Hve lengi á „vietcong" að haldast uppi að leita hælis í Kambodju? Hve lengi verða að- flutningsleiðir skæruliða um La- os látnar vera í friði? Hve lengi á að leyfa hergagnaflutninga um Haiphong? Ky vék éinnig að hugsanlegri samningslausn á stríðinu. Hann sagði að ef mynduð yrði sam- steypa með þátttöku kommúnist- ískra afla eða fallizt yrði á að viðurkenna Þjóðfrelsisfylkinguna sem fulltrúa fyrir hluta af viet- nömsku þjóðinni myndu þús- undir bandan'skra, vietnamskra og annarra hermanna hafa fórn- að lífi sínu tfl einskis. Greinilegt var á viðbrögðum hinna bandarísku ráðamanna þegar blaðamenn spurðu þá um ræðu Kys, að ekki hafði verið setlunin að ræðan bærist út. Þeir Rusk utanrikisráðherra og Mc- Namara landvarnaráðherra véku sér undan að svara þeim spurn- ingum. Rusk sagði aðáfundinum hefði ekki verið fjallað um hernaðaraðgerðir, en Ky hefði sagt aS stjórnin í Hanoi væri ó- fús til að hef.ia samningaviðræð- ur. Það hafði eins og éður ersagt verið látið í veðri vaka í Wash- ington áður en Johnson og ráð- herrar hans héldu til Guams, að á fundinum þar myndi aðeins rætt um ráðstafanir aðrar en hernaðarlegar til að flýt.a fyrir „friðun“ Vietnams. Fréttamenn í Washington höfðu þó fullyrt að búast mætti við að á Guam myndu teknar ákvarðanir um að herða stríðið, bæði loftárásirnar á Norður-Vietnam og aðgerðir í Suður-Vietnam \ Bandaríkjamenn segja að um helgina hafi orðið hörð viður- DJIBÚTI 20/3 — Mikil ólga er í Sómalilandi eftir þjóðarat- kvæðagreiðsluna sem bar fór eign milli þeirra og hermanna Þjóðfrelsisfyikingarinnar fyrir norðan Saigon, þar1 sem mes’a hernaðaraðgerð Bandarfkiamanria í stríðinu, „Operation Junction City“. stendur enn vfir. Þeir sögðu að um 1500 manna sveit skæruliða hefði ráðizt á miklu fómennari bandaríska sveit, en þó hefðu skæruiiðar verið hrakt- ir á flótta með' ioftárásum og stórskotahríð. Þeir hefðu skilið eftir 217 menn f valnum, cn Bandaríkjamenn hefðu aðeins misst tvo menn. Þeir viðurkenna að skæruliðar hafi í gær á þessum slóðuni skot- ið niður þrjár þynlur fyrir þeim, ,en láskað hrettán aðrar. Einn- ig hafi þeir skotið niður bandaJ ríska herþotu. I „Operation Junction City“ sem hófst 22. febrúar taka þátt 25.000 bandarískir hermenn. Bandarfkjamenn segja að 1117 skæruliðar hafi verið felldir síð- an bessi hernaðaraðgerð hófst. Arásir á N-Victnam. í gær var enn ráðizt á hið mikia stáliðjuver í Thai Neuv- en í Norður-Vietnam, annan das- inn í röð og í fjórða sinn á níu dögum. Samtímis réðust aðrar flugvélar á tvö raforkuver í ná- grenni við Hanoi. í Saigon er viðurkennt að ein ðrásarflugvél- anna hafi verið skotin niður. tram i gær um hvort iandið skyldi halda áfram að vera í tengslum við Frakka. Þeir segja að úrslitin hafi orð- ið þau að meirihluti kjósenda, 22.523 eða 60,47 prósent, hafi lýst sig samþykka slíkum tengsl- um áfram, en 14.734 hafi kosið óskorað fullveldi. Landstjóri Frakka í Sómali- landi, Louis Saget, skýrði frá því í dag að ellefu manns a.m.k. hefðu beðið bana í dag og 22 særzt þegar í hart' sló með borg- arbúum í Djibútí og hermönn- um. Sett hefur verið útgöngu- bann í landinu frá sólarlagi til sólarupprásar og tilkynnt að hver sá verði skotinn án aðvör- unar sem óhlýðnist banninu. Herlið er hvarvetna á verði í Djibútí, en þar urðu úrslitin þau að meirihluti borgarbúa vár and- i vígur -tengslum við Frakka. Rannsóknarstarf Aðstoðarstúlka óskast við sýklarannsóknir h'já Rannsóknastofu Háskólans. Laun verða greidd eftir launakerfi ríkisstarfs- manna. Umsóknir sendist rannsóknarstofunni fyr- ir 1. apríl n.k. ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Stúdentsmenntun eða sérmenntun í rannsókna- tækni æskileg Rannsóknastofa Háskólans. við Barónsstíg. Sómalilendingar eru sagðir vi/ja samband við Frakka Húsbyggjendur Smíðum eldhúsinnréttingar, fataskapa og fleira — VÖnduð vinna, stuttur afgreiðslufrestur. — Útvegum teikningar ef óskað er. — Leitið tilboða v Trésmiðjan GREIN s.f., Auðbrekku 49, Kópavogi, sími 40255. ÚTBOÐ ^ ' '' Kópavogskaupstaður óskar eftir tilboðuin í viðbyggingu við Kópavogsskóla við Digranesveg. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu minni gegn kr. 2000,00 skilatryggingu. — Tilboðum sé skilað í síðasta lagi 3. apríl. Kópavogi, 20. marz ’67. Bæjarverkfræðingur. Sharpevillc, 21. marz 1960. Sjö ár frá hlóðbaðinu í Sharpeville gegn í dag er alþjóðlegur dagur, helgaður barátt- unni gegn kynþáttamisrétti. Það eru Samein- uðu þjóðirnar, sem hafa ákveðið þetta og valið 21. marz til að gegna þessu hlutverki. Þennan dag árið 1960 áttu sér stað atburðir í Suður-Afríku, sem ollu skelfingu og viðbjóði meðal manna um heim allan. Afríkumenn höfðu safnazt saman í bænum Sharpeville til þess að mótmæla á friðsamlegan hátt hinum illræmdu vegabréfslögum stjórnarvalda S-Afríku. Yfir- völdin mættu þessum aðgerðum Afríkumanna með hörku og miskunnarleysi. Beittu þau vopn- aðri lögreglu, sem myrti þarna í einu vetfangi 39 Afríkumenn. ‘Atburður þessi og aðrir híið- itæðir, færðu mönnum heim saniiiiu, um pað. að stjórnarvöld S-Afríku væru staðráðin i að brjóta á bak aftur hverja heiðarlega tilraun í landinu sjálfu til þess að fá breytingu á ógn- arstjórninni. Má segja að eftir þetta hafi verið ljóst. að utanaðkomandi hjálp yrði að koma til í ríkari mæli en áður, til að fá stefnubreytingu í kyn- þáttamálum S-Afríku. Þetta leiddi til þess að afskipti Sameinuðu þjóðanna af málefnum lands- ins jukust. Atburðirnir í Sharpeville mörkuðu á vissan hátt tímamót í þessum efnum og þess vegna er það engin tilviljun að dagurinn 21. marz er valinn alþjóðlegur dagur til baráttu gegn kynþáttamisrétti. Nasser hafnar KAÍRÓ 20/3 — Nasser, forseti Egyptalands, sagði í dag að Eg- yptar hefðu ákveðið að aftur- kalla umsókn sína um að fá sent korn frá Bandarlkjunum. Þeir vildu ekki sóma síns vegna hlíta þeim pólitísku skilmálum sem Bandaríkin settu fyrir slíkum kornsendingum og myndu heldur verja erlendum gjaldeyri sínum til kaupa á korni annars staðar. Egyptum • hefur boðizt korn í Sovétríkjunum. DAGENITE Úrvals enskir ralgeymar fyrir flestar gerðir bifreiða og vinnuvéla. Rolls Royce bifreiðar hafa notað þessa rafgeyma siðastliðin 50 úr. Bifreiðaverzlun. Garðar Gíslason h.f. 60 milj. króna varið til að eyða oliubrák við Bret/and LONDON 20/3 — Brezka stjórn-ý in samþykkti í dag að verja 500.000 sterlingspundum (60 miljónum króna) til að koma í veg fyrir að geysimikil olíubrák frá strönduðu olíuflutningaskipi berist á land og valdi spjöllum á baðströndum í suðvesturhluta Englands. Skipið, „Torrey Canyon“, strandaði á skeri á laugardaginn um sjö sjómílur frá landi og fór þegar að leka 'olía úr því og í gærkvöld var olíubrákin orð- in 28 km á breidd. Hætta er á að hana reki upp í fjöru á Corn- wallströndinni þar sem eru eft- irsóttir baðstaðir. Ef olían berst á land þykir víst að héraðsbúar muni verða fyrir miklu tjóni því að þeir hafa að jafnaði mikl- ar tekjur af ferðamönnum. Þrjú skip úr brezka flotanum hafa síðan á laugardag dælt sér- stakri efnablöndu yfir olíubrák- ina til að leysa hana upp. Fleiri skip hafa síðan verið send á vettvang í sama skyni. Flota- málaráðherrann var sendur á staðinn í gærkvöld til að stjórna þeim aðgerðum. Einnig verður reynt að stöðva lekann' úr skip- inu. Vantrasist fdlt á NÝJU DELHI 20/3 — Indverska þingið felldi í dag tillögu um vantraust á stjórn Þjóðþings- flokksins með 257 gegn 162 at- kvæðum. Það voru hægrimenn sem báru fram tillöguna og var tilefnið sú ákvörðun stjómar Indiru Gandhi að taka völdin af fylkisþinginu í Rajasthan. Þjóð- þingsflokkurinn tapaði meiri- hluta sínum á þinginu, en ekki tiókst samkomulag um myndun samsteypustjórnar. Hafa allmarg- ir menn beðið bana í róstum þar að undanförnu. Þó nokkur hóp- ur stjórnarandstæðinga úr vlnstriflokkunum sat hjá viðat- kvæðagreiðsluna, því að sam- tals hefur stjómarandstaðan 234 fulltrúa. Fulltrúar kommúnista notuðu tækifærið í umræðunum til þess að deila á stjómina fyrir það að hún leyfði bandarísku leyniþjón- ustunni CIA að halda uppi mik- illi starfsemi í Indlandi ogsögðu m.a. að CJA hefði haft afskipti af máli Svétlönu Stalíns. 1907 1967 60 ára afmæfíshátíð verður í Lido föstudaginn 7. apríl og hefst með borðhaldi kl. 19,30. Sk'emmtiatriði — Dans. Miðapantanir og nánari upplýsingar hjá Magnúsi E. Baldvinssyni, Laugavegi 12. — Dökk föt. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.