Þjóðviljinn - 21.03.1967, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.03.1967, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 21. marz 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA g Þrengt að útflutningnum Framhald af 1. síðu., hafa gert, telja þeir líklegast að megi búast við um verð- lækkun á yiirstandandi ári . sem verði 20%. Hvað yrðu þá ábyrgðir ríkissjóðs miklar sam- kvæmt þvi? Ekki undir .180 miljónir kr. miðað við það framleiðslumagn, sem hér gæti komið til greina eða hefur ver- ið nú síðustn árin. Þá mundu þessar 140 miljónir ekki duga. Sannleikurinn er sá, að 140 miljónir kr. mundu samkvæmt ákvæðum þessa frumvarps ekki duga til þess að standa ttndir meiri verðlækkun en þeirri sem fyrir lá, að orðin var um áramótin s.l. eða rétt um 12%, 11,8%. En síðan hefur verðið lækkað talsvert mikið. Auðvitað veit maður ekki um það, hvemig þessi verðlækkun kemur til með að standa á frosna fiskinum allt árið 1967. En þeir, sem þar þekkja bezt til, hafa reiknað með því, að verðlækkunin yrði ekki undir 20% og þá yrði hér um að itæða. greiðslur samkvæmt þessu frumvarpi, sem ríkissjóður væri skuldbundinn að standa við upp á 180 miljónir kr. Til viðbótar við þessar fjár- hæðir, er svo um raunveruleg- ar styrkjagreiðslur að ræða til togaranna gegnum aflatrygg- ingasjóð á annan veg, þannig að þag er ekki hægt að reikna þar með minna en 50—60 milj- ónum kr. Ef ‘reiknað er eftir sömu reglum og gert var hér á upp- bótartímanum fyrir viðreisn á vitánlega að taka hér einnig inn í uppbótarkerfið allar vá- trýggingagréíðslurnar, eins og þær voru teknar þá, þó að sérstakt innheimtukerfi sé nú byggt upp til þess að afla tekna í þetta vátryggingakerfi. En þar er um að ræða greiðslu á hverju ári, sem mun fara nokkuð yf-ír 200 miljónir kr. Ég iíel'd því, að beinar greiðslur til sjávarútvegsins sem flokkast „verða undir upp- bótarkcrfi éða míllifærslukerfi eða hvað menn vilja kalla það á hliðstæðan hátt eins og áður var, verði ekki undir 600 milj- ónum kr. á árinu 1967. Til viðbótar við þetta koma svo allar almennar niður- greiðslur á vöruverði og út- flutningsuppbætur á landbún- aðarafurðir, þannig að upp- hæðin, sem fer í millifærslu- kerfið, er ekki orðin neitt smá- ræði. Og það, sem hefur verið að gerast í þessum efnum er þetta: Ár frá ári þarf að bæta við þetta kerfi, þarf að auka við það mieð ýmsum hætti. Þessi er þá útkoman hjá mönnunum, sem ætluðu að bjarga þjóðinni undan. uppbót- arkérfinu! En menn hafa nú ýmsa tilburði í frammi til þess að reyha að dylja þetta, telja þetta ékki allt saman fram og þár undir má flokka skilgrein- ingu þá, sem hér kom fram hjá fjármálaráðherra um mis- muhándi leiðir til fjáröflunar í sámbandi við hinar einstöku , greinar jþessa frumvarps. Fyrst setur hann upp dæmið óg seg- ir: Það þurfti auðvitað að afla fjár til þess að standa undir greiðslum á þessum 100 milj- ónum, sem áttu að fara í það að hækka fiskverðið til bát- anna. Þar er um beina greiðslu að ræða, hrein útgjöld. þess vegna varð að fara þá leið að laekka framkvæmdafé ríkis- sjóðs um 65 miljónir kr. og tekjur bæjar- og sveitarfélaga í landinu um 20 miljónir kr., samtals 85 miljónir kr. Og svo voru eftir 15 miljónir kr., sem ekki notuðust nú alveg upp hjá ríkisábyrgðasjóði og þannig féngust þessar 100 milj. Aftur á móti segir fjármála- ráðherra að allt annað eigi að gilda um verðtrygginguna á afurðaverðinu. Til þess þyrfti ekki ,að afla fjár með sama hætti, vegna- þess að þar væri raunverulega- verið að mynda serstakan sjóð, sérstakan verð- jöfnunarsjóð, :eða stefnt að því. En b'ot.t.a pv ronrf. túlkun bæði á frumvarpinu eins og það er orðað, og þeim samningi, sem gerður hefur verið við frystihúsamenn. Sannleikurinn er sá. að greiðslumar vegna verðfalls- ins á afurðunum á að greiða framleiðendum beint úr þess- um sjóði og þær eru óendur- kræfar. Þeir sem hafa fengið þessar greiðslur vegna verð- fallsins hafa fengið þennan pening í sinn kassa og eru alls ekki skuldugir til þess að skila þeim aftur, ekki frekar en hin- ir, sem fá hækkað fiskverð. Hér er um beinar óafturkræf- ar greiðslur að ræða. Á ákveðnu stigi samning- anna milli fulltrúa ríkisstjórn- arinnar og fulltrúa frystihús- anna reyndi ríkisstjórnin að hafa þetta á hinn veginn. Hún kom fram með tillögu um það, að hún legði fram 130 miljónir kr. í sérstakan verðjöfnunar- sjóð og sjóðurinn ætti þessa peninga; og ef greitt yrði úr sjóðnum til þeirra, sem yrðu fyrir verðfallinu, ætti sjóður- inn áfram peningana og það yrði að skila honum þessum peningum aftur síðar, m.a. af hækktndi útflutningsverði á afurðunum, þegar það kæmi til. En þessu neituðu frystihúsa- menn alveg þverlega og sögð- ust aldrei semja upp á þessi býti. Þeir sögðu alveg skýrt og skorinort: Verði verðfall, fáum við okkar greiðslu, sem er endanleg greiðsla og þar með búið! Þeir gengu hins vegar inn á það, að ef ekkert verðfall yrði, þyrfti heldur ekki að greiða neitt. En það er vegna þess að menn reikna núna með því að það verði verðfall. Allt útlit er á því, og þannig standa málin núna. Þá verða menn vitanlega að áætla upphæðina og ég hef ekkert við það að athuga fyrir mitt leyti, að ríkisstjórnin á- ætli þessa upphæð 140 miljónir kr. eða gangi út frá því, að verðfallið muni nema kringum 12%. Það getur vissulega orðið minna og það gæti líka orðið meira. Þetta er áætlunarupp- hæð og það er líka réttmætt að tala um það, að það gæti orðið hugsanlega einhver af- gangur af þessum 140 miljón- um, af því að verðfallið væri ekki svona mikið, og þá ætti sá afgangur að verða stofn- sjóður að væntanlegum verð- jöfnunarsjóði, ef hann verður þá myndaður. En það er vitan- lega glgjörlega rangt, þegar fjármálaráðherra reynir að túlka þetta á þann veg, hér fyrir þinginu, að þessar 140 miljónir séu - raunverulegur stofnsjóður, þetta sé stofnfé að ákveðnum sjóði. Það er bein- línis gert ráð fyrir því að það þurfi að greiða 1 út þetta fé, vegna verðlækkunar seni að menn vita af nú í dag. Það er því enginn munur á þessari greiðslu og greiðslunni vegna fiskverðsins, enginn. Þegar fjármálaráðherra geng- ur inn á það, eða þeir sér- fræðingar sem að hann hefur sér við hlið, að það megi taka 'þessar 140 miljónir kr. af greiðsluafgangi ríkissjóðs á ár- inu 1966, þá mátti vitanlega alveg nákvæmlega á sama hátt taka þær 65 miljónir sem að nú á að taka af framkvæmda- fé ríkisins vegna fiskverðsins, af greiðsluafgangi ríkissjóðs á árinu 1966, og það mátti líka taka þær 20 miljónir sem að nú á að taka frá sveitarfélög- unum á sarna hátt af greiðslu- afgangi ríkissjóðs á árinu.1966. Hér er því alveg greinilega um falsrök að ræða. Félag bifreiðoeigenda Framhald af 2. síðu. Stjórn F.l.B. kaus á fundi sínum 17. marz 1966 eftirtalda þrjá menn í nefnd til þess að endurskoða lög félagsins og gera tillögur að nýjum lögum: Magnús Höskuldsson, skipstj. ritara félagsins, Magnús H. Valdimarsson framkv.stj. fé- lagsins og Ám Guðjónsson hri. lögfr. félagsíns. Störf nefndarinnar miðuðust við það að frumvarp að nýjum lögum gæti legið fyrir næsta aðalfundi F.I.B. Þegar nefndin hafði lokið störfum í ársiok, lagði hún tillögur sínar fyrir stjómina, sem’ óskaði nokkurra breytinga. Höfuðefni hinna nýju laga og breytingin frá því sem áður var, er að nú er félagið lands- félag eða landssamband þ.e. hver einstakur féiagsmaður get- ur haft áhrif á kosningu stjóm- ar félagsins hvar sem hann er staðsettur á landinu. Landinu öllu er skipt niður í 6 umdæmi. Hvert þessara umdæma kýs fulltrúa til fulltrúaþings F.I.B.. sem halda skal einu sinni á ári. Á þessu fulltrúaþingi er stjómin kosin, og stefna og höfuðviðfangsefni félagsins á- kveðin. Þá hafa lögin einnig að geyma nýmæli um ráðstefn- ur með umboðsmönnum og starfsmönnum félagsins, en slík ráðstefna sem haldin var á s.I. hausti > og getið er um héf að framan þótti gefa góða raun og fyrirheit um mikla gagnsemi slíkra funda. Lagafrumvarpið eins og það var lagt fyrir aðai- fundinn var samþykkt einróma. Gert er ráð fyrir að fyrsta full- trúaþing F.l.B. komi saman á þessu ári. y Aukin þjónusta Á fundinum var einnig skýrt frá þvi , að félagið hefur þegar aukið starfsemi sína á þessu ári og ákveðið að bæta víð ýmsum nýjum þjónustugrein- um. Má þar nefna, að frá síð- ustu áramótum hefur verið starfandi kranabílaþjónusta fyr- ir félagsmenn í Reykjavík og nágrenni. Ætlunin er að auka þessa þjónustu þannig að'hún verði starfrækt allt árið og fé- lagsmenn geti notið aðstoðar hennar þegar bílar þeirra verða ógangfærir fyrirvaralaust af hvaða orsökum sem er. Þá er gert ráð fyrir að í sambandi við vetrarþjónustuna verði veitt aðstoð við að setja keðjur og snjóbolta á bifreiðir. Þá er fyr- irhugað að auka útgáfu öku- þórs á árinu. Kostnaður við að stofnsetja og starfrækja þessa þjónustu er að sjálfsögðu mjög mikill, en gert er ráð fyrir að hluti af þjónustunni verði innifalinn í árgjaldi félagsmanna. Þá er &- kveðið að setf verði á stofn á þessu ári skoðunarstöð fyrir öryggistæki bifreiða. Er hér um að ræða veigamikla öryggis- þjónustu, auk þess ' sem slíkt eftirlit með bifreiðum getur lækkað viðgerðar- og rekstr- arkostnað þeirra mjög veru- lega. 1 Danmörku hefur þjón- usta þessi reynzt mjög vinsæl og talin hagkvéem og mikils- verð fyrir bifeiðaeigendur. Þá er enn einn nýf þáttur í þjón- ustu F.Í.B., sem ráðgert er að taka upp á þessu ári en það «r varahlutaþjónustan fyrir bif- reiðaeigendur. Þá er enn einn ný þáttur í þjónustu F.I.B. sem ráðgert er að taka upp á þessu ári en það er varahlutaþjón- ustan fyrir bifreiðaeigendur víðsvegar á landinu, þar sem erfiðleikar eru á að útvega varahluti. Þjónusta þessi verður að mestu leyti innifalið í ár- gjaldi félagsins. Hafnfírðingar! Tek ung bórn i gæzru háll'an eða allan daginn. Upplýsingar í síma 5-17-70. Grillsteiktir KJÚKLINGAR SMÁRAKAFFl Laugavegi 178. Sími 34780. SERVIETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Kaupið Minningarkort S ly savarnafélags Éslands COLFTEPPI WILTON TEPPADRECLAR TEPPALACNIR EFTIR MÁLI iLaugavegi 31 - Simi 11822. S Æ N G U R Endurnýjum gömlu sæng- urnar, eigum dún- og fið- urheld ver og gæsadúns- sængur og kodda af ýms- um stærðuro Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstíg 3. Simi 18740. (örfá skreí frá Laugavegi) SMTJRST.ÖÐIN Kópa vogs h á 1 s 1 Sími 4199 ! Öpin frá kl. «—18. A föstndögum kl. 8-^20. ' ☆ ☆ ☆ HEFUR ALLAR algengustu smurolíuteg- undir fyrir diesel- og benzínvélar Viðgerðir á skinn- og rúskinnsfatnaði. Góð bjónusta. Leðurverkstæði Úlfars Atlasonar. Bröttugötu 3 B Sími 24-6-78 Gterið við bílana ykkar sjálf — Við sköpum aðstöðuna Bílaþjónustan Auðbrek' 53 Sími 40145. Kópavogi. Hamborgarar Franskar kartöflur Bacon og egg Smurt branð og snittur SMARAKAFFI Laugavegi 178. Sími 34780. T.RliLQ'rUN.AR _ HRINGIBÁ Halldór Kristinsson gullsmiður. Óðinsgötu 4 Sími 16979. Nýja þvottahúsið Sími: 22916. Ránargötu 50. 20% afsláttur af öllu taui — miðast við 30 stykki. Smurt brauð Snittur við Óðinstorg. Síml 20-4-90. HÖGNI JÓNSSON Lögfræði- og fasteignastofa Skólavörðustíg 16. Sími 13036, heima 17739. Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur - ÆÐARDUNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR * SÆNGURVER LÖK KODDAVER Laugavegi 38. Skólavörðustíg 13 Snorrabraut 38. KÆRKOMIN FERMINGARGJÖF BR1D.GESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannargæðin. BRIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstrí. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 b'úðw FRAMLEIÐUM ÁKLÆÐI á aDar tegundir bíla. OTUR Hringbraut 121. Simi 10659. Skólavörðustig 2i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.