Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. aprfl 1973. aö skoða nýja DAS-húsið að Espilundi 3, Garðahreppi Húsið verður til sýnis daglega frá kl. 6—10 laugardaga og sunnudaga frá kl. 2—10 frá 7. apríl til 2. maí Húsið er sýnt með öllum húsbúnaði PIERPONT-úrin um. ÚR & KLUKKUR Valdimar Ingimarsson úrsmiður Óskar Kjartansson gullsmiður Laugavegi 3, sími 13540 handa þeim, sem gera kröfur um endingu, nákvæmni og fallegt útlit. Kven- og karl- manns- úr af mörgum gerðum og verð- Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMfVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688 F ræðsluhópur um alþjóða- málið esperanto Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Bréfaskóli SÍS og ASI efna nú á næstunni til námskeiðs i esperanto i samvinnu við Esperantistafélagið Auroro i Reykjavik. Fyrirkomulag námskeiðsins verður með þeim hætti, að þátt- takendur mæti i sex kennslu- stundir að Laugavegi 18, i fræðslusal MFA, i fyrsta sinn miðvikudaginn 11. apríl n.k. kl. 20.30. Þar verður kynnt saga esperantotungunnar, notagildi hennar og kennd undirstöðuatriði málsins. Verður lögð megin- áherzla á framburð og talæfingar þegar i byrjun. Haldi nemendur siðan áfram námi með venjuleg- um hætti i Bréfaskólanum, en námshópurinn komi saman að ákveðnum tima liðnum, til þess að fá frekari leiðbeiningar og ræða saman. 1 sumar er siðan ráðgert að koma á fundi með nem- endum og erlendum esperantist- um, sem þá verða hér á ferð. Leiðbeinandi verður Hallgrimur Sæmundsson, yfirkennari. Upplýsingabæklingur um esperanto liggur frammi á skrif- stofu MFA, Laugavegi 18, auk þess sem þar eru gefnar allar frekari upplýsingar um nám- skeiðið Í simum 26425 pg 26562. Þátttökutjald er aðeins 450 kr. og eru þá öll kennslugögn innifalin. FundurAA á Selfossi Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frétt frá AA-samtökunum um fund þeirra á Selfossi: Kæri samborgari. A.A.-félagar á Selfossi hafa orðið sammála um að halda opinn kynningarfund i Tryggvaskála, Selfossi, laugardaginn 7. april 1973 kl. 3 siðdegis. A fundi þessum mun verða leit- azt við að gefa sem sannasta mynd af starfsemi samtakanna og þeim aðferðum, sem A.A.- menn beita til að losna úr viðjum ofdrykkjunnar. Þótt A.A.-sam- tökin taki ekki afstöðu til opin- berra mála né félagslegra deilu- mála, gerum við okkur ljósa grein fyrir þeirri staðreynd, að ofdrykkja fer vaxandi hér á landi og æ fleiri verða henni að bráð, m.a. sökum þess, að þeir og þeirra nánustu þekkja enga leið út úr vandanum. Við viljum allra sizt halda þvi fram, að A.A. geti leyst þennan félagslega vanda. Þó viljum við benda á, að mikill fjöldi manna hefur náð góðum árangri eftir þessari leið. Til þessa fundar er ekki boðað i áróðursskyni I venjulegri merk- ingu þess orðs. Að baki okkar standa engin félagsleg eða fjár- hagsleg öfl. A.A.-samtökin eru fullkomlega óháð félagslegt fyrir- bæri og markmið A.A.-manna er aðeins eitt: Að lifa lifinu án áfengis og hjálpa öðrum, sem vilja losna út úr vltahring of- drykkjunnar og gera slikt hið sama. Við A.A.-menn teljum okk- ur eiga þakklætisskuld að gjalda fyrir þann árangur, sem við höf- um náð og gjörbreytt hefur lífi okkar flestra til hins betra. Við litum svo á, að þá skuld fáum við bezt goldið með þvi að stuðla að aukinni vitneskju og bættum skilningi á starfsemi okkar og að- ferðum, ekki sizt vegna þess, að ennþá gætir óæskilegs misskiln- ings meðal almennings um eðli A.A.-samtakanna. Þegar ofdrykkjumaður óskar eftir hjálp, viljum við að A.A. sé til taks, og i þvi máli ber hver og einn okkar sina ábyrgð. En til þess að svo megi verða, þarf of- drykkjumaðurinn og fjölskylda hans að vita hvar við erum og hvernig við erum. Þess vegna biðjum við yður að sitja með okkur fundinn I Tryggvaskála. 1P I I TEIKNARI JEAN EFFEL Þið getið gefið skýrslu á næstu lögreglustöð. 9. — Það gengur nokk með guðs hjálp og handafli. Maöurinn sáir en Herrann ræður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.