Þjóðviljinn - 01.08.1974, Side 10

Þjóðviljinn - 01.08.1974, Side 10
te SIDA — ÞJÖOVILJINN Fimmtudagur 1. ágúst 1974. Gamalt land Skáldsaga eftir J.B. Priestley kona sem ég hef á ævi minni séð. Judy Marston yggldi sig fram- an í hann og hnussaði fyrirlitlega. — Þú segir það, sagði hún. Hún bjó sig til að snúa sér frá honum, en bætti við i skyndi: — Og það mætti segja mér að þú fyndir hann föður þinn aldrei. Þú ættir að flýta þér aftur til Ástraliu. Og nú sneri hún sér endanlega frá honum. — Jæja, dr. Firmius — hvað um stórverkið þitt? Hún hafði afskrifað hann, og honum stóð nákvæmlega á sama — bættur sé skaðinn! Nú gat hann einbeitt athyglinni að greifynj- unni. Aftur var honum borinn drykkur, ekki vodka að þessu sinni, heldur einhvers konar vin. Fólk var að byrja á tinast burt, þetta fólk sem fer alltaf snemma, vill aldrei missa af neinu, en vill ekki heldur festa sig i neinu, fólk sem er einlægt með stundatöfluna á lofti. Og þeirri notalegu hugsun skaut upp i huga hans, að þessi töfrandi kona, þessi gullna dis, væri gestgjafinn i þessu boði og gæti ekki flúið burt úr þvi, hversu lengi sem það stæði. Fljótlega færu enn fleiri að tinast burt, en hann gæti verið kyrr áfram og á- fram og fyrr eða siðar hlyti hann að ná tali af henni. Yrði það erf- itt? Nú fyrst fór hann að lita á hitt fólkið i stofunni, færði sig út úr horninu til að virða það fyrir sér. Þarna voru nokkrir hárprúðir og hvæsandi unglingar, en allir karl- mennirnir sem hann kom auga á — hann taldi Chas ekki með,enda kom hann hvergi auga á hann — voru eldri en hann og ýmist feitir og sveittir og háværir, eða kviða- fullir og teknir i andliti. Þótt fá- einar stúlkur i Sydney hefðu sagt honum, að hann væri myndarleg- ur, hafði hann aldrei verið sér- lega hégómlegur, en nú gat hann ekki imyndað sér að hún gæti tek- ið nokkurn viðstaddan fram yfir hann, þegar hann hafði fengið tækifæri til að tala við hana og kynnast henni. Allar aðrar konur hefðu að sjálfsögðu misst ljómann i návist þessarar undraveru, enda virtust þær flestar miðaldra,og eina unga konan sem hann sá — að undan- skiiinni frekjudrósinni henni ung- frú Marston — var bústin dökk- hærð stúlka i bleikum kjól. Hún var í næstustofu, þar sem drykkir af ýmsu tagi og staðbetri fæða stóðu frammi á borðstofuborði, og Chas hafði tekið hana að sér. Hann deplaði auga til Toms til merkis um að hann skyldi hafa sig hægan og otaði þumalfingri upp á við — til merkis um að sú dökkhærða yrði bráðlega stödd á loftinu. Og Tom hélt sig i hæfi- legri fjarlægð og fór að úða i sig mat af borðinu, enda gerði hann ráð fyrir að dvöl sin þarna yrði löng. — Hæ, hrópaði kona við hliðina á honum. — Hittumst við ekki hjá Martin-Finch - hjónunum? Ertu ekki lika stórhrifinn af þeim? Hún var næstum eins hávaxin og hann, mögur, tannber, áköf og liklega vel við skál. — Ég er hræddur um ekki. — Er það satt? Ja, auðvitað er hún ekki alltaf jafnupplögð — enginn er fullkominn — og hann er stundum þreytandi. — Mér þykir það leitt — en ég þekki þau ekki. — Nú, hvar i ósköpunum var það þá? Almáttugur — minnið mitt! Svona — vertu nú vænn — segðu mér hvar það var. — Það var hvergi. Ég er ný- kominn frá Ástraliu. Má ég ekki rétta þér sneið af höm— — Þetta er ekki brandari, er það? Hann brosti til hennar, i ein- lægnþþvi að honum datt allt i einu i hug að hún kynni að geta sagt honum eitthvað um Helgu greif- ynju. Og umhugsunin ein fegraði þessa leiðinlegu stofu, þessa leið- inlegu konu. —Nei, auðvitað ekki. Þetta er úrvals höm — krydduð á dálitið sérstakan hátt. — Jæja þá, smásneið. Og ögn af salati. Og svo bætti hún við: — Ó, hvað þú ert indæll, rétt eins og hann hefði ekið hundrað kfló- metra leið til að færa henni höm og salat. Jæja, hún varð að vinna fyrir þvi. — Er greifynjan vinkona þin? Hann reyndi að virðast svo kæru- leysislegur að hann minnti mest á hálfbjána. — Nei, mikil ósköp. Ég hef auð- vitað hitt hana hér og þar. Hún er ein af þeim sem maður kemst ekki hjá þvi að hitta. Guð má vita hvaðhún gerir,hvað hún er með á prjónunum. Góði minn, þú ert að detta i það, er það ekki? Sumir gera þáð, ég veit það. Flestir sleppa. Ég tel ekki þessa dular- fullu útlendinga sem hún er alltaf með. Það er bara bissness. Þeir eru ailir á höttunum eftir pening- um. Ekki þó minum, ég á enga. Chas og bústna, bleikklædda stúlkan fóru fram i hina stofuna, og voru bersýnilega á Ieiðinni á loftið. Tom var nú búinn að fá andúð á tannberu konunni, en vissi samt ekki hvað nú var til ráða. Ef hann yrði kyrr þar sem hann var, þá gæti verið að Helga kæmi inn til að lita á matföngin og þá var hugsanlegt að hann gæti vakið athygli hennar. Ef hann færi fram i hina stofuna, þar sem hún trónaði i öllum sinum dýrlega yndisleik, þá kynni hann að drukkna ihirðinni kringum hana. Hvað átti hann að gera? Hann var ekki ráðvilltur maður að jafnaði, en nú var eins og hann hefði orðið fyrir einhvers konar viljalömun, sem átti reyndar eftir að ein- kenna öll samskipti hans við Helgu seinna meir. Loks tók konan eftir áhugaleysi hans, hætti að blaðra og sagðist vera á förum. Tom þraukaði enn eftir að hún fór, reyndi að koma niður dularfullu salati, sem ef- laust var vinsælt i Lithauen. En meðan hann stóð þarna og bölvaði sjálfum sér fyrir aulaskapinn, kom Helga inn og var bersýnilega laus við hirðina. Og ekki nóg með það, heldur gekk hún beint til hans. Hann hafði gert sér óliósa von um þetta, á sama hátt og hægt er að vonast eftir krafta- verki, en viljinn hafði ekki verið með i ráðum, þvi að hann var allsendis viljalaus. Eins og hann gerði sér ljóst seinna, þá var Helga utan marka viljans. Hún sagði fyrst, að hún vissi að hann væri frændi Chas, kominn alla leið frá Ástraliu eftir öll þessi ár til að leita að föður sinum. Hún sagði lika, þegar hann hafði stamað éinhverju upp, að hann yrði að koma og hitta vini hennar og seinna meir, þegar hún væri ekki svona önnum kafin við gestina, gætu þau kannski spjall- að dálitið saman ef hann vildi. Löngu seinna, þegar hann var kominn heim i svefnherbergið sitt en I alltof miklu uppnámi til að sofa, uppgötvaði hann að það var ekki nóg með að hann myndi ekki hvernig hún leit út, heldur gat hann með engu móti munað ná- kvæmlega hvað hún hafði sagt, aðeins inntakið i stórum dráttum. Hann vissi að rödd hennar var fljótmælt og lágvær og útlend- ingsleg á dasamlega töfrandi hátt, en annað vissi hann ekki með vissu. Og þegar hann reyndi að muna hvernig hún hefði komið fram og hvað hún hefði sagt, var alveg eins og hann væri að reyná að rifja upp draum. Hann sá fyrir sér einhverja veru i gullnu mistri, geislandi töfraveru, fjötra léttari en loftið en sterkari en stálkeðjur. Hann hafði alltaf verið þeirrar skoðunar að skáldin færu með ýkjur þegar þau ortu um svona goðumbornar verur, en meðan hann sat i svefnherbergi sinu og burðaðist við að hátta, vissi hann að svo var ekki. Hann vissi lika, að þegar hann hafði boðið henni i hádegisverð og hún reyndist vant við látin, hafði hann sárbænt hana að snæða með sér kvöldverö ann- að kvöld/)g eftir hik og umhugsun hafði hún nefnt veitingahúsið — klukkan hálfniu. Og nú sá hann fram á að vandamálið mikla yrði að láta timann liða, moka stund- unum upp i sorpeyðingarofninn þar sem þær áttu heima, uns eld- flaugarnar þutu á loft til að til- kynna að lifið hæfist á ný, um hálfniuleytið annað kvöld. NtUNDl KAFLI Hann hafði ekki verið vakandi nema tiu minútur næsta morgun, þegar hann vissi hvað hann yrði að gera hið bráðasta. Hann var ekki beinlinis að gefa upp á bátinn leitina að föður sinum, jafnvel þótt hún virtist dálitið fjarstæðu- kennd i þessu Helgu-andrúms- lofti, en hann gerði sér ljóst, að eina skynsamlega leiðin var að ráöa Crike, sérfræðinginn, snill- inginn. Og strax eftir morgunverð hringdi hann i simanúmerið á spjaldinu sem Crike hafði fengið honum, en fékk þær upplýsingar aö Crike væri ekki við, en kæmi ef til vill seinna, um hádegisbilið eða svo. Hann skrifaði fáein bréf, full af engu, vegna þess að hann 1 minntist aldrei á Helgu og eyddi klukkustund i tilgangslaust dútl. Veðrið var enn fallegt, en enginn hiti lengur i lofti; það var eins og golan kæmi beina leið frá Græn- landi. Flest af þvi fólki sem hann sá, sýndist óánægt eins og það væri lika að drepa timann en það gengi ekki nógu fljótt. Hann var kominn til baka rétt fyrir hádegi, en Crike hringdi ekki til hans fyrr en um hálfeitt. Crike sagðist geta verið kominn á hótelið til hans eftir stundarfjórð- ung, bauð sér næstum sjálfur i hádegisverð. Hann kom stundvis- lega og Tom bauð honum að borða. Þegar Crike var kominn úr biskupsbúningnum og klæddist gömlum og dálitið snjáðum föt- um, minnti hann einna helst á ó- heppinn úrfararstjóra eða skuggalegan lögmann, augað var lokaðra og vatnsmeira en nokkru sinni fyrr og Tom var ekki bein- linis heillaður af honum. Hann drakk tvo væna ginsjússa, bað siðan um allt hið dýrasta á mat- seðlinum og hámaði það i sig eins og hann hefði ekki fengið ærlegan matarbita siðan á laugardags- kvöld. — Hugsaðu ekki um mig, sagði hann við Tom. — Ég skal játa það að ég er mikið fyrir mat. Ég get verið án hans ef ég má til — og stundum verð ég að láta mér lynda nokkrar samlokur, ef ég er að eltast við eitthvað sérstakt — en þegar mér býðst góður og heil- næmur matur, þá panta ég hann og nýt hans, herra Adamson. Alls ekki svo afleit nautasteik þetta, alls ekki. Reyndar hef ég ein- hvers staðar rekist áður á yfir- þjóninn hérna. Og hann veit það. Og hann veit að ég veit að hann veit það — ef þú skilur hvað ég á við. — Það geri ég, Crike. En við skulum snúa okkur að viðskiptun- um. Hver er taxtinn hjá þér? 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00, 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morg- unstund barnanna kl. 8.45: Rannveig Löve heldur á- fram að lesa þýðingu sina á sögunni „Fyrirgefðu manni, geturðu visað mér veginn út i náttúruna?” eft- ir Benny Anderson (2). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45, létt lög milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Sigurð Stefánsson skip- stjóra frá Eskifirði, fyrri hluti. Morgunpopp kl. 10.40. Hljómplötusafnið kl. 11.00 (endurtekinn þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissalan: „Katrin Tómasdóttir” eftir Rósu i Þorsteinsdóttur. Höfundur les fyrsta lestur óbirtrar sögu sinnar. 15.00 Miðdegistónleikar. Ye- hudi Menuhin, Gaspar Cassado og Louis Kentner leika Trió i a-moll eftir Ravel. Yara Bernadette leikur Prelúdiur op. 32 fyrir píanó eftir Rakhmaninoff. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.30 1 leit að vissum sann- leika.Dr. Gunnlaugur Þórð- arson flytur ferðaþætti (3). 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.40 A fimmtudagskvöldi. Vilmundur Gylfason sér um þáttinn. 20.20 Gestur i útvarpssal. Er- ling Blöndal Bengtson og Sinfóniuhljómsveit Islands leika Sellókonsert eftir Dmitri Kabalevsky? Je- an-Pierre Jacquillat stjórn- ar. 20.40 Þættir úr „íslands- klukkunni” eftir Halldór Laxness. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leikendur: Þor- steinn ö. Stephensen, Her- dis Þorvaldsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Valur Gislason, Haraldur Björnsson, Baldvin Hall- dórsson, Anna Guðmunds- dóttir, Regina Þórðardóttir, Ævar R. Kvaran, Valdimar Helgason o.fl. 22.00 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sólnætur” eftir Sillan- p3S. Andrés Kristjánsson islenskaði. Baldur Pálma- son les (3). 22.35 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur I umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. índversk undraveröld. Mikið úrval af sérkennilegum, handunnum munum til tækifærisgjafa, m ,a. Bali-styttur, veggteppi, gólf-öskubakkar, vegg- og horn- hillur, rúmteppi og púðaver, bahk- og ind- versk bómullarefni, Thai- og hrásilki, lampa- fætur, gólfvasar, slæður, töskur, trommur, tekk-gafflar og -skeíðar i öllum stærðum, skálar, öskubakkar, kertastjakar, borðbjöll- ur, vasar, könnur og margt fleira nýtt. Einnig reykelsi og reykelsisker. Mikið úrval af mussum. Jasmin Laugavegi 133 (við Hlemmtorg). Í»í3» WfHliÍíMí Ófrúlega lágt verá j-CY'X ' vn ^Bcuíum SLIS8S Einstök gaedi MET EINKAUMBOÐ: TÉKKNESKA BIFREIDAUMBOÐID Á ÍSLANDI SOLUSTADIR: BARUM BREGST EKK/ Hjolbaröaverkstæöiö Nýbaröi, Garöahreppi, sími 50606. Skodabúðiri/ Kopavogi, simi 42606. Skodaverkstæöiö á Akureyri h.f.#simi 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstööum, simi 1158. Bókbaldsaðstod meó tékkafærslum (4búnaðarbankinn \Q/ REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.