Þjóðviljinn - 21.03.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.03.1967, Blaðsíða 6
w v g SÍÐA — ÞJÓÐVILJirra — Þriðjadagur 21. marz 196t , <j£ ' £ '' 'X /»< 'TBprsqf' ^ ^ ' <-•■•• v 'ý ' ' yr's Þaft er viðurkennt aft nótin er stórvirkasta drápstækið og þaft er varla von aft menn beri virftingu fyrir þeim reglugerðum sem mis- mtma veiðarfærum íslenzkra fiskiskipa innan landhelginnar. Verkefni í fiskirækt og vöruvöndun, ólöglegar togveiðar og afkoma báta Við Islendingar eigum mörg spor ógengin frá rányrkju við fiskveiðar á mörgum sviðum yfir í ræktun nytjafiska. Á síð- ustu árum hefur þó vaknað hreyfing hér á landi fyrir'þeirri nauðsyn að stofna til fiski- ræktar í vötnum og ám. En fiskirækt i sjó er hér ennþá algjörlega framandi hugtaK. Ýmsar aðrar fiskveiðiþjóðir í Evrópu hafa þó á síðustu árum gert ýmsar tilraunir með fiski- rækt í sjó og náð talsverðum . árangri. í Bretlandi hafa t. d. staðið yfir tilraunir nú í nokk- ur ár með ræktun skarkola. og er ekki hægt annað en segja að þær hafi yfirleitt tekizt mjög vel. Það síðasta sem ég hef frétt af hinum brezku tiiraun- um er það, að vísindamennimir tóku skarkolaseiði sem voru á stærð við tveggjakrónupening, settu þau i stóran geymi fyllt- an af sjó, en héldu síðan sjón- um ferskum og á ákveðnuhita- stigi með hjálp frá kjarnorku- veri. Síðan voru skarkolaseiðin fóðruð á skelfiski og voruskelj- amar muldar njeð fiskinum f, en að því búnu kastað i geyn\- inn. Þama náðist mjög athygl- isverður árangur. Eftir þriggja mánaða eldi í volga sjónum í geyminum höfðu skarkolarnir náð sömu stærð og þyngd eins og þriggja ára skarkolar sem alast upp við Englandsstrend- ur við venjuleg skilyrði frá náttúrunnar hendi. Skarkoli er verðmætur fiskur og þegar maður les um slíkan árangur sem þennan, þá vaknar óhjá- kvæmilega sú spurning hvort ekki væri rétt og sjálfsagt að gera hliðstæða tilraun hér með ræktun á skarkola. I þessu sam- bandi kemur mér í hug ríkis- jörðin Reykhólar við norðan- vérðan Breiðafjörð. En máske ekki skilyrði þar ákjósanleg til slíkrar tilrauna, jarðhiti í landi --------------------------------®> Chagall sýndur í Moskvu Vikublaðið Soviet Weekly skýrir frá því, að innan skamms verði opnuð í Moskvu sýning á verkum Marc Chagalls. Chagail var fæddur í Rússlandi, en hélt til Parísar skömmu eftir byltinguna og hafa verk hans ekki verið sýnd í heimalandi hans í fjölmörg ár. Það fylgir fréttúini að vatns- litamyndir eftir lærisvein Chag- alls, Míkhaíl Grobman, veki uin .þessar mundir mikla at- hygii á sýningu á Trétjakoí- safninu f Moskvu. en skelfiskur í sjó? Ég set þetta hér fram til umhugsunar fyrir þá sem bera framtíð Reykhóla fyrir brjósti. Máske gæti fiski- rækt í sjó orðið einn þeirra at- vinnuvega sem hentaði íbúum bess staðar í framtíðinni, þegar slík ræktun verður komin af tilraunastiginu hér á vestur- löndum. Þegar litið er til þeirra afreka, sem eiztu fiskræktar- þjóðir heims háfa náð í dag svo sem Kínverjar þá gefur það ástæðu til bjartsýni. Samkvæmt bandarískum heimildum, þá er gizkað á, að árið 1959 ha£i Kínverjar framleitt 1,2 milj. smálestir af fiski sem þeír beinlínis ræktuðu í sjö og 960 þús. smálestir sem þeir rækt- uðu í fersku vatni. Bætt meðferð á nýjum fisíiri Bætt meðferð á nýjum fiski strax um borð í veiðiskipunum er nú mal dagsins meðal flestra fiskveiðiþjóða heims. í þessu sambandi er það mjög athyglis- vert að Bretar sem eru fast- heldnir á gamla siði og kasta þeim ekki fjnrir borð fyrr en beir eru sannfærðir um, að annað^ bjóðist betra, þeir hafa ^ nú verið að gera tilraunir að undanfömu, með að ísa fiskinn í kassa um borð í togurum. Ég las nýlega umsögn um bann árangur sem orðið hafði af þessum tilraunum og hann var á þá leið, að bæði kaupendur fisksins svo og sérfræðingar í fiskvinnslu, hefðu sannfærzt um, að kassafiskurinn væri betri heldur en sá hillulagði eftir jafnlanga veiðiferð. Þessi frétt gefur ótvírætt bendingu um, að .fiskveiðibjóðir þurfa að fylgjast vel með því sem ano- arstaðar er verið að gera á sviði vöruvöndunar því annars er hætt við að þær geti dagað uppi. Það eru nú liðin mörg ár síðan Norðmentt tóku að ísa fiskinn í kassa um borð í sín- um togurum og línuveiðurum, þegar aflinn á að vinnasÞ í frosnar fiskafurðir eða seljast til neyzlu nýr. Þá má heldur ekki gleyma því, að ýmsar fisk- vinnsluþjóðir kosta miklu fé til árlega, í fræðslu um meðferð á nýjum fiski bæði um borð í veiðiskipunum og eins eftir að í land er komið. Á þessu sviði standa Norð- menn mjög framarlega i dag, enda kosta þeir miklu til, bæði með munnlegri fræðslu svo og í rituðu máli. auk beinnar kennslu við þeirra fiskvinnslu- skóla og erindaflutnings um þetta efni við fiskimannaskól- ana. Ef að við berum þetta saman við ástandið hér hjá okkur í dag, þá kemur í Ijós að við eigum mikið ólært á þessu sviði. Hér hefur þessum málum verið* alltof lítið sinnt jafn þýðingarmikil sem þau eru fyrir okkur sem fiskveiði- og fiskvinnsluþjóð. Ég efast ekk- ert um, að margar tugmiljónir króna fari forgörðum árlega í okkar fiskvinnslu beinlinis vegna þessarar vanrækslu. En sú var tíðin, að við Islendingar stóðum allra þjóða fremstir í meðferð á fiski og upp til okk- ar var litið sem slíkra, en það er liðin tið. Nú er það algengt að norskír sjómenn og fiskverkendur séu fengnir til annara landa ein- ungis til að kenna og tryggjá góða meðferð á fiski. En hve- nær hefur það heyrzt, að Islend- ingar hafi verið beðnir um slíkt nú á seinni árum, bó bað væri algengt áður? Þetta segir sína sögu um bá hnignun sem hér hefur átt sér stað. Á árun- um 1920—1930 þá þótti Norð- mönnum fengur að því að fá 1 Islendinga um borð í sín fisk- veiðiskip, töldu það geta tryggt betri meðferð á fiskinum um borð, enda viðurkenndu Norð- menn þá að við stæðum þeim framar á þessu sviði. En sem sagt, þetta er liðinn tími, þvi nú getum við áreiðanlega margt af öðrum þjóðum lært á sviði vöruvöndunar í fiskframleiðshj og þá ekki hvað sízt af Norð- mönnuríi. Það er áreiðanlega fyrir lö'ngu orðið tímabært, að þessi máil öll verði tekin hér fastari og raunhæfari tökum heldur^ en beitt hefur verið að undan fömu. Að það verði gert, á þvf veltur gengi okkar í framtíð- inni sém fiskveiði- og fisk- vinnshiþjóðar. IJtan við lög og: rétt Þann 16. þ.m. bírti Morgun-\ blaðið þá frétt að þyrla Land- helgisgæzlunnar hefði þá dag- inn áður tekið 6 Vestmanna- eyjabáta að meintum ólöglegum veiðum innan landhelginnar á Vestmannaeyjamiðum. Blaðið segir að tveir þessara báta hafi áður orðið brot.legir við land- helgislögin á yfirstandandi ári. Var þetta í annað sinn sem annar báturinn var tekinn, en hinn var nú tekinn íþriðjasinn á árjnu. Þá segir Morgunblaðið, að alls hafi verið teknir að ó- löglegum veiðum það sem af er þessu ári 27 togbátar, það er iP segja á tveggja og hálfsmán- aðar tíma. Hér eru að ske mjög alvarlegir hlutir. Lög og reglu- gerðir hér að lútandi sem í gildi eru, banna allar veiðar með flotvörpu og botnvörpu innan 12 mílna landhelginnar að undahteknum nokkrum af- mörkuðum svæðum þar sefn þessar veiðar eru leyfðar á á- kveðnum árstímum. Brotin á landhelgisiögunum hjá vélbát- um eru orðin svo mörg og víð- tæk að stjómarvöldin ráða ekki við þau. Og með hverjum mán- uði sem líður verður lausn þessa máls sífellt erfiðari. Bátamir eru að vísu teknir og dæmdir, en það er engin leið til að framfylgja dómun- um, því það mundi þýða gjald- þrot á gjaldþrot ofan hjá mörg- um tugum vélbátaútgerða. A1-<S>- varlegasta ástandið í þessum efnum er að sjálfsögðu í Vest- mannaeyjum en þaðan eru flestir togbátanna gerðir út frá einu plássi. Gjaldþrot togbáta- flotans í Vestmannaeyjum mundi þýða mjög alvarlegt at- vinnuástand í Eyjum og máske síðar hrun sumra fiskvinnslu- stöðva þar. Því umbúðalaus sanrileikur í þessu máli er sá að þessir brotlegu togbátar í Vestmannaeyjum, það eru fyrst og fremst þeir sem hafa haldið uppi lífsafkomu fólksins í Vest- mannaeyjum langa tíma á ári hverju, því án þessara brotlegu veiða hefðu fiskvinnslustöðv- arnar staðið auðar langtímum samam Þetta er líka að sjálf- sögðu ástæðan sem liggur f.jl þess, að ríkisstjórnin hefur hikað við að framfylgja þeim dómum sem dæmt hafa togþát- ana í háar sektir fyrir fram- kvæmd brot, eins og lög á- kveða. En sé dómúm ekki framfylgt, þá er verið að brjóta niður lögin og það ástand sem af slíku getur hlotizt, það er hættulegt hverju réttarríki. En lög sem ekki eiga stuðning í réttlætisvitund almennings á þeim stöðum sem beita þarf lögunum, þeim verður ekki haldið uppi án stórvandræða. Það sem í upphafi knúði vél- bátana í Vostmannaeyjum til aS taka upp veiðar með tog- vörpu var sú staðreynd að þeir fengu ekki nægan mánnafla á netaveiðar á vertíðinni. Tog- veiðar er hinsvegar hægt að stunda með allt að þvi helm- ingi færri mönnum og sú ut- gerð gefur í mörgum tilfellum betri afkomu, er ódýrari í framkvæmd heldur en aðrar veiðar. Þegar nú sjómenn tog- bátanna í Vestmannaeyjum svo og annawa togbáta sjá, að það er látið afskiptalaust og bein- Ifnis Jeyft af stjórnarvöldum að þorskveiðar séu stundaðar með nót og kraftblökk hvar sem er innan laqdhelginnar, og köstin framlengd þannig þegar henta þykir, að botnköst cru tekin á sléttum botni og blýteinn nótarinnar látinn sópa um- hringað botnsvasði í snurping- unni, þá er það mjög eðlilegt frá mfnum bæjardyrum séð, að sjómenn beri ekki mikla virð- ingu fyrir þeim lögum óg reglu- gerðum sem þannig mismuna veiðai’færum íslgnzkra. fiski- skipa innan . líir.cú.eh.'ima”. Þegar svo þar við bætist að nótin er nú viðurkennd lang- stórvirkasta drápstækið sem notað er við fiskveiðar á mið- um, þá er ekkert undarlegt við það, að sjómenn togbátanna geri uppreisn gegn því að veiðar með togvörpu séu bann- aðar þegar slíkar veiðar með nót og kraftblökk eru leyfðar algjörlega hömlulaust inrran landhelginnar. Það er þetta sem itiggur trl gnjndvallar hinum margendur- teknu brotum togbátanna. I fyrsta Iagi, veiðamar með tog- vörpu eru í flestum tilfellum hagkvæmari fyrir bæði útgerð- ina og sjómennina heldur en FISKIMAL eftir Jóhannl J. E. KLúic! veiðar með netum og línu. 1 öðru lagi með tilkomu þorsk- nótarinnar, þessu afkastamikla tæki þar sem hægt er að beita því, þá vilja sjómenn togbát- anna ekki una við að togvarp- an sé bönnuð á sama tíma og stórvirkasta drápstækið nótin er leyfð, það er þetta sem ai- þingismenn og stjómarvöld á Islandí verða að horfast í augu við í dag. Það er uppreisn geen lögum og reglugerðum, sem hafa dagað uppi, en ekki fylgt þróuninni í fiskveiðitækninni. Islenzkir sjómenn vita það t.d. að Norðmenn banna þorskveið- ar með nót á vetrarvertíð i hrygningarstöðvum þorsksins á Lófótmiðum sem eru samsvar- andi mið og suður- og suðvest- urlandsmiðin hér, en á þessum sömu miðum leyfa Norðmenn sínum togurum veiðar á ytri hluta miðanna innan landhelæ innar og sumstaðar upp að fjórum mílum. Það er sama hvemig á þetta mál er litið. það er nú þegar orðið hreiri vandræðamál innan . okkar þjóðfélags. Og það hefur orðið það fyrir þá sök, að mann- dóm hefur skort, Ifklega ásamt þekkingu, til að leysa það á rneðan ennþá var tími til, því ósamræmið verður sífellt meira áberandi, eins og hinar leyfðu þorsknótaveiðar bera glöggt vitni um á sama tíma og tog- veiðar eni algjörlega bannaðar í íslenzkri landhelgi. Aðalfundur Félags fram- reiðslumanna var 20. fm. Aðalfundur Félags fram- reiðslumanna var haldinn 20. febrúar sl. Á fundinum var kjörinn formaður til eins ársog tveir nýir stjórnarmenn til tveggja ára og er stjómin þann- ig skipuð: Jón Maríasson , for- maður, Garðar Sigurðsson, vara- formaður, Leifur Jónsson, rit- ari, Valur Jónsson, gjaldkeri, Viðar Ottesen, aðstoðargjald- keri. Sem kunnugt er, gekk 'á ýmsu í samningaumleitunum FF við SVG sl. sumar. Kom til verkfalls framreiðslumanna hinn 8. júlí, en það var bann- að með bráðabirgðalögum 79/1966 hinn 15. júlí. I janúar sl. var svo aftur setzt að samningaborðd með veitingamönnum og fór nú allt friðsamlega fram, ekki komtil verkfalls og .. voru samningar undírritaðir. 31. janúar. Merk- asti áfanginn, sem náðist í samningum þessum var stofn- un LíTeyrissjóðs Félags fnam- reiðslumanna; einnig hækkaði orlof. Sl. haust gekkst Félag fram- reiðslumanna fyrir námskeiði fyrir aðstoðarstúlkur frarn- reiðslumanna, var það vel sótt og þótti takast hið bezta í alla ,staði. Fjárhagur félagsins er með á- gætum og innan félagsíns er starfandi öflugur sjúkrasjóður. Árgjald félagsmanna er nú kr. 3000.00 óbreytt frá síðasta ári. Félagsmenn eru nú um 90. ' Ný sovézk herþota vopnuð eldflaugum Sovézka fréttastofan Novosti hefur sent út þessa mynd af nýrri sovézkri herþotu sem, eins og myndin sýnir, er búin flugskeytum. Nánari upplýsingar um þotuna voru ekki gefnar. í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.