Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 13
Laugardagur 7. april l!)7:i. ÞJÓDVILJINN — StÐA 13 aftur á Lissu. — Hvað var lykil- orðið? Lissa hikaði. — Ég man það ekki. — En þér sáuð það, sagði Bonnet hörkulega. — Þér gleymið ekki sliku. Hugsiðyður nú vel um, frú Paxton — lif barnsins yðar er i veði. — Ég er búin að segja að ég man það ekki, hrópaði Lissa. — Ég veit ekkert hvað stóð i bréfinu. Ég tók ekki eftir öðru en þvi að Drew var horfinn og einhver hafði tekið hann. Likami hennar skókst af ekka. — Æ, hjálpið þið mér. Gremjusvipur kom á andlit Litla gula hœnan sagði: Nú er það svart maður! Hörgull á leigumorðingjum Forsiðufyrirsögn i Alþýðublaðinu 5.4.’73 Skákþraut No. 20. Þessi staða kom upp i skák þeirra Tajmanov og Bertok i Vinkovki. Hvitur leikur og vinnur. Lausn á dæmi no. 19. 1- Hx3 2. dxH Rf3 3. Kh 1 (ef 3. gxR þá Dg5 4. Khl Dh4) Dh4 4. h3 Bxh3 5. g3 Dh5 gefiö. Bonners. — Þér ættuð fremur að reyna að hjálpa mér. Einn af einkennisklæddu lögregluþjónunum kom til þeirra. — Rannsóknarfulltrúi; það er sæguraf náungum þarna frammi sem vill komast inn. Þeir eru ekki 12 blaðamenn. Þeir segjast vinna hjá herra Paxton. — Tilgangslaust, urraði Bonner. — Settu þá inn ef þeir gera sig breiða. Honum kom vel að geta sýnt vald sitt viö einhvern. — Gætuð þér ekki leyft konu minni og herra Bake að fara héðan og á einhvern friðsælli stað. Þér sjáið sjálfur, að þeim veitir ekki af. Bonner leit fyrirlitlega á Bake. Hvað gengur að honum? — Doree — frú Ruick — ja, þau voru eiginlega trúlofuð. — Var hún vinkona hans? Þaö er áhugavert. Hvar voruð þér, Bake, þegar hún var drepin? Bake sleikti varirnar. — Það veit ég ekki. t næturklúbbnum held ég. — Haldið þér? Eruð þér ekki viss? Getið þér ekki sannað hvar þér voruð? — Auðvitað getur hann það, sagði Andy óþolinmóðlega. — Það sá hann fjöldi fólks. Hann er ekkert viðriðinn þetta. Látið hann nú i friði. Hann er ekki fær um að tala. — Mér ber að spyrja spurninga. Andy tók þetta þannig, að Bonner hefði talað nóg við þau. Hann leiddi Lissu og Bake út á ganginn. B 1 aðamennirn i r flykktust samstundis að þeim. Spurningarnar skullu á þeim, my ndavélarnar blossuðu án afláts. Hæ, Lissa, littu hingað.. Hvar er Andy? Er það satt að...? Hub ruddist áfram eins og is- brjótur. Andy vissi að hann gat treyst honum. Það var stuðningur i Hub. Ed Thornburg notl'ærði sér ringulreiðina til að smeygja sér inn i herbergið. — Andy.i guðanna bænum slepptu mér af önglinum. Blaðamennirnir verða að fá yfir- lýsingu frá þér og það sem fyrst. — Þeir eru búnir að tala við lögregluna, Segðu þeim að ég hafi engu við það að bæta. — Þeir gera sig ekki ánægða með það. Þeir vilja fá persónulegt viðhorf. Hvernig þér liður. hvað þú ætlir að gera... — Þeir ættu að geta sagt sér sjálfir, hvernig mér liður. Og það kemur engum við hvað ég ætla að gera. Hann dró Thornburg afsiðis. — Ed, getum við ekki haldið ráninu leyndu, að minnsta kosti þangað til við höfum fengið möguleika til að ná Drew aftur? — Fréttin af ráninu er komin i alla fjarrita. Það er stórfréttin. Morðið er bara aukaatriði. — Jæja þá, sagði Andy þreytu- lega. — Ég vona að þú gerir þetta eins vel og þú getur. Hann hafði ekki tekið eftir þvi þegar læknirinn kom. En hann haföi nú lokið rannsókn sinni og var aö tala við Bonner. Andy hlustaði — Oddlaust vopn að þvi er virðist, reyndar ekki hamar, sagði hann. — Hún hefur verið barin hvað eftir annað. Ég veit ekki hvers vegna. Fyrsta höggið nægði. — Sumir geta ekki hætt þegar ofbeldi er annars vegar. Ég hef svo sannarlega fengið að kynnast þvi. — Ég get gefið yður nánari lýsingu þegar krufningu er lokið. — Gramsið i henni, læknir. Okkur veitir ekki af allri aðstoð. Bonner beitá vörina. — Við höf- um ekki mikið að styðjast viö. Þetta hefur verið vel skipulagt — að morðinu undanskildu. Það var óþarft eftir minum skilningi. — Var enginn sem sá þegar farið var með barniö? — Við erum að grafast fyrir um það. En það eru meira en tólf dyr á hótelinu. Bonner tók eftir Andy. — Ég hélt að þér væruö farinn upp á loft eða eitthvað. — Ég taldi rétt að vera kyrr, ef i þörf væri fyrir mig. — Þér ætlið að ákveða yöar eigin stefnumót, eða hvað. En munið eitt, herra Paxton — þér viljið ekki veröa talinn meðsekur i þessu máli. — Ég á ekki um margt að velja. Þér viljið fyrst og fremst upplýsa málið. En ég vil fá son minn aftur. Ég verö að fara min- ar eigin leiðir. — Það má vera. En ef ég ákveð nú að hlusta á simtöl yðar... — Það er ólöglegt að hlusta á simtöl nema samkvæmt dómsúr- skurði, sagði Andy, — og ég býst ekki við að þér mynduð hætta á það vegna blaðafyrirsagnanna. Bonner varð hugsi, eins og hon- um hefði dottið eitthvað nýtt I hug. — Já, það mætti segja mér að fyrirsagnirnar yrðu margar og miklar. Hann leit ihugandi á Andy. — Hvernig fenguð þér þessa rifu á andlitið? — Hjá stúlku i klúbbnum i kvöld. Hún varð fulláköf, það var allt og sumt. Andy hnussaði þegar hann áttaði sig. — Já, auðvitað, þér haldið að ég hafi laumazt hingað og drepiö Doree og rænt minu eigin barni. Kærar þakkir, lögreglufulltrúi. — Þetta voru yðar orð, ekki min. En kannski kæmi það yður betur þegar frá liði, að vera sam- vinnuþýður en ekki hið gagn- stæða. Andy andvarpaði. Hann gat ekki sagt Bonner sannleikann: aö hann heföi ekki tiltrú á hæfileik- um búlduleita mannsins til að bjarga syni hans. Það yrði enginn sigur aö ná ræningjunum, enda þótt Bonner myndi trúlega vera þeirrar skoðunar. — Þér skiljið ekki aðstöðu mina, sagði hann — Kannski skil ég hana betur en þér haldið. Bonner bandaði frá sér með hendinni. — Gott og vel, hera Paxton.Þér farið yðar leiðir, ég minar. Og svo sjáum við til hver verður á undan á leiðarenda. 4 Ræningjarnir áttu næsta leik. Spurningin var ekki hver hann yrði heldur hvenær. Andy vakti einn hjá simanum. Hann hefði getað fengið félagsskap ef hann hefði kært sig um. Bonner rannsóknarfulltrúi vissi lika að tiðinda gat verið að vænta á hverri stundu, og hann gerði sig ekki liklegan til að fara, þótt búiö væri að fjarlægja likið af Doree og flestir tæknimennirnir farnir. Fáeinir undirmenn hans voru lika um kyrrt, þeir komu og fóru i erindum sem Andy gat aðeins getið sér til um. Og á ganginum fyrir utan biðu blaðamennirnir eftirað hafa skilað fyrstu fréttum sinum, og vonuðust eftir meiru. Siminn hringdi i sifellu en Laugardagur 7. april. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Baldur Pálmason les siðari hluta sögunnar ,,Millu” eftir Selmu Lagerlöf i þýðingu Einars Guðmundssonar. T i 1 - kynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunkaffið kl. 10:25: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans ræða um útvarpsdagskrána, og greint er frá veðri og vegum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Oskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.40 islenzkt mál.Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. . 15.00 Gatna min Jökull Jkobs- son gengur um Dunhaga i Reykjavik með Gunnari Gunnarssyni. 15.30 A flækingi, Vignir Guðmundsson blaðamaður spjallar við tvo visna- höfunda á Akureyri, Jakob Ó. Pétursson og Jón Bjarna- son frá Garðsvik, sem fara með nokkrar af visum sinum. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Stanz.Arni Þór Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 16.45 Siðdegistónleikar.a. Frá alþjóðlegri Skrjabin-keppni i Osló s.l. haust: Bernard Lemmens frá Belgiu, sem hlaut önnur verðlaun, leikur sónötur nr. 5, 7 og 10. b. Úr lagaflokknum „Fuglarnir” eftir Olivier Messiaen: Zdenek Bruderhans og Pavel Stepán leika „Svartþröst- inn” á flautu og pianó og Malcolm Tromp leikur á pánó „Söngfuglinn” og „Spóann”. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Nonni og Manni fara á fjöll” eftir Jón Sveinsson. Hjalti Rögnvaldsson les (7). 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Frá Norðurlöndum. Sigmar B. Hauksson flytur þáttinn. 19.40 Bækur og bókmenntir, Hjálmar Arnason, Bergljót Kristjánsdóttir og Einar Ólafsson tala um skáld- söguna „Gunnar og Kjartan” eftir Véstein Lúð- viksson. 20.00 llljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.55 „Strangheiðarlegur náungi", smásaga eftir Damou Runyon. Óli Her- mannsson islenzkaði. Jónas Svafár les. 21.25 Gömlu dansarnir. Karl Grönstedt og félagar hans leika á harmonikur. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (41). 22.25 Danslög. 23.55 F’réttir i stuttu máli. Dagskrárlok. o 17.00 Þýzka i sjónvarpi. Kennslumyndaflokkurinn Guten Tag. 19. og 20. þáttur. 17.30 Naprir ellidagar. Brezk kvikmynd um slæman að- búnað aldraðra þar i landi og tilraunir til úrbóta. Þýð- andi og þulur Ellert Sigur- björnsson. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmenn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 18.30 iþróttir. Umsjónarmað- un Ömar Ragnarsson. Illé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Brellin blaðakona. Brezkur gamanmynda- flokkur. I.át cigi upp um þig komast. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.50. Norrænt skemmtikvöld til styrktar Vestmannaey- ingum. Upptaka var gerð 1. april i Háskólabiói. Stjórn- andi Erik Bye. Gunnar Thoroddsen flytur inn- gangsorð. Bæði erlendir og innlendir listamenn koma fram og skemmta. Komu eingöngu til landsins til styrktar Vestmannaeying- um. 21.45 Cartouche. Frönsk ævintýramynd frá árinu 1961. Leikstjóri Philippe Broca. Aðalhlutverk Jean- Paul Belmondo, Claudia Cardinale og Odile Versois. Þýðandi Sigrún Helgadóttir. Æ vintýramaðurinn Car- touche hefur alizt upp á strætum borgarinnai'* og fyrr en varir hefur hann um sig hirð götulýðs og ræn- ingja, sem tigna hann eins og konung. En það er ekki aðeins lausingjalýður göt- unnar, sem tilbiður hann, heldur lika konur af öllum stéttum. 23.40 Dagskrárlok. FÉLAG mim HLJÓMLI8TARMAIA #útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifæri Vinsamlegast hringið í 202S5 milli W. 14-17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.