Þjóðviljinn - 25.05.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.05.1973, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Yfir 99% landhelginnar friðuð fyrir ágangi Breta Herstöðva- fundur á Akureyri Herstöövaandstæðingar i Norðurlandskjördæmi eystra efna til fundar á Ak- ureyri n.k. sunnudag til þess að skipuleggja starfsemi sina i kjördæminu. Verður fundurinn i Alþýðuhúsinu og hefst kl. 4 siðdegis. Framsögumenn á fundinum verða KRISTJAN SKALD FRA DJtPALÆK og NJÖRDUR P. NJARÐVÍK LEKTOR. Fundarstjóri verð- ur HJÖRTUR E. ÞÓRARINS- SON, bóndi á Tjörn. A fundinum verður kosin kjördæmisnefnd samtakanna i Norðurlandskjördæmi eystra. ölium herstöðvaandstæð- ingum cr heimil þátttaka i fundinum. Fréttatiikynning. Yerkfall í Aburðar- verksmiðj- unni á mánudag? Eins og skýrt hefur verið frá áður i Þjóðviljanum eiga þrjú verkalýðsfélög i Reykjavik nú i kjarasamningum við Áburðar- verksmiðjuna fyrir þá félaga sina, sem vinna i nýrri hluta verksmiðjunnar. Þegar við spurðum i gær Guðjón Jónsson, formann Félags járniðnaðarmanna, frétta af deilunni, sagði hann, að málinu hefði verið visað til sáttasemjara siðast liðinn þriðjudag, og átti að halda samningafund með sátta- semjara siðdegis i gær. Verkfall hefst á mánudag, hafi samningar ekki tekizt. Brezku togaraskip- stjórarnir höfðu ekki i gærdag gert upp hug sinn um það hvort þeir færu á annað veiðisvæði en nú er allt upp urið á svæðinu austur af Hval- bak þar sem veiði- þjófarnir hafa haldið sig undir vernd herskipa og sk. „hjálparskipa”. Talið er að svæðið sem Bretarnir halda sig á sé i almesta lagi um 200 ferkilómetrar en það svarar til þess að 99,85% land- helginnar séu friðuð fyrir ágangi Bretanna. Verður ekki annað sagt en afskipti herskipánna hafi komið íslendingum að gagni. i fyrrinótt sigldi Ægir i gegnum Breta-þvönguna og Óðinn litlu siðar. Kom þetta Bretanum á óvart og sendu þeir herskipin fast á eftir varðskipunum — en okkar menn höfðu betur. Sjö rithöf. skipta 700 þús. krónum A laugardag var úthlutað úr Rithöfundasjóði islands, en þangaö rcnnur sérstök greiðsia fyrir afnot af bókum á al- menningsbókasöfnum. Fengu sjö rithöfundar 100 þúsund krónur hver og hafa aldrei fleiri hlotið fé úr sjóðnum. Sjömenningarnir eru þeir Agnar Þórðarson, Gunnar M. Magnúss, Ingólfur Kristjánsson, Matthias Johannessen, Snorri Hjartarson, Stefán Hörður Grimsson og þá fulltrúi yngstu skálda, Þuriður Guðmundsdóttir. Alls hafa 32 rithöfundar fengið úthlutun úr sjóðnum siðan hann var stofnaður. Formaður sjóðs- stjórnar, Einar Bragi, gerði grein fyrir störfum hennar og reiddi féð af hendi. Hann og Guðmundur Hagalin eru fulltrúar rithöfunda- félaganna i sjóðstjórn. Ráðstefna AB um launajöfnuð-jafnrétti Hefst í kvöld í kvöld klukkan 8.15 hefst ráðstefna Alþýðu- bandalagsins um launajöfnuð — jafnrétti i Þinghól í Kópavogi. í kvöld verður fjallað um tekjujöfnun fyrir áhrif trygginga og skatta. Hafa þau Adda Bára Sig- fúsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins framsögu um þau mál. Guðjón Jónsson formaður Félags járniðnaðarmanna hefur framsögu um efnið: öryggi og aðbúnaður á vinnustöðum. Ráðstefnan heldur áfram á morgun klukkan hálf tvö. Sjá nánar á bls. 7 i blaðinu. ALÞÝÐUBANDALAGtÐ Framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins skorar á styrktarmenn flokksins, sem enn hafa ekki greitt framlag sitt fyrir árið 1973, að gera skil hið fyrsta. GlRO-seðill var sendur öllum flokksmönnum með siðasta fréttabréfi. Vesturlandskjördæmi Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins i Vesturlandskjör- dæmi verður haldinn i Borgarnesi laugardaginn 26. mai 1973 og hefst kl. 14. Formaður Alþýðubandalagsins, Ragnar Arnalds, og Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri flokksins verða á fundinum. Þessi mynd af Islendingnum Mikael G. Mikaelssyni við að selja merki og dreifa flugritum birtist á for- siðu dagblaðsins Bergens Tidende um siðustu helgi, en Mikael var einn þeirra námsmanna sem tóku þátt I áróðursherferðinni i Bergen á laugardaginn var. Landhelgisbarátta námsmanna í Bergen tsienzkir námsmenn I Bergen I Noregi hafa ekki látið sitt cftir liggja i þvi að kynna málstað ls- lendinga i landhelgismálinu, en öllum er kunnugt hvað tslending- ar erlendis, ekki sizt á Norður- löndum, hafa verið athafnasamir i þeim efnum. A laugardaginn efndu Bergen-stúdentar til varðstöðu á fjölförnum stað i borginni og dreifðu þá um 2 þúsund flugritum þar sem skorar er á Norðmenn að styðja Islendinga i landhelgis- málinu. Þetta gerðist 6 klukku- stundum áður en fréttirnar um innrás Breta i landhelgina barst út til Noregs. Nú um helgina höfðu tslend- ingar vestanfjalls I Noregi alls dreift um 10 þúsund eintökum af flugritum og selt um 2 þúsund landhelgismerki. Iðulega prenta blöðin sitthvað úr þessum flutrit- um, og er ekki að efa að aðgerðir þessar hafa áhrif. Islendingur við nám i Bergen skrifar okkur og segir hann að mikillar gremju verði vart hjá Norðmönnum vegn framferðis Breta hér á miðunum. Einkum séu margir stuðningsmenn norsku samsteypustjórnarinnar sárir út i hana vegna hálfvelgju hennar i málinu. 1 flugritinu sem dreift var i Bergen á laugardaginn var minnt á það að Norðmenn fylgdu i kjöl- far Islendinga með útfærslu i 12 milur á sinum tima, en hafa aldrei þakkað Islendingum fyrir það að hafa brotið ísinn. Þegar nú Islendingar færa út i 50 milur, harmar norska stjórnin þessar einhliða ráðstafanir. En ekkert er liklegra en Norðmenn eigi eftir að græða á framgöngu Islendinga þvi ekki aðeins við Island, heldur einnig við Noreg eru fiskimið i hættu fyrir ofveiði. Lúðrasveit Reykjavikur: Heldur tónleika um helgina Lúðrasveit Reykjavikur heidur tónleika i Háskólabiói á morgun, laugardag, kl. 3 e.h. undir stjórn Páls Pampichlers Pálssonar. A efnisskránni verður fjölbreytt val tónverka af ýmsu tagi, sem unn- endur lúðrasveitartónlistar kunna cflaust vel að meta. Meðal annars Konsertpolki fyrir tvö klarinett og lúðrasveit eftir Mar- sal. Einleikarar veröa Gunnar Egilson og Vilhjáimur Guðjóns- son. Eins og komið hefur fram áður átti Lúðrasveit Reykjavikur 50 ára afmæli á siðasta ári og minntist þeirra timamóta meö vel heppnaðri tónleikaför til Vesturheims s.l. sumar. A þeim 50 árum.sem lúðrasveit- in hefur starfað ,hefur tónlistar- iðkun á Islandi tekið stórt skref fram á við, og að sama skapi auk- izt að fjölbreytni. En þrátt fyrir það að heita má að unnendur tón- listar fái i dag notið allra greina hennar, á lúðrasveitin sér enn stóran hóp áheyrenda, sem aldrei lætur sig vanta, þegar um vand- aða tónleika af þessu tagi er að ræða. Vænta lúðrasveitarmenn þess, að svo verði einnig að þessu sinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.