Þjóðviljinn - 05.07.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.07.1974, Blaðsíða 4
4 StÐA — WOÐVILJINN Föstudagur 5. júlt 1974 UÚÐVIUINN MÁlGAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: EiDur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson, Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) [Prentun: Blaðaprent h.f. SKYGGNST INN í GLUNDROÐA VIÐSKIPTALÍFSINS Undanfarnar vikur hafa miklar umræður verið um efnahagsmálin, og sjálfstæðismenn hafa þá reynt að halda þvi fram, að allt væri að sigla i strand, m.a. væri gengið mjög á gjaldeyrissjóð landsmanna. En það hefur löngum verið háttarlag i haldsmanna, að slá fram stað- hæfingum án þess að grafast fyrir um or- sakir. Þannig vilja t.d. fjármálamennirnir i röðum Sjálfstæðisflokksins ekki, að verið sé að kanna, hvers vegna gangi á gjald- eyrissjóðinn, sem undirstöðuatvinnu- vegirnir hafa útvegað fjármagn i. T.d. kemur það sér illa fyrir kaupsýslu- mennina, sem fjármagna flokk einka- gróðans, að bent sé á, hvemig þeir raka saman auði. En það er fróðlegt að rannsaka þann glundroða, sem rikir i efnahagslifi okkar, og kanna þá sérstak- lega innflutningsverslunina. Þar rikir margfallt meiri glundroði en i röðum vinstri manna. Þjóðviljinn hefur að undanförnu rannsakað nokkuð og birt fréttir af einni grein innflutnings- verslunarinnar, þ.e. bilainnflutningi landsmanna. Á þessu ári hefur innflutningur á bilum slegið öll fyrri met. Fyrstu fimm mánuði ársins voru fluttir inn 6.037 bilar, þar af 1.400 bilar i mai, og lætur nærri, að um 1200 bilar hafi verið fluttir inn á mánuði að meðaltali. Cif-verð þessara bila er samtals um 1.596 miljónir króna en útsölu- verð u.þ.b. 3.800 miljónir króna. Hlutur bilasalanna af þessari sölu er þá um 310-320 miljónir króna, og ef aðeins er tekinn maimánuður, nam gróði þeirra um 75 miljónum. Vitað er að einn umsvifa- mesti innflytjandinn hefur þegar afgreitt 1000 bila og grætt á þvi ca. 50 miljónir. Með sama áframhaldi má áætla, að fluttir verði til landsins á þessu ári um 14 þúsund bilar og gróði innflytjendanna nemi þá á þjóðhátiðarárinu um 700 miljónum króna. 1 fyrra var þessi innflutningur „aðeins” 7.900 bilar og gróðinn 400 miljónir. Það sakar ekki að geta þess, að af 10 stærstu innflytjendum bila á íslandi eru 9 nátengdir Sjálfstæðisflokknum. Fimm stærstu innflutningsfyrirtækin ráða auk þess yfir 50% af öllum bilainnflutningi landsmanna og fá þá i sinn hlut helminginn af gróðanum fyrstu fimm mánuði ársins eða um 160 miljónir króna. Ein af dýrari bifreiðum, sem fluttar eru til landsins, er vinsæll fjallabill, er kostar 1.250 þúsund, og er sagt, að yfir 400 manns séu á biðlista til að fá slikan bil afgreidd- ann. Kostnaðurinn við rekstur sliks bils mun á ári vera um hálf miljón króna. Samkvæmt upplýsingum FIB mun kosta um 250 þúsund að reka venjulegan Fólksvagn. Bifreiðaeign Islendinga er nú um 60 þúsund bilar og lætur þá nærri að íslendingar eyði milli 12 og 15 miljörðum i einkabila á ári, sem er nálægt 10 til 15% þjóðartekna.. Þessi úttekt á bilainnflutningi lands- manna vekur eðlilega margar spurningar, og margur sér þá betur, hvi sumir hafa nefnt þann ,,vanda”, sem við er að glima, „velmegunarvandamál” neyslusam- félags okkar. En þetta bendir einnig á, hve gróði vissra aðila i okkar þjóðfélagi er mikill. Þetta vekur lika hugleiðingar um bilaeign þeirra, sem greiðasta mögu- leika eiga á að svikja undan skatti. Það er kvartað yfir greiðsluhalla hjá Strætis- vögnum Reykjavikur. En er ekki ástæða til, að tekin sé upp ný stefna, er varðar félagslegar samgöngur á höfuðborgar- svæðinu? En umfram allt bendir þetta á, að þörf er aðgerða, hvað snertir inn- flutningsverslunina, og þar er stórt verk- efni, sem félagshyggjufólk krefst að glimt verði við. Þakkir séu yður færðar w Að sjálfsögðu er fátt meira rætt manna á milli þessa dagana en úrslit kosninganna, og sýnist sitt hverjum eins og oftar með þess- ari þjóð. Framsóknarmenn og Alþýðu- bandalagsmenn telja úrslit kosn- inganna sýna, að stjórnarstefna vinstri stjórnarinnar siðustu þrjú árin falli landsmönnum vel i geð. Þeir benda á, og það réttilega, að þeir flokkar, sem heilir og óskipt- irstóðu aðstjórninni öll þrjú árin, halda fylgi sinu og meira en það, þvi Alþýðubandalagið bætti við sig einum þingmanna og jók kjós- endafyigi sitt úr 17,1% i 18,3% á landsmælikvarða. Kratar eru ekki enn búnir að gera upp við sig, hvernig beri að túlka kosningaúrslitin, en Sjálf- stæðisflokksmenn segja, að úr- slitin sýni, að þjóðin vilji ekki vinstri stjórn, heldur hægri stjórn, hvernig sem það er nú fundið út, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki „nema" 25 þingmenn af 60, sem þó er full- mikill þingstyrkur að mati vinstri manna. Hins vegar virðast allir á einu máli um, að Sjálfstæðisflokkurinn sé mesti sigurvegari þessara kosninga, enda tjóir ekki um það að deila. Hitt er annað, hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefur feng- ið þann þingstyrk sem hann von- aðist eftir. í tveimur kjördæmum er sigur Sjálfstæðisflokksins hvað mestur, Reykjavik og Reykjanesi. Þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tap- að um 3000 atkvæðum i höfuð- borginni frá þvi i borgarstjórnar- kosningunum fyrir mánuði, er þó staðreynd, að hann hefur bætt við Sverrir Runólfsson sig rúmlega 5000 atkvæðum frá þvi i alþingiskosningunum 1971. En eins og islenska þjóðin er ekki á einu máli um á hvern veg beri að túlka úrslit kosninganna er hún ekki heldur á einu máli um það, hver sé ástæðan fyrir þess- um úrslitum. Til skýringar á kosningaúrslitunum, hafa mörg orðyerið látin falla. Skýring, sem und'irrituðum þykir harla skemmtileg, á fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik og Reykjanesi.er þessi: í Reykjavik gengu heil samtök til liðs við Sjálfstæðisflokkinn * Freysteinn Þorbergsson nokkrum dögum fyrir kjördag, og segir margur, að það hafi skipt sköpum með fylgi þess flokks. Er hér um að ræöa sveit þá harð- snúna, sem Sverrir Runólfsson, vegagerðarmaður, hefur að baki sér, — Valfrelsi. Mun Sverri þykja þessi skýring á fylgisaukn- ingu Sjálfstæðisflokksins réttust skýringa. í Reykjaneskjördæmi gekk heill stjórnmálaflokkur inn i Sjálfstæðisflokkinn og lýsti fullri samstöðu með honum á siðasta framboðsfundi flokkanna 1 þvi kjördæmi, Lýðræðisflokkur Frey- steins Þorbergssonar ) skák- manns, en sá flokkur hafði það efst á sinni stefnuskrá, að vara við kommúnistum, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Mun Frey- steini Þorbergssyni þykja þessi skýring á fylgisaukningu Sjálf- stæðisflokksins i Reykjaneskjör- dæmi harla rétt. Það væri þvi rökrétt framhald kosningaþakkarávarpa þeirra sjálfstæðismanna, að þeir sendu þessum tveimur höfuðsmönnum atkvæðaaukningar þeirra, hug- heilar þakkarkveðjur á siðum flokksmálgagna sinna, Morgun- blaðsins og Visis. — úþ. Til höfundar heilræöa- vísna sem birtust mynd- skreyttar i Þjóðviljan- um 3/7 ’74. Tvennt er sem trúin heilagt á tinda er sólin skin: uppreisn sem ihald skelfist og ormstunguljóð eins og þin. Helgi Sæmundsson Útvarp Húsavik: Almanna- varna- kerfið er gagnslítið Blaðinu hefur borist ályktun frá bæjarstjórn Húsavíkur þar sem hún átelur harðlega ríkjandi ástand á útvarpssending- um frá endurvarpsstöðinni á Húsavík. Helst er það til bölvunar við endurvarpsstöðina á Húsavik, að inn á sendingar ríkisútvarpsins koma talstöðvaviðskipti Húsavik- urradiós við bila, og segir i frétta- tilkynningu, að þessi talstöðva- skipti yfirgnæfi oft á tiðum útsent efni útvarpsins. Þetta hefur leitt til þess, að Húsvikingar hlusta á útvarp frá endurvarpsstöðinni i Skjaldarvik. Siðast liðið sumar komu Al- mannavarnir upp útbúnaði til þess að hægt væri að útvarpa til- kynningum til bæjarbúa á Húsa- vik um endurvarpsstöðina þar. Það ástand, sem skapast hefur á Húsavik vegna truflana hefur orðið til þess, að fokdýrt tilkynn- ingakerfi Almannavarna er næsta óvirkt, og telja Húsviking- ar, að ekki fáist úr þessu bætt, fyrr en endurvarpsstöðin á Húsa- vfkurfjalli hefur útsendingar. —úþ Gylfi gloppa Þessi visa var ort til heiðurs þingflokki Alþýðuflokksins. Gloppa sinnar gáfu naut, gamalt kvigu tetur. Síðan fjórum grisum gaut. Geri aðrar betur. B.G. Sovéskt mannað geimskip á loft MOSKVU4/7, APN. — Þann 3. júlí klukkan 21.51 eftir Moskvutíma var geimskipinu Sojusi 14. skotið á loft. Innan- borðs eru Pavel Popo- vits, ofursti, sem er stjórnandi geimfarsins, og Juri Artjúkhin, fiokksforingi, sem er flugvirki. Geimskotið var framkvæmt i sam- ræmi við áætlun um rannsóknir á gufu- hvolfssvæðunum, sem liggja næst jörðu. Leiðangurinn Sojus 14. mun gera tilraunir i samvinnu við geimvisindastöðina Saljút 3., sem send var út I geiminn 25. júni, svo og Sojus-tæki, sem eru staðsett á við og dreif. Komið hefur verið á stöðugu útvarps- og sjónvarpssam- bandi við Sojus 14. Yfirmaður áhafnarinnar til- kynnti, að áhöfnin hefði þolað vel breytinguna á þyngdarlög- málinu. 011 tækjakerfi geimskipsins starfa eðlilega. I klefum Soj- usar 14. eru skilyrði, sem eru mjög lik og á jörðu niðri. Eftir að komið var út i geiminn, fóru geimfararnir að vinna samkvæmt ferðaáætluninni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.