Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 24. desember 1974. þJÓÐVILJINN — StÐA 15 gott og skraut, þannig að þeim fullorðnu býðst að hvila sálina við tónlist. Sýnd verþur upptaka sjón- varpsins frá setningarathöfn Listahátiðar i vor. Sinfóniuhljóm- sveit íslands leikur Passacagliu eftir Pál Isólfsson, Páll P. Páls- son stjórnar og kór Félags isl. einsöngvara flytur Island eftir Sigfús Einarsson, Garðar Cortes stjórnar. Svo kemur biskupinn, Sigur- björn Einarsson og predikar, Kirkjukór og drengjakór Akraness syngja, organleikari og söngstjóri er hinn nýi söngmála- stjóri þjóökirkjunnar, Haukur Guðlaugsson. Dagskránni lýkur svo meö endurtekningu á mynd um gömul guðshús i Skagafiröi. Jóladagur Dagskrá sjónvarpsins hefst á jóladag klukkan 17. Þá verður endurtekinn einn af þeim þáttum um „muni og minjar”, sem dr. Kristján Eldjárn stjórnaði áður en hann var kosinn forseti lýð- veldisins. Þátturinn sem á jóla- dag verður fluttur, heitir „Ólafur kóngur örr og friður”. Eftir fréttir um kvöldiö er svo fluttur þáttur sem sjónvarpið lét gera vegna þess aö i ár eru 100 ár liðin frá fæðingu Einars Jónsson- ar, myndhöggvara. Siðan kemur þáttur frá lista- hátið i vor, Renata Tebaldi, syng- ur með sinfóniuhljómsveitinni og Ashkenasy stjórnar. Klukkan 21.30 er svo röðin kom- in að Vcsturförunum. Mjög margir þekkja vel skáld- söguflokkinn eftir sænska rit- höfundinn Vilhelm Moberg, en Jón Helgason þýddi þennan sagnaflokk og kom hann út á árunum 1947-1959. Jan Troell, er höfundur myndarinnar, en hann er einn hinna ungu kvikmynda- gerðarmanna svia, sá sem hvað mest hefur skarað framúr, en reyndar eiga sviar snillinafjölda á sviði kvikmyndagerðar. Vesturfararnir er i átta þátt- um, og fyrsti kaflinn, sem á jóla- dag verður fluttur, kallast Stein- rikið, og segir þar frá Karli Óskari, ungum smábónda, sem rifur sig upp af harðbýlu koti og heldur til Vesturheims með hyski sitt. Þessi sænska mynd er ný, hefur hlotið frábæra dóma, og verður að telja það mikinn feng að fá hana svo fljótt til sýninga i islenska sjónvarpinu. Annar dagur jóla A öðrum degi jóla, er fyrst til að taka að þátturinn Heimsókn kem- ur á skjáinn. Þeir ómar Ragnars- son og Þrándur Thoroddsen koma að þessu sinni við að Staðarbakka i Hörgárdal og kvikmynda og ræða við heimilisfólið þar. Stað- arbakki er fremsti bærinn i Hörg- árdal. Þar er afarsnjóþungt og erfitt að búa, en á Staðarbakka búa þrjár kynslóðir dugnaðar- fólks, sem eflaust kann frá ýmsu að segja. Klukkan 21.15 þetta kvöld, verður svo frumsýnt leikritið Don Juan eftir Moliere. Leikarar Leikfélags Akureyrar flytja og leikstjóri er Magnús Jónsson, fyrrverandi leikhússtjóri á Akur- 'eyri, en L.A. sviðsetti þetta verk einmitt i fyrra. Leikarar eru m.a. Arnar Jónsson, Þráinn Karlsson, Þórhildur Þorleifsdóttir og fleiri. Jökull Jakobsson þýddi leikritið fyrir L.A. en sviðsmynd geröi Björn Björnsson. Þetta leikrit Molieres var sam- iö um miðja 17. öld, og efniö er sótt i þá frægu sögn um kvenna- bósann, þann spánska flagara sem einskis svifst i þvi skyni að komast upp á kvenfólk. Gamlaársdagur Dagskráin milli jóla og nýárs er með venjulegu helgarsniöi, á sunnudeginun veröur fluttur ann- ar þátturinn af átta um Vestur- farana, en dagskrá siöasta dags þessa þjóöhátiöarárs, hefst klukkan 14 með barnaefni. For- sætisráðherra kemur svo á skjá- inn kiukkan 20 og flytur ávarp. Siðan eru svipmyndir frá liðnu ári, innanlands og utan, og annast þau ólafur Ragnarsson og Sonja Diego þá þætti, en áramóta- skaupið hefst kiukkan 22.45 og stendur i klukkutlma. Að venju er fjallað um viðburði liðins árs i sérstöku ljósi. Hrafn Gunnlaugs- son er leikstjóri. Siðasti d a g s k r á r 1 i ð u r sjónvarpsins á þessu ári er svo að venju, ávarp útvarpsstjóra__GG útvarpið um jólin Þriðjudagur 24. desember Aðfangadagur jóla 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunleikfimi7.35 og 9.05. Morgunstund barn- anna kl. 9.15: Benedikt Arnkelsson les þýðingu sina á sögum úr Bibliunni i endursögn Anne De Vries (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Fiski- spjall 10.05: Asgeir Jakobsson flytur. „Hin gömlu kynni” kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þátt með frásögnum og tónlist frá liðnum árum. Jól I Hamrahlið 17 i Reykjavlk kl. 11.00: Geirlaug Þor- valdsdóttir leikkona gengur milli hæða með hljóð- nemann. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Jólakveðjur til sjómanna á hafi úti. Margrét Guð- mundsdóttir og Eydis Eyþórsdóttir lesa kveðj- urnar. — Tónleikar. 14.55 Gleðileg jól, kantata eftir Karl O. Runólfsson. Rut Magnússon, Liljukórinn og Sinfóniuhljómsveit Islands flytja undir stjórn Þorkels Sigurbjörnssonar. 15.15 Jól, útvarpsfyrirlestur eftir dr. Guðbrand Jónsson. Jónas Jónasson les. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Stund fyrir börnin,Baldur Pálmason kynnir jólalög og les þýðingu sina á ævintýrinu um „Minnsta engilinn” eftir Charles Tazewell. 17.00 (Hlé) 18.00 Aftansöngur i Dóm- kirkjunni. Prestur: Séra Öskar J. Þorláksson dóm- prófastur. Organleikari: Ragnar Björnsson. 19.00 Jólatónleikar Sinfóniu- hljómsveitar islands i út- varpssal Einleikarar: Manuela Wiesler, Lárus Sveinsson og Hafsteinn Guðmundsson. a. Flautu- konsert i D-dúr eftir Joseph Haydn. b. Trompetkonsert i C-dúr eftir Johann Nepo- muk Hummel • c. Fagottkonsert i F-dúr eftir Carl Maria von Weber. 20.00 Orgelleikur og einsöngur I Dómkirkjunni.Elfn Sigur- vinsdóttir og Magnús Guð- mundsson syngja jólasálma við orgelleik Ragnars Björnssonar. Dr. Páll ísólfsson leikur orgelverk eftir Bach, Pachelbel og Buxtehude. 20.30 Jólahugleiðing. Séra Sigmar I. Torfason pró- fastur á Skeggjastöðum talar. 20.45 Orgelleikur og einsöngur i Dómkirkjunni — framhald. 21.05 „Kveikt er ljós við ljós” . Margrét Helga Jóhanns- dóttir og Gunnar Stefánsson lesa jólaljóð. 21.35 Jólalög frá ýmsum löndum. Svala Nielsen, Sigurveig Hjaltested og Margrét Eggertsdóttir syngja við hljóðfæraleik Björns Ólafssonar, Ingvars Jónassonar, Averil Williams og Einars Vigfússonar. Þorkell Sigur- björnsson stjórnar flutningi og kynnir tónleikana. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Guösþjónusta I sjón- varpssal.Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, predikar og þjónar fyrir altari. Kirkju- kór og drengjakór Akraness syngja. Organleikari og söngstjóri: Haukur Guð- laugsson söngmálastjóri. — (útvarpað úr sjónvarpssal) — Dagskrárlok um kl. 23.10. Miðvikudagur 25. desember Jóladagur 10.40 Klukknahringing. Litla lúðrasveitin leikur jóla- sálma. 11.00 Messa I Kópavogskirkju, Prestur: Séra Árni Pálsson. Organleikari: Guðmundur Gilsson. 12,15 Dagskráiif. Tónleikar. 13.00 Jól á Jótlandi.Hjörtur Pálsson lektor i Arósum tekur saman dagskrána og ræöir m.a. viö ElinuStefáns dóttur. Lesari með honum: Þórgunnur Skúladóttir. 14.10 Miðdegistónleikar frá Berlinarútvarpinu. Flytjendur: Filharmóniu- sveit Berlinar og Pihsien Chen pianóleikari. Stjórnandi: Pinchas Stein- berg. a. „Vald örlaganna”, forleikur eftir Giuseppe Verdi. b. Pianókonsert nr. 1 I e-moll eftir Féderic Chopin. c. „Mandarininn makalausi”, svita eftir Béla Bartók. . 15.20 Dómkirkjan á Hólum i Hjaltadal.Dagskrá frá 1963 með svipmyndum úr sögu kirkjunnar. Dr. Kristján Eldjárn tók saman. Flytj- endur auk hans: Dr. Broddi Jóhannesson og Andrés Björnsson. 16.15 Veðurfregnir. Við jólatréð: Barnatimi i útvarpssal Stjórnandi: Guðrún Stephensen. Hljóm- sveitarstjóri: Magnús Pétursson, sem einnig stjórnar telpnakór Mela- skólans. Arni Björnsson talar um jólatré og jóla- sveina. Herdis Egilsdóttir segir sögu sina um Gömlu brúðuna. Sigurður Grétar Guðmundsson segir jóla- sögu eftir Alf Proysen i þýðingu Guðrúnar Birnu Hannesdóttur. Jóla- sveinninn Skyrgámur kemur i” heimsókn. Enn- fremur verður gengið i kringum jólatréð og sungin jóla- og barnalög. Barna- timafólk útvarpsins hefur valið efni og séð um undir- búning. 17.45 Kammertónleikar i útvarpssal. Hljómlistar- flokkurinn „Isamer” leikur Kvintett I C-dúr op. 163 eftir Franz Schubert. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.20 Skrifarinn á Heiði. Grímur M. Helgason cand. mag. skyggnist um i hand- ritasafni Þorsteins Þor- síeinssonar handritaskrif- ara á Heiði i Sléttuhlið. Lesarar: Helga Hjörvar og Jón Örn Marinósson. 20.10 Kórsöngur i útvarpssal: lláskólakórinn syngur jóla- lög. Söngstjóri: Rut L. Magnússon. 20.35 Jerúsalem, borg Daviðs, Dagskrá i samantekt Friðriks Páls Jónssonar. Flytjandi með honum: Olga. Guðrún Arnadóttir. 21.25 Kammertónleikar I út- varpssal Jón H. Sigur- björnsson, Kristján Þ. Stephensen, Rut Ingólfs- dóttir, Pétur Þorvaldsson og Helga Ingólfsdóttir leika. a. Sónata I c-moll fyrir óbó, selló og sembal eftir Vivaldi. b. Konsertþættir fyrir flautu, fiðlu og sembal eftir Rameau. c. Konsert fyrir flautu, óbó, selló og sembal eftir Telemann. 21.55 Fyrstu jóiin min. Arnheiður Sigurðardóttir magister les frásögu eftir Ólinu Andrésdóttur. 22.15 Veðurfregnir. Þættir úr óratoriunni „Messias” eftir Georg Friedrick Hándel. Heather Harper, John Shirley-Quirk, Helen Watts og John Wakefield syngja með Sinfóniuhljómsveit og kór Lundúna. Colin Davis stjórnar. 23.55 Dagskrárlok. Fimmtudagur 26. desember Annar dagur jóia 9.05 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir) a. Concerto grosso op. 3 nr. 12 eftir Man- fredini. I Solisti Veneti leika. b. Duo fyrir flautu og óbó nr. 4 i F-dúr eftir Wil- helm Friedmann Bach. Auréle Nicolet og Heinz Holliger leika. c. Konsert i g-moll op. 8 nr. 6 eftir Tor- elli. Kammersveitin i Mainz leikur; Gdnther Kehr stjórnar. d. Trompetkonsert I D-dúr eftir Michael Haydn. Maurice André og Bach hljómsveitin i MUnchen leika; Karl Richter stjórnar. e. Sónata fyrir flautu, tvær blokkflautur, violu da gamba og sembal eftir Fasch. Hans-Martin Linde, Gustav Scheck, Veronika Hampe, Johannes Koch og Eduard MUller leika. f. Sin- fónia I G-dúr eftir Holzbau- er. Archiv hljómsveitin leikur; Wolfgang Hofmann stjórnar. g. Magnificat I D- dúr eftir Johann Sebastian Bach. Maria Stader, Hertha Töpper, Ernst Haefliger og Dietrich Fischer-Dieskau syngja ásamt Bach-kórnum og hljómsveitinni I Munch- en; Karl Richter stjórnar. 11.00 Messa I Hallgrimskirkju. Prestur: Séra Ragnar Fjal- ar Lárusson Organleikari: Páll Halldórsson. 13.15 t iéttum dúr.Þáttur með blönduðu skemmUefni. Um- sjónarmaður: Jón B. Gunn- laugsson. 14.15 „Uans og Gréta", ævintýraópera eftir Engel- bert Humperdinck. Flytj- endur: Elisabeth Schwarz- kopf, Elisabeth Grtimmer, Josef Metternich, Maria von Ilosvay, Else Schilrhoff, Anny Felbermayer, stúlknakórar frá Laughton, Essex og Bancroft og hljómsveitin Philharmonia. Stjórnandi: Herbert von Karajan. — Þorsteinn Hannesson kynnir. 16.15 Veðurfregnir. Pianó- leikur i útvarpssal: Phiiip Jenkins leikur Chaconnu eftir Bach / Busoni, Nokt- úrnu nr. 6 eftir Fauré og Sónötu alla toccata eftir Al- wyn. 17.00 Barnatimi: Agústa Björnsdóttir stjórnar Agústa les kafla úr „Lauf- dalaheimilinu” eftir Selmu Lagerlöf I þýðingu séra Sveins Vikings. Kristin Sveinbjörnsdóttir talar við Hönnu Valdisi Guðmunds- dóttur, sem syngur nokkur sænsk barnalög. 18.00 Stundarkorn með selló- leikaranum Paul Tortelier Tilkynningar. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.20 Staldrað við á Akureyri. Söngur, rabb og brot úr leik- ritum, sem leikarar á Akur- eyri flytja. — Jónas Jónas- son sér um þáttinn. 20.20 Frá tónleikum Sinfónlu- hljómsveitar islands i Há- skólabiói 7. þ.m. Einsöngv- ari: Sigríður E. Magnús- dóttir Stjórnandi: Alberto Venutura. a. Forleikur og aria úr „Brúðkaupi Figar- ós” eftir Mozart. b. Aria og balletttónlist úr „Fást” eftir Gounod. d. Aria úr „Samson og Daliu” eftir Saint-Saens. e. Aria úr „Carmen” eftir Bizet. 21.10 „Jólasaga úr sveitinni”, smásaga eftir Jón Trausta. Guðriður Guðbjörnsdóttir les. 21.30 Hátiðartónverk Rlkisút- varpsins á ellefu alda af- mæli tslandsbyggðar, „Þjóðlifshættir”, fyrir fiðlu og pianó eftir Jórunni Viöar. Björn Ölafsson og höfundur leika, — Þorsteinn Hannes- son kynnir. 22 00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög 01.00 Dagskrárlok. Föstudagur 27. desember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.00, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn 7.55. , Morgunstund barnanna kl. 9.15: Benedikt Arnkelsson les þýðingu sina á sögum úr Bibliunni i endursögn Anne De Vries (7). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Spjallað viö bændur 10.05. tsiensk kór- og einsöngslög kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Johannes Feyer- bend, Lisa Schwarzweller, einleikarar og kór frá Norð- ur-Þýskalandi flytja „Jefta” óratóriu eftir Gia- como Carissimi / Michel Piguet, Walther Stiftner og Martha Gmiinder leika Són- ötu i e-moll fyrir óbó, fagott og sembal eftir Geminiani /Thomas Brandis, Edwin Koch og Karl Grebe leika Trió i D-dúr op. 50 nr. 6 fyrir fiðlu, selló og sembal eftir Boismortier / Thea von Sparr, Burghard Sparr, Wolfgang Meyer og strengjasveit leika Konsert I e-moll fyrir blokkflautu, flautu, sembal og strengja- sveit eftir Telemann. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Heilög jól” eftir Sigrid Undset, Brynjólfur Sveinsson is- lenskaði. Séra Bolli Gústafsson les (2). 15.00 Miðdegistónleikar. Ge- orges Barboteu og Gene- viéve Joy leika Sónötu op. 70 fyrir horn og pianó eftir Koechlin. Itzak Perlman og Fllharmóniusveit Lundúna leika Fiðlukonsert i fis-moll op. 14 nr. 1 eftir Wieniawski; Seiji Ozawa stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næst viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Anna heiða vinnur afrek” eftir Rúnu Gislad. Edda Gisladóttir les (4). 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Eddukórinn syngur jóla- lög. 19.50 Flokkur islenskra leik- rita, XIV. Siðasta leikrit flokksins og jafnframt jóla- leikrit útvarpsins; „Þið munið hann Jörund” eftir Jónas Arnason. Sveinn Einarsson leikhússtjóri flyt- ur inngangsorð. Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson. Per- sónur og leikendur: Laddie, Guðmundur Magnússon. Jörundur, Helgi Skúlason. Charlie Brown, Pétur Einarsson. Alexander Jon- es, Gisli Halldórsson. Trampe greifi, Valdemar Helgason. Stúdiósus, Guðmundur Pálsson. Mary, Paddy Johnny (söng- grúppa), Edda Þórarins- dóttir, Troels Bendtsen, Halldór Kristinsson. Aðrir leikendur: Helga Jónsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Jól á sjó- mannsheimili. Ingólfur Stetánsson ræðir viö Kagn- hildi Jónsdóttur og Gyðu Jónsdóttur. 22.45 Bob Dylan. Ómar Valdimarsson les þýðingu sina á ævisögu hans eftir Anthony Scaduto og kynnir hljómplötur hans; níundi þáttur. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.