Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. apríl 1973.! ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 Erfiöleikar BBC — Mikil eftirspurn eftir Hitler — Mynd stefnt gegn franskri sjálfumgleði — Venc- eremos viö Tjörnina — Kynferðismál í skriftastól Alec Guinness i hlutverki Hitlers: Adolf er góöur bisness nú OFT ER VITNAÐ til brezka út- varpsins, BBC, sem fyrir- myndar: sé BBC menningarlegur fjölmiðill, óháður yfirvöldum og gagnrýninn á stjórnvöld á hverjum tima. En ýmislegt bendir til þess að stofnun þessari, sem kölluð hefur verið „kirkja þjóðarinnar”, sé að hnigna. Ekki alls fyrir löngu létu vinstrisinnaðir starfsmenn BBC til skarar skriða: þeir dreifðu um stofur og ganga hinnar virðulegu stofnunar flugritum, þar sem þeir kröfðust aukinnar aðildar . og áhrifa á stjórn BBC, meiri upp- lýsinga um Norður-lrland, kyn- þáttavandamál, eiturlyfjamál o.fl. Þeir veittust mjög að ólýðræöislegu skipulagi BBC, að mikilli fyrirferð innantómrar afþreyingar og einnig vöruðu þeir við tilraunum stjórnmálamanna til að ná tökum á útvarpi og sjón- varpi landsins. Erfiöleikar BBC eru margvis- legir. Sjónvarpstæki eru þegar komin inn á svotil öll heimili i Bretlandi og þvi er ekki hægt að búast við auknum tekjum i afnotagjöldum. A hinn bóginn vex allur tilkostnaður mjög hratt — og er þvi spáð að BBC tapi fimmtán miljónum punda á næsta ári. Pólitikusar óttast þennan fjölmiðil, sem þeir hafa tak- mörkuð áhrif á, og reyna að þjarma að honum. Og féleysi stofnunarinnar gerir þeim leikinn auðveldari. BBC flytur ekki auglýsingar, en það gerir hinsvegar gróðafyrir- tækið ITV. Milli sjónvarpsstöðv- anna rikir mikill fjandskapur, sem kemurm.a. fram i þvi að þær stæla hvor aðra. Þegar BBC státar sig af Forsyte sögunni kemur ITV fram meö firnalangan framhaldsflokk, • Coronation Street. Þegar BBC sendir list- fræðing um söfn Evrópu kemur ITV með þætti um „fjársjóði brezkra safna”. Báðir aðilar bjóða á sama tima upp á flokk um „fljúgandi furðuhluti”. Og af þvi að fjárhag ITV er betur borgiö sigur smám saman á ógæfu- hliðina fyrir BBC — ýmsir þættir þess sem frægir hafa orðið hafa verið lagðir niður. • I ÁR ERU 40 AR liðin siðan nazistar komu til valda i Þýzka- landi. I þvi sambandi hefur Hitler orðið mikiö eftirlæti útgefenda. 1 Þýzkalandi eru ótal Hitlersbækur i undirbúningi, þar stendur og út- gáfa á plötum með rödd hans með miklum blóma og heimildar- myndir um Adolf renna út eins og heitar lummur. I Bandarikjunum einum komu i fyrrahaust út 19 nýjar Hitlersbækur. BBC undir- býr Hitlersmyndaflokk i 26 þáttum. Alec Guinnes hefur leik- ið Hitler i myndinni „Siðustu tiu dagarnir”. Allskonar gripir úr eigu Hitlers eru seldir fyrir morð fjár, og er þar frægast dæmi af Mercedesbil foringjans sem seldur var á uppboði i Arizona fyrir um sautján miljónir króna. Konrad Heiden var fyrsti ævi- söguritari Hitlers, og hafa bækur hans haft mjög mikil áhrif á þá, sem siðar hafa skrifað um þennan mann, sem svo mörgum hefur orðið sönnun um það, að margt annað en skynsamlegt vit ræður hylli þjóða. En i raun réttri voru heimildir Heidens að mörgu leyti ófullkomnar. Werner Maser heit- ir maður sem mjög hefur unnið að þvi að safna nýjum gögnum um Hitler og hefur orðið vel ágengt. Hann hefur haft upp á dagbókum nazista- folkksins frá 1920 og 1921, og hann hefur unnið hylli ættingja Hitlers sem hafa trúað honum fyrir ýmsum fjölskylduskjölum. Varla hafði hann sett saman i hitteð- fyrra bók sem byggir á þessum heimildum, er honum bárust bréf og skjöl til viðbótar sem enginn hafði vitað um áður. Allavega segir Maser að hann hafi kveðið niður ýmsar þjóðsögur — t.d. um að Hitler kunni að hafa verið af Gyðingaættum, aö hann hafi ver- iðkvenhatari eða hómósexúalisti. • „EF ÞIÐ VISSUÐ, FRAKKAR”, heitir heimildarkvikmynd sem um þessar mundir vekur mikla athygli. Höfundar hennar, Alein de Sédouy og André Harris, hafa tekið saman hvorki meira né minna en átta stunda mynd, þar sem þeir minna landa sina á ýmsar óþægilegar staðreyndir úr fortiðinni. Menn þessir, sem báðir voru reknir frá franska sjónvarp- inu eftir maibyltinguna 1968, ætla sér að trufla „sjálfsánægju Frakka, sem byggir á lygum, sem þeir eru mataðir á allt frá skólabókum til sjónvarpsút- sendinga”. Höfundar myndarinnar sýna t.d. fram á það, að andspyrnu- hreyfingin franska naut miklu minna fylgis en menn hafa talið sér trú um, og að Pétain mar- skálkur og Vichystjórn hans áttu miklu fleiri formælendur. Þeir minna á hlutskipti um 130 þúsund Elsassbúa, sem börðust i þýzka hernum og aldrei er getið um i frönskum sögubókum. Þeir ræða við menn sem geröust liðhlaupar úr franska hernum i Alsir- striðinu. Parisarbúar eru minntir á, að þeir söfnuðust að visu saman, tvær miljónir manns, til að fagna de Gaulle sumarið 1944 og þeir kysstu og föðmuðu her- menn bandamanna — en aðeins nokkrum mánuðum áður höfðu þessar sömu tvær miljónir manna hyllt Pétain er hann kom til Parisar, og um sama leyti höfðu menn þyrpzt saman til að hrækja á striðsfanga úr herjum banda- manna. SKÓLABLAÐAÚTGAFA gengur i merkilegum bylgjum. Stundum eru blöð t.d. menntskælinga með merkari málgögnum — en i annan tima er eins og allt þeirra andríki viki fyrir einhverri bölv- aðri dellu. Menntskælingar við Tjörnina Sjónvarpsmiðstöð BBC i London; svartsýnar raddir. Úr frönsku heimildarkvikmyndinni; krossasafn viö gröf dýrlingsins de Gaulle IColombey. hafa nýlega lagt i allmikið fyrir- tæki. Þeir hafa gefið út og sent á almennan markaö bókmennta- blaö, sem þeir skira vigorði Fidels Castro Venceremos. Mikið af efninu eru þýöingar — og fara þar annarsvegar kaflar úr verkum ýmissa höfunda þriöja heimsins og hinsvegar greinar- gerðir frá ýmsum litt orþódox marxistum. Það er sannarlega ánægjulegt að ungir menn með vinstritilhneigingar skuli hafa smekk fyrir jafnfróðlegum póli- tiskum höfundum og Rósu Lúxembúrg, Régis Debray, Búkharin og Paul Sweezy, og nokkuð góð tilbreytni eftir að maður hefur flett hinum tilbreyt- ingalitlu særingum svonefndra marx-leninista. Innan um er svo eigin kveðskapur Tjarnarmanna i þeim óhátíölega stil, sem ein- kennir timann og aldursflokkinn. • KAÞOLSKIR MENN eru skyldir til að virða leynd skriftamála! Gegn þessu hafa brotið itölsk hjú, blaðamennirnir Norberto Val- entini og Clara di Meglio. Þau hafa ferðazt um alla ítaliu og logið upp á sig ýmislegum kyn- ferðissyndum i skriftastóli hjá 632 prestum. Þetta gerðu þau til að safna svörum og viðbrögðum prestanna á segulbandstæki sem þau földu á sér. Þar kemur t.d. fram, að þegar hjúin þóttust vera trúlofuð og vera að velta fyrir sér kynmökum fyrir giftingu þá vildi enginn prestur fallast á slika ráðagerð. Reyndar vildu aðeins 14 af 100 skriftafeðrum leyfa þeim meira en bróðurlega kossa. Að þvi er varðar kynferðislegan forleik milli manns og konu gátu prestarnir fallizt á svotil öll afbrigöi, ef samförunum bara lauk ,,á réttum stað”. Höfund- arnir fengu margvislegar ráð- leggingar um getnaðarvarnir frá prestunum — næstum þvi þrir af hverjum fjórum skriftafeðrum reyndust fúsir til að fallast á getnaðarvarnir við ýmsar aðstæður — t.d. til að bjarga hjónabandi. Reyndist i þessum efnum allverulegur munur á þvi sem prestar segja úr prédikunar- stól og i skriftastól. Kirkjan hefur lýst þau skötu- hjúin i bann fyrir tiltækið. En þau geta snúið aftur i náðarfaðm kirkjunnar ef þau aðeins ganga til skrifta i alvöru. Heimsókn Lilia teatern: VANDAÐUR ERINDREKSTUR Vonandi hefur tekizt fast menn- ingarsamband til langs tima við Lilla teatern I Helsinki: leikarar þaðan eru með allra skemmti- legustu gestum. í fyrra komu þeir á Listahátið og jusu fyndni og hugkvæmni yfir gamlan reyfara Jules Verne, nú komu þeir með sýningu sem þeir nefna Kyss sjálv, syrpu af tuttugu atriðum um konur og karla. Flytjendur voru aðeins þrir — Lasse Márt- enson, Elina Salo og Birgitta Ulfsson. Inntak þáttanna er i reynd eins- konar dæmasafn um stefnuskrá róttæks starfshóps um kvenna- mál. Flestir voru þeir útfærsla á þvi, sem rauðsokkar hafa verið að segja okkur um samskipti kynjanna bæði á fjölskylduvett- vangi og vinnumarkaði. Það var sungið og leikið um þá uppeldis- vankanta og innrætingu sem gerir konur að finum frúm, sem standa uppi öldungis hjálparvana um leið og frúarhlutverki þeirra er lokið — minnir ýmislegt i þeim þáttum okkur fljótlega á blýhólk Svövu Jakobsdóttur. Mæðradags- hjal heitir þáttur sem flettir ofan af elskulegu hræsnistali um konur. Herra Orsök og frú Afleið- ing setur fram það gamalkunna tvöfalda siðgæði sem gerir'stóran greinarmun á framhjátökum karls og konu. Þátturinn um Onnu Dal kemur inn á þau hyggindi auðvaldsins, að setja niður létta- iðnað i „þróunarhéruðum” þar sem er nóg fyrir af ófaglærðum konum, sem nýta má sem ódýrt finnuafl — sænskar fatagerðir senda úreltar saumavélar til Finnlands þar sem laun geta verið helmingi lægri en i Sviþjóð. Þetta finnst Onnu Dal, sem snýr einni slikri saumavél, eitthvað skrýtið og hún skreppur yfir til Sviþjóðar til að hitta einhverja merka menn sem gætu útskýrt fyrir henni hvað eigi til bragðs að taka i þessu máli — þeir eru svo greindir og sléttmæltir Sviarnir i sjónvarpinu, ekki sizt Palme. Sem fyrr segir getur þetta allt verið partur af ræðu rauðsokka, sá sem hefur hana heyrt mun fátt láta sér koma beinlinis á óvart i sýningunni, hann spyr ekki ný tiðindi. Meiru skiptir, að text- arnir eru vandaöir, geröir af góðri hugkvæmni, einatt ismeygi- lega fyndnir, höfundarnir verða aldrei „banal”, enda þótt freist- ingar séu miklar i þá veru þegar um „samskipti kynjanna” er að ræða. Þeir falla heldur ekki i þá freistni að snúa ádeilu sinni upp i nið um karlpening yfir höfuð. Og mestu varöar að sjálfsögðu, að leikararnir eru afbragðs fag- menn. Þeir skipta með sér marg- vislegustu hlutverkum, taka hamskiptum oft og rækilega og er yfir öllu þeirra framferði einstak- lega geðþekkur og frjálslegur einfaldleiki. Þeir kunna að láta allt sýnast sjálfsagða hluti og auðvelda, fá okkur til að gleyma þvi að hvert smáatriði er hnit- miðað, sjálfsagt þrælhugsað. Mætti um þetta nefna mörg lofleg dæmi. Það verður einkar minnis- stætt þegar Elina Salo söng um rósrauða drauma væntanlegrar hjúkrunarkonu eða sagði söguna af Mildu, konunni sem velferðin sneyddi hjá. Eða þá túlkun Birg- ittu Ulfsson á frúnni „góðu og umhyggjusömu” sem svo gersamlega hafði kveðiö karl sinn i kútinn að hann gat ekki einu- sinni haft ánægju af brennivini lengur, og á verkakonunni Onnu, sem skrapp yfir til Sviþjóðar til að spyrjast fyrir um kapítal- ismann. Arni Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.