Þjóðviljinn - 01.08.1974, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 01.08.1974, Qupperneq 11
Fimmtudagur 1. ágúst 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Stuðningsmenn Allendes dæmdir til dauða SANTIAGO 31/7 — Herréttur i Chile dæmdi i gær fjóra sluöningsmenn hins látna Allendes forseta til dauöa eftir mikil fjöldaréttarhöld, sem staðiö hafa yfir siöan i apríl. Þessum mönnum var gefiö aö sök ,,land- ráð” og ..uppreisnarstarfsemi”. Alls komu 67 menn fyrir rétt að þessu sinni, foringjar og hermenn úr flughernum og tiu borgarar, og fengu 60 misjafnlega langa fang- elsisdóma, allt frá þrjú hundruð daga fangelsi og upp i ævilangt fangesli, en þrir voru sýknaðir. Nú á yfirmaður flughersins eftir að staðfesta dauðadómana, og geri hann það, getur einungis forseti Chile, Augusto Pinochet, breytt dómunum. Athugasemd um skattaskrif Þorfinnur Egilsson lög- fræðingur hafði samband við blaðið út af skrifum um skatta- mál hans og mótmælti þvi, að hann hefði fengist við fasteigna- sölu. Þá taldi hann að réttmætt hefði verið að fletta upp i skatt- skýrslum hans tveim-þrem árum fyrr, en ekki taka mið af ári sem af sérstökum ástæðum hefði verið honum óhagstætt. T ónlistarkynning I kvöld. fimmtudagskvöldið 1. ágúst, býðst norrænu ferðafólki og öðrum gestum aftur tækifæri til að koma á kvöldstund i Norræna húsinu. 1 kvöld kl. 20:30 heldur Þorkell Sigur- björnsson, tónskáld, erindi með tóndæmum úm islenska tónlist. Flytur hann erindið á dönsku. Þessi tónlistarkynning er liður i þeirri nýbreytni i starfsemi Norræna hússins* að gefa ferðafólki frá Norðurlöndum kost á að sækja kvöldstundir, þar sem fræðsla um tsland er á dagskrá. Þessar kvöldstundir verða á hverju fimmtudagskvöldi i ágúst- mánuði, en fyrsta kvöldstundin var sl. fimmtudag, 25. júli, og voru þá sýndar landkynningar- og fræðslumyndir. Var hún mjög vel sótt. Allir eru velkomnir á þessi kynningarkvöld i Norræna húsinu. Kaffistofa hússins er opin frá kl. 20:00 — 23:00 þessi fimmtu- dagskvöld. Rannsókn er lokið á morði Delgados LISSABON 31/7 — Portúgalska lögreglan hefur nú lokiö rannsókn á dauða Umbertó Delgadó fyrr- verandi frambjóðanda i forseta- kosningum, sem fannst myrtur 1965, og hefur ákæruvald landsins gefið út ákæru á hendur tiu mönn- um úr leyniiögreglunni PIDE, sem sakaöir eru uin að hafa stað- ið á bak við morðið. Umbertó Delgado' bauð sig fram i forsetakosningunum 1958 og lofaði hann að setja forsætis- ráðherrann og einvaldinn Salazar frá völdum, ef hann næði kosn- ingu, og koma á lýðræði i landinu. Hann tapaði fyrir Americó Thom- az, sem steypt var úr stóli i vor, og fór eftir það til Brasiliu og baðst hælis sem pólitiskur flótta- maður. Arið 1965 sneri hann aftur heim undir dulnefni, en fannst skömmu siðar skotinn til bana á- samt einkaritara sinum ; grennd við smábæ, Spánarmegin við landamærin.Reynt hafði verið að gera likin óþekkjanleg með þvi að hella yfir, þau brennisteinssýru. Forystumenn portúgölsku stjórnarandstöðunnar, sem voru i útlegð, hófu þegar að safna gögn- um um málið og bárust þá fljótt Þ j óðhagsstof nun Framhald af bls 5. verðlag og kaupgjald, atvinnu og tekjur almennings, afkomu atvinnuvega og fjármál hins opinbera. Auk þess skal stofn- unin koma niðurstöðum athug- ana sinna á einstökum þáttum efnahagsmála fyrir almenn- ings sjónir, eftir þvi sem kostur er. 4) Að annast hagfræðilegar at- huganir og skýrslugerð um efnahagsmál fyrir rikisstjórn- ina og alþjóðastofnanir á sviði efnahagsmála, eftir þvi sem rikisstjórnin ákveður, og fyrir Seðlabanka Islands og Fram- kvæmdastofnun rikisins, eftir þvi sem um semst. 5) Að láta alþingismönnum og nefndum Alþingis i té upplýs- ingar og skýrslur um efnahags- mál. 6) Að veita aðilum vinnumarkað- arins upplýsingar um efna- hagsmál og annast fyrir þá hagfræðilegar athuganir, eftir þvi sem um semst. böndin að portúgölsku leynilög- reglunni PIDE. En það var ekki fyrr en fasistastjórninni hafði verið steypt af stóli I april i vor, að farið var að rannsaka málið i Portúgal sjálfu. í gær lauk rannsókninni og voru niðurstöðurnar þegar sendar yfirvöldum landsins. Samkvæmt þeim voru það Fernandó Silva Pais, yfirmaður lö^reglunnar, og Agostmó Barbfero, næstráðandi hans, sem skipulögðu morðið, en alls voru tiu menn ákærðir fyrir þátttöku i þvi. Sjö þeirra hafa þegar verið handteknir. Búist er við þvi að réttarhöldin yfir þessum mönnum hefjist i nóvember, og verða það fyrstu réttarhöldin gegn félögum úr hinni illræmdu leynilögreglu. LIF Ferða félagsferðir Sunnudagur 4. ág. kl. 13. Borgarhólar á Mosfellsheiði Mánudagur 5. á. kl. 13. Bláfjöll — Leiti Verð kr 400. Farmiðar við vílinn Miðvikudagur 7. ág. Þórsmörk Sumarleyfisferðir: 7-18. ágúst Miðlandsöræfi 10-21. ágúst Kverkfjöll — Brúaröræfi Snæfell 10.-21. ágúst Miðausturland. Ferðafélag Islands. Oldugötu 3. Simar: 19533 og 11798. Þann 15. júni fór fram út- dráttur i happdrætti hesta- mannafélagana Hornfirðings Hornafirði og Freyfaxa Fljótsdalshéraði, vegna sælu- hússbyggingar i Viðidal á Lónsöræfum. Eftirtalin númer komu upp: Á miða nr. 581 kom Mallorkaferð með Útsýn fyrir tvo; nr. 441 kom Kaupmanna- hafnarferð með F1 fyrir einn: nr. 4578 km flugferð, Egils- staðir—Reykjavik. fram og til baka með FIj nr. 3509 kom flugferð, Horna- fjörður—Reykjavik fram og til baka með Fl. Vinningshafar snúi sér til Gunnars Egilssonar, Egils- stöðum i sima 1190 eða 1207. ÍSLENDINGASPJÖLL i kvöld — Uppselt Föstudag — Uppselt Sunnudag kl. 20.30 — Uppselt Siðustu sýningar Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá ki. 2. Simi 16620. Slmi 11540 Hjónaband í molum 20lh Century fo> piesenls RICHARD BENJAMtN JOANNA SHIMKUS... A lawience Turmen Product.cn The Marriage of a Young Sfcockbroker ISLENSKUR TEXTI Skemmtileg amerisk gamanmynd. Richard Benjamin, Joanna Shimkus. Framleiðandi og leikstjóri Lawrence Truman. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. jfi 1 IS ? 1 [•H Simi 32075 María Stúart Skotadrottning A Hal Wallis Production Vanessa Glcnda Redgrave • Jackson Mary. Queen of Seots Ahrifamikil og vel leikin ensk- amerisk stórmynd i litum og Cinemascope með ÍSLENSKUM TEXTA. Aðalhlutverk: Vanessa Red- grave og Glenda Jackson. ;Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. Ofbeldi beitt með Charles Bronson. Endursýnd kl. 5 og 7. Bönnuð innan 16 ára. Slmi 22140 Fröken Fríöa Our miss Fred Ein af þessum viðurkenndu bresku gamanmyndum, tekin i litum. Gerð samkvæmt sögu tslandsvinarins Teds Williams lávarðar. Aðalhlutverk: Danny La Rue, Alfred Marks. Sýnd kl. 5,7 og 9. ÞJÓDLEIKHÖSIÐ LITLA FLUGAN i kvöld kl. 20,30 i Leikhúskjallara. ÞJÓDDANSAFÉLAGIÐ föstudag kl. 20. LITLA FLUGAN laugardag kl. 20.30 i Leikhúskjallara. ÉG VIL AUDGA MITT LANI) sunnudag kl. 20. Siðasta sinn. LITLA FLUGAN þriðjud. kl. 20,30 i Leikhúskjallara. Siðasta sinn. JÓN ARASON miðvikudag kl. 20. Siðasta sinn. Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. Simi 18936 rx. ISLENSKUR TEXTI. Heimstræg, ny amerisk ur- valskvikmynd i litum um hinn eilifa „þrihyrning” — einn mann og tvær konur. Leikstjóri: Brian G. Hutton. Aðalhlutverk: Elizabeth Taylor, Michael Caine, Susannah York. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bönnuð börnum innan 14 ára. Athugið breyttan sýningatima Miðasala opnar kl. 5. Slmi 31182 Hnefafylli af dínamíti Ný itölsk-bandarisk kvik- mynd, sem er i senn spenn- andi og skemmtileg. Myndin er leikstýrð af hinum fræga leikstjóra SERGIO LEONE, sem gerði hinar vinsælu „doll- aramyndir” með Clint East- wood, en i þessari kvikmynd eru Rod Steiger og James Co- burn I aðalhlutverkum. Tón- listin er eftir ENNIO MORRI- CONE, sem frægur er fyrir tónlist sina við „dollaramynd- irnar”. ISLENSKUR TEXTI Sýnd kl. 5. og 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Tan Sad barnavagn til sölu. Upplýsingar í síma 71891 Simi 41985 I örlagaf jötrum Clint Eastwood hislove...orhisl(fe... Hörkuspennandi og vel leikin kvikmynd I litum. Leikstjóri: Donald Siegel. Hlutverk: Clint Eastwood, Geraldine Page. ISLENSKUR TEXTI. Endursýnd kl. 5,15 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Simi 16444 Slaughter Ofsalega spennandi og við- burðahröð ný, bandarisk lit- mynd, tekin i TODD-A-O 35, um kappann Slaughter, sem ekkert virðist bita á,og hina ofsalegu baráttu hans við glæpasamtökin Slaughter svikur engan Aðaihlutverk: Jim Brown, Stella Stevens. ISLENSKUR TEXTI Bönnuö innan 16 ára Sýndkl. 5, 7, 9og 11. Siðasta sinn. Húseigendur athugið! Látið okkur skoða hús- in fyrir haustið. Önn- umst hvers konar húsaviðgerðir. Húsaviðgerðir sf. Sími12197 Blaðberar óskast í Hliðunum, Freyjugötu, Óðinsgötu og einnig til sumaraf leysinga víðs- vegar um borgina. ÞJÓÐ VILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.