Þjóðviljinn - 25.05.1973, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.05.1973, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. mal 1973 Sezt Campora í forseta- stólinn — eða verður honum ýtt til hliðar af herforingjunum i Argenlinu? Knn er óljóst hvort einhver stjórnarskipti muni eiga sér staö I Argentínu 25. mai, en á þeim degi átti hið nýkjörna forsetaefni Peronista Hector Campora að setjast að völdum I landinu. Siðustu vikurnar hefur æ meir boriö á þeirri kröfu mcðal liös- foringja að hernaðareinræðið skyldi halda áfram, eða eins og það er oft orðað: ,,Að lielztu stjórnarstofnanir verði undir eftirliti hersins”. Þegar Hector Campora var kjörinn forseti i marz i vetur gerði hann það lýðum ljóst, að herforingjarnir ættu að lúta hans stjórn, og hann mundi ekki una við þann kost sem herinn skammtaði honum. 1 þessum mánuði hefur enn versnað sambúðin milli fylgis- manna Perons og herforingjanna I kringum Lanusse þann sem hef- ur setið á forsetastóli undanfarin misseri. Einn af þeim æskulýðs- leiðtogum sem telja sig perons- sinna lýsti þvi yfir að nú þyrfti að vinna að stofnun skæruliðasveita iborgum landsins. Nokkru seinna unnu nokkrir borgarskæruliðar á viðrulegum flotaforingja — hér er bezt að hafa alla varúð við, en fréttir herma að þar hafi skæru- liðar verið að verki — og það kom fyrir litið þótt Peron sjálfur kæmi með yfirlýsingar á móti sliku athæfi og bæði fyrrgreindan æskulýðsleiðtoga að vikja úr stöðu sinni. Sett voru herlög i stærstu borg- unum og herforingjarnir tóku að krefjast þess að Campora skrifaði undir alls kyns yfirlýsingar sem þeir höfðu samið. Þessu hefur Campora staðfastlega neitað og sagt að herforingjarnir yrðu innan skamms að sitja og standa eins og hann vildi. Sterkur orðrómur hefur verið i gangi undanfarna daga um að að Campora yrði settur utangarðs i pólitikinni áður en hann getur setzt I forsætið. Menn óttast mjög að svo kunni að fara og minnast fortiðarinnar, en i 40 ár hefur öll- um borgaralegum rikisstjórnum verið velt úr sessi af yfirstjórn hersins. Brú yfir Eyrarsund Stokkhólmi 23/5 — 1 júní munu Danir og Sviar undirrita sam- komulag um samgöngum ann- virki milli landa sinna og er búizt við þvi að það verði staðfest á þjóðarþingunum i haust. Um er að ræða járnbrautar- göng undir sundið milli Hels- ingjaborgar og Helsingjaeyrar annars vegar og brú milli Kaup- mannahafnar og Málmeyjar hins vegar. Göngin eiga að kosta 600 miljónir, brúin 1.200 miljónir sænskra króna. sjónvarp nœstu viku Sunnudagur 17.00 Endurtekið efni. As- mundur Sveinsson, myndhöggvari. Rætt við listamanninn og svipazt um á heimili hans og vinnustofu við Sigtún i Reykjavik. Umsjónarmaður Andrés Indriðason. Aður á dagskrá 12. janúar 1970. 17.35 Verzlunarskólakórinn. Kórinn syngur lög úr ýmsum áttum i útsetningu söngstjörans Magnúsar Ingimarssonar. Aður á dagskrá 25. marz 1973. 18.00 Stundin okkar. Páfa- gaukurinn Máni, Glámur, Skrámur og Disa Lisa skrafa um eitt og annað. Börn úr KFUM og K syrjgja og segja frá sumardvalar- stöðum félagsins. Flutt verður saga frá Englandi og Barnalúðrasveit Tón- listarskólans á Akureyri leikur. Loks verður i stundinni iokaþáttur spurningakeppninnar og fjórði þáttur leikritsins um Galdrakarlinn i Oz. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. 19.30 Illé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Krossgátan. Spurningaþáttur með þátt- töku þeirra, sem heima sitja. Flytjendur Helga Stephensen, Haraldur Sigurðsson, Þórhallur Sigurðsson og Guðmundur Magnússon. Kynnir Róbert Arnfinnsson. Kvikmyndun Þórarinn Guðnason. Höfundur Andrés Indriða- son. 21.30 Þættir úr hjónabandi. Framhaldsleikrit eftir Ing- mar Bergman. 4. þáttur. Táradalurinn. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Efni 3. þáttar: Kvöid nokkurt segir Jóhann Mariönnu, að hann sé ástfanginn af annari og yngri konu. Þau ætla saman til Parisar næsta morgun og dvelja þar I átta mánuði. Hann segir henni nákvæmlega frá þessu nýja ástasambandi og rifjar jafnframt upp ýmis- legt sem aflaga hefur farið i hjónabandinu. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.15 Tilbrigði um stcf. Dönsk kvikmynd um borgir og bæi i Evrópu og misjafnlega aðlaðandi skipulag þeirra og svipmót. Þýðandi Þór- hallur Guttormsson. Þulur Silja Aðalsteinsdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 22.45 Að kvöldi dags. Sr. Bjarni Sigurðsson flytur hugvekju. 22.55 Ilagskrárlok. Þriðjudagur 20.00 Fréttir, 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Skuggarnir hverfa. Sovézkur framhaldsmynda- flokkur, byggður á sögu eftir Anatoli Ivanoff. 3. þáttur. Beizk er gæfan. Þýðandi Lena Bergmann. Efni annars þáttar: Tveir fylgismenn landeigenda tæla Frol til að hjálpa sér við að taka Mariu höndum og drepa hana siðan. Anisim tekur dóttur sina til sin, og hyggur á hefndir. Annar ódæðismaðurinn yfirgefur byggðina, en hinum kemur Anisim fyrir kattarnef. Félagar Mariu koma á fót samyrkjubúi, sem gefur góða raun. Dag nokkurn ber þar að garði gesti, sem æskja inngöngu i félag þeirra. Þar er Serafina komin, dulbúin i fylgd með manni sinum og þjóni. En þau hafa um skeið farið með morðum og sprellvirkjum um byggðir. byltingarmanna. 21.50 l.ambiö og Ijóniö. Magnús Bjarnfreðsson 18.10 Ungir vegfarendur. Jó'i og Magga.Stutt teiknimynd um börn og umferð, byggð á sögu eftir Gösta Knutson. 18.25 Einu sinni var... Gömul og fræg ævintýri i leikbún- ingi. Þulur Borgar Garðars- son. 18.45 Mannslikaminn.6. þátt- ur. Blóðrásin. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Þotufólkiö^ ,,Oft er her- manns örðug ganga”. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Mikra Prespa. Fræðslu- mynd um fuglalif við fjalla- vatn i norðurhluta Grikk- lands. Þýöandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.15 Deyfus-máliðJtölsk sjón- varpsmynd um frægasta dómsmálahneyksli a'l'lra tima. Siðari hluti. Leikstjóri Leonardo Severini. Aðal- hiutverk Luigi Montini, Gi- anni Santuccio og Vincenzo De Toma. Þýðandi Halldór Þorsteinsson. Á tiunda tug siðustu aidar varð uppvist, að einhver af starfsmönnum Föstudagur 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Karlar I krapinu.Rustar I rekstri.Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.25 Heimsókn Nixons og Pompidous. Fréttaþáttur um komu Bandarikjafor- seta og Frakklandsforseta til Islands og fundarhöld þeirra i Myndlistarhúsinu á Miklatúni. Umsjónarmaður Ólafur Ragnarsson. 22.15 Frá Skiðamóti islands, Siðari hluti. Svipmyndir frá keppni á skiðalandsmótinu 1973, sem haldið var á Siglu- firði um bænadagana. Kvik- -myndun Þórarinn Guðnason. Umsjón ómar Ragnarsson. 23.00 Dagskrárlok. Skák og mát. — (Jr krossgátunni. um skák. leitarálits nokkurra borg- ara á, hver eigi að verða næstu viðbrögð tslendinga i landhelgismálinu. 22.30 Tvær skákir. Tvær myndir úr brezkum flokki stuttra kvikmynda um skák. Þýðandi og þulur Jón Thor Haraldsson. 22.45 Dagskrárlok. Miðvikudagur 18.00 Töfraboltinn. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. Þul- ur Guðrún Alfreðsdóttir. ■ A þriðjudagskvöld eru sýndar tvær myndir úr brezkum flokki fransk hersins hafði um skeið stundað njósnir fyrir Þjóðverja. Rannsókn máls- ins strandaði á ýmsum annarlegum hindrunum, en til þess að friða þjóðina var ungur liðsforingi sakaður um glæpinn. Alfred Dreyfus var ættaður frá landamæra- héraði, sem þjóðirnar höfðu lengi bitizt um. Þar að auki var hann Gyðingur og þess vegna tilvalin fórn á altari hinnar frönsku stjórnmála- spillingar. 22.30 Dagskrárlok. Laugardagur 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Brellin blaðakona. Verk- fræðingurinn. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.50 Að bjarga Feneyjum. Kvikmynd, gerð að tilhlutan Evrópuráðsins, um fyrir- hugaðar ráðstafanir til bjargar menningarverð- mætum i Feneyjum. Þýð- andi og þulur Þórður örn Sigurðsson. Mónudagur 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Kap Farvel. Dönsk kvik- mynd um leiðangur, sem farinn var til alhliða n á tt ú r u r a n n sók na á svæðinu kring um Kap Farvel, öðru nafni Hvarf, á Grænlandi. (Nordvision — Danska sjónvarpið) Þýð- andi og þulur Óskar Ingi- marsson. 21.00 Hátíð i Haag. Sjónvarpsupptaka frá skemmtun Barnahjáipar Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var i fyrra i Haag i Hollandi. Um það bil tveir tugir listamanna, flest vin- sælir söngvarar, kom þar fram og skemmtu sam- komugestum. Þýðandi Ingi Karl Jóhannesson. (Nordvision — Hollenzka sjónvarpið) 22.50 Dagskrárlok. KROSSGÁTA sjónvarpsíns 21.10 Æskuævintýri (Ad- ventures of a Young Man) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1962, byggð á smásögum eftir Ernest Hemingway og að hluta á skáldsögunni „Vopnin kvödd”. Leikstjóri Martin Iiitt. Aðalhlutverk Richard Beymer, Dan Dailey og Susan Strasberg. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son,] Aðalsöguhetjan er bandariskur piltur, Nick Adams að nafni, sem ákveð- ur að yfirgefa fjölskyldu sina og heimkynni i Wiscon- sin og fara út i heim i ævin- týraleit. Hann flakkar fyrst um Bandarikin og dvelur meðal annars um skeið i New York, en gengur illa að fá góða vinnu. Loks gerist hann sjálfboðaliði i her Itala, sem um þessar mund- ir, 1918, eiga i höggi við Þjóðverja og Austurrikis- menn, og lendir þar i mikl- um mannraunum. 23.30 Dakskrárlok

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.