Þjóðviljinn - 25.05.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.05.1973, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. mai 1973 Á þingi PEN-samtakanna í Stokkhólmi var helzt rætt um: Möguleika rithöfunda til áhrifa á þjóðfélagið og takmarkanir á þeim Heinrich Böll: mikill fengur fyrir PEN NadineGordin-.er: okkur er fyrir- fram bannaO aö kynnast lffi lands okkar. Jan Myrdal: þaö sem er hættu- legt er þagaö I hel ■ Fulltrúar PEN-klúbba og gestir þeirra ræddu fyrst af öllu þann vanda, að fangelsanir á rit- höfundum og ritskoðunaraðgerðir gegn þeim fara heldur i vöxt en hitt. ■ Þeir ræddu um aðferðir til að hjálpa starfs- bræðrum. ■ Þeir töluðu um þjóðtungur og heimstungur i bókmenntalifi nýfrjálsra rikja. ■ Þeir gleymdu ekki starfi skálda með tung- una. ■ Þeir ræddu um ritskoðun, bæði þá sem.gerist með lagaboði og þá sem sterk innræting af hálfu valdhafa og lögmál markaðarins reyna að þröngva upp á menn. ■ Má vera, sagði einn, að oddvitar þjóða hlusti ekki á rithöfunda, en það er meiri von i þvi ungu fólki sem nú les andófsbækur og mun erfa landið. ■ Annar kvartaði yfir þvi, að komið væri i veg fyrir, að þær bækur, sem i reynd væru hættuleg- ar, kæmust til margra manna. ■ Frá þessu segir i eftirfarandi viðtali, og þar er einnig spurt um, hverju sé hægt að koma til leiðar með þvi að skrifa og hverju ekki. Svövu Jakobsdóttur var boðið aö sækja umræöur sem efnt var til um sl. mánaðarmót i sambandi v iö fraink væmdastjórnarfund liinna alþjóölegu samtaka rithöf- unda sem PEN nefnast. Var þetta i Stokkhólini. PEN á sér rúinlega hálfrar aldar sögu, eu mörguin þykir að vindar timans hafi ekki i annan tima leikiö hressilegar unt sali þar en einmitt nú. Er þetta nt.a. rakiö til þess, að nú er for- seti samtakanna lleinrieh Böll, nóbelsskáldiö þý/ka. Aðstoð við rithöfunda Blaðið átti viðtal við Svövu um málþing þetta. — Ég er ekki rétta manneskjan til að lýsa PEN, en fyrst munu klúbbar rithöfunda og reyndar út- gefanda lika með þessu nafni hafa orðið til i London 1921. Og ég veit að slikir klúbbar eru til i um 40 löndum. Á framkvæmdastjórnarfundin- um. sem ég var aö sjálfsögðu ekki á. enda ekki meðlimur i PEN á tslandi. voru efst á dagskrá ýmis- konar aðgerðir til að aðstoða rit- höfunda. sem fangelsaðir hafa verið eða með öðrum hætti ofsótt- ir vegna skoðana sinna — og svo fjölskyldur þeirra. Er þetta bæði gert með orðsendingum til stjórn- valda i ýmsum rikjum og svo með myndun hjálparsjóðs til aðstoðar nauðstöddum rithöfundum. Sá sjóður hefur einmitt nú eflzt veru- lega við það að Heinrich Böll gaf 10% af Nóbelsverðlaunum sinum til hans. Per WSstberg. formaður sænska PEN-klúbbsins. sagði m.a., að reyndar væru samtökin ópólitisk. en hjá þvi gæti ekki far- Viðtal við Svövu Jakobs- dóttur ið að hið pólitiska baksvið starfs rithöfundarins kæmi fram á vett- vangi þeirra. Hann benti á, að þeim dæmum færi fjölgandi, að viðleitni rithöfunda væri heft með fangelsunum. ritskoðun margs- konar og öðrum aðferðum. Ilandtökur og t'leira Allmörg slik mál voru á dag- skrá fundarins. Formanni griska PEN-klúbbsins, Ioannis Koutsok- heras, var nú siðast i april alvar- lega misþvrmt af lögreglu i Aþenu, svo að hætta er talin á þvi að hann missi sjónina. Það kom fram. að unnt muni að bjarga öðru auga Koutsokherasar ef brezkur sérfræðingur annast hann. og er sá maður reiðubúinn að fara til Aþenu. En rithöfundur- inn hefur neitað að þiggja læknis- hjálp, nema þeir 40-50 stúdentar, sem handteknir voru um leið og hann, verði einnig aðnjótandi læknishjálpar. Samþykkt var tillaga frá Hol- lendingum um að PEN skori á stjórnvöld i Indónesiu að þau láti lausa fangelsaða rithöfunda, en i þvilandi munu fleiri rithöfundar i fangelsum en nokkurs staðar annarsstaðar. Samþykkt var vestur-þýzk tillaga um mótmæli gegn ofsóknum á hendur tékkneskum og slóvakiskum höf- undum — var hún samþykkt með 22 atkvæðum gegn 3,en 2 klúbbar sátu hjá. Þá var samþykkt sænsk tillaga um að bjóða rithöfundum i Norður-Vietnam að mynda PEN- klúbb, og var samþykkt með öll- um atkvæðum, nema þrir sátu hjá. Fjögur lönd i Austur-Evrópu áttu þarna fulltrúa. Sovézku skáldunum Évtúsjenko og Voznésenski hafði verið boðin menn ekki telja sér i hag, eins- konar nýrrar myndbrjótastefnu, afneitingar á list. Umræðurnar áttu að fara fram i fimm hópum sem hygðu hver að sinu, en ekki tókst að halda þeirri skiptingu — var þvi oft ærið margt að gerast i einu. I reynd fór mest fyrir umræðu um tungumál og sjálfstæða þjóðlega menningu og svo um ritskoðun — þá sem stjórnvöld ákvarða með lögum, um þá innri ritskoðun sem þjóðfé- lagsástandið þvingar upp á menn ogum þá efnahagslegu ritskoðun, sem lögmál markaðsins gera sig likleg til að þröngva upp á menn. Þar að auki söfnuðust ljóðskáld saman undir leiðsögn Frakkans Claude Simon og fjölluðu um vinnu skáldsins með tunguna — en þvi miður veit ég fátt eitt um það sem þar fór fram. Þjóðtungur og bókmenntir Afrikumenn settu mjög svip sinn á umræður fyrri daginn. Einkum fjallaði Nigeriumaðurinn Wole Soyinka (bók hans ,,Maður- inn dó” lýsir tveggja ára vist hans i einangrunarklefa i fangelsi i Nigeriu á timum borgarastriðs- þátttaka. en þeir komu ekki — fékkst ekki á þvi skýring. Tyrk- neska sagnaskáldinu Yasar Kemal var og boðið. Hann hafði reyndar ferðaleyfi, en áræddi ekki að fara, þar eð eiginkona hans, sem er túlkur hans, fékk ekki að fara. Myudbrjótastefna Þessi mál voru rædd og af- greidd á framkvæmdanefndar- fundinum. Siðan hófust tveggja daga umræður —. og að lokum hlýddu þátttakendur á nóbels- ræðu Heinrichs Bölls i sænsku akademiunni. Þar varaði hann m.a. við skiptingu bókmennta i ..virkar'' og ..óvirkar", háska- legri aðgreiningu, sem einatt leiddi til harkalegrar lordæming- ar á þeim bókmenntum sem Föstudagur 25. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Frá vinstri: rithöfundur frá Chile, Peter Weiss, Hans Magnus Enzensberger. Maöurinn á Ijósa jakkanum er Nigeriumaðurinn Wole Soyinka sat tvö ár I einangrunarklefa ins þar) um afstöðu afriskra rit- höfunda til tungumála. Hann sagði að evrópskir rithöfundar misskildu það oft, að afriskir rit- höfundar hafa flestir kosið að skrifa heldur á máli fyrrverandi nýlenduþjóðar. ensku eða frönsku, en að taka þátt i að byggja upp nýtt ritmál. Hefðu þeir þá m.a. i huga, hve mikinn hlut tungan hefur átt i sjálfstæðis- baráttu ýmissa Evrópuþjóða. Soyinka sagði að i fyrsta lagi væru tungumálin firnalega mörg i flestum Afrikurikjum — að velja eitt þeirra sem miðil væri að loka sig inni i mjög þröngum hópi — ná jafnvel ekki til eigin landsmanna. Auk þess taldi hann, aö tal Evrópumanna frá hinum gömlu nýlendumálum um bókmenntir á Afrikumálum væri ómeðvitað tengt þvi. að þeir kysu helzt að þeirra gömlu nýlendusyndir væru grafnir inni i litlum menningar- heimi, á þröngu málsviði, kæmu ekki fyrir augu heimsins á út- breiddum tungum. Ilann og ýms- ir aðrir Afrikumenn litu semsagt á sina bókmenntastarfsemi m.a. sem áframhald sjálfstæðisbarátt- unnar gegn nýrri og gamalli ný- lendustefnu. Afrikumönnum virtist ekki liggja það sérlega á hjarta hvort unnt væri að skapa afriskt ritmál sem spannað gæti álfuna eða stóra hluta hennar — enda eru likur miklar á að slikri þróun yrðu samfara mikil átök. En þeir héldu mjög fram þeirri auðlegð sem Afrika ætti i þjóðsögum og kvæðum, nauðsyn þess að halda þessu til haga. nýta þennan efni- við til viðmiðunar og litauðgi i bókmenntum. Annan morguninn var upplest- ur. Þá var mest varið i að heyra Okot p'Bitek, skáld frá Uganda, sem verið var að gefa út i Sviþjóð þessa daga. Þýðandinn las ljóð Okots á sænsku, en sjálfur kom hann fram i kyrtli ágætum og söng afriskar vögguvisur. Mér fannst merkilegt, að af þýðíngum að ráða lýstu þessar visur mjög nánu sambandi milli föður og barns, með svipuðum blæbrigð- um og við erum vön að ræða um móður og barn. Veit ég nú ekki hvort þetta er austurafriskt sér- kenni, en alla vega var þetta skemmtileg reynsia og óvænt. Ritskoóun nr. 98 Nadine Gordimer, skáldkona frá Suður-Afriku, hóf máls á rit- skoðun. Hún gerði grein fyrir þeirri beinu, lögboðnu ritskoðun eins og hún gerðist einna harðvit- ugust. t Suður-Afriku eru i gildi 97 ákvæði um það, sem er talið „óæskilegt” i bókmenntum. Eftir þeim eru bækur bannaðar (t.d. tvær eftir Nadine Gordimer), en viðkomandi rithöfundur fær aldrei að vita hvaða tilteknar reglur hann á að hafa brotið. En, sagði skáldkonan, 98. ritskoðunin er sú versta — sú sem stafar af kynþáttakúgun og kynþáttaað- skilnaði. Slikt skipulag sker niður fyrirfram lifsreynslu rithöfund- arins. Hvitur rithöfundur getur ekki fjallað um svarta menn, þvi honum er frá upphafi meinað að þekkja þá i raun, og þetta gildir enn frekar um þeldökkan rithöf- und. Þegar þeir reyna að brúa þetta hyldýpi i bókum sinum mis- tekst þeim venjulega, út koma stereótýpur — þjóðfélagið hefur fyrirfram tekið frá þeim mögu- leikana á að gefa heildarmynd af mannlegum samskiptum i landi sinu. Hin óbeina ritskoðun Degi siðar var þessum umræð- um hafdið áfram, og þá bar einna mest á Svianum Jan Myrdal og Bandarikjamanninuni Kurt Vonnegut. Þeir fjölluðu um stöðu rithöfundarins i samfélagi sem er „opið”, þar sem ritskoðunar- ákvæði eru engin. En þeir höfðu þungar áhyggjur af þeim félags- legu og efnahagslegu aðstæðum, sem skerða stórlega raunveru- lega möguleika rithöfunda til að koma máli sinu á framfæri. Jan Myrdal var hinn reiðasti eins og hans er von og visa; hann gekk jafnvel svo langt að halda þvi fram, að Sviþjóð væri á góðum vegi með að verða lögregluriki. En annars ræddi hann mest um það, að svo fer i reynd, að þær bækur sem eru taldar hættulegar eða óþægilegar rikjandi ástandi eru með ým.sum hætti þagðar i hel, komast aðeins i hendur fárra. Kurt Vonnegut gerði grein fyrir áliti sinu á möguleikum bandariskra rithöfunda til að hafa áhrif á gerðir stjórnmála- manna — t.d. i sambandi við styrjöldina i Indókina. Hann taldi þá sorglega litla. En hann tengdi vonir sinar við það, að bækur rit- höfunda mundu einu að siður hafa sin áhrif þótt siðar væri — Nixon og hens menn kærðu sig kollótta þótt langflestir bandariskir rit- höfundar mundu kannski hafa á- hrif á miljónir ungs fólks, sem þar með verður „ófært” um að taka þátt i ranglátum styrjöldum framtiðarinnar. Bölmóður? Auðvitað er margt rétt I fræð- um þeirra Myrdals og Vonneguts. En þegar maður hefur setið fund með fólki, sem i raun og veru hef- ur sætt ofsóknum ýmislegum vegna rita sinna, — eins og Vasili- kos frá Grikklandi, Nadine Gor- dimer og Wole Soyinka, þá fer ekki hjá þvi að manni finnist þeir rithöfundar, sem miklu betur eru settir, eins og Myrdal og Vonne- gut, heldur en ekki svartir i sinu tali. Það er auðvitað góðra gjalda vert, sem Myrdal og aðrir fleir hafa útskýrt fyrir okkur, að við i svonefndum velferðarrikjum er- um alls ekki eins frjáls i okkar skoðanamundun og við freistumst til aðhalda. Að i gangi er stórfelld „innræting”, sem frá þvi við er- um börn beinir mati okkar og hugmyndum i þann farveg sem þægilegur er fyrir rikjandi á- stand. En meðan innrætingin, hin innri ritskoðun og það allt er á sama plani og við — i dagblöðum, i bókum, i umræðu — þá eru enn til margir möguleikar til um- svifa. Það er ekki fyrr en ritskoð- un er komin i hendur yfirvalda að veruleg hætta er á ferðum. Möguleikar rithöfunda Við búum t.d. við einskonar efnahaglega ritskoðun, sem er tengd þvi, að afturhaldið hefur þau ráð á fjármagni og þann blaðakost, sem verða raunveru- legt afl i skoðanamyndun. A bók- menntasviði kemur þetta fram i samfelldri viðleitni Morgunblaðs til að gera sem minnst úr verkum þeirra höfunda, sem beina skeyt- um að afturhaldinu. En okkur er engin vorkunn á að opna augu manna fyrir þessum aðstöðumun, það er engin ástæða til að gera fyrirfram litið úr þeim möguleik- um sem við höfum til gagnrýni. Ef maður áttar sig á þvi hvernig landið liggur, er ekki annað en drifa i sig kjark og takast á við vandann. Má vera að menn eins og Myr- dal og Vonnegut hafi fyrirfram of háar hugmyndir um hverju hægt væri að koma til leiðar með þvi að skrifa. Það var sem þeir báðir ætluðust til þess, að bækur þeirra og annarra hefðu i för með sér til- tölulega skjót og bein áhrif á pólitiskar ákvarðanir og efna- hagskerfi. Slik afstaða hlýtur að leiða til vonbrigða. Ég held það skipti miklu að menn geri sér grein fyrir þvi hvað hægt er að gera með þvi að skrifa og hvað ekki. Og það er fleira hægt að gera en að skrifa bækur. — Erum við þá ekki komin að sjálfri þér? — Þegar ég átti viðtal við sænska útvarpið um þessa hluti, segir Svava, þá datt mér i hug að segja á þá Ieið, að það væru til tvær öruggar leiðir til að gera rit- höfund óvirkan. Að stinga honum i fangelsi eða senda hann á þing, þarsem hann hefði engan tima til að skrifa. En ég kunni samt ekki við það, að likja setu á alþingi ts- lendinga við fangavist. — En er þá þingveran ekki góð- ur efniviður? — Annað mál er þaö... Heinrich Böll — Nú fer fleira á milli manna á slikum málþingum en það sem kemur fram i umræðum. — Já, auðvitað. Ég talaði við Hermlin, Austur-Þjóðverja, um herstöðvamál og við Enzensberg- er, Vestur-Þjóðverja, um land- helgismál; Naipaul frá Trinidad hafði óljósar spurnir af þvi, að kannski hefði saga eftir hann komið sem framhaldssaga i is- lenzku blaði, — og við Patronella O'Flanagan frá Belfast gátum rétt einu sinni staðfest, hve heim- urinn er litill. Heinrich Böll sýndi áhuga á is- lenzkum efnum. Hann rifjaði upp ánægjustundir með Nonnabókum þegar hann var drengur. Ein- hverju sinni löngu siðar verður honum gengið inn i kirkjugarð i Köln og stendur þá allt i einu við legstein æskuvinar sins, Jóns Sveinssonar. Hann var mikið ánægður með sjónvarpsmyndina af Brekkukotsannál. llann gat þess að hann hefði ungur haft mikla ánægju af tslendingasög- um, en siðar fór svo, að nazistar misnotuöu svo þær gömlu bækur i þjóðrembu sinni að hann fékk and- úð á öllu saman, mátti helzt ekki sjá tslendingasögur. En liklega ætti ég, sagði hann, að taka þær fram aftur með sama hugarfari og I gamla daga. Þegar tal okkar barst að hlut- verki tungunnar i sjálfstæðisvið- leitni, rifjaði ég upp fyrir Böll söguna af Melkorku, þetta eftir- minnilega persónulega dæmi um það hvernig menn nota tunguna til að halda sjálfstæði sinu. Hann varð mjög hrifinn af þessari sögu. Við vikjum lika að þvi, hve það væri hættulegt þegar þeir sem fjalla um menningarmál ýmisleg nota þau sjaldhafnarorð og gol- frönsku, sem venjulegur lesandi skilur ekki. Þetta er sterk árátta i Sviþjóð; sjálfur kallaði Böll fyrir- bærið miðhábæheimsku. Böll býður af sér einstakan þokka, hann er hinn alúðlegasti maður og næstum auðmjúkur, til- gerð verður ekki fundin i hans framsögn. Það er auðhevrt á fundarmönnum að þeir töldu mikinn feng fyrir Pen að eiga slikan forseta. Árni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.