Þjóðviljinn - 01.08.1974, Síða 2

Þjóðviljinn - 01.08.1974, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. ágúst 1974. Mikill karfi Siðastliðinn laugardag kom r/s Bjarni Sæmundsson úr 10 daga fiskileitar- og rannsóknarleið- angri til Austur-Grænlands. Svæðið frá Dohrnbanka til Fylkismiða var kannað. Togað var á flestum veiðisvæðum tog- aranna á þessu svæði. Karfi var aðal fisktegundin, eins og vænta mátti á þessum árstima. Aflinn var viða góður og sumsstaðar ágætur, eða sem svarar til 5-9 tonna á togtima. A sumum svæðunum var stærð karfans ágæt til vinnslu, en á öðrum var hann smár. Þó var karfinn á flestum stöðvunum að mestu vinnsluhæfur. Leiðangurinn leiddi m.a. i ljós, að verulegt magn af karfa var á austur-grænlenska veiðisvæðinu, meira en oft áður. En smár karfi var viða uppistaðan i aflanum. I þessu tilliti virðist hafa orðið veruleg breyting á frá fyrri tið. Litið var um aðrar fisktegundir iaflanum. A Dohrnbankasvæðinu var þó mikið af kolmunna og fékkst nokkuð af honum. Að vanda i slikum leiðöngrum var togurunum jafnharöan tilkynnt um árangur. Leiðangursstjóri var dr. Jakob Magnússon. I aften er Nordens hus ábent Komponisten Þorkell Sigurbjörnsson præsenterer islandsk musik gennem tid- erne i foredragssalen kl. 20.30. Cafeteriaet er ábent kl. 20 til 23. Velkommen. Kvöldstund í Norræna húsinu Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld kynnir islenska tónlist i fyrirlestrarsalnum i kvöld kl. 20.30. Fyrirlesturinn verður á dönsku. Kaffistofan er opin kl. 20-23. Allir velkomnir. NORRÆNA HÚSIÐ Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika að Kjarvalsstöðum kl. 17, sunnudaginn 4. ágúst. Flutt verða verk eftir Bach, Corelli, Martinu og Pál P. Pálsson. Einsöngvari Elisabet Erlings- dóttir. Stjórnandi Páll P. Pálsson. Aðgöngumiðar við innganginn. Atvinna Skrifstofustjóri — F ulltrúi Kaupfélag Vopnfirðinga vill ráða skrif- stofustjóra, sem jafnframt er fulltrúi kaupfélagsstjóra. Útvegum húsnæði i einbýlishúsi. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist Halldóri K. Hall- dórssyni, kaupfélagsstjóra, Vopnafirði. Minningarorð: Þorleifur K. Þorleifsson Ijósmyndari Mér er efst i huga, þegar menn yfirgefa veröld vora, oft að manni finnst of snemma, hvort blind til- viljun eða æðri máttarvöld ráði hér um. 1 sannleika sagt held ég að engin mannleg vera geti ráðið þá miklu gátu. En það er sannfæring min, að heiðarlegum og góðum mönn- um, sem breyta vel gagnvart ná- unga sinum og láta sig einhverju varða velferð mannfólksins, hvar á hnettinum sem það býr, hljótist umbun verka sinna, handan landamæranna miklu, að loknu lifi hér i heimi. Ég held, að það sé ekki oflof á Þorleif, þótt hann sé talinn fylla flokk þeirra, er si og æ mótmæla ranglætinu, sem þvi miður, rikir i lifi jarðarbúa. Ég held að Þorleif- ur hafi tekið þátt i öllum þeim mótmælafundum og göngum, sem efnt hefur verið til á undan- förnum árum. Andstyggð hans á styrjaldar- rekstri á hendur fátækum og sak- lausum bændaþjóðfélögum var slik, að hinn rólyndi og prúði maður gat orðið all orðhvass, er slik mál bar á góma og andmæl- andinn var einn hinna mörgu, er réttlæta slik glæpaverk með þeim rökum, að verið sé að bjarga heiminum undan hinni ógnvekj- andi rauðu hættu. Slikur ættjarðarvinur var Þor- leifur, að setja erlends hers i landi olli honum miklum áhyggj- um og honum sem og sönnum is- lendingum, var það sorgarefni, hve hin langa herseta hefur smám saman lamað þjóðernistil- finningu landsbúa. Þess má geta, að hann bar engan kala til hinnar ameriskú þjóðar, öðru nær. Hon- um fannst aðeins eins og fleirum, að þessi dátagrey væru betur geymd i eigin föðurlandi. Þetta, sem sagt hefur verið hér að ofan, þykir ef til vill mörgum sérkennilegur efniviður i minningargrein, en þar sem önn- ur blöð munu væntanlega greina frá öðru, er snertir lifsferil hans, læt ég hjá liða að tina til hið fjöl- marga, er gerði hann að sérstök- um persónuleika. — Ég kveð hinn góða dreng, og undir þá kveðju veit ég að allir þeir taka, sem andsnúnir eru hernaðarstefnu, hvort sem hún er amerisk, eða rússnesk. Vinur Bróðurminning Engan, að ég hygg, úr hópi okk- ar systkinanna 8, held ég að hafi rennt grun i að þú yrðir fyrstur úr hópnum til þess að yfirgefa jarð- kúlu þá er vér mannfólk búum á um stundarsakir. Svo hraustur, sem þú varst, gæddur bæði andlegum og likam- legum styrk i rikum mæli. Þessi bölvaldur, er olli andláti þinu,er farinn að gerast nokkuð þungur og tiðhöggur. Guð gefi, að leiðtog- um hinna stóru hervelda auðnist viska og mannkærleikur til að eyða fé sinu til að rannsaka og komast fyrir orsakir aukningar á hinum mannskæðu sjúkdómum, sem herja i auknum mæli á mannfólkið (á ég hér einkum við krabbameinið og kransæðasjúk- dóma) i stað þess að sóa miljörð- um ofan i miljarða i framleiðslu viðbjóðslegra drápstækja. Slik hugarfarsbreyting hinna misvitru þjóðarleiðtoga myndi hafa glatt þig, kæri bróðir, sllkur friðarsinni, sem þú varst. En auð- vitað eru þetta hugarórar. Hætt er við að nokkrar kynslóðir þurfi að renna sitt ævi-skeið hér á jörðu áður en vitrir og góðir menn fái að ráða stjórn mála i heimi vorum. Kæri bróðir, þar sem við höfum verið samvistum allt frá fyrstú tið, fann ég mig knúinn til að skrifa þessi orð að leiðarlokunj. Ég veit, að þar sem þú nú dvelur ræður ekki mannvonska rikjum. Engar styrjaldir, engir kveljandi sjúkdómar. Kristur kenndi oss, að þeim, er fetuðu i fótspor hans, yrðu búnir fagrir bústaðir. Ég veit, að þú varst ekki fullkominn frekar en aðrar mannlegar verur, en eigi að siður tel ég, að hinn þröngi vegur hafi verið þin ævislóð. Að lokum, þökk fyrir sam- fylgdina. Oddur H. Þorleifsson Rit frá Hagvangi Opinberar aðgerðir og atvinnulífið Félag islenskra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna hafa látið taka saman fyrir sig heilmikið rit, þar sem fjallað er um áhrif opinberra aðgerða á at- vinnulíf landsmanna á árunum 1950 til ársins 1970. Hagvangur h/f sá um vinnslu bókar þessarar. Riti þessu, sem er 470 blaðsið- ur, er skipt i átta kafla. Fjallar sá fyrsti um tilgang þeirrar athug- unar, sem birt er i bókinni, auk þess sem gerð er grein fyrir helstu niðurstöðum. I öðrum kafla er gerð grein fyrir helstu tækjum hins opinbera til að hafa áhrif á framleiðslu og aðstöðu at- vinnuveganna. Má þar nefna fjárlög, lánastefnu, gengi, tæki til beins eftirlits og breytingar á op- inberri umgjörð efnahagslifsins, svo sem skattakerfi. Þriðji kafli bókarinnar fjallar um þróun efnahags- og atvinnu- lifs, þeir fjórir næstu um fjórar höfuðatvinnugreinar lands- manna, og í áttunda kaflanum er gerð samantekt á aðgerðum hins opinbera og áhrifum þeirra a vinnuvegina. I bókinni eru um i >0 töflur og linurit. Rit þetta er unnið af 5-6 starfs- mönnum Hagvangs upp úr upp- lýsingum fengnum viða að, og taka forráðamenn iðnaðarins svo sterklega til orða um ágæti bókarinnar, að hún sé hagsaga fyrrgreinds tlmabils. Kostnaðurinn við bókina er greiddur úr Iðnlánasjóði. Væntanlega mun Þjóðviljinn á næstunni greina frá einu og öðru af upplýsingum þeim, sem bókin hefur að geyma, en fyrir þá, sem eiga erfitt með að biða, skal það sagt hér, að bók þessi er fáanleg I bókabúðum og kostar tæpar 1200- krónur. —úþ Viðhorf Þórðar Breiðfjörð til Matthildar Vegna fréttar I Þjóðv. 30. júli s.l., þar sem blaðamaðurinn G.G. gefur I skyn, að sundurþykkja hafi komið upp innan Þórðar Breiðfjörð (,,en nú virðist sem Þórarinn hafi snúið baki við Geir- fugli og Rollingstone — Þórður Breiðfjörð er ekki lengur þrieinn, Matthildur virðist klofin og aðeins Hrafn og Davið standa að Leikfél.reviunni,”) þykir Þórði rétt að taka fram, að ekki er um minnstu misklið að ræða innan er klofið hans, enda var Þórarinn erlendis er revian var samin. Þórður Breiðfjörð mun þvi hrinda þessari borgaralegu of- sókn af sér eins og öðrum óknytt- um sem pörupiltarhafa að honum beint. Hann harmar að hinn ungi blaðamaður G.G. skuli hafa mis- stigið sig i vitið með svo eftir- minnilegum hætti. Davíð Oddsson Hrafn Gunnlaugsson Þórarinn Eldjárn Svar til Þórðar Breiðfjörð: Snarborulegur að vanda reynir gerifuglinn Þórður Breiðfjörð að leyna þjóðina þvi að jómfrúin Matthildur er klofin. Reyndar hafa fréttahaukar Þjóöviljans litla hugmynd um þá sundurþykkju innan jómfrúr Matthildar sem þeir Davið og Hrafn skrifa um hér að ofan — en hitt virðist bert orðið, að Þórarinn er nokkuð tekinn að þroskast og á ekki lengur hlutdeild i trotsky- iskum tiltækjum Breiðfirðings- ins, heldur hefur hann einbeitt sér að ljóðagerð. —GG Trésmiðir óskast Vantar 5 manna trésmiðaflokk strax. Næg vinna. Upplýsingar i simum 84825 og 40650. Tjen-Sjan fjöllin stöðugt „hleruð” Alma-Ata. (APN). Visindamenn i sovétlýðveldinu Kasakhstan hafa komið upp neðanjarðarneti jaröskjálftamæla, sem komið er fyrir i borholum við rætur Tjen- Sjan fjallanna og i jarðgöngum, sem höggvin eru i klettana rétt við snjómörkin. Með aðstoð þessara jarðskjálftastööva geta menn skráð jafnvel minnstu merkium hreyfingar i bergkjarn- anum. Allar upplýsingar um titring og aörar hreyfingar berast sjálf- krafa til miðstöðvar, þar sem. þær eru skráðar á myndsegulband. A grundvelli þeirra geta sér- fræðingarnir hvenær sem er gengiö úr skugga um, hvort ein- hvers staðar innan takmarka lýð- veldisins er að myndast spenna i jarðskorpunni, sem getur skapað jarðskjálftahættu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.