Þjóðviljinn - 21.08.1971, Page 4

Þjóðviljinn - 21.08.1971, Page 4
4 SfÐA — ÞJÓÐVm'HSTN — Laugardaguir 21. ágúst 1971, — Málgagn sósíalisma, verklýðshreyfingar og þjóðfrelsis - Útgefandi: Qtgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Sigurður GuSmundsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson (áb). Fréttastjóri: SlgurSur V. Friðþjófsson. Auglýslngastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Sjálfstæðismál það sem öðru fremur einkennir samning stjóm- arflokkanna uim samstarf að ákveðnum stjórn- armálefnum er sjálfstæðisþátturinn: | Það er sjálfstæðismál þegar ákveðið er að færa út landhelgina. Með því að faera landhelgis- mörkin út er lagður grundvöllur að betra lífi íslendinga á íslandi. Landhelgismálið er lyk- illinn að fram’tíðinni í þessu landi. 2 Það er sjálfstæðismál, þegar ákveðið er að segja upp eða endurskoða hernámssamninginn , með það fyrir augum að flytja herinn brott úr landinu á kjörtímabilinu. “J Og það er enn sjálfstæðismál, þegar ríkis- stjórnin setur sér að treysta og efla innlenda atvinnuvegi hverju nafni sem nefnast, en treysta ekki á erlent fjármagn til fjárfegting- ar, umsvifa og valda í landinu sjálfu. J^iJörg fieiri sjálfstæðismál mætti nefna sem nú- verandi ríkisstjóm hefur á dagskrá sinni, en það er til marks um undarlega hluti tilverunnar að stjómarandstöðuflokkurinn skuli svo heita Sjólfstæðisflokkur. Gjörólík viðhorf |JJn það sem fyrr er gert að umtalsefni um sjólf- stæðisviðleitni, sem birtist í stjómarsáttmál- anum kemur ekki einungis fraim í hinum stærri útlínum. Það birtist einnig í einstökum ákvörð- unum. Eins og kunnugt er taldi fráfarandi ríkis- stjóm þvi aðeins unnt að ráðast í virkjanir að erlend fyrirtæki yrðu gerð að samningsaðilum og ábyrgðarmönnum lántöku vegna virkjananna. Með þessu móti setti fráfarandi ríkisstjóm sjálfa sig í, gjörsamlega óþolandi aðstöðu eins og bezt sés't af þeim raforkusölusamningi sem Jóhann Hafstein og félagar hans gerðu við álbræðsluna í Straumsvík en þar sömdu þeir af sér svo nam miljörðum króna. Nýja ríkisstjómin ætlar sér ekki að viðhafa þessi vinnubrögð, og er þess að vænta að teknar verði ákvarðanir um virkjanir í þessum mánuði. Þessi ákvörðun •— að íslendingar skuli virkja á eigin spýtur fyrir eig- in markað, auðvitað með erlendu lánsfé þó — er enn til marks um gjörólík viðhorf og er ekki minnsti vafi á því að slík vinnubrögð og viðhorf eru íslenzkri þjóð heillavænlegri en þau undir- lægjusjónarmið gagnvart öllu útlendu sem jafn- an birtust í athöfnum fráfarandi ríkisstjóm- ar. — sv. Afmæli Xmn á Iwert dagblað berast tugir fréttaskeyta daglega. Þessi fréttaskeyti fá alls kon- ar meðíhöndlun og stundum aðra en æskilegt vaeri. Hins vegar verður ekki um það skrifað hér að fregnir af 10 ára afmæli Berlínarmúrsins séu mikillar prentsvertu virði; en það er satt, gott blað eins og Þjóðviljinn á að segja frá öllum hlutum alls staðar og þess vegna verður því slegið föstu hér að það veldur því ékki ásetningur að ekki var sagt frá þessu afmæli svo- sem eins og eindálk eð= tví- dálk. //Gleymska,, En það kemur þó fyrir á blöðum að afmælum er „gleymt“ viljandi. Stærsta af- mælið sem blað hefur „gleymt“ er líklega afmæli þjóðfundarins 1851, sem Morg- unblaðið ,,gleymdi“. Þessi „gleyrriska" stafaði ekki af mistökum, ekki af því að Morgunblaðið hefði ekki ver- ið minnt á það, heldur af öðrum ástæðum, sem nú skal greina: Það var víst í öndverðum maí 1951 að gerður var sá hernámssamningur við Banda- ríkin sem nú stendur til að segja upp. Þannig var að þessari samningsgerð staðið á sínum tíma að engum var til sóma, sízt þeim sem for- ustuna hölfðu. Þá' var margt skrifað um þennan samning og honum líkt við landráða- samninga fyrri tíma — sér- staklega voru þó vinnubrögðin fordasmd. þar sem bent var á og gagnrýnt að ekki hefði verið 'haft samiráð við Alþingi íslendinga fyrr en allt var búið og gert. Seinna þetta sama sumar voru 100 ár rétt liðin frá þjóðfundinum, en hann hófst snemma í íúlí 1851 og stóð fram í ágúst. Þessa 100 ára afmælis var viða minnzt, ekki sízt í því sambandi vasklegrar fram- göngu sjálfstæðisleiðtoga þjóð- arinnar. En þessa var hvergi mdnnzt í Morgunblaðinu. t Morgunblaðinu birtist hins- vegar á sama tíma afimælis- grein um spilavítið i Monte Carlo. Hér var • greinilega um það að ræða að Morgunblaðið þorði ekkj að minnast þessa atburðar sem skyldi og verð- ugt væri; og er þetta ekki sett hér á blað til þess að jafna saman 10 ára aflmæli Berlínarmúrsins og 100 ára afmæli þjóðfundarins. Heldur er á þetta minnzt til að sýna fram á að afmæili þykja mis- jafnlega merkileg og misjafnt minni blaðamanna Morgun- blaðsinis Fjalar. Skipasmiðir í Gíasgow táku framleiðslu í eigin hendur Abökkum árinnar dyde rís mikil skipasmíðastöð sem hefur komið við sögu verklýðs- hreyfingar í Skotlandi. Þessi stöð hefur verið allmikið í frétt- um að undanförnu: skipasmið- ir hafa lagt undir sig fyrirækið. Ásitæðan er sú að fyrirtadkið, Upper dyde Shipbuilders, ramb- ar á barmi gjaldþrots og at- vinnuleysi vofir yfir starfsfólk- inu. Verkamenn vilja með að- gerðutn sínum neyða brezku stjómina til að tryggja áfram- hald á rekstri fyrirtækisins. 1 Glasgow hafa verið smíðuð mörg a£ frægustu sifcpum Breta fyrr og síðar, en fyrirtækið hef- ur á úndanförnum árum átt við mikla efnaihagslega örðug- leika að etja. Stjóm Verka- mannaflokksins hljóp undir bagga með tæpra 17 miljón punda láni árið 1968, en þegar Upper dyde Shipbuilders fóm fram á nýtt lán, 14,5 miljónir .. . . ' ó ,Öruggur aks!ur‘ á Vestfjörðum Þrír aðtilfundir Klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR á Vest- fjörðum vom nýlega haldnir. Sá fyrsti á Patreksfirði 13. ágúst — annar að Núpi í Dýrafirði 14. ágúst — og hinn þriðji í Hnífsdal 16. ágúst. Á þessum fundum vom af- hent 50 viðurkenningarmerki Samvinnutrygginga fyrir 5 ára öruggan aksfcur og 18 verðlaun fyrir 10 ára öruggan akstur. Auk þess hlutu tveir menn verðlaun fyrir 20 ára öruggan akstur, þeir Ólafur Halldórsson á Isafirði og Drengur Guðjóns- son Fremstufhúsum. Dýrafirði. Sýnd var ný, sænsk umferð- arlitkivikmynd: „Innan tíunda hluta úr sekúndu‘‘ og fjallar eingöngu um notkun öryggis- belta í bifreiðum. Stjómir allra klúbbanna voru endurkjömar, og em formenn þessir: Guðmundur Sveinsson netagerðarmeistnri fyri> ísafjörð 'og Norður-fsáfjar'ðarsýslu — í Vesfcur-ísafjarðarsýslu Páll Pálsson fulltrúi á Þingeyri — og Vestur-Barðastrandarsýslu Friðgeir Guðmundsson verk- stióri. Patreksfírði. Umræður vom góðar, einkum á Hnífsdatsfundinum. þar sem 10 tóku til máls auk framsögu- manns Batdvins Þ. Kristjáns- sonar. Að vanda var allt áhugaifótk um umferðaröryggismál boðið velkomið á fun<i;na. og öllum bomar kaffiveitingar. James Reid talar yfir féíögum sínum: Aðgerðir skipasmiða njóta mikils stuðnings almennings punda, fyrir tveim mánuðum neitaði íhaldsstjórn Heats þeirri beiðni. ★ essi neitun gæti þýtt, að flestir hinna 8.500 verka- manna við skipasmíðastöðvarn- ar væm dæmdir til atvinnu- leysis í marz á næsta ári, eða jafnvel fyrr. f Skotlandi em nú þegar 22 atvinnulausir um hvert starf sem býðst, og verkamenn- irnir vilja reyna að stöðva þá þróun. með, því að taka ffam- leiðslutækin í sínar eigin hend- ur. Þessi óvenjulegu virðbrögð urðu tilefni heitrar kappræðu á þinginu. sem neyddi Heath for- sætisráðherra til að hætta þátt- töku sinni í keppni kappsigling- armanna á Ermarsundi til að stjórna sínu þingliði. Verka- mannaflokksþinigmenn sökuðru íhaldsmenn um að líta á skipa- smiði sem „hvert annað brota- jám“, en þeir héldu fast við ákvarðanir stjómarinnar um skipasmíðastöðina og samiþykktu þær með 280 atkvaeðum gegn 247. En einbeitni og sjálfsagí verkamanna hefur unnið þeim mikla virðingu í landinu. Daig- inn sem „valdataka" þeirra^ hófst sagði einn af forystu- mönnum þeirra, James Reid, fertugur kommúnisti: „Hér verða engin spjöll unnin og enginn drykkjuskapur“. Og reyndar hefur vinna haldið á- fram eins og áður, og hvorki forstjórar ríkisstjóm né lög- regla hafa reynt að hnekkja stjórn verkamanna á Jolhn Brown slippnum. þar sem að- gerðirnar hófust. Góðar undir- tektir í verkalýðsfélögunum hafa orðið til þess, að Wilson, leiðtogi Verkamannafloikksins, hefur látið í ljós stuðning sinn við verkamenn, þótt dræmur sé — eins og af honum mátti búast: „Hver getur fordæmt þá, ef þeir telja að þetta sé eina leiðin fyrir þá til að tryggja sér framtíð?“ ★ Sumir telja að verkamennimir við Clyde geti '',ha*Ldið 'úifA í nokkra mánuði enn, vegna þess að þeir eru nú með sex skip í smíðum og sjö tilrnvið-* bótar verður senn hleypt af stokkunum. Enn era fyrir hendi birgðir af stáli og gasi. Verka- menn tala nú mjög um mögu- leika á að senda sína eigin fuU- trúa af stað í leit að nýjum pöntunum. En blaðamenn telja hætt við bví að sú leit muni ganga erfiðtega — það sé ó- liklegt að skipafélög nanti hjá fyrirtæki sem er á valdi „verka- manna í uppreisn“. Það mundi bykja vont fordæmi í kapítal- ískum heimi. En hvað um sós- íalísk rfki? úr og skartgripir KORNQIUS JÚNSSON skAÍavördustlg 8 ..fl Sólnn *m\ HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR Kl||l énjómunstur veitir góða spyrnu x? % tíí'ílral V®/ Í snjó og hálku. önnumst allar viðgerðir hjólbarða ÍS i <■ f x* B með fullkomnum tækjum. Snjóneglum hjólbarða. . Jf GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. 1 — — Ármúla 7. — Sími 30501. — Reykjavík. | t i *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.