Þjóðviljinn - 01.08.1974, Page 9

Þjóðviljinn - 01.08.1974, Page 9
FimntUidagur 1. ágdst 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Stefán með 2 gull frá Svíþjóð Stefán Hallgrimsson hlaut tvenn gullverðlaun á Kalott-leik- unum, sem fram fóru i Sviþjóð um sfðustu helgi. Hann tók þátt i 400 metra grindahlaupi, 110 metra grindahlaupi og lang- stökki, en þá var myndin tekin. Stefán sigraði glæsilega i báð- um hlaupunum að visu eftir harða keppni i 110 metra grind- inni við Gunnar Berglund frá Svi- þjóð, en þeir fengu báðir sama timann, 15,0 sekúndur. Stefán Hallgrimsson var til- nefndur af islensku keppendunum til sérstakra verðlauna, sem veitt voru tveimur keppenduro frá hverju Iandi, einni konu og einum karli. Asamt Stefáni tók Ingunn Einarsdóttir við viður- kenningunni fyrir tslands hönd. Nógað gera hjá knattspyrnudómstólum Elmar og Óli í dag Gunnar Gunnarsson í leikbann? Dómstóll KRK, aganefnd KSl, dómstóll GMSK og ýmsir lög- fræðikunnugir mcnn þinga um þessar mundir um ýmis kæru- mál, scni borist hafa knatt- spyrnudómstólum undanfarið. Bergur (íuðnason, formaður dómstóls KKlt, tjáði l»jóð- viljanum, að f dag yrði kæra vcgna Elmars Geirssonar tekin fyrir og væntanicga afgrcidd. Ekki náðist i Ingva Guðmunds- son, formann dómstóls UMSK, cn heyrst hcfur að kæra Þróttar og Selfyssinga vegna Olafs Hákon- arsonar markvaröar Brciðahliks verði rædd i dag eða a.m.k. mjög bráðlega. t>órhallur Einarsson hjá aga- nefnd KSt tjáði blaðinu, að fundur hjá aganefnd yröi i kvöld, og yrðu þá fyrirliggjandi kærur vegna af- brota leikmanna teknar fyrir og afgreiddar. Austf jarðani álið, sem f jallaö er um hér á sfðunni er aganefndinni erfiöur höfuöverkur og að sögn Uórhalis nokkuð vand- meðfarið mál. Ekki er ótrúlegt, aö hjá aga- nefnd liggi kæra vegna Gunnars Gunnarssonar, leikmanns Vik- ings, en I siöasta leik slnum hlaut liaiin þriðju áminningu og fær þvl væntanlega lcikbann. Vikingur stcndur sem kunnugt er illa að vigi i i. dcildinni, og gæti það orö- ið slæmt fyrir liðið að missa Gunnar i næsta leik, sem er gegn Keflvikingum eftir eina viku. l samlali við t>orkel Þorkels- son, formann knspd. Krain, var l>jóöviljanum tjáð að liklegt væri að Ki'amarar lckju mcð Keykja- vikurúrvalinu gcgn Kaupmanna- hafnarbúum, en sem kunnugt er lctu einstakir lcikmenn hafa það eftir sér, að Frainarar sæju sér ckki fært að lcika i saina liði og Valsmcnn, þar eð þeir hcfðu kært Elmar fyrir litlar eða engar sakir. Vissulega ber að fagna þvi, ef Framarar brjóta odd að oflæti sinu og koma til móts við íslenska knattspyrnuunnendur með þvi aö skemma ekki lcik sem þcnnan með þvi að neita að leika með úr- valinu, þvi að eðlilega inundi liðið veikjast verulega, ef eitt Reykja- víkurliðanna félli úr. íþróttamannsleg framkoma? Vegna bréfs Péturs Óskarsson- ar, unglingadómara frá Norð- firði, sein birtist i Alþýöublaðinu 19. júli s.l. undir fyrirsögninni: „Hættulcgt fordæmi”, sé ég mig knúinn til þess að drepa hér á nokkur atriði viðkomandi þessum leik, sein var liður i tslandsmóti Sju deildar, og fór frain á Norð- firði þann 22. júni s.l. Er búið að blása þetta mál mjög upp, eink- um frá öðrum aðilanum. Máliö gengur út á það að reyna að knýja fram 'með offorsi, hluti, sem eiga sér mjög veikan málsiað. Skipun dómara á umræddan leik Þegar leikmenn Leiknis leggja af stað til leiks frá Fáskrúðsfirði, þá var ekki annað vitað, en að dómari yrði Óli Fossberg frá Eskifirði. Eftir þvi, sem ég bezt veit, þá raðar Óli Fossberg dómurum hér á Austfjörðum nið- ur á hina einstöku leiki. Er þvi ekki hægt að sniðganga hann i þessu leiðindamáli. En þegar til Noröfjarðar kemur, þá.er þar enginn Óli Fossberg landsdóm- ari, heldur Pétur.óskarsson, ung- lingadómari, sem dæmir fyrir Nor'öfjarðarliðið. Honum til trausts og halds voru 2 aðrir félagsbundnir Þróttarar, sem hann brúkaði sem linuverði. A Norðfj.rði er okkur tjáð, aö Óli Fossberg hefði þurft að hlaupa i skarðið fyrir einhvern dómara á Reyðarfirði og af þeim sökum ekki getað dæmt jiennan leik. Getur það hafa átt sér stað, að Pétur hafi átt aö dæma á Reyðar- firði, en óli hlaupið i það skarð'? Hvaö kallar maður slik vinnu- brögð? fíg tel það eitt af grund- vallaratriðum, að félagsbundinn dómari hafi alls ekki heimild til þess að dæma heimaleiki sins liðs, i þcssu tilfelli einn af þýðingarmeiri leikjum 3ju deild- ar. Er ekki hægt að vera sammála um það? Nú kann einhver að spyrja áf. hverju við lékum þá leikinn, og snerum ekki bara beint til Fáskrúösfjarðar aftur. Við hug- leiddum það svo sannarlega, en þau atriði, sem urðu þess vald- andi, að við gerðum það ekki voru þessi: 1. Ferð sem þessi er mjög kostnaðarsöm, þar sem leik- menn greiða þær að mestu sjálfir. 2. Erfitt getur reynzt að fá leik- menn lausa úr vinnu i fleiri en eina slika ferð. 3. Og siðast en ekki sizt — hvaða tryggingu hefðum við fyrir þvi, að unglingadómarinn frá Norð- firði dæmdi ekki lika næst, þeg- ar við kæmum. Við héldum i einfeldni okkar, að simtal við Óla Fossberg, daginn fyrir þennan leik, væri einhvers virði, þar sem hann staðfesti, að hann sjálfur ætti að dæma. Dómgæsla unglingadómarans bað hlýtur jú að þurfa sérstak- an .karakter’ lil þess að geta tek- ið að sér að dæma jafn þýðingar- mikinn heimaíeik sins liðs sem þennan. En þar sem unglinga- dómarinn er greinilega ekki með neitt brjósk i nefinu heldur full- harðnað bein, þá horfir málið öðruvisi við. En nú verður vikið að brott- rekstri Leiknisleikmannsins og aödragandanum: 1 leiknum send- ir einn leikmanna Þróttar knött- inn til markvarðar sins, en ekki tókst þó betur til en það, að knött- urinn fer yfir markvörðinn, og við það verður kapphlaup milli markvarðarins og Leiknisleik- mannsins, sem endar með sigri Leiknisleikmannsins, sem skorar mark. Hvað annað er hægt að dæma en mark? Jú, nú kom kunnátta og hlutleysi unglinga- dómarans i góðar þarfir. Blés hann i flautu sina af kunnáttu og festu og dæmdi umsvifalaust aukaspyrnu á leiknismanninn, og þar með markið af. ömurlegur dómur. A hvað var dæmt? Viö þennan dóm kom hlé á leikinn og menn ekki á eitt sáttir um dóminn. Urðu úrslit þau, sem frægt er orðið, að unglinga- dómarinn sýndi Leiknismannin- um rauða spjaldiö, sem leikmað- urinn reif. Ekki ætla ég mér að fegra þessa framkomu, en tel leikmanninn vera búinn að taka út sina refsingu. Þá segir i bréfi unglingadómarans, að það hafi tekið 5 minútur að koma leik- manninum af velli i stað 3ja min- útna, sem hann gaf honum. Hið rétta I þessu máli er það, að Leiknismenn voru alvarlega að hugsa um að ganga af leikvelli og hætta þessum skripaleik, þvi ekki voru þetta fyrstu „mistök” dómarans. En við það að eiga á hættu keppnisbann á liðið, þrauk- uðum við 10 áfram. Um þessa töf er unglingadómaranum fullkunn- ugt. Þá hótar unglingadómarinn i bréfi sinu, ýmist að senda inn dómaraskirteini sitt, eða senda aganefnd K.S.t. svo magnaðar skýrslur, eftir að hann hæfi störf að nýju, að engum blandaðist hugur um það, hver hefði völdin. Ekki treystí ég mér til þess að meta hvor kosturinn yrði farsælli, en segi einungis guð hjálpi aga- nefndinni. Verðug verkefrii eða hitt þó heldur. iþróttamannsleg framkoma Ekki hef ég lesið i dagblaði öllu dónalegri kveðjur sendar nafn- greindum mönnum en unglinga- dómarinn sendi þeim mönnum, sem starfa i aganefnd K.S.t.. Ég er nú svo ósvifinn að leyfa mér að benda á það, að hingað til hefur veriö borin virðing fyrir aga- nefnd K.S.t., en getur það ekki reynzt hættulegt fordæmi ef ung- lingadómari sem þessi reynist megnugur að setja aganefndinni stólinn fyrir dyrnar? Einnig tel ég það ekki heldur Iþróttamannslega framkomu unglingadómarans að skrifa - i dagblöö eftirfarandi: ...”og það sem meira var, að hann lét ekki sitja við oröin tóm, heldur hrinti hann dómaranum, þannig að hann féll við.”- Eöa treystir unglingadómarinn sér til þess að standa við þessi o. ð? Þá tel ég það heldur ekki Iþrótlamannslega framkomu að hvetja austfirzka dómara til þess að leggja inn skirteini sin og láta leikmenn sjálfa um dómgæzlu. Nei, þá vil ég vona að austfirzkir dómarar beri gæfu til þess að bregðast við þessari áskorun á svipaðan hátt og Norðfirðingar brugðust við kosningaframboði unglingadómarans i siðustu bæjarstjórnarkosningum. Lokaorð Að endingu vil ég benda enn- frekar á veikan málstað ung- lingadómarans, en það er, við eigum hérá Fáskrúðsfirði nokkra dómara meö svipuð réttindi og unglingadómarinn hefur, — meira að segja leikmanninn. sem hann rak út af. Ef við snerum nú dæminu við, létum til dæmis Þrótt frá Nes- kaupstað koma til Fáskrúösfjarö- ar, og létum jafnframt Leiknis- menn algerlega um dómgæzlu, Þá vakna eftirfarandi spurning- ar: 1. Mundu félagar úr Þrótti nokk- urn tima samþykkja slikt? 2. Gæti hugsazt að dómgæzlu- menn hefðu einhver áhrif á úr- slit leiksins? 3. Gæti verið, að aganefnd K.S.t. væri þessu andvig, einfaldlega af ótta um, aó verkefni hennar myndu e.t.v. stóraukast? Virðingarfyllst, Helgi Nútnason, þjálfari Leiknis. Umsjón: Gunnar Steinn Pálsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.