Þjóðviljinn - 05.07.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.07.1974, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. júli 1974 CAPRICHOS KENJAR Mynd: Francisco Goya y Lucientes Mál: Guðbergur Bergsson 71. Þegar morgnar þá förum við Stjörnurnar blika og það er heiðsklrt, og þegar vel sést upp til guðs I himninum, þá safnast saman liðið gegn honum, galdra- lýðurinn, og ráðgast um, hvað helst beri að gera til þess að létta leiðum þjáningum af sköpunarverki hans, sem hann hefur annað hvort yfirgefið eða kemur engu tauti viö. Meö galdri ætlar nakinn lýður- inn að færa fólki eins ótölulegan auð og stjörnurnar uppi á himinhvolfinu, og smyrja á hverja krónu ást, sem manninn dreymir um i hjátrú sinni. Ást og auður ætti að vera hin eina og sanna heimstrú. En þegar morgnar, þá skriða nornirn- ar, sem vekja drauminn á meöan maður- inn sefur, eins og ljósfælnar pöddur. Þær leggjast til svefns, þegar maðurinn vakn- ar til strits síns og draumlauss lifs vök- unnar, og þær sofa i sig nýja hugaróra á þeim tima, þegar sólin skin. Galdur og nekt eru nátengd. I æöi slnu sviptir maöurinn sig klæðum. Galdur er ævinlega samfara einhverri andlegri og likamlegri hrörnun, likt og listin, sem nærist best á þjóðfélagslegri hrörnun. Hún svifur eins og hræfugl yfir úrkynjuð- um samfélögum, og þá fyrst þroskast hún, þegar stjórnmálin hafa ekki lengur neitt bolmagn gegn henni. Listin er næm á pestarbæli þjóðfélagsins, og eftir að hún hefur étið sjúkdóminn, þá batnar þjóðfé- laginu og það byrjar að berja á listinni að nýju. Yfir öllu kukli hvilir náttúruleysi líkam- ans, sem galdurinn reynir af fremsta megni að koma aftur i snertingu við nátt- úruna og hulin öfl hennar. En náttúran er ekki gædd neinni samúð eða mannúð, og steinarnir gæðast aldrei neinu viti, hvern- ig sem maðurinn reynir aö blása þvi I þá með. andalækningum. Einn Bandaríkjaforseti lýsir öðrum: „Svikari °g b'go- laupur” NEW YORK — Nixon varð alls ekki fyrstur Bandarikjaforseta til þess að tala inn á segulbönd: það gerði lika demókratinn Truman, sem tók við forsetaembættinu þegar Roosevelt dó í strfðslokin. i hans tið hófst kalda striðið ill- ræmda milli Bandarikjanna og Sovetríkjanna. Truman kallinn hafði orð fyrir að vera skorin- orður og var ekkert að skera utan af hlutunum i viðræðum, sfst i kunningjahópi. Nýlega komu nokkrir framá- menn i demókrataflokknum saman á veitingahúsi nokkru til þess að skemmta sér við að hlusta á eina spóluna frá forsetanum sinum gamla. Hafa þeir efalaust notið stundarinnar, meðal annars fyrir þá sök að á þessari sérstöku spólu eru umsagnir Trumans um núverandi Bandarikjaforseta, Richard M, Nixon. Og að vanda fer gamli maðurinn ekkert i launkofa með álit sitt. — Nixon er svikari við Banda- rikin, segir Truman þar meðal annars. — Hann er helvitis lyga- laupur, enda þorri hann aldrei að horfast i augu við mann. Þetta er ekki annað en fólk veit. Aldrei get ég skilið hvernig hann komst svo nærri þvi að ná kosningu 1960. Gréta Sigfúsdóttir: I.AINAMISIM.MII) Launamisræmið sem farið hefur stigvaxandi undanfarin ár á eflaust rætur sinar að rekja til rangláts visitölukerfis. Það segir sig sjálft að mun réttlátara hefði verið að greiða visitöluuppbætur á grunnlaun i stað þess að hrúga þeim si og æ ofan á visitölubætt laun, þannig að þeir hæstlaunuðu bera stöðugt meira úr býtum. Að þessu standa hagsmunahópar innan launþegasamtakanna sem réttlæta kröfur sinar um mis- skiptingu með arfgengum hug- tökum, eins og siðar verður skýr- greint. Viðgjaldamisræmi hefur alltaf átt sér stað. Lagskipting virðist HUSNÆÐISMALASTOFNUN RÍKISINS ORÐSENDING TIL LÍFEYRISSJÓÐA Húsnæðismálastofnun ríkisins býður hér með lif- eyrissjóðum til sölu verðtryggð skuldabréf Bygg- ingasjóðs ríkisins. Er hér um að ræða annuitets- bréf til 15 ára með 5% vöxtum og er sérhver árs- greiðsla háð breytingum á vísitölu byggingar- kostnaðar. Verður grunnvísitala þeirra bréfa, sem seld verða hér eftir, i samræmi við þá vísitölu bygg- ingarkostnaðar, sem i gildi er hverju sinni. Bréf þessi eru til sölu nú þegar og eru því þær stjórnir líf- eyrissjóða, er hug hafa á umræddum skuldabréfa- kaupum, beðnar að snúa sér til veðdeildar Lands- banka (slands, Reykjavík, er veita mun allar nán- ari upplýsingar um skuldabréf þessi og annast sölu þeirra. Reykjavík, 4. júlí 1974, HUSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SIMI22453 svo rikur þáttur i eðli mannfólks- ins að þrátt fyrir árþúsunda þró- un hefur afstaðan til hennar litið sem ekkert breyst. Þjóðfélags- byltingar hafa kollsteypt rikjandi kerfum, en ný lagskipting hefur fljótlega risið úr rústunum, að meira eða minna leyti tengd þeim fyrri þótt einhverjar mynstur- breytur hafi átt sér stað. Mat við- ’ gjalda hefur haldist. Mat þetta byggist á frumskógaleikreglum, þarsem sá sterkasti ræður lögum og iofum og notfærir sér aðstöðu sina til eigin framdráttar. Til forna og fram á vora daga voru menn bornir til sérréttinda sem atkvæðamiklir forfeður höfðu tryggt eftirkomendum sin- um á þeim forsendum að ættgöfgi skipti öllu máli. Lágstéttafólk var útilokað frá gæðum þessa heims. Þegar iðnvæðing hófst og borg- arastéttin komst til vegs og valda birtist þessi forni draugur i nýj- um búningi: viðgjöldum hins frjálsa framtaks. Þá varð til þjóðsagan um máttarstoðir sam- félagsins, menn sem fengu hug- myndir og höfðu aðstæður til að koma þeim i framkvæmd. Ný for- réttindaviðhorf mynduðust — eins og áður á kostnað alþýðunn- ar. Nærtækt dæmi er fyrsta inn- lenda togaraútgerðin, þegar há- setar urðu að leggja nótt við dag fyrir litið sem ekkert kaup meðan útgerðarmennirnir byggðu sér „lúxusvillur” og lifðu i óhófi. Eins og áður er vikið að, þá hafa þessi misréttissjónarmið enn einu sinni klæðst nýjum bún- ingi og eru ýmsir fagmenn þar i fararbroddi. Framlag þeirra til sérréttindakröfunnar er starfs- greining og ábyrgð. Hvaða ábyrgð, er ekki hver þjóðfélags- þegn sem hlekkur i keðju, jafn- mikilvægur fyrir heildina? Og væri ekki réttlátara að miða- kaupgjald við aðstæður allar, taka með i reikninginn þau hlunn- indi sem svonefndum ábyrgðar- hlutverkum eru samfara, t.d. álit, vald og frjálsræði um stöðuval á- samt þaraðlútandi skólagöngu sem að mikly leyti er kostuð af al- mannafé? Oft heyrast raddir lofsyngja ’ velferðarrikið Island, raddir millistéttafólks sem komið hefur ár sinni vel fyrir borð. Yfirleitt veitist mönnum erfitt að miða við annað en sjálfa sig og' eigin að- stöðu. Sumir lita þó langt yfir skammt og vita yfirgang stór- velda gagnvart vanþróuðum þjóðum, en gleyma þvi að sams konar aðferð er beitt heima fyrir gegn þeim sem minna mega sin. Gréta Sigfúsdóttir Þegar aðgerðir verða hafnar til að rétta við þjóðarbúið opnast vonandi augu hagsmunahópanna fyrir þeirri rangsleitni sem hinir lægstlaunuðu hafa verið beittir. Ollum má vera ljóst að þjóðar- tekjur tslendinga duga skammt til að bæta kjör almennings ef haldið verður áfram að hlaöa undir kröfufreka hagsmunahópa. Gréta Sigfúsdóttir Tilkynning fró sýslumanninum í Árnessýslu og Þjóðhótíðarnefnd 1974 Að gefnu tilefni og vegna fyrirspurna frá ýmsum aðilum skal tekið fram, að öll sölustarfsemi á þjóðhátiðinni á Þingvöll- um 28. júli n.k. er óheimil án leyfis, og slik leyfi verða ekki veitt nema með samþykki Þjóðhátiðarnefndar 1974. Selfossi 4. júli 1974. Sýsiumaðurinn i Arnessýslu, Páll Hallgrimsson. F.h. Þjóðhátiðarnefndar 1974, Indriði G.. Þorsteinsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.