Þjóðviljinn - 21.03.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.03.1967, Blaðsíða 4
4 SÍBft — ÞJÖÐVTIiJINW — Þr$ðfu<Iagtrr 21. marz 1967. Utgefandi: Sameínmgarflokkur alþýöu — Sósialistaflokk- urinn. Ri'tstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurdux Guömundsson. Fréttaritstjóri: Siguröur V. Friðþjófsson- Auglýsingastj.:Sigurðux T. Sigurðsson. Framkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingari prentsmidja Skólaivörðust. 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasoluverð kr. 7.00- Umhugsunarefni r í ræðu sem Robert Kennedy hélt fyrir skömmu í -*• öldungadéild Bandaríkjaþings um styrjöldina í Víetnam komst hann m.a. svo að orði: „Atvikin... hafa nú beint hinum furðulega mætti bandarískra valda gegn fjarlægri og framandi þjóð. Það er tor- velt fyrir okkur að skynja í hjörtum okkar hvern- ig fólki í Víetnam er innanbrjósts andspænis þess- ari styrjöld ... aðeins fáir okkar eru beinir aðilar, en við hinir lifum lífinu eins og endra'næÞog kepp- um að markmiðum okkar án þess að láta gný og skelfingu stríðsins á okkur fá. En Víetnömum hlýt- ur oft að virðast sem nú sé að rætast opinberun heilags Jóhannesar spámanns: „Og eg sá og sjá: Bleikur hestur; og sá er á honum sat hét Dauði, og Helja var í för með honum, og þeim var gefið vald yfir f jórða hluta jarðarinnar, til þess að deyða með sverði og með hungri Qg með drepsótt“.“ JF^að þarf mikið til, að bandarískur stjórnmála- leiðtogi líki utanríkisstefnu stjórnar sinnar við lýsingar Opinberunarbókarinnar á dauðastríði hinna guðlausu og glötuðu skömmu fyrir dag dúirriSins. Og hér er raunar ekki um neinn venju- lega.n stjórnmálaleiðtoga að ræða, heldur mann sem stefnir að hinum æðstu völdum í landi sínu, mann sem þekkir völundarhús stjórnmálanna út í yztu æsar og hefur tamið sér gætni hinna þjálf- uðu þjóðmálaleiðtoga. Samt kemst hann ekki hjá því að tengja gagnrýni sína á-stefnu Bandaríkja- stjórnar í Víetnam þungum siðferðilegum dómum. 'r Tsland er éina landið á hnettinum þar sem enn er reynt að meta hina ógnarlegu styrjöld í Víetnam samkvæmt einfaldri forskrift kalda stríðsins, sem átök hins vestræna frelsis við heimskommúnism- ann. Sú kenning er boðuð að engir gagnrýni árás- arstyrjöld Bandaríkjanna í Víetnam nema komm- únistar og handbendi þeirra. Samt vita allir þeir sem eitthvað fylgjast með að almenningsálitið í gervallri Vestur-Evrópu er andsnúið Bandaríkja- stjóm', andstaðan nær til allra flokka og stétta, spennir frá kommúnistum til de Gaulle og Kon- rads Adenauers. Og innan Bandaríkjanna sjálfra blasir sama myndin við Sjálfstæðisflokkurinn íslenzki er eini stóri borg- araflokkurinn í víðri veröld sem reynir að gera stuðning við innrásarstríðið í Víetnam að sameig- inlegri stefnu og skyldu stuðningsmanna sinna. Sú afstaða stafar ekki af hollustu við Atlanzhafs- bandalagið, því það bandalag er margklofið í' af- stöðunni til styrjaldarinnar í Víetnam. Ekki lýsir Sú afstaða heldur hollustu við Bandaríkin sjálf eða þann flokk sem þar fer með völd, því þar er urn hliðstæðan ágreining að ræða. Hollustan er einvörðungu bundin við stríðsæsingamennina, boð- bera hins óbilgjarna valdahroka. Það hlýtur að vera sívaxandi umhugsunarefni fyrir þann mikla fjölda sem veitt hcfur Sjálfstæðisflokknum braut- argengi á undanförnum árum, hvort það þröng- sýna og ofstækisfulla forustulið sem nú stjórnar flokknum verðskuldi þann stuðning. — m. ÞAÐ EítU KOiMIN vorjafndægur og ljósið hefur sigrazt á myrkrinu eins og prestarnir ætla að segja okkur á Páskunum. Þeir geta raun- ar byrjað fagnaðarboðskapinn strax á Skírdag, dregið örlítið úr honum á föstudaginn langa með dekkri raddblæ og sorglegra yfirbragði, notað svo laugardaginn - til að ná sér aftur upp, og svo koma tveir heilir, helgir dagar í dýrðlegum fögnuði, með messur i bak og fyr- ir. Og það mun verða fjallað um hina voveiflegu atburði sem urðu í Gyðingalandi í fornöld af mikl- um lærdómi, og sigur lífsins sem fylgdi í kjölfar þeirra af djúpum skilningi. Sem betur fer er kirk’jan okkar blessunarlega laus við allt nútíma pex um vandamál líðandi stundar, og vígslubiskupar fylgjast ekki með alþjóðamálum, að því er þeir segja sjálfir í sjónvarpinu. Ekki hefur heldur heyrzt neitt um framlag Æskulýðsráðs þjóðkirkj- unnar til Vietnamnefndarinnar sem stofnuð var á dögunum, enda vitið meira að láta ekki kommúnista plata sig út í það fen með Fram- sókn og Krötum og einstaka villu- ráfandi Sjálfstæðismönnum. Al- kirkjuráðið í Genf lét þó í vetur hafa sig í að skora á Johnson að hætta lpftárásum á Vietnam, en það hefur líklega verið um svip- að leyti og minnstu munaði að Spellmann kardínáli færi alvopn- aður í kommúnistana, en lét sér nægja að blessa hermenn Krists á jólunum, — annars hefði Vietkong líklega mátt fara að biðja fyrir sér. En þetta eru miklir hættutímar fyrir þá kennimenn sem ekki gæta afskiptaleysis um vandamál líð- andi stundar. og er séra Marteinn Niemöller, sem einu sinnj var fínn maður, þar ljósasta dæmið. Hann ferðaðist nýlega um Víetnam í boft Hanoi-stjórnar og er búinn að skrifa um þetta grein í illræmt kommún- istablaið, Ný'ja Tímann, sem gefið er út í Moskvu, —• og þetta gerist á sama tíma og Sigurður A. Magn- ússon fær ekki að þiggja boð Bandaríkjastjómar um samskonar ferðalag á vegum Morgunblaðsins. EN ÞAÐ ERU vorjafndægur og ljósið hefur sigrazt á myrkrinu, og á Bretlandi telja þeir sumarið op- inberlega gengið í garð á þéssum tímamótum. Leiðtogi þarlendra í- haldsmanna tvistaði veturinn út á Pressuballinu okkar á Sögu, en fékk ekki inni með ræðu sína um blessun Nató og hættuna af komm- únistum í Háskólanum, og varð að láta sér nægja Sjómannaskólann, — og liggur við að þessi mistök heyri undir þjóðarskömm., því Ed- ward Heath hefur alltaf verið okk- ar maður, og reyndi með talsverð- um árangri að hafa vit fyrir okkur í landhelgismálinu. En nú er hann farinn að fagna sumri í Bandaríkj- unum og verður þar ekki í kot vís- að, virðulegustu háskólar vestra standa honum opnir til fýrirlestra- halds. Þar verður mikið um dýrðir þegar Heath lýsir stefnu sannra Breta í Víetnammálinu, en þó verða ekki allir áheyrendúr sámmála ræðumanni, því í Bandaríkjunum eru líka í gangi ýmsir óábyrgir að- ilar, aðallega menntamenn og ofvit- ar, sem aldrei virðast ætla að skilja hinn göfuga tilgang stjómar sinnar í Vietnam, og líka einstaka villu- ráfandi prestar sem hafa álpazt til að fylgjast með alþjóðamálum og alltaf eru að derra sig við Johnson, “ sendandi honum fávísleg mótmæli í ,tfma og ótíma. OG ÞA© ERU líka voijafndægur i Bandaríkj unum, en forseti þeirra herra Lyndon B. Johnson má því miður ekki vera að þvi að taka á móti Edward Heath í þetta sinn, — hann er að fagna sUmri með enn virðulegri leiðtoga, Ky flugmar- skálki frá Vietnam, suður á Guam'. Á þeim fundi hinna göfugu frelsis- unnenda verður reiknað út af mik- illi snilld hversu gengið hefur bar- áttan gegn makt myrkranna á liðn- um mánuðum, og hvaða ráð dugi nú bezt til að ljósið fái sem skjót- ast sigrazt á myrkrinu í hinu hræðilega landi flugmarskálksins. Kannski fáum við góðar fréttir af tilvonandi sigrum frelsisins áður en Páskahátíðin gengur í garð, en vísast blandnar frásögnum af hermdarverkum ofbeldisaflanna, —s en þessu getum við öllu gleymt þegar prestar þjóðkirkjunnar byrja að fjalla um upprisuna í messum sínum árla morguns á sunnudaginn kemur, og halda áfram að hugleiða hina merku atburði í Gyðingalandi í fornöld, fram á mánudagskvöld, en sleppa sem betur fer öllu pexi um vandamál líðandi stundar. Von- andi falla ekki alltof margir af her- mönnum Krists í Víetnam rétt á meðan, — það skiptir þá minna máli með kommúnistana og þeirra hyski. KOLBEINN SVARTI. Frá Reyáarfirðí Tvö útköll slökkviliðs. Sl. laugardag var slökkvi- lið Reyðarfjarðar tvisvar kvatt út. f fyrra sinnið hafði kvikn- að í reykháfi og var slökkt í honum, áður en skemmdir höfðu af hlotizt. Er kulnað var í reyk- háfnum fór slökkviliðið beint i Félagslund, þar hafði kviknað í filmu í sýningarklefa. Þar urðu nokkrar skemmdir, en þó minni en haldið var í fyrstu. Sýningarklefinn og nágrenni hans sviðnaði bæði af eldi c.g geysilegum hita. Skemmdir urðu einnig einhverjar á sýn- ingarvélum. Tveir menn voru í sýningarklefanum, þegar kvikn- aði í, og sluppu þeir ómeiddir Viðgerð á þessum skemmdurn mun verða allkóstnaðarsöm. Aðalfundur Leikfélags Reyð- arfjarðar. Leikfélag /Reyðarfjarðar héit aðalfund sinn um síðustu helgi. Var félaginu þar kosin alveg ný stjóm, þar sem fráfarandi stjórn gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Stjórnina skipa nú: Björn Jónssori, formaður, Alf- heiður Hjaltadóttir, ritari og Þórir Gíslason, gjaldkeri. Félagið hyggstsýna eitt leik- rit í vetur, en ekki er unnt áð segja frá því frekar að sinni. Tvö Framsóknarfélög Einhugur Framsóknarmanna á Reyðarfirði hefur lengí verið með þeim endemum, að þeir hafa ekki getað unnið saman í einum flokki. Þannig nafape.. boðið fram í tvennu lagi við hreppsnefndarkosningar. Af Framsóknarfélagi staðarins heí- ur þvi sífellt verið að ganga. Svo gerist það fyrir u.þ.b. viku, að annað Framsóknarfélag var stofnað. Var það nógu snemma til að það félag gæti tekiðþáit í aukakjördæmisþinginu á dög- unum, þar sem framboð þeirra Framsóknarmanna var ákveðið. Formaður þessa nýja Fram- sóknarfélags er Guðjón Þórar- insson, en aðrir í stjóm munu vera Bjöm EysteinssonogBald- ur Jónsson á Sléttu. fmislegt. Fjölmörg íbúðarhús em hér í smíðum og er unnið við inn- réttingar sem óðast. Þá er í smíðum nýtt verzlunarhús, sem Kristinn Magnússon reisir. Einn- ig er unnið við innréttingu þess. Fjárhagsáætlun Reyðarfjarð- arhrepps hefur verið lögðfram til fyrri umræðu. Talið er, að hún muni þurfa að taka all- miklum stakkaskiptum, áðuren hún er samþykkt. Egill Jónsson, verkstjóri Vega- gerðar ríkisins, varð sextugur sl. laugardag. Var mannmargt á heimili hans þann dag. Frá Hornafirði Grænkar i görðum Hér hefur tíð verið ákaflega umhleypingasöm frá áramót- um, einkum í febrúar. Þíðviðri hafa þó verið mikil og farið var að grænka með húsveggj- um og í görðum. Snjólaust hef- ur verið með öllu þangað til nú síðustu daga, að svolítið snjóaði. Brugðið hefurtil norð- anáttar og kólnað, en veður um leið stillt. Gæftir stirðar. Gæftir hafa verið mjögstirð- ar, það sem af er árinu, en gefið hefur sfðustu daga. Fimm bátar róa með línu, en afli er lítill, þar sérn ' sjaldan hefur gefið. Netavertíð fer trúlega að byrja h.iá bessum bátum. Gistihúsið- Unnið er stöðugt við bygg- ingu nýja. gistihússins, og st innréttingin vel á veg komin. Búizt er við, að hægt verði að taká gistihúsnæðið í notkun • maflok. Veitingasalan í þessu nýja húsi var hins vegar opnuð 'á sIj hausti. Með tilkomu þessa veglega hótels verður gerbreyting á að- stöðunni hér til að taka við ferðafólki, en ferðamanna- straumurinn hingað’hefur auk- 1 izt mikið og á vonandi eftir að aukast enn að mun. Eigendur hótelsins eru Ámi Stefánsson og Þórhallur Dan. Hvenær verður bflfært suiman jökla? Eins og kunnugt er var hat- in smíði á brú yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi á sl. sumri. Verður unnið áfram við það mannvirki í sumar og á að ljúka því í sumar eða haust. Er þetta hin þýðingarmesta samgöngubót fyrir sveitir Homa- fjarðar og öræfin. Tvær ár eru þó óbrúaðar á Breiðamerkursandi,' Fellsá aust- ast á honum og Hrútá vestar- lega, nálægt Kvískerjum. Geta þær verið miklir farartálmar a.m.k. minni þílum, sérstaklega Hrútá. Ráðgert mun hafa ver- ið að þær yrðu þrúaðar sumar- ið 1968, nauðsyn má telja, að þrýr komi á þessar ár strax í sumar. Ekki er okkur kunnugt, hvort unnið hefur verið að því, á þann hátt, að svo geti orðið. Nú mæna menn orðið augum til Skeiðarársands í spum. Hve- nær verður vatnasvæði hans brúað og þá bflfært úr Horna- ‘firði til Suðurlands. sunnan iökla? „Austurland" 3. marz. BLAÐADREIFim Blaðburðarböm óskast í eftirtalin hverfi: Hverfisgötu II. — Tjarnargötu — Vestur- götu Höfðakverfi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.