Þjóðviljinn - 25.05.1973, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 25.05.1973, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. mal 1973 Karlmannleg viðbrögð Islenzka sjónvarpið, sem hvilir sig á útsendingum á hverjum fimmtudegi, ætlar að sýna af sér þá karlmennsku að hafa fréttaút- sendingartima á uppstigningar- dag, fimmtudag, komudag for- setanna Nixons og Pompidous. Fréttatimarnir verða meira að segja hugsanlega tveir! Allt mölbrotið í brezka sendiráðinu Myndina tók Sigurdór er unglingar gerðu aðsúg aft brezka sendiráftinu I Sær aft ioknum útifundinum. Þrenn samtök undirbúa mótmæla- aðgerðir A 7undu siðu blaðsins i dag er birt ávarp frá Samtökum herstöðvaandstæðinga, Viet- namnefndinni á íslandi og Æskulýðssambandi Islands i tilefni af væntanlegri komu þeirra Nixons og Pompidous. Þessi þrenn samtök hafa á- kveðið að gangast fyrir mót mælaaðgerðum 31. mai, og hafa þau skipað sex manna framkvæmdanefnd, sem und- irbýr aðgerðirnar og stjórnar þeim. 1 nefndinni eiga sæti frá Samtökum Herstöðvaand- stæðinga Arni Björnsson, Már Pétursson,frá Vietnamnefnd- inni Árni Hjartarson, Orn Ólafsson, frá ÆSI Elfas Snæ- land Jónsson, Erling ölafsson. Hvött til fjölmennis Mikill fjöldi félagssamtaka hvatti til þess að fólk fjöl- mennti á útifundinn i gærdag og fjöldi fyrirtækja auglýsti lokun vegna útifundarins. I hádegisauglýsingum útvarps- ins i gær komu þessir aðilar við sögu: Starfsstúlknafélagið Sókn, Verzlunarráð Islands, Alþýðu- bandalagið, Samband isl. barnakennara, Hjúkrunarfé- lag Islands, Stúdentaráð Há- skólans, Samband ungra sjálf- stæðismanna, Félag isl. rit- höfunda, Menningar- og frið- arsamtök isl. kvenna, Starfs- mannafélag stjórnarráðsins, Samband byggingamanna, Félag Isl. stórkaupmanna, Æskulýðsnefnd Alþýðubanda- lagsins, Starfsmannafélag Kópavogs, Sveinafélag hús- gagnasmiða, Trésmiðafélag Reykjavikur, Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna, Félag bifreiðasmiða, Meistarasam- band byggingamanna, Lands- samband framhaldsskóla- kennara, Verkakvennafélagið Framsókn, Félag isl. sima- manna, Félag isl. rafvirkja, Þróttur, Kaupmannasamtök Islands, Póstmannafélag Is- lands, Sjómannasamband ís- lands, Bókbindarafélagið, Verkamannafélagið Dags- brún, Tollvarðafélag tslands, Félag blikksmiða, Starfs- mannafélag Reykjavikur- borgar, Bókabúð Máls- og menningar, Rauðsokkár, Iðja Rvik, Verzlunarmannafélag Rvikur, Félag bifvélavirkja, Ljósmæðrafélag Islands, Fé- lag flugmálastarfsmanna rik- isins, Iðnnemasamband Is- lands, Málarafélag Reykja- vikur, Bifreiðastjórafélagið Frami, Kaupfélag Reykjavik- ur og nágrennis, Sjómannafé- lag Reykjavikur, Sveinafélag húsgagnabólstrara, Alþýðu- samband Islands, Bilamálar- ar, Húsgagnasmiðir, Tré- smiðafélag Reykjavikur, Æskulýðssamband Islands, Félag járniðnaðarmanna, Hið islenzka prentarafélag, Sam- band ungra framsóknar- manna, Bandalag starfs- manna rikis og bæja, Starfs- mannafélag rikisins. — Auk þessara aðila auglýstu mörg fyrirtæki og e.t.v. fleiri félög i auglýsingum miðvikudagsins. Gular eggjaslettur, rauö og blá málning og stórt spjald, áletrað „GOD SAVE THE COD" skreyttu veggi hússins, hver einasta rúða var brotin, girðingin að næsta húsi lá sundur- brotin i svaðinu, garðurinn var úttraðkaður og grind- verk komið í gegnum gluggann inn i torstofu. Þannig var umhorfs við brezku sendiráösbygginguna i gærkvöld, þegar þeir siöustu yfirgáfu hana. Þótt tekið væri fram i lok úti- fundarins á Lækjartorgi, að brezka sendiherranum yrði af- hent ályktun fundarins morgun- inn eftir, streymdi mikill hluti fundarmanna tafarlaust i áttina að LaufaSveginum og eftir honum og Þingholtsstræti og Skothús- vegi, þar sem lögreglumenn höfðu myndað röð þvert yfir göt- una fyrir neðan brezka sendi- herrabústaðinn. Sú röð stóðst að sjálfsögðu ekki þau 10—15 þúsund sem þarna ruddust áfram og hélt hópurinn áfram að sendiráðs- byggingunni sunnar á Laufasveg- inum. Var þar sótt að húsinu úr öllum áttum og réð lögreglan ekki við neitt, beitti sér enda ekki af hörku i þetta sinn, eins og stundum áð- ur. Mest voru þaö unglingar, sem höfðu sig i frammi og köstuðu grjótinu, en voru óspart hvattir bæði af jafnöldrum sinum og eldra fólki. Dreifðist hópurinn ekki fyrr en sendiráðsbyggingin var útleikin sem að ofan greinir. — vh. Einar kominn heim Einar Agústson, utanrikis- ráðherra, kom heim i gær, en hann frestaði för sinni til Tékkóslóvakiu vegna atburð- anna i landhelginni. 1 dag verður haldinn rikisstjórnar- fundur til að fjalla um land- helgismálið. Og hneykslismál herja á Breta Tveir lávarðar segja af sér LONDON 24/5. — Upp hefur komizt um mikift hneykslismál meftal háttsettra brezkra stjórn- málamanna. Er þar um að ræfta viftskipti nokkurra stjórnmála- manna vift simavændiskonur og neyzlu fiknily fja. Þegar hafa tveir menn sagt upp og eru þar á ferft forseti lá varftadeildar þingsins og ráftherra sá sem fer meö mál flughersins og þar meft mál þeirra flugvéla sem visaft hefur verift á burt úr islenzkri lofthelgi. Hneykslismál þetta hófst með afsögn Lamptons lávarðar sem fer meö málefni flughersins á þriðjudag. Hann kvað ástæður afsagnarinnar fyrst vera persónulegar og heilsufarslegar en i gær viðurkenndi hann að hafa átt vingott við gleðikonu eina og að maður hennar hefði árangurs- laust reynt að selja myndir af þeim til blaða. Einnig hefur komið fram að lávarðurinn er grunaður um að hafa fiknilyf i fórum sinum. Jellico lávarður sem eitt sinn Framhald á bls. 15. Þingmaður myrtur WASHINGTON 24/5 — Þingmaður í fulltrúadeild bandaríska þingsins var í dag skotinn til bana á heimili sínu. Þingmaður þessi, William Mills að nafni, hafði þegið 25 þús- und dollara úr kosninga- sjóði Nixons árið 1971 án þess að það væri tilkynnt eins og lög gera ráð fyrir. Þingmaðurinn hafði boðið sig fram þegar sæti losnaði i fulltrúa- deildinni við útnefningu Rogers Mortons i embætti innanrikis- ráðherra. Mills hafði daginn fyrir andlát sitt gefið út yfirlýsingu i blöðum þess'efnis að hann hefði ekki framið lögbrot. Þá birti sjónvarpsstöðin CBS þá frétt i gærkvöld að FBI hefði brot- izt inn i fjölda sendiráfta og að- setra erlendra sendinefnda fyrir árið 1966. Tilgangurinn með inn- brotunum var sá að komast yfir dulmálslykla og önnur gögn. Hermdi fréttin að innbrotin hefðu verið stöðvuð af Ramsey1- Clark sem var dómsmálaráðherra i stjórn Johnsons. Arið 1970 voru uppi áætlanir um að taka innbrot- in upp að nýju en J. Edgar Hoover fyrrverandi yfirmaður FBI kom i veg fyrir að þær næðu fram að ganga að sögn CBS. öldungadeildin lagði i dag blessun sina yfir útnefningu Nixons á Elliot Richardson i emb- ætti dómsmálaráðherra. Richardson var yfirheyrður af dómsmálanefnd öldungadeildar- Framhald á bls. 15. Fyrsta brúin á Skeiðarársandi er að verða tilbúin Hlutlægar fréttir Bretanna 3.000á útifundinum! Það er til marks um hlutlægan fréttaflutning Bretanna, að i brezka útvarpinu klukkan átta i gærkvöld var frá þvi greint að 3.000 manns hefðu sótt mótmælafundinn á Lækjartorgi. Fyrsta brúin yfir Skeiðarársand er nú að verða tilbúin til notkunar. Er þetta brúin yfir Núps- vötn og Súlu. Að sögn Agústs Sæmundssonar brúarsmiðs er aðeins eftir að ganga frá veginum að brúnni og varnargörðum við hana. Þá er byrjað að leggja gólfið i brúna á Sandgígjukvisl. Agúst sagði að framkvæmdir stæðust vel allar áætlanir. 60-70 manns vinna nú við brúar- smiði þar eystra, en verið er að smiða 3 stórar brýr og eina minni. Stærsta brúin verður 904 metra löng.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.