Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 24. desember 1974. ÞJ6ÐVILJINN — StÐA 9 Skúli á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána Þetta er leiðinlegur tími en samanlagt á þeim ellefu öld- um, sem liðnar eru, frá þvi að menn fóru að tala i þessu landi. En þó mun þetta ár fyrst og fremst verða frægt af endemum. Það var á þvi ári, sem ráðamenn þjóðarinnar gáfu henni svo sem eins og i afmælisgjöf nýjan sátt- mála hljóðandi upp á ævarandi hersetu i landi hennar. Gamli sáttmáli 1262. Nýi sátt- máli 1974. Ég held, að það hafi verið þetta sem vakti fyrir stúdentunum, með sinum einkunnarorðum. En þetta tókst ekki eins vel og við hefðum kosið. Það voru að visu glampar i dagskránni, en svo var annað, sem missti marks og sumt var hreinasta bull. Mér er nær að halda, að þeir fé- lagar Marx og Lenin hafi eitthvað ruglað þá i riminu. En Þorsteinn frá Hamri bjarg- aði þvi sem bjargað varð. Ég held að hann hafi sagt flest það, i fáum en hnitmiðuðum orðum, er dag- skrárgerðarmennirnir vildu sagt hafa. Skamma stund verður hönd höggi fegin Þegar þessar linur hafa komist á prent, verður ef til vill komið nýtt útvarpsráð, þar sem tals- maður Nató á þessu landi trónar sennilega i forsæti. Ég kenndi i brjósti um blessað- an menntamálaráðherrann þegar hann var að verja hina nýju ráðs- ályktun. varðandi nýskipan þessa ráðs. En mér er spurn: Eru þessir blessuðu stjórnarherrar að leika af sér. Það þarf ekki annað, en að Framsókn rjúfi stjórnarsam- starfið, og setji upp vinstra bros og vinstri flokkarnir komist til valda á ný, og þá verður auðvitað að kjósa nýtt útvarpsráð, og þá hefði ihaldið ekkert annað en skaðann og skömmina úr krafs- inu. Bellibrögð og klókindi koma þeim stundum i koll, er beita þeim og sannast þá hið forn- kveðna, að skamma stund verður hönd höggi fegin. Eins gróði er annars tap Jólin nálgast, þessi mikla hátið allra Mammonsdýrkenda. Allir, sem eiga þess nokkurn kost, reyna að græða á fæðingarhátiö frelsarans. Svo eru aðrir, sem tapa á þessari blessuðu hátið, þvi eins dauði er annars lif og eins gróði er annars tap. Um þetta vitnar auglýsingaæð- ið i útvarpinu, sem aldrei hefir verið meira en nú, þrátt fyrir kreppu og gjaldeyrisskort. Nú eru ef til vill siðustu forvöð fyrir þá sem hafa eitthvað að selja að reyna að pranga þvi út meðan einhver von er til þess, að einhver hafi eitthvað að kaupa fyrir. Þetta er leiðinlegur timi fyrir hinn almenna útvarpshlustanda. En útvarpið græðir og safnar sennilega i sjóð eigi litinn handa hinu nýja útvarpsráði að ráðskast með. Og útvarpið sjálft auglýsir sem fyrr að það taki á móti jólakveðj- um til flutnings. Enn sem fyrr leggur það blátt bann við þvi að sendendur kveðjanna auglýsi skáldgáfu sina, með þvi að ávarpa vini sina i bundnu máli. Þá vaknar sú spurning, hvað sé bundið mál. Nær bannið aðeins til stuðla og höfuðstaða. Mætti t.d. Matthias Jóhannesson gleðja vini sina með litlu snotru órimuðu jólaljóði. Ef hann mætti það nú ekki. hvernig fara þeir, sem rit- skoða kveðjurnar, að þekkja slikt ljóð frá venjulegum jólakveðjum, óskáldlegra múgamanna. Af öllu leiðinlegu, sem við bú- umst við, að yfir okkur dynji á komandi hátiðum, kviðum við þó mest fyrir að hlusta á forsætis- ráðherrann, Geir Hallgrimsson, flytja sinn nýjársboðskap. Ekki þó mjög fyrir þá sök, að sá boð- skapur hlýtur að verða dapurleg- ur, heldur miklu fremur vegna hins, að við búumst við að hann verði leiðinlegur úr hófi fram. Við eigum þá ósk besta, þessum ráðherra til handa að andi for- vera hans, Bjarna Benediktsson- ar, tæki sér bústað i likama hans og legði honum orð á tungu, með- an hann flytti sinn nýjársboð- skap. 7. til 13. des. 1974. Skúli Guðjónsson Jörðin hefur elst um miljónir ára Vetrardagskrá? Já, hún er svo sem komin i gang og kennir þar margra grasa og fleiri en svo, að maður hafi þau i höfðinu i einni andrá. Hún er reyndar kynnt á laugar- dögum. Enn sem komið er hef: ég litið fylgst með þeim kynningum. En það litla, sem ég hefi heyrt hefir mér ekki fundist neitt sér- staklega eftirminnilegt og svo er sjónvarpsdagskránni fléttað þar inn i. Raunar er kynnandanum nokkur vandi á höndum. Hann verður að vinsa þá þætti úr, sem honum finnst álitlegastír til kynn- ingar, en slikt getur alltaf orkað tvimælis. En i annan stað finnst mér, sem litlum hljómlistarunn- anda, að hljómlist skipi óþarflega fyrirferðarmikinn sess i þessari kynningu, borið saman við hið talaðá orð. Það sem verra er: töl- uðu orði og hljómlist er of mikið blandað saman. Færi betur á þvi, að þessu tvennu, hljómlist og töl- uðu orði væri haldið algerlega að- skildu. Sauðir og hafrar Einn hinna nýju vetrarþátta er kenndur við bókmenntir. Þeim manni er annast þátt þennan, er mikill vandi á hönfum, að skilja sauðina frá höfrunum, að kynna þá höfunda sem upp úr standa og gnæfa yfir hina smærri spámenn i riki bókmenntanna. Þá hefi ég veitt þvi athygli, að dagskrárstjórn stofnunarinnar, kann nokkuð fyrir sér i þeirri iþrótt, að skilja sauðina frá höfr- unum. Sauðirnir, það er hinir stærri spámenn, fá að kynna verk sin i sjálfri kvölddagskránni, en hafr- arnir hinir minni spámenn, verð aö gera sér að góðu, að fá inni i þættinum ,,A bókamarkaðinum", auk þess, sem þeim er stundum skotið inn á kvöldvökur. Hógværð og vanþekking Aður en lengra er haldið, lang- ar mig til að minnast með nokkr- um oröum á erindi það um dag og veg, er Jónas Guðmundsson, stýrimaður, rithöfundur og list- málari flutti nokkru eftir vetur- nætur. Jónas þessi er mjög orðhagur maður og svo ismeygilega hóg- vær i málflutningi sinum, að manni fljúga ósjálfrátt i hug orð ritningarinnar: Sælir eru hóg- værir, þvi þeir munu landið erfa. En þar stendur einmitt hnifur- inn i kúnni. Þrátt fyrir hógværð sina, eða er það ef til vill vegna hennar, á Jón- as ekkert land og sér ekki fram á að hann muni erfa nokkurt land. Það taldist þvi til hreinnar und- antekningar, þegar Guðjón gamli á Eyri sá aumur á honum og bauð honum að renna i hvaða á sem hann vildi i sinni landareign. I stuttu máli sagt: Fram undan gæru hógværðarinnar og pislar- vættisins gægðist svo mikil ill- kvittni i garð landbúnaðarins, að undrum sætir. Reyndar skulum við strax draga svolitið i land og reyna að trúa þvi, að hér sé van- þekkingunni einni um að kenna. Jónas virðist ekki gera sér. grein fyrir þvi, að landið er bónd- anum annað og meira en augna- yndi. Landið er fyrst og fremst framleiðslutæki, nákvæmlega á sama hátt og báturinn er fram- leiðslutæki sjómannsins og ritvél- in og pensillinn er framleiðslu- tæki Jónasar, þegar hann vinnur með andanum og reynir að skapa listaverk. Bóndinn getur þvi sagt með góðri samvisku og fullum rétti: Þetta er mitt land, um það land sem hann nytjar, á sama hátt og Jónas getur með fullum rétti sagt: Þetta er min ritvél, þetta er minn pensill. Nú má auðvitað um það deila, hvort framleiðslutæki eigi að vera i eigu einstaklinga, eða i al- menningseign. En meðan framleiðslutæki eru yfirleitt eignuð einstaklingum, jafnvel þótt eignarrétturinn sé ekki annað en nafnið, er naumast stætt á þvi, að taka einn flokk þeirra undan og gera að almenn- ingseign. Enn er ekki orðið svo þröngbýlt i þessu landi, að sveitamenn og bæjarbúar þurfi að elda grátt silf- ur út af landþrengslum. Þankar Jónasar þessa geta þó aldrei orðið nothæfur umræðu- grundvöllur, þegar sest verður að samningsborði um bætta sambúð hinna tveggja óliku þjóðfélags- hópa. Hver á aö borga fyrir hvern? Það var nefnilega meira blóð i kúnni. Ekki nóg með það, að Jónas og aðrir þéttbýlismenn, gætu hvergi stigið niður fótum sinum á lands- byggðinni sökum meinbægni bænda, heldur verða þeir i þokka- bót að borga þessum sömu bænd- um stórar fjárhæðir til þess að halda i þeim liftórunni. Meðal annars verða þeir að snara út miljarðinum, sem þjóðin var látin gefa landinu i afmælis- gjöf. Siðan verður þessi sami mil- jaður uppétinn af sauðkindum bændanna. Þar við bætist svo nið- urgreiðslur og útflutningsupp- bætur, auk margs annars, sem landleysingjarnir verða að borga fyrir hina, sem landið eiga. Von er að manninum blöskri. En við spyrjum bara i okkar ein- feldni: Hver borgar fyrir hvern? i Sú gáta er ef til vill torráðnari, Sælir eru hógværir: Jónas Guðmundsson. En Þorsteinn frá Hamri bjargaði þvi sem bjargaö varð. Af öllu ieiðinlegu, sem við búumst við að yfir okkur dynji á komandi hátiðum, kviðum við þó mest fyr- iraöhlusta á forsætisráðherrann, Geir Hallgrimsson. en Jónas Guðmundsson virðist halda. Þeir Marx og Lenin „Ekki munu allir þeir, sem til min hrópa herra herra, innganga i guðsriki”, sagði Kristur. Og ekki munu allir þeir, sem vitna i Marx og vegsama Lenin verða til þess að leiða lýðinn út úr þrældóms- húsi auðvaldsins, heldur aðeins þeir, sem tala það mál, sem lýð- urinn skilur og láta ógert, að húð- strýkja alsaklaust fólk, með tor- ræðum tilvitnunum i þessa heið- ursmenn Marx og Lenin. Við gerðum okkur miklar vonir um fyrsta desemberhátið stúd- entanna. Kjörorð dagsins „Þjóð- sagan og veruleikinn” gaf slikum vonum byr undir vængi. Þjóðhátiðarárið mikla, 1974, mun verða lengi i minnum haft, meðal annars sökum þess, að á þvi ári hafa sennilega verið töluð fleiri innantóm orð og marklaus KIEV (APN) Visindamenn urðu furðu lostnir yfir frétt, sem barst nýlega: Suðurheimsskauts- landiö er ekki yngst meginland- anna, eins og hingað til hefur ver- iö talið, heldur er það elst, þótt furðulegt megi virðast. Að þess- ari niðurstöðu hafa menn komist við jarðefna- og jarðeðlisfræði- stofnun visindaakademiu Úkra- inu. I jós hefur komið, að sjötta heimsálfa jarðarinnar er hvorki meira né minna en 4 milljarða ára gömul. önnur meginlönd hafa myndast nokkru siðar en hið syösta. Það er „atómklukkunni”, jarð- fræðilegum isótóparannsóknum, að þakka, að hægt er að ákvarða aldur meginlandanna. Hún gerir það kleift að ákvarða af ná- kvæmni aldur jarðlaga, þannig að ekki þarf lengur að styðjast við afstæða timaákvörðun eina sam- an. Hin geislavirku efni, sem eru i jarðlögunum, svo sem úran, klofna eftir föstum lögmálum. Massi þeirra hjaönar eftir stærð- fræðilegum lögmálum á ákveðn- um timabilum og i ákveðnu magni. Með þvi að nota sem nákvæm- astar aðferðir, hafa þessir úkra- Insku visindamenn getað mælt, hve mikið úran er eftir af hinu upprunalega magni, og hve mikið hefur breyst i önnur efni, og siðan reiknað út. hve langan tima það hafi tekið. Sýni til rannsóknar hafa verið tekin i Enderbyslandi á Suðurheimsskautinu, sem er i grennd við sovésku rannsóknar- stöðina Molodjozjnaja. Fram að þessu hafa jarðlög I austustu hlutum Sovétrikjanna og á Grænlandi verið talin elst i heimi, en aldur þeirra er 3.9 milljarðar ára. Njörður P. Njarðvík: Mannssonurinn Ásjóna mannssonarins árið 1974 ber engan dýrðarljóma Geislabaugurinn um höfuð hans er eldskin napalmsins Augun loga af angist endalausra þjáninga og óréttlætis Hann láti ásjónu sina lýsa yfir þig i átveislu kauphátiðarinnar og gefi þér engan frið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.