Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJQÐVILJINN Þriftjudagur 24. desember 1974. Nokkrir almannavarnanefndarmenn á Neskaupstaö á fundi. (Ljósm. GSP) Gífurleg oliumengun á Norðfirði: Lífríki fj ar ðarins í hættu Þeir sem flúðu hús sín komnir heim Almannavarnanefnd Neskaupstaðar stjórnar aðgerðum — en almannavarnanefnd rikisins er miðstöð til að samræma aðgerðir — Astandið eftir vonum 1 annað sinn á tiltölulega stutt- um tlma hefur reynt á kerfi al- mannavarna, og verður ekki ann- að sagt en að það hafi sannað gildi sitt. Við ræddum stuttlega við Guðjón Petersen fulltrúa hjá al- mannavarnanefnd rikisins um þátt aimannavarna f björgunar- aðgerðum á Neskaupstað. Guðjón sagði: — Ég vil taka það skýrt fram, að það er almannavarnanefndin á Neskaupstað sem hefur alla yfir- stjórn með björgunaraðgerðum þar og ber ábyrgð á þvi sem gert er. Við hér hjá rikisnefndinni er- um stjórnunarmiðstöð til aðstoð- ar og samræmingar á aðgerðum. Okkur barst tilkynning um slysið á Neskaupstað frá Böðvari Bragasyni bæjarfógeta kl. 15.12 á föstudag. Við byrjuðum á þvi að spyrjast fyrir um ástandið og hvaða aðstoðar væri þörf. Það fyrsta, sem beðið var um, voku gasgrimur og reykköfunartæfti vegna amoniaksmengunar senv oröið hafði i frystihúsinu. Við út- veguðum þessi tæki og átti að senda þau með flugvél um leið og fært yrði. Þá var almannavarnaráð kall- að saman, og einnig var flokkur hjálparliða, alls 27 menn, sem alltaf eru til taks, kallaður út. Þar næst var flugvél landhelgisgæsl- unnar gerð ferðbúin. Næst var svo beðið eftir nánari skýringum á ástandinu frá Neskaupstað. Kl. 16 á föstudag kom svo nánari skýring á þvi sem þarna gerðist. Þegar vitneskja um atburðina lá fyrir og menngátugert.sérgrein fyrir hvers væri frekast þörf, höfðum við samband við Eim- skipafélag Islands og báðum um aðstoð skipa þess sem voru fyrir austan. Það sem flytja þurfti með skipunum írafossi, sem var á Neskaupstað og Lagarfossi, sem var á Fáskrúðsfirði, voru mokst- ursvélar og tæki til raflýsingar, auk mannafla frá næstu fjörðum til hjálparstarfsins. Þetta var svo gert. írafoss fór til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar þar sem hann tók þessi tæki og mannskap til hjálparstarfsins. Þá var leiðin milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar rudd og haldið op- inni til flutnings á hjálpartækjum. Okkur barst boð um aðstoð frá Magnúsi Magnússyni bæjarstjóra i Vestmannaeyjum, sem bauð fram vélar og mannskap, og einn- ig kom boð um aðstoð frá Akur- eyri. En ekki var þörf á þessari aðstoð þar sem bæði mannskapur og tæki fengust frá nærliggjandi ^byggðarlögum. Þá kom i ljós að aprefni vantaði fyrir sjúkrahúsið áYieskaupstað og sérstök hlust- un'artæki til leitar að fólki sem grafist hefur i snjó. Við útveguð- um allt sem beðið var um og ætl- uðum að fljúga með þetta austur en það var ekki hægt vegna veð- urs. Súrefnið fékkst svo frá varð- skipi sem kom til Neskaupstaðar. Það var ekki fyrr en á laugar- dag að hægt var að fljúga yfir Neskaupstað og þá var varpað niður rafhlöðum sem óskaðhafði verið eftir, annað var flutt til Egilsstaða og þaðan til Neskaup- staðar. A laugardag var einnig tekin ákvörðun um að banna allt flug yfir Norðfjörð vegna hættu á frekari snjóflóðum. Þvi banni var svo aflétt á sunnudaginn eftir að kannað hafði verið hvort hætta væri á frekari snjóflóðum, sem reyndist ekki vera. Þannig var þvi allt sem óskað var eftir útvegað af ráðinu hér og allt gert sem unnt var til að koma þvi til Neskaupstaðar. Aðstoð bauðst frá mörgum stöðum, m.a. frá Seyðisfirði, en hún var af- þökkuð vegna hættu á snjóflóðum þar. Okkur þótti ekki fært að rýja Seyðisfjörð af tækjum ef flóð félli þar og gripa þyrfti til þeirra. Þá hringdi skipstjórinn á togaranum Hvalbak. Hann og skipshöfn hans var komin i fri, en skipið lá mann- laust á Reyðarfirði. Skipstjórinn gaf upp nafn á manni á Egilsstöð- um sem kunni að fara með skipið og benti okkur á að tala við hann og fá hann til að smala saman mannskap á skipið og siðan mættum við nota það eftir þörf- um. Til þess kom þó ekki, þess gerðist ekki þörf. Að lokum vil ég taka fram, að almannavarnanefndin á Nes- kaupstað hefur staðið sig með mikilli prýði og sýnt bæði fádæma dugnað og hæfileika við skipu- lagningu björgunarstarfsins, þrátt fyrir það að engin skipulögð áætlun er til fyrir hana til að starfa eftir i neyðartilfellum. —S.dór „Gifurleg olfumengun er hér um allan sjó, þar eð um 600 lestir af svartoliu fóru úr geymi ofan bræðslunnar, þar af verulegur hluti I sjó fram. Annað blandaðist snjó og er enn að siga i sjó fram”. Ofanskráð er úr fréttatilkynn- ingu frá almannavarnanefnd Neskaupstaðar, en þar segir enn- fremur: „1 svartoliugeyminum munu vera eftir um 300 lestir sem farið geta sömu leið. Afleiðing- arnar fyrir lifriki i Norðfirði og grennd eru ólýsanlegar. Aðgerðir opinberra aðila til að hindra þessa oliumengun hafa verið gjörsamlega gagnslausar og handahófskenndar, en almanná- varnanefndin i Neskaupstað snéri sér þegar eftir snjóflóðin til al- mannavarnaráðs rikisins með þennan þátt og tók það málið i sinar hendur...’” Flotgirðing á leiðinni Þjóðviljinn sneri sér til Hjálm- ars R. Bárðarsonar, siglinga- málastjóra rikisins,og bar undir hann þessa orðsendingu norðfirð- inganna. Hjálmar sagði að nú,þ.e. á Þorláksmessu, væri verið að senda flotgirðingu frá Reykjavik- urhöfn, oliufélögunum og Sigl- ingamálastofnun austur á Nes- kaupstað, og með henni færu fimm menn, sem kynnu að með- höndla hana. Einnig myndu þrir eða fjórir menn til viðbótar, starfsmenn BP, aðstoða við notk- un hennar. ,,Ég hef rætt við Böðvar Bjarnason, formann almanna- varnanefndarinnar i Neskaup- stað, og Loga Kristjánsson bæjar- stjóra um þessi mál, og hef beðið um að mennirnir héðan fengju bát, moksturstæki og vörubila við að hreinsa upp svartoliuna.” Svartolía er mjög þykk og þung, ekki er hægt að dæla henni nema hún sé hituð fyrst. Al- mannavarnaráð mun hafa sent tvo litla hitara austur til að hita oliuna, dæla þvi úr geyminum ónýta, sem þar er eftir og hreinsa upp oliupolla sem myndast hafa. Þessir hitarar munu litið gagn hafa gert. Olian hleypur i kekki, þegar hún kólnar, og mun eina ráðið að reyna að ná henni sam- an, draga hana i hauga og grafa hana „Fjölskyldur fluttar heim á ný" 1 fréttatilkynningunni frá al- mannavarnanefndinni á Nes- kaupstað segir einnig svo: „Að- staða fólks er nú komin i það horf sem verið getur eftir atburði sið- ustu daga. Fjölskyldur, sem fluttu að heiman af öryggisástæð- um úr húsum i hluta bæjarins, eru fluttar heim á ný og rafmagn er komið i öll hverfi i bænum. Hvergi er vatnslaust i húsum, en ástæða er til að hvetja til sparn- aðar, þar eð snjóflóð féll yfir safnbrunn vatnsveitunnar. Tveggja manna er enn saknað, og leita sveitir sjálfboðaliða á ytra flóðasvæðinu. Kafarar leita I sjó framundan. Þannig hefur leitar- flokkur frá Eskifirði verið að störfum I alla nótt... Veður hefur veriðhið ákjósanlegasta til björg- unarstarfa, stillt og heiðrikja, en talsvert frost. Stanslaust er unnið að björgun verðmæta úr frysti- húsinu og hafa sveitir heima- manna unnið að útskipun á fiski i Selfoss ... Jafnframt er unnið að þvi að bjarga mjöli frá skemmd- um úr rústum mjölskemmu sild- arvinnslunnar. Mikið starf er sið- an framundan við hreinsun frá vélum i frystihúsi og i rústum bræðslunnar. Þó er fyrirhugað að hlé verði gert á þeim þáttum sið- degis á aðfangadag og jóladag... Samgöngur sæmilegar Samgöngur við Neskaupstað eru i sæmilegu horfi þessa stund- ina. Almannavarnanefnd hefur varðskip til aðstoðar, svo og þyrlu á Egilsstöðum. Snjóbill er i förum yfir Oddsskarð. Stefnt er að þvi að ryðja flugvöllinn i Norðfirði þannig að hann verði opinn annan jóladag og framvegis eftir þvi sem veöur leyfir. 1 undirbúningi er að flytja stjórnstöð almanna- varna úr simstöðinni i skrifstofu- húsnæði sildarvinnslunnar að Egilsbraut 8, og tekur hún þar til starfa á miðnætti i nótt og verður þar framvegis. Simar verða 7660, 7661 og 7662. Þaðan er loftskeyta- samband. Yfir hátiðardagana verður neyðarvakt allan sólar- hringinn i loftskeytastöðinni i sima 7200... Almannavarnanefndin heldur fundi daglega og mun gefa út til- kynningar og ábendingar til fólks eftir þvi sem ástæða þykir til. Nefndin mælist til við forráða- menn barna, að þeir sjái til þess að börn verði ekki á ferli á flóða- svæðunum og i rústum mann- virkja. Hótelið á Egilsbúð verður opið jóladagana. Nefndin treystir á áframhaldandi gott samstarf við bæjarbúa og þakkar þeim og fjölda aðkomumanna, sem lagt hafa fram ómetanlega aðstoð við björgunarstarf, svo og öðrum sem boðið hafa fram aðstoð.” —GG FJÁRSÓFNUN til styrktar norðfirdingum Norðfirðingafélagið, Hjálparstofnun kirkj- unnar og Rauði krossinn hafa bundist samtök- um um að standa fyrir fjársöfnun til styrktar þeim sem um sárt eiga að binda, vegna náttúruhamfaranna á Neskaupsstað. Fjárframlögum er veitt móttaka á giró- reikningum Hjálparstofnunarinnar og Rauða krossins i öllum bönkum og sparisjóðum og á ávisanareikning nr. 11969 i Samvinnubankan- um i Reykjavik, svo og á afgreiðslum Þjóðvilj- ans, Morgunblaðsins, Timans og Visis. Nokkrir meðlimir Norðfirðingafélagsins taka einnig við fjárframlögum, en þeir eru: Rúnar Björnsson, Hagamel 34, ívar Hannes- son, Otrateig 48, Eyþór Einarsson, Bólstaða- hlíð 66, Margrét Sigurjónsdóttir, Tómasarhaga 14 Alda Þórarinsdóttir Hraunbæ 88, Þórður Flosason Kópavogsbraut 87, Kópav. og Rik- harður Magnússon Kelduhvammi 4, Hafnar- firði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.